Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf GuðjónR » Fös 03. Sep 2021 08:38

Ég er með eftirfarandi tryggingar hjá Verði:
Ökutækjatrygging með kaskó
Brunatrygging húseigna
Heimilisvernd 3
Verð: 240.768

Ákvað að fá „tilboð“ frá Sjóvá í sama pakka og þetta var niðurstaðan:
Verð: 240.593.-

Munurinn á húsi, heimili og bíl: 175.- krónur!

Grein um þessi okur/samráðsmál hjá FÍB
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/ok ... afelaganna

Og hlutur Fjármálaeftirlits Seðlabankans er með ólíkindum.
Runólfur hjá FÍB skrifaði:Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf Tbot » Fös 03. Sep 2021 09:49

Að halda því fram að tryggingafélögin stundi samráð.... það er næstum því guðlast.




Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf Rafurmegni » Fös 03. Sep 2021 11:20

GuðjónR skrifaði:Ég er með eftirfarandi tryggingar hjá Verði:
Ökutækjatrygging með kaskó
Brunatrygging húseigna
Heimilisvernd 3
Verð: 240.768

Ákvað að fá „tilboð“ frá Sjóvá í sama pakka og þetta var niðurstaðan:
Verð: 240.593.-

Munurinn á húsi, heimili og bíl: 175.- krónur!

Grein um þessi okur/samráðsmál hjá FÍB
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/ok ... afelaganna

Og hlutur Fjármálaeftirlits Seðlabankans er með ólíkindum.
Runólfur hjá FÍB skrifaði:Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“


Ætti Ísland ekki að vera gósenland fyrir þjónustu erlendra tryggingafélaga?




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf mjolkurdreytill » Fös 03. Sep 2021 11:28

Spurning hvað Vörður segir ef þú segir að Sjóvá hafi boðið þér betur \:D/

Engu að síður er þetta hálfgert grín. Það þarf minnst einu sinni á ári að hóta því að hætta viðskiptum við tryggingafyrirtækið (eða hætta í viðskiptum).

Það er samt alveg rétt að þú færð EKKERT fyrir að halda tryggð við fyrirtækið. Uppúr hruni þá átti ég bifreið sem var það eina sem ég þurfti að tryggja. Náði samt að tala tryggingarnar niður um einhvern 15 þúsund kall á ári (fullt verð var 90-100k eftir því hvaða fyrirtæki svaraði) en var samt að borga meira en vinirnir fyrir sambærilega bíla. Svarið frá tryggingafyrirtækinu var að þeir væru með stærri pakka en ég þannig að bílatryggingarnar væru ódýrari.

Seldi svo bílinn nokkrum árum síðar til ættingja sem var með allan pakkann í tryggingum. Viti menn, tryggingarnar hækkuðu verðið í 90k (fullt verð). Engin verðvild fyrir fólk sem er í stórviðskiptum.f


P.S. Er ekki einhver hópur sem er að kaupa erlendar tryggingar? Finnst eins og ég hafi rekist á hóp á Facebook sem var eitthvað að ræða það að meira segja væri þeim að takast að fá erlendar bílatryggingar samþykktar á Íslandi.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 100
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 03. Sep 2021 11:41

Þessi verðlagning hér heima er alveg út úr kortinu. :guy

Tengdó býr á Spáni og er á dýrari bíll en ég en borgar 40þ total fyrir kaskó, meðan ég borga 170þ. :mad

Svarið er alltaf að fleiri standi að baki þeim tryggingum en hér eru svo fáar hræður. En í covid er minna keyrt og færri slys en samt hækka alltaf tryggingar.(sjá fréttina í commenti að ofan)

Ég elska bíllinn minn en að borga eina borgarferð á ári fyrir hann í tryggingar er blóðugt. :klessa

Á móti eru heimilstryggingar og aðrar tryggingar, ekki endilega í samræmi við þetta. Stórt húsnæði og að borga 30-40þ finnst mér ekkert rosalegt (fjölskyldupakkar etc). Ætti þetta mögulega að vera öfugt? :)

Bílllaus lífssstíll er ómögulegur á höfuðborgarsvæðinu, meðan þjónustu level-ið er lítið (börn,leikskólar,æfingar etc)
-nema fyrir barnlausa, 50+, og þá sem í einfeldni sinni trúa því að vinnustaðir verði alltaf miðsvæðis (mörg fyrirtæki að flytja frá reykjavik/skeifunni/borgartúni)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf hagur » Fös 03. Sep 2021 12:38

Við erum að borga 600þús á ári í tryggingar. Erum reyndar mjög vel tryggð, en þetta eru svakalegir peningar. Þetta er þriðji hæsti útgjaldaliðurinn hjá okkur á eftir húsnæðisláni og matarinnkaupum sýnist mér.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf GuðjónR » Fös 03. Sep 2021 15:12

hagur skrifaði:Við erum að borga 600þús á ári í tryggingar. Erum reyndar mjög vel tryggð, en þetta eru svakalegir peningar. Þetta er þriðji hæsti útgjaldaliðurinn hjá okkur á eftir húsnæðisláni og matarinnkaupum sýnist mér.

Þú ert vel tryggður þangað til þú lendir í einhverju, þá byrjar þrasið, smáa letrið og sjálfsábyrgðin.
Ef þú gætir lagt þennan 600K inn á verðtryggðan reikning þá ættirðu fljótt ágætis sjóð til að taka á áföllum eða nýtt til skemmtilegra verka ef þú slyppir alveg við tjón. Það er ákveðið „tjón“ að borga 600k á ári í þessa hít.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Tengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf ColdIce » Fös 03. Sep 2021 15:26

Var lengi hjá Verði og er MJÖG mikið tryggður(hálfgert blæti) og fékk tilboð frá Sjóvá og lækkaði tryggingarnar um 200 þúsund á ári.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf arons4 » Lau 04. Sep 2021 22:33

GuðjónR skrifaði:Ég er með eftirfarandi tryggingar hjá Verði:
Ökutækjatrygging með kaskó
Brunatrygging húseigna
Heimilisvernd 3
Verð: 240.768

Ákvað að fá „tilboð“ frá Sjóvá í sama pakka og þetta var niðurstaðan:
Verð: 240.593.-

Munurinn á húsi, heimili og bíl: 175.- krónur!

Grein um þessi okur/samráðsmál hjá FÍB
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/ok ... afelaganna

Og hlutur Fjármálaeftirlits Seðlabankans er með ólíkindum.
Runólfur hjá FÍB skrifaði:Ekkert virðist geta stöðvað þetta ofsafengna okur á almenningi. Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“

Ertu búinn að skoða hversu mikið þú ert tryggður í hverjum lið og hvað er tryggt, getur oft munað helling á smáa letrinu hvaða tjón eru bætt og þá borgar sig að taka mark af því þegar verðin eru borin saman.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf Stuffz » Lau 04. Sep 2021 22:40

næst á dagskrá..

TRYGGINGA VAKTIN!

:megasmile


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingafélögin, fákeppni, okur og samráð?

Pósturaf g0tlife » Sun 05. Sep 2021 09:09

Ég er hjá Sjóvá og búinn að vera lengi. Fyrir nokkrum mánuðum sendi ég á öll félögin og fékk tilboð frá TM og Vís. Bæði tilboðin voru töluvert hærri en það sem ég er með núna og Vörður svaraði mér ekki. Ofan á þetta er ég búinn að fá nokkra tugi endurgreidda frá Sjóvá sem hin félögin virðast ekki bjóða.

En rétt, það vantar klárlega trygginga vaktina.
Síðast breytt af g0tlife á Sun 05. Sep 2021 09:10, breytt samtals 1 sinni.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold