Lithium (ekki Nirvana)

Allt utan efnis

Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf Rafurmegni » Mán 26. Júl 2021 17:44

Lithium er frumefni sem er notað í Lithium-Ion rafhlöður. Til að búa til rafbíl þarf að moka sig í gegnum fjall af jarðvegi þar sem efninu dýrmæta er safnað (ásamt svakalegu magni af vatni til að skola því út).
Svo er búin til rafhlaða sem nýtist í einhver ár og svo virðist eins og það kosti hundruð þúsunda að farga þessum dýrmætu rafhlöðum:

https://www.ruv.is/frett/2021/07/26/ovi ... -herlendis

Hvernig gengur þetta eiginlega upp? Ekki er kjarnahvarf í batteríinu þannig að lithium er enn til staðar. Af hverju er ekki einfaldara að vinna það til baka úr vel skilgreindum umbúðum rafhlöðunnar (í mörgum tilvikum sívalningnum 18650)? Hvernig getur þetta farið frá því að það borgi sig að fræsa niður fjall yfir í það að það kosti mánaðarlaun verkamanns að losna við óþverrann? Frumefni er frumefni?

Einn ringlaður.
Megni



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf rapport » Mán 26. Júl 2021 17:57

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að velta fyrir mér.

Besta útskýringin sem ég hef fundið er - https://www.theengineer.co.uk/solving-t ... ry-ageing/

Þarna er verið að tala um að rafskautin (electrodes) og jónefnin/rafklofi (electrolytes) eyðast eða nýtast verr með tímanum. Eins og ég skil þetta þá er þessi virkni "vélin" í batterýinu sem flytur hleðslu inn og gefur straum út. Þegar þessi "vél" verður verri þá tapast bæði geta til að skapa hleðslu og gefa straum.

En þetta er Cherriospakka útskýring.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf Minuz1 » Mán 26. Júl 2021 18:15

Þetta er sama vandamálið og hefur verið með kjarnorkuúrgang.
Það er einfaldara að grafa upp nýtt frekar en að endurnýja.
Síðast breytt af Minuz1 á Mán 26. Júl 2021 18:16, breytt samtals 1 sinni.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf mjolkurdreytill » Mán 26. Júl 2021 19:32

Minuz1 skrifaði:Þetta er sama vandamálið og hefur verið með kjarnorkuúrgang.
Það er einfaldara að grafa upp nýtt frekar en að endurnýja.


Hvernig endurnýtir maður kjarnorkuúrgang?




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf dadik » Mán 26. Júl 2021 20:14

mjolkurdreytill skrifaði:
Hvernig endurnýtir maður kjarnorkuúrgang?


Hendir honum í breeding reactor. Vandamálið er að þá færðu plutonium sem aukaafurð sem er big no-no þar sem það er nothæft í kjarnavopn


ps5 ¦ zephyrus G14


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf arons4 » Þri 27. Júl 2021 18:41

mjolkurdreytill skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Þetta er sama vandamálið og hefur verið með kjarnorkuúrgang.
Það er einfaldara að grafa upp nýtt frekar en að endurnýja.


Hvernig endurnýtir maður kjarnorkuúrgang?

Heldur áfram að kljúfa hann þangað til hann verður af afurð sem er ekki lengur geislavirk. Allt úran verður að endanum að blýi.




Morphy
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 11. Feb 2013 13:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf Morphy » Mið 28. Júl 2021 09:01

Hér er mjög góð yfirlitsgrein um lithium-ion rafhlöður og hvernig heimsbyggðin er að ná utan um endurvinnslu þeirra o.fl. Margt athyglisvert sem þarna kemur fram.

https://www.ucsusa.org/resources/ev-bat ... ne-content

Hér er svo dæmi um fyrirtæki sem sér um endurvinnslu.

https://www.youtube.com/watch?v=xLr0GStrnwQ
Síðast breytt af Morphy á Mið 28. Júl 2021 09:01, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Lithium (ekki Nirvana)

Pósturaf Rafurmegni » Mið 28. Júl 2021 09:59

Minuz1 skrifaði:Þetta er sama vandamálið og hefur verið með kjarnorkuúrgang.
Það er einfaldara að grafa upp nýtt frekar en að endurnýja.


Vandamálið með kjarnorkuúrgang er að maður endar með annað frumefni en það sem lagt er af stað með og það er búið að sjúga úr því orku sem nægir til að drífa heilu byggðarlögin. Til að fá aftur sama efnið þarf að keyra efnið í upprunalegt ástand með því að skila orkunni til baka.

Lithium batterí er eingöngu tímabundin orkugeymsla og efnið í rafhlöðunni fer í gegnum efnahvörf en ekki kjarnahvarf. Lithium-ið er því enn til staðar sem slíkt.

Þetta er því mjög ólíkt vandamál amk. hvað eðlisfræðina varðar.