Ég hugsa að VG sé að tapa einmitt á umhverfisráðuneytinu, grunar að það séu annsi margir sem að eru það á móti hálendisfrumvarpinu að það sé ástæðan fyrir "hruni" hjá þeim.
Síðan náttúrulega höfðu þau heilbrigðisráðuneytið á erfiðasta tíma allra tíma fyrir það.
þetta tvennt hugsa ég að sé að lækka þeirra fylgi, ekki það að þau séu með sjálfstæðinu í ríkisstjórn, enda ef að það væri málið, þá væri framsókn ekki sigurvegarar þessara kosningar.
rapport skrifaði:Forsætisráðherra: Katrín Jakobsdóttir (V) = ÁFRAM
Heilbrigðisráðherra: Svandís Svavarsdóttir (V) = FER TIL xD
Ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) = ÁFRAM
Dómsmálaráðherra: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D) = ÁFRAM
Fjármála- og efnahagsráðherra: Bjarni Benediktsson (D) = ÁFRAM
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson (B) = ÁFRAM
Utanríkisráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson (D) = ÁFRAM
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Kristján Þór Júlíusson = FER TIL xB
Félags- og jafnréttismálaráðherra: Ásmundur Einar Daðason (B) = ÁFRAM
Mennta- og menningarmálaráðherra: Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B) = ÁFRAM
Umhverfis- og auðlindaráðherra: Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Utan þings) = ÁFRAM EÐA FER TIL xB
Ég hugsa að það verði mun meiri breytingar en þetta, það er erfitt að láta Katrínu hafa forsætisráðuneytið þegar að flokkurinn hennar er að tapa fylgi og aðrir að bæta við sig.
Hugsa að hún fari í annað ráðuneyti og það verði D eða B sem að fái það.
Því miður þá er eini rétt ráðni ráðherran bara engan vegin að mínu skapi, hugsa að hann verði alls ekki áfram og grunar að B fái það ráðuneyti.
Vona innilega að Þórdís Kolbrún haldi sínu ráðuneyti, fannst hún gera gríðarlega vel í nýsköpuninni sérstaklega.
Restinni hef ég svo sem engan sérstaka skoðun á.