Squid Games og kdrama?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fim 07. Okt 2021 21:08

Einhverjir búnir að horfa á Squid Games?
Að því virðist, fyrsta non-english serían á Netflix sem er #1 í Netflix USA.

edit: ekki búinn að sjá, en ætla að sjá.
Síðast breytt af appel á Fim 07. Okt 2021 21:11, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Okt 2021 21:24

Ekki búinn að sjá ennþá, en þessir þættir eru á listanum.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf KaldiBoi » Fim 07. Okt 2021 21:27

Mæli með að horfa á með enskum texta (ekki English [CC]) og suður kóresku tali.

Þættirnir eru þýddir vitlaust með [CC].



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 07. Okt 2021 21:38

Mæli líka klárlega með Kingdom þáttunum, mér finnst þeir jafnvel betri en Squid Game.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fim 07. Okt 2021 21:39

Ég er að læra kóresku og skil flestallt sem þessir þýðendur misskilja.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fim 07. Okt 2021 21:44

ZiRiuS skrifaði:Mæli líka klárlega með Kingdom þáttunum, mér finnst þeir jafnvel betri en Squid Game.

Þeir eru frábærir.

Mæli líka með þáttaröð sem gerist í N-Kóreu, ef menn vilja kúltúral shock.
https://www.imdb.com/title/tt10850932/?ref_=fn_al_tt_1
Þetta er á netflix.


*-*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Okt 2021 21:48

Flottir þættir og gott plott. :D

Kingdom eru líka góðir þættir... finnst gott efni koma frá Kóreu að undanförnu að mörgu leyti betra efni en frá USA.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Okt 2021 21:48

appel skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Mæli líka með þáttaröð sem gerist í N-Kóreu, ef menn vilja kúltúral shock.
https://www.imdb.com/title/tt10850932/?ref_=fn_al_tt_1
Þetta er á netflix.
Er á listanum hjá mér. :D



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fim 07. Okt 2021 21:57

falcon1 skrifaði:
appel skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Mæli líka með þáttaröð sem gerist í N-Kóreu, ef menn vilja kúltúral shock.
https://www.imdb.com/title/tt10850932/?ref_=fn_al_tt_1
Þetta er á netflix.
Er á listanum hjá mér. :D

Ég er með langan lista, pm for it :)


*-*

Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Graven » Fim 07. Okt 2021 23:26

Ef það er eitthvað varið í þetta þá verður þetta endurgert í USA, horfi þá.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6484
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf gnarr » Fim 07. Okt 2021 23:30

Graven skrifaði:Ef það er eitthvað varið í þetta þá verður þetta endurgert í USA, horfi þá.


Endurgerðin verður drasl


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf rapport » Fös 08. Okt 2021 00:31

gnarr skrifaði:
Graven skrifaði:Ef það er eitthvað varið í þetta þá verður þetta endurgert í USA, horfi þá.


Endurgerðin verður drasl

US Endurgerðin er alltaf drasl.

Er að horfa á Squid Game messa dagana, kláraði 6. þátt í kvöld.

Virðist ekki jafn brútal og Alice in Borderland en eitthvað svona í áttina af mindfucks.

Kóreskt sjónvarpsefni er almennt vel gert og sögurnar góðar, það er ekki að koma á óvart að sjá kóreska þætti komast hærra og hærra á einhverjum listum og fólk farið að ræða þá á kaffistofunni.

Haugur af góðum seríum í boði á viki.com og Viki appinu fyrir Android TV margt frítt.



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Dropi » Fös 08. Okt 2021 07:42

Kóreskar bíómyndir voru í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár, hlakka til að horfa á þessa.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 08. Okt 2021 08:46

Graven skrifaði:Ef það er eitthvað varið í þetta þá verður þetta endurgert í USA, horfi þá.



Horfðu á þetta með opnum huga frekar.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Predator
1+1=10
Póstar: 1184
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Predator » Fös 08. Okt 2021 09:27

Búinn með þessa þætti og fannst þeir fínir, finnnst fólk ekki vera að missa af neinu sérstöku með því að horfa ekki samt.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fös 08. Okt 2021 19:10

rapport skrifaði:
gnarr skrifaði:
Graven skrifaði:Ef það er eitthvað varið í þetta þá verður þetta endurgert í USA, horfi þá.


Endurgerðin verður drasl

US Endurgerðin er alltaf drasl.

Er að horfa á Squid Game messa dagana, kláraði 6. þátt í kvöld.

