Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Allt utan efnis

Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf draconis » Lau 21. Nóv 2020 03:57

Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki? Er nú að velta þessu fyrir mér því nú er maður að fitna svo svaðalega því ég er ekki að brenna þetta svakalega magn sem ég borða daglega alminnilega. vitiði hvar er best að panta þrektæki? Vildi kaupa hjá Hreysti því þeir voru að bjóða uppá cardiostrong EX60 sem mér leist vel á. Enn þeir sögðu mér að það kæmi sending með þeim í desember,

Svo þegar ég spurði þá aftur núna hvaða dagsettningu. Þá segja þeir ''Líklegast kemur ekki sending fyrr enn í febrúar á næsta ári'' .

Þannig eina voninn mín liggur í að panta þetta að utan ekki of dýrt og ekki of ódýrt drasl, er að spá í fyrir svona 200kallinn því ég er að hamast vel á þessu daglega, Er að vonast til að einhver er með hugmyndir að síðu sem senda góðar svona græjju til landsinns :)
Síðast breytt af draconis á Lau 21. Nóv 2020 03:58, breytt samtals 2 sinnum.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf blitz » Lau 21. Nóv 2020 07:59

draconis skrifaði:Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki? Er nú að velta þessu fyrir mér því nú er maður að fitna svo svaðalega því ég er ekki að brenna þetta svakalega magn sem ég borða daglega alminnilega. vitiði hvar er best að panta þrektæki? Vildi kaupa hjá Hreysti því þeir voru að bjóða uppá cardiostrong EX60 sem mér leist vel á. Enn þeir sögðu mér að það kæmi sending með þeim í desember,

Svo þegar ég spurði þá aftur núna hvaða dagsettningu. Þá segja þeir ''Líklegast kemur ekki sending fyrr enn í febrúar á næsta ári'' .

Þannig eina voninn mín liggur í að panta þetta að utan ekki of dýrt og ekki of ódýrt drasl, er að spá í fyrir svona 200kallinn því ég er að hamast vel á þessu daglega, Er að vonast til að einhver er með hugmyndir að síðu sem senda góðar svona græjju til landsinns :)


Þetta var að lenda í Costco í gær:

https://www.proform.com/treadmills/pro-1000

á 186.990.

Tók eitt stykki - flott bretti. Sambærilega speccuð bretti hjá Hreysti / Erninum eru í kringum 300.000.

Ég hef ekki fundið aðila í Evrópu sem senda svona hluti til Íslands - það er svipað vandamál í EU og USA, ræktardót er mikið til uppselt og menn sitja eins og hrægammar þegar að það er restockað. Ef þú finnur eitthvað í USA getur ShopUSA komið því til landsins en það tekur 5-6v og þú gætir lent í vandræðum varðandi 120v vs 230v.

Gætir prófað að heyra í Hreyfisport (https://hreyfisport.is/) ef þú ert að leita að skíðavél - þeir virðast fá sendingar frekar reglulega.
Síðast breytt af blitz á Lau 21. Nóv 2020 08:00, breytt samtals 1 sinni.


PS4


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf littli-Jake » Lau 21. Nóv 2020 12:10

Ef ég væri að panta mér þrek tæki og þá sérstaklega að utan mundi ég fá mér róðrar vél.

Þau eru léttari og fyrir ferðar minni en hlaupabretti. Það gæti munað talsvert í sendingar kostnaði. Auk þess ertu að fá hreyfingu sem tekur á nánast öllum líkamanum. Svo þarftu ekki að fá þér hlaupaskó.
Síðast breytt af littli-Jake á Lau 21. Nóv 2020 12:12, breytt samtals 1 sinni.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf GuðjónR » Lau 21. Nóv 2020 12:38

draconis skrifaði:Er nú að velta þessu fyrir mér því nú er maður að fitna svo svaðalega því ég er ekki að brenna þetta svakalega magn sem ég borða daglega alminnilega.

Borða minna? :wtf




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf littli-Jake » Lau 21. Nóv 2020 12:42

GuðjónR skrifaði:
draconis skrifaði:Er nú að velta þessu fyrir mér því nú er maður að fitna svo svaðalega því ég er ekki að brenna þetta svakalega magn sem ég borða daglega alminnilega.

Borða minna? :wtf


Ekki láta svona


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Brimklo
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Fös 03. Júl 2020 02:50
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf Brimklo » Lau 21. Nóv 2020 14:02

Sæll vinur, þrektækin eru oft góð en myndi taka róðravél fram yfir hlaupabretti. Þau eru meðfærilegri, myndi líka kaupa 2-3 lóð og lyfta aðeins með líka létt, þá ertu kominn í góðann fitubrennslupakka.


Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.

PS5

Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf jonsig » Lau 21. Nóv 2020 14:09

Þegar þetta covid rugl byrjaði þá keypti ég notað trefja fjalla hjól á 100k, þó ég hefði alveg getað keypt venjulegt ódýrt. Ég er að vesenast á því útum allar trissur með naglana undir, og búinn að missa ~10kg síðan mitt sumar og aldrei étið eins mikið af pizzum.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf Jón Ragnar » Lau 21. Nóv 2020 19:38

Éta minna. Fara að fasta. Út að labba. Hjóla


Svona endar bara sem fatastandur :D



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Höfundur
draconis
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Fös 15. Mar 2019 07:12
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf draconis » Sun 22. Nóv 2020 01:28

hafði ekki hugmynd um Hreyfisport.is , lítur vel út og miðað við verð úti þá eru þeir sanngjarnir eftir því sem ég kannaði. Enn allavegana þá fann ég einhverjar Jógaæfingar sem að hjálpa mér að svitna vel ef ég fer hart og eru skemtilegar https://www.youtube.com/watch?v=7KSNmzi ... l=RowanRow hef einhver vill líka :) ,

Ætti nú kannski að fá mér fjalla hjól líst best á það væri hrikalega gaman, vona að það lætur mann samt svitna, svona skíðatæki var að láta mig svitna vel þessvegna vildi ég helst svoleiðis þrektæki,

þetta eru líka bara svo þæginlegar og skemtilegar hreyfingar og fara líka vel á hnéinn í svona skíða þrektæki, annars var þetta voðalega gott þegar maður gat breytt fitunni í vöðva að éta svona miklar máltíðir. Enn það lítur út fyrir núna að maður þarf allar þessar lóðir og brennslutæki heim uppá framtíð að gera, Helv kóvid




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf falcon1 » Mið 03. Feb 2021 00:06

Er eina leiðin að panta utan sjálfur ef maður á að eiga von á að geta keypt t.d. þrekhjól? Ég er búinn að fara á held ég allar íslensku vefsíðurnar og það er bara nánast allt uppselt sama hvað það heitir.




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf mjolkurdreytill » Mið 03. Feb 2021 00:23

Staðan á heimsmarkaði á nánast öllu hreyfingar- og útivistartengdu er bara ótrúlega erfið. Svakaleg eftirspurn eftir öllu "sem hreyfist" og eins er erfitt að framleiða vegna covid takmarkana.

Kemur mér ekkert á óvart ef allt er uppselt á klakanum.

Eins kæmi það mér ekkert á óvart að margar vörur væru uppseldar í erlendum netverslunum.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er best að fá pantað að utan þrektæki?

Pósturaf brain » Mið 03. Feb 2021 09:11

sá í Costo í gær svona stigatæki 160 þús minnir mig