Ég hef ennþá allavega haldið í þá ákvörðun að festa ekki vexti hjá mér. Sjá hvort það sé meiri hagur í raun að "ride the wave" heldur en að taka í bremsu og festa mig til einhverra ára.
Er með óverðtryggt lán á minni íbúð sem stendur núna í 3,1% vöxtum.
Við höfum líka alveg þannig tekjur að við getum tekið við hærri afborgunum ef til þess kemur, tókum ekki lán með þannig afborgunum að við værum á þolmörkum. Sú fasteign sem við erum í er líka ekki okkar framtíðareign og verður seld í stærri eða þá úr fjölbýli, og virðumst við hafa verið heppin með tímasetningu á kaupum, 8 mánuðum eftir okkar kaup seldist nákvæmlega eins íbúð í blokkini á móti á 18 milljónum meira. Það er auðvitað ekkert hægt að vita hvað við fáum fyrir íbúðina 5-10 árum seinna, það kemur bara í ljós
Hinsvegar á sama tíma höfum við líka greitt hraðar niður minni lán (bílinn) og því lækkað okkar greiðslubyrði. Ég stytti niður afborgunartímann á bílnum um tvö ár. Ásamt því erum við heppin með þann bíl og hefur hann fallið lítið sem ekkert í verði og því er hann farinn á bílasölu. Þrátt fyrir það greiðum við ennþá alltaf sömu upphæð til að borga hraðar niður.