Virðist ekki jafn brútal og Alice in Borderland en eitthvað svona í áttina af mindfucks.

Kóreskt sjónvarpsefni er almennt vel gert og sögurnar góðar, það er ekki að koma á óvart að sjá kóreska þætti komast hærra og hærra á einhverjum listum og fólk farið að ræða þá á kaffistofunni.

Haugur af góðum seríum í boði á viki.com og Viki appinu fyrir Android TV margt frítt.


Það er heljarinnar hellingur einnig á Netflix, og flestir hérna líklega með Netflix account.

Veit að það eru svo harðir gaurar hérna að ég þori ekki að mæla með einhverju drama-romance :) en hérna er skemmtilegt á netflix, svona action, spenna, tryllir, og ein gaman neðst:

Kingdom - https://mydramalist.com/22806-kingdom
Flower of Evil - https://mydramalist.com/54625-flower-of-evil (bara á Viki held ég)
Vagabond - https://mydramalist.com/28742-vagabond
Goblin - https://mydramalist.com/18452-goblin
Vincenzo - https://mydramalist.com/61371-vincenzo
Black - https://mydramalist.com/23772-black
Designated Survivor: 60 days - https://mydramalist.com/32227-designated-survivor
Eulachacha Waikiki - https://mydramalist.com/26644-eulachacha-waikiki


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Fös 08. Okt 2021 23:04

Mæli sterklega með þessum seríum fyrir ofan, en seríurnar hér að neðan voru þær sem ég ákvað að sleppa að minnast á því ég var ekki viss um að þið mynduð fíla þessi genres.



En fyrir þá sem eru til í að leyfa sér smá kúltúr sjokk og sleppa öllum fordómum og svona þá eru þetta alveg hreint geggjaðar seríur:

Btw. allar kóreskar þáttaraðir eru í svona 95% tilfella bara það sem kallast "mini series", þ.e. saga frá upphafi til enda og oftast í 16 þáttum sem hver er klukkutíma langur.

En hérna eru þessar geggjuðu seríur, mæli alveg jafnt með þeim öllum:


Crash Landing on You
Drama - Action - Romance - Thriller
Snobbuð yfirstéttarkona fer í sviflug en vegna storms þá blæs hún yfir til N-Kóreu. Þar kemst hún í hann krappan og auðvitað hittir hún heiðarlegan og myndarlegan n-kóreskan hermann sem hjálpar henni og hún fellur fyrir. En það er hættulegt að vera S-Kóreumaður í N-Kóreu, og hann hjálpar henni að fara huldu höfði og reyna komast til baka, sem er ekki auðvelt. Hún fær nýja sýn á lífið og umbreytist. En það er mikið action, thryller, og jú romance í þessu. Mjög áhugaverð innsýn á N-Kóreu, allavega frá sjónarhóli S-Kóreu.
https://mydramalist.com/35729-emergency-lands-of-love


Empress Ki
Historical - Romance - Action - Thriller
Eiginlega uppáhalds serían mín, af eiginlega öllum sem ég hef horft á. Þetta er "historical drama", gerist fyrir þúsund árum síðan eða svo. En þetta er mikil saga, segir frá þessari Ki sem þróast úr því að vera sem þræll sem barn Í Kóreu yfir í það að verða keisaraynju yfir Yuan Dynasty, sem við þekkjum sem Kína í dag, og því fylgdi einnig að vera yfirstjórnandi yfir Kóreu þar sem þannig var pólitíkin þá. Þetta er byggt á raunverulegum atburðum, Ki verður ein valdamesta keisaraynja í kínverskri sögu. En þetta er kóresk þáttaröð á kóresku, þar sem saga kóreu og kína er mjög samofin, og jú þetta er saga um hina kóresku Ki.
En þetta er svona "palace drama" einsog það kallast, og minnstu mistök þýða að þú týnir lífi þínu innan hallarveggjanna. Þannig að það er mikið um ráðabrugg, "stratagems" einsog það kallast.
Aðal vondi kallinn er í mínum huga á sama plani og Darth Vader, alveg skelfilega grimmur þannig að maður svitnar bara við að sjá hann á skjánum.
https://mydramalist.com/7114-empress-ki


I'm Not a Robot
Comedy - Romance - Drama
Bráðfyndin sería um stelpu sem er ráðin í tímabundið starf að leika róbóta fyrir róbótafyrirtæki, þar sem róbotinn þeirra bilaði akkúrat þegar sérvitur milljarðamæringur vildi fá róbotinn að láni í nokkra daga til að gera prófanir á honum. En það vildi svo til að hún var einmitt fyrirmyndin að róbotinum þannig að hún og róbotinn líta nákvæmlega eins út! Þannig að tekst henni að plata milljarðamæringinn?
https://mydramalist.com/24351-im-not-a-robot


