Þessi rólegheit sem eru núna munu ekki vara mjög lengi sýnist mér. Gæti samt farið upp í 1 til 2 mánuði í það lengsta þar sem það hefur dregið úr þenslunni samkvæmt GPS mælingum. Það eru samt um 1300 til 2000 jarðskjálftar að eiga sér stað þarna í dag núna. Það ferli sem mun leiða til eldgoss virðist vera flóknara heldur en í Bárðarbungu og hugsanlega í Kröflu (1975 - 1984). Það er einnig möguleiki að kvikuhólfin sem eru að fóðra þetta kvikuinnskot hafi einfaldlega hægt á sér tímabundið en það er nefnilega möguleiki að uppruna allra þessara láta sé að finna í kvikuinnskoti á miklu dýpi (10+ km dýpi) og upphafið hafi verið kvikuinnskot þann 24-Febrúar sem setti allt af stað. Vandamálið hérna ef þetta er það sem er að gerast þá er langt í frá að vera búið og þegar eldgosið hefst þá verður það miklu, miklu stærra heldur en það sem jarðfræðingar hafa talað um í fjölmiðlum.
Í svona tilfellum þá verður blöndun á gamalli og nýrri kviku og það er mjög óstöðug blanda af ýmsum ástæðum sem ég þekki ekki nógu vel en hluti af því er að finna í þróun kvikunnar yfir langan tíma og í þessu tilfelli er kvikan sem var þarna fyrir væntanlega búinn að vera á sínum stað í 12.000 ár eða meira og hefur þróast á þeim tíma og
kristallast í kvikuhólfinu.
Ég reikna með að næstu læti hefjist þegar næsta kvikuinnskot kemur inn í kvikuhólfið sem virðist vera þarna á miklu dýpi. Það er mjög líklegt að ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir að það gerist tel ég. Það verður hinsvegar að sjá til hvað gerist með þetta og hversu langan tíma þetta mun allt saman taka. Ég er að reikna með þessu muni ljúka eftir 300 til 500 ár (í kringum árin 2300 til 2500) þegar þessu eldgosatímabili líkur á Reykjanesskaga.
Edit: Tók út tengil sem virkar ekki.