Ekki margir sem selja svona "gaming" stóla og vildi spyrja hvaða stól fólk er að nota og hvað aðrir mæla með.
Þarf ekki að vera gaming en heldur ekki kosta 100.000kr.
Takk

Dr3dinn skrifaði:Mæli með að láta alla gaming stóla vera og kaupa alvöru skrifstofu stól.
Veit að 100þ er ekki nóg þar, en ég og margir hafa brennt sig á þessum 50þ tölvubúðastólum sem eru einfaldlega ekki nógu góðir. Þetta eru cool vörur, en þetta snýst um þægindi og fara vel með sig.
Herman miller mirra 2 all the way hjá mér, er með einn í vinnunni og einn heima... (er að eyða 50þ í að gera við annan þeirra sem dæmi)
https://www.penninn.is/is/husgogn/herman-miller-mirra-2
- dýrt hér heima vægast sagt... en þetta brand er bara ódýrt í USA.
Ef þú vinnur við tölvu og eyðir kvöldunum í tölvunni.. þarftu að hugsa um skrokkinn. Að spara pening á vinnustólnum er eins og að kaupa ódýrt rúm, færð í bakið eða meiðsli/eymsl sem geta verið long term. Menn kaupa bíla á milljónir sem maður notar 1klst á dag, en spara á tölvustólum, sem eru notaðar 4-16klst á dag. (síðasta pun-ið lofa)
Dr3dinn skrifaði:Mæli með að láta alla gaming stóla vera og kaupa alvöru skrifstofu stól.
Veit að 100þ er ekki nóg þar, en ég og margir hafa brennt sig á þessum 50þ tölvubúðastólum sem eru einfaldlega ekki nógu góðir. Þetta eru cool vörur, en þetta snýst um þægindi og fara vel með sig.
Herman miller mirra 2 all the way hjá mér, er með einn í vinnunni og einn heima... (er að eyða 50þ í að gera við annan þeirra sem dæmi)
https://www.penninn.is/is/husgogn/herman-miller-mirra-2
- dýrt hér heima vægast sagt... en þetta brand er bara ódýrt í USA.
Ef þú vinnur við tölvu og eyðir kvöldunum í tölvunni.. þarftu að hugsa um skrokkinn. Að spara pening á vinnustólnum er eins og að kaupa ódýrt rúm, færð í bakið eða meiðsli/eymsl sem geta verið long term. Menn kaupa bíla á milljónir sem maður notar 1klst á dag, en spara á tölvustólum, sem eru notaðar 4-16klst á dag. (síðasta pun-ið lofa)
Sydney skrifaði:
Ætlaði að mæla með Ikea Markus stól sem budget lausn, en þessi á 40 þús slær honum gersamlega út
+1 á meðmæli með þessum.
Hauxon skrifaði:Ég er ekki að fatta hvers vegna Herman Miller Aeron er að kosta 350 þúsund hér heima þegar hann kostar frá $1069 með ókeypis heimsendingu í USA. Það uþb 175þ með núverandi covid-skítagengi og 24% vsk. Þá er auðvitað flutningur og shopusa kostnaður eftir en verðmunurinn er sláandi.
Það er til gaming útgáfa af HM Aeron sem kostar tæplega $1500 í USA búðinni en sé að stóllinn er til á UK búðinni á 1059 pund með VAT. sem gerir verðið 890 pund án VAT. Miðað við núverandi covid-skítagengi og ísl vsk er það innan við 200þ og kannski 220 til landsins.
https://ukgaming.hermanmiller.com/products/aeron-chair
Penninn má hafa skömm fyrir þetta ömurlega okur. Svona stóll ætti max 10-15% dýrari hér heima en annarsstaðar.
Edit: Verð án afsláttar: 374.875 ISK í Pennanum![]()
![]()
![]()
appel skrifaði:Hauxon skrifaði:Ég er ekki að fatta hvers vegna Herman Miller Aeron er að kosta 350 þúsund hér heima þegar hann kostar frá $1069 með ókeypis heimsendingu í USA. Það uþb 175þ með núverandi covid-skítagengi og 24% vsk. Þá er auðvitað flutningur og shopusa kostnaður eftir en verðmunurinn er sláandi.
Það er til gaming útgáfa af HM Aeron sem kostar tæplega $1500 í USA búðinni en sé að stóllinn er til á UK búðinni á 1059 pund með VAT. sem gerir verðið 890 pund án VAT. Miðað við núverandi covid-skítagengi og ísl vsk er það innan við 200þ og kannski 220 til landsins.
https://ukgaming.hermanmiller.com/products/aeron-chair
Penninn má hafa skömm fyrir þetta ömurlega okur. Svona stóll ætti max 10-15% dýrari hér heima en annarsstaðar.
Edit: Verð án afsláttar: 374.875 ISK í Pennanum![]()
![]()
![]()
Það er hægt að væla út 20% afslátt, skoðaði þetta fyrir 2 vikum akkúrat þennan stól hjá Pennanum. Kemur út á 300 þús kall.