Strong Woman Do Bong Soon
Comedy - Romance - Thriller
Af einhverjum ástæðum eru allar konur í ættinni ofur-sterkar, svona Captain America sterkar ef ekki sterkari. Ég líkti þessu einu sinni við kvenkyns-útgáfuna af Steina Sterka (virkilega, las enginn þessar bækur?).
En ríkur forstjóri leikjafyrirtækis verður vitni af því hversu sterk hún er, og þar sem hann er undir stöðugum líflátshótunum þá ákveður hann að ráða hana sem lífvörð sinn. Hún þiggur boðið, enda hefur alltaf langað að vinna hjá leikjafyrirtæki. En ... einsog í mörgum kóreskum svona þáttaröðum þá upphefst mikil kómedía og jú romance.
https://mydramalist.com/18894-strong-woman-do-bong-soon


Mother
Thriller - Melodrama
Ein svakalegasta drama sem ég hef horft á. Hafið nóg tissjú á reiðu fyrir tárin. Kennari verður vitni af því hvernig foreldrar, stjúpfaðir og móðir, níðast á nemenda sínum, og telur að hún muni á endanum verða drepin. Hún getur ekki aðhafst ekkert, og þrátt fyrir að annar kennari hafi tilkynnt til yfirvalda þessa misnotkun þá geta yfirvöld ekkert gert, yppa bara öxlum og ekkert er gert. En dag einn ákveður kennarinn að flýja með stúlkunni, og verða móðir hennar. En það er ekki alveg svo einfalt.
https://mydramalist.com/21308-mother


Mr. Queen
Comedy - Drama - Historical - Romance
Þessi gerist á "joseon" tímabilinu, þegar Kórea var sameinuð undir konungsdæmi sem kallaðist Joseon.
En þetta er áhugaverð sería. Kvennabósi í nútímanum, sem er kokkur, hann lendir í slysi, og við það varpast hann aftur í tímann.
Ekki nóg með það, þá vaknar hann í líkama konu, og ekki hvaða konu sem er, heldur prinsessu sem er að fara giftast kónginum, sem virðist vera kvennabósi einnig. Hann, eða hún, verður drottning og upphefst mikil kómedía, og einnig smá drama.
Veit ekki hvað kynjafræðingarnir í háskóla Íslands myndu segja um þessa seríu.
https://mydramalist.com/58365-queen-cheorin




Hef þetta ekki of langt :)


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf rapport » Lau 09. Okt 2021 19:12

Þær Kóresku seríur sem ég hef fallið fyrir (til viðbótar við þær sem appel minnist á).

My Mister
Fyrir mér brillerar leikkonan IU í þessum þáttum og aðalleikarinn á móti henni er æði. Fólk sem er fast í USA þankagangi mun alltaf giska á ranga framvindu og ekki ná tengingunum rétt. Þessir þættir gerast hægt en það skiptir miklu máli að fylgjast með og spotta smáatriði. Horfði á þessa svo aftur seinna með betri helmingnum sem var bara drullu sátt við þá í lokin, en hélt í upphafi að sagan yrði allt allt önnur.

Goblin - The Lonely and Great God
Búinn að sjá þessa seríu nokkrum sinnum. Alltaf góð. Sagan góð og söguheimur þjóðsagna í Kóreu birtast í karakterum og sögunni. Hún er skemmtileg og fyndin á köflum en á öðrum sorgmæddur.

Because this is my first life
Búinn að sjá þessa a.m.k. tvisvar. Fyndin, róleg, yndisleg. Horfði á hana með frúnni og þetta var fyrsta kóreska serían sem hún horfði á og við bara helvíti sátt. Finnst leikkonan sem er í þessum þáttum alltaf pluma sig vel, er í uppáhaldi.

Hotel Del Luna
Brilliant fantasy saga. IU aftur með góðan leik. Aðalleikarinn á að vera smá vitleysingur og honum tekst það pirrandi vel. Sería sem égvirkilega fíla og tengist aðeins inn í söguheim kóreskra þjóðsagna.

