Greiðsukorta app, hvað er best?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 826
- Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Greiðsukorta app, hvað er best?
Sælir Vaktar
Ég er að velta fyrir mér greiðslukorta og greiðslu öppum
Ég hef verið að nota korta appið frá Landsbankanum og það er gjörsamlega að gera mig brjálan virkar bara stundum þarf oft að enduræsa símann til að fá það til að virka (gaman þegar það er röð á eftir manni í búinni) og núna sinjar það öllum greiðslum
Ég er búinn að henda því úr símanum og ætla að spyrja ykkur hvort það sé eitthvað betra þarna úti sem ég get notað?
Hefði viljað geta notað Samsung pay en það er víst ekki í boði hér.
Með fyrirfram þökk
Ég er að velta fyrir mér greiðslukorta og greiðslu öppum
Ég hef verið að nota korta appið frá Landsbankanum og það er gjörsamlega að gera mig brjálan virkar bara stundum þarf oft að enduræsa símann til að fá það til að virka (gaman þegar það er röð á eftir manni í búinni) og núna sinjar það öllum greiðslum
Ég er búinn að henda því úr símanum og ætla að spyrja ykkur hvort það sé eitthvað betra þarna úti sem ég get notað?
Hefði viljað geta notað Samsung pay en það er víst ekki í boði hér.
Með fyrirfram þökk
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Apple Pay
Búinn að nota það síðan það kom út og það hefur aldrei klikkað
Búinn að nota það síðan það kom út og það hefur aldrei klikkað
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
krissdadi skrifaði:Sælir Vaktar
Ég er að velta fyrir mér greiðslukorta og greiðslu öppum
Ég hef verið að nota korta appið frá Landsbankanum og það er gjörsamlega að gera mig brjálan virkar bara stundum þarf oft að enduræsa símann til að fá það til að virka (gaman þegar það er röð á eftir manni í búinni) og núna sinjar það öllum greiðslum
Ég er búinn að henda því úr símanum og ætla að spyrja ykkur hvort það sé eitthvað betra þarna úti sem ég get notað?
Hefði viljað geta notað Samsung pay en það er víst ekki í boði hér.
Með fyrirfram þökk
Ég lenti í sama, fékk alltaf synjað, henti út og setti inn aftur og virkar núna, held þú hafir engan kost um annað app nema skipta yfir í apple
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 826
- Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Sallarólegur skrifaði:Apple Pay
Búinn að nota það síðan það kom út og það hefur aldrei klikkað
Já konan er með apple pay og það hefur ekki verið til vandræða hjá henni.
En núna er flóknara nota það vegna andlisgríma
Ég er með Samsung síma þannig að apple pay er ekki í boði
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Því miður er það algerlega undir Google og Samsung komið, hvenær þau leyfa Íslandi að vera með
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
krissdadi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Apple Pay
Búinn að nota það síðan það kom út og það hefur aldrei klikkað
Já konan er með apple pay og það hefur ekki verið til vandræða hjá henni.
En núna er flóknara nota það vegna andlisgríma
Apple watch kemur þar sterkt inn, bölvaði einmitt grímunni fyrst, en svo auðvitað notar maður bara úrið.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 323
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 21
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Landsbanka appið (Kort) er hörmulegt. Get ekki beðið eftir að Google Pay komi til landsins
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég nota bara Arion appið það virkar mjög vel hjá mér er með Oneplus 7 pro
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 826
- Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
hilmard94 skrifaði:Ég nota bara Arion appið það virkar mjög vel hjá mér er með Oneplus 7 pro
Virka Landsbankakort í Arion appinu?
-
- Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég lendi í þessu sama með Kort appinu frá Landsbankanum, alveg skelfilegt þegar maður er kominn á kassann
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég nota alltaf Apple Watch þar sem það er í boði.
Landsbankaappið er gallað, hvít rönd efst.
Landsbankaappið er gallað, hvít rönd efst.
- Viðhengi
-
- 5F1DDA96-9F3A-4C30-9F73-F9B224D7AE90.jpeg (342.76 KiB) Skoðað 2624 sinnum
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Sallarólegur skrifaði:Apple Pay
Búinn að nota það síðan það kom út og það hefur aldrei klikkað
Þetta er einmitt ástæðan því ég færði mig yfir í Apple en datt svo inní eco-systemið..
Er ekki annars Google Pay eitthvað líka? Eða er það bara eins og Apple Pay þar sem þú þarft að eiga Google síma?
Síðast breytt af ChopTheDoggie á Fim 05. Nóv 2020 19:42, breytt samtals 1 sinni.
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
krissdadi skrifaði:hilmard94 skrifaði:Ég nota bara Arion appið það virkar mjög vel hjá mér er með Oneplus 7 pro
Virka Landsbankakort í Arion appinu?
Ég veit að það er hægt að tengja aðra banka við appið hjá þeim, en veit ekki hvort kort færast yfir. Ég er bara með kort frá Arion. En þú getur kannski prófað það
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég er búinn að gefast upp á Landsbankaappinu líka. Ekki hægt að treysta á þetta. Þegar maður þarf að vera með veskið og kortin á sér sem backup, þá er þetta fullkomlega tilgangslaust.
Þetta reyndar virkaði vel á tímabili, í nokkrar vikur/mánuði í sumar.
En svo er allt búið að fara úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis í þessu Landsbankaappi hjá mér:
1. Loggaðist út og læstist úti. Þurfti að hafa samband við Landsbankann og þau þurftu að eyða aðganginum mínum alveg út úr sínum kerfum (!) svo ég gæti enrollað inn í þetta aftur
2. Hættir að "muna eftir mér" og þarf að logga mig inn í hvert skipti. Óþolandi!
3. Margoft búinn að enrolla fingrafaralesarann í þetta, en það er upp og ofan hvort það virki til að komast inn, er oftast beðinn um user/pass og eins og ég hafi aldrei skráð fingrafarið inn
4. Skráði inn fyrirframgreitt kreditkort/gjafakort sem ég fékk að gjöf. Ætlaði svo að nota það til að versla. Sem virtist alveg ganga, opnaði appið, valdi þetta kort og smellti á "Pay in store". Nei, nei, tók svo eftir því löngu seinna að greiðslan var tekin út af aðalkortinu, en ekki gjafakortinu.
5. Þetta er það nýjasta: Fæ bara geiðslu hafnað á allt. Sama hvaða kort ég nota og sama hvaða upphæðir um ræðir. Ég nenni ekki einu sinni að fara að henda þessu út og setja allt upp aftur, bara til að fá þetta til að virka í nokkra daga og svo endurtekur ferlið sig.
Myndi maður sætta sig við að venjuleg kort og venjulegir posar væru svona óáreiðanlegir? Bara 20% séns á því að ná að klára greiðslu í hvert skipti sem maður fer útí búð? Held ekki ....
Jæja, búinn að pústa. Annars góður bara
Þetta reyndar virkaði vel á tímabili, í nokkrar vikur/mánuði í sumar.
En svo er allt búið að fara úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis í þessu Landsbankaappi hjá mér:
1. Loggaðist út og læstist úti. Þurfti að hafa samband við Landsbankann og þau þurftu að eyða aðganginum mínum alveg út úr sínum kerfum (!) svo ég gæti enrollað inn í þetta aftur
2. Hættir að "muna eftir mér" og þarf að logga mig inn í hvert skipti. Óþolandi!
3. Margoft búinn að enrolla fingrafaralesarann í þetta, en það er upp og ofan hvort það virki til að komast inn, er oftast beðinn um user/pass og eins og ég hafi aldrei skráð fingrafarið inn
4. Skráði inn fyrirframgreitt kreditkort/gjafakort sem ég fékk að gjöf. Ætlaði svo að nota það til að versla. Sem virtist alveg ganga, opnaði appið, valdi þetta kort og smellti á "Pay in store". Nei, nei, tók svo eftir því löngu seinna að greiðslan var tekin út af aðalkortinu, en ekki gjafakortinu.
5. Þetta er það nýjasta: Fæ bara geiðslu hafnað á allt. Sama hvaða kort ég nota og sama hvaða upphæðir um ræðir. Ég nenni ekki einu sinni að fara að henda þessu út og setja allt upp aftur, bara til að fá þetta til að virka í nokkra daga og svo endurtekur ferlið sig.
Myndi maður sætta sig við að venjuleg kort og venjulegir posar væru svona óáreiðanlegir? Bara 20% séns á því að ná að klára greiðslu í hvert skipti sem maður fer útí búð? Held ekki ....
Jæja, búinn að pústa. Annars góður bara
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Er alltaf að lenda í því að geta ekki borgað með landsbankaappinu og nfc en virkaði fínt áður. Svo var næst maður á eftir mér í búðinni með nfc kort og það flaug í gegn. Nett pirrandi.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég var með Landsbanka appið þegar ég var með Samsung
Notaði það ávalt og aldrei kort og það bara klikkaði aldrei
Hef haft iPhone í ár núna og notað Apple pay
Það hefur sömuleiðis aldrei klikkað
Notaði það ávalt og aldrei kort og það bara klikkaði aldrei
Hef haft iPhone í ár núna og notað Apple pay
Það hefur sömuleiðis aldrei klikkað
-
- Besserwisser
- Póstar: 3080
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 48
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Greiðsukorta app, hvað er best?
Ég held að allir geti notað Arion appið, það virkar fínt hjá mér.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.