Smá pæling varðandi skrifborð..

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Smá pæling varðandi skrifborð..

Pósturaf aggibeip » Fim 15. Okt 2020 17:13

Góðan daginn

Ég er að