It´s OK not to be OK
Úff, þessi er smá erfið að horfa á en heillaði mig. Byrjaði að horfa á hana aftur en fann að ég var ekki stemmdur fyrir hana. Þetta er smá truflandi séría, a.m.k. fyrir mig. En er helvíti góð. Einhverskonar blanda af Rain man og Great expectations.

Whats wrong with secretary Kim
Með fyrstu kóresku seríunum sem ég horfði á. Brilliant fyrir okkur sem erum með vott af einhverfu, húmor og rómantík.

Itaewon Class
Góð sería, góð saga og ástæðan fyrir því að mig langar til Seoul að heimsækja Itaewon. Smá ofbeldi sem frúin hnussaði yfir en hún sjálf virkilega hataði vonda karlinn í þessari seríu.

A Korean Oddisey
Blanda af kóreskum þjóðsögum, fantasy, Zombies og rómantík. Góðir leikarar og virkilega skemmtileg afrþreying.

Flower of Evil
Flott plot, frábær saga. Glæpasaga.

Black
Smá horror fílingur. Góð saga og vel gerð.

Tomorrow with you
Time travelers wife - Kóreskt version með twist.

While you were sleeping
Fyrsta kóreska serían sem ég horfði á og hef séð núna þrisvar. Góð sería.

Alice in Borderland
Squid games á sterum - japanskt OG einhver sagði að það kæmi annað season....

Mr. Sunshine
Sögulegt drama, geggjuð saga og hélt mér við efnið allan tímann og gerði mig mjög forvitinn um söguna í þessum heimshluta.


Ég get nokkurnvegin lofað því að ef þú ert opinn fyrir því að horfa á mynd án þess að skilja tungumálið og lesa enska texta, þá áttu eftir að finna eitthvað kóreskt sem heillar þig.

Ég og appel höfum átt stórskemmtilegt spjall um seríur og einstaka atriði og ef þið dettið inn í fílinginn, þá endilega hóa í okkur og ræða hvað væri sniðugt að horfa á næst og hvernig hægt er að nálgast meira efni.
Síðast breytt af rapport á Lau 09. Okt 2021 19:14, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Lau 09. Okt 2021 19:59

Jamm, þetta hefur verið ævintýralega skemmtilegt ferðalag inn í þennan undraheim s-kóreskra þáttaraða. Datt inn í þetta þegar maður þurfti að hanga heima í fyrstu bylgju covid faraldursins. Fann mér ekkert amerískt efni til að horfa á, var eiginlega bara kominn með ógeð á öllu þessu ofurhetju krappi. Þannig að ég ákvað að slá til og horfði á eina svona kóreska seríu, þar sem jú þetta gat varla verið svo slæmt, hafði reyndar horft á Kingdom seríuna á undan, það var í raun fyrsta serían sem ég hafði horft á, en það var ekki fyrr en ég horfði á Crash Landin On You sem ég datt alveg inn í þetta, hún er alveg dæmigerð svona kdrama sería, Kingdom er eiginlega bara zombie sería á sterum og ekki dæmigerð svona kdrama sería.
Rapport er svo eini íslendingurinn (annar en ég) sem ég veit um sem hefur áhuga á þessu einnig :) það hefur verið gagnlegt að geta tjáð sig eitthvað um þetta áhugasvið, þegar ég segi vinnufélögunum eitthvað um þetta þá er einsog ég sé að tala við vegg... ætli þeir séu ekki að hugsa um að hringja í fólkið í hvítu sloppunum... lol.


*-*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf falcon1 » Lau 09. Okt 2021 21:59

Takk fyrir þessar upplýsingar, margir þættir þarna sem ég á eftir að horfa á. :D Mr. Sunshine kom mér akúrat inní S-kóreaska heiminn, geggjaðir þættir.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf appel » Sun 10. Okt 2021 01:12

Mr. Sunshine mjög flott og vönduð, en fannst hún eilítið þung þó góð væri.

En sýndi áhugaverðan tímakafl í kóreskri sögu, þegar konungsveldið leið undir lok. Saga kóreu á margan hátt mjög áhugaverð og maður er búinn að læra margt um kóreska sögu. Það er svolítið merkilegt hvað búið er að ráðskast með þetta litla land. Það er klemmt á milli Kína og Japan og hefur þurft að þola ansi margt frá þessum löndum, og svo algjörar hörmungar á 20. öldinni. Í raun hefur greyið Kórea eiginlega aldrei verið almennilega fullvalda land, alltaf verið í vonlausri stöðu þar sem önnur ríki vilja ráðskast með þá, og svo kemur þessi kommúnisma-plága.

Svolítið áhugavert að sjá í sjónvarpsþáttaröðunum hvað karakterar fara oft á hnján og grátbiðja um miskun og svona... veit ekki til þess að svona hegðun sé mikið í menningu annarra þjóða, en þetta finnst mér doldið sýna einsog ég vil lýsa sem "menningarlegt ör (scar)", að ömurleikinn, hörmungar, mannvoskan og allt þetta sem þjóðin hefur gengið í gegnum að þetta hafi verið innrætt inn í alla. Lénskerfið var mjög öflugt þarna, misskipting mikil. Þú sérð í raun sama fyrirkomulag í N-Kóreu, bara kallað öðru nafni en konungsveldi.

Svolítið undarlegt að í raun þetta litla land sé svona öflugt menningarlega séð, 50 milljónir manna og á landssvæði litlu stærra en Ísland.
Kannski útaf því að S-Kórea er í raun í praktís bara eyja. Sjór á 3 hliðar, og stór veggur sem aðskilur N og S kóreu og ekkert fer þar yfir. Eru eyjaþjóðir ekki iðnar í menningu?

En hví eru ekki önnur lönd öflugri í þessu? Það búa svipað margir í Myanmar, eða Argentínu, Úkraínu. Kannast ekki við öfluga framleiðslu á kvikmyndum, þáttaröðum, og hvað þá einhverju fyrirbæri einsog kpop.... ekki heyrt um u-pop (ukraine pop) lol...

Held að allar þessar hörmungar sem hafa dunið á kóreu, svo og að þetta er eldgamalt menningarsamfélag svipað gamalt og kína, þá brýst þetta eitthvað fram í sköpunarkrafti, sagnahefð og svona, þörfin á að segja frá.


En það er ekki bara menningarlega séð sem S-Kórea "punches above its weight" einsog er sagt.
Samsung, LG... stærstu raftækjaframleiðendur heims og þekktustu. Bæði fyrirtækin kóresk og eiga líklega 90% af sjónvarpsmarkaðnum allavega hér á Íslandi.
Svo eru bílaframleiðendur einnig, Hyundai, Kia, þau þekktustu þó svo það eru til fleiri. En þeir eru með stærstu bílaframleiðendum heims.


Svo er kóreska tungumálið líka áhugavert fyrir margar sakir.
T.d. finnst mér það á köflum doldið líkt íslenska tungumálinu í hljómburði. Það er mikið um notkun á hljóðinu "R", og finnst þeir bera það fram líkt og íslendingar. Stafakerfið er líka einfalt, og eitt af fáum tungumálum með eigið stafakerfi/hangul. T.d. er stafrófið stafakerfi en það er byggt á latínu, þannig að fjölmörg lönd nota það kerfi. En kórea setti saman eigið stafakerfi og það byggir á hljóðburði munnsins, þannig að það er hægt að skrifa kóresku sem hljómar einsog íslenska.

Þannig að kórea er doldið case study. T.d. hef ég lesið að ef kórea væru sameinuð, 75 milljónir manna, þá yrði það með öflugustu hagkerfum heimsins, #4 eða #5, öflugra en þýskaland kannski. Nú þegar í dag er bara s-kórea með stærra hagkerfi en Rússland, sem er þrefalt fjölmennara land.

Heimsæki kannski landið í framtíðinni þegar ég er orðinn nógu sleipur í kóreskunni :)


*-*

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3168
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 10. Okt 2021 10:04

Squid game er alveg fínasta stöff eftir að hafa horft á þættina. Fannst smá fyndið allar tengingar við illuminati þ.e grímunar og þríhyrningarnir. :lol:


Just do IT
  √

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Okt 2021 10:35

Horfði á fyrsta þáttinn í gær, good stuff! Langaði að horfa á meira en ákvað að spara aðeins og vera ekki gráðugur.
Flottur þráður, búinn að bookmarka hann.
:happy



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Tengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf rapport » Sun 10. Okt 2021 13:25

Verð að segja að ef SquidGame endar svona, þá er serían gölluð. Vona að hún verði kláruð.

Þessi endir er verri en í Memories of Alhambra, sem er virkilega góð sería en með ófullnægjandi endi, a.m.k. að mínu mati.




Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Squid Games og kdrama?

Pósturaf Mencius » Sun 10. Okt 2021 22:07

Fyrst menn eru að ræða kóreska þætti.
Þá mæli ég með þessari mynd ef menn hafa ekki séð hana.

https://imdb.com/title/tt0901487/


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks