Ég er búinn að gefast upp á Landsbankaappinu líka. Ekki hægt að treysta á þetta. Þegar maður þarf að vera með veskið og kortin á sér sem backup, þá er þetta fullkomlega tilgangslaust.
Þetta reyndar virkaði vel á tímabili, í nokkrar vikur/mánuði í sumar.
En svo er allt búið að fara úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis í þessu Landsbankaappi hjá mér:
1. Loggaðist út og læstist úti. Þurfti að hafa samband við Landsbankann og þau þurftu að eyða aðganginum mínum alveg út úr sínum kerfum (!) svo ég gæti enrollað inn í þetta aftur
2. Hættir að "muna eftir mér" og þarf að logga mig inn í hvert skipti. Óþolandi!
3. Margoft búinn að enrolla fingrafaralesarann í þetta, en það er upp og ofan hvort það virki til að komast inn, er oftast beðinn um user/pass og eins og ég hafi aldrei skráð fingrafarið inn
4. Skráði inn fyrirframgreitt kreditkort/gjafakort sem ég fékk að gjöf. Ætlaði svo að nota það til að versla. Sem virtist alveg ganga, opnaði appið, valdi þetta kort og smellti á "Pay in store". Nei, nei, tók svo eftir því löngu seinna að greiðslan var tekin út af aðalkortinu, en ekki gjafakortinu.
5. Þetta er það nýjasta: Fæ bara geiðslu hafnað á allt. Sama hvaða kort ég nota og sama hvaða upphæðir um ræðir. Ég nenni ekki einu sinni að fara að henda þessu út og setja allt upp aftur, bara til að fá þetta til að virka í nokkra daga og svo endurtekur ferlið sig.
Myndi maður sætta sig við að venjuleg kort og venjulegir posar væru svona óáreiðanlegir? Bara 20% séns á því að ná að klára greiðslu í hvert skipti sem maður fer útí búð? Held ekki ....
Jæja, búinn að pústa. Annars góður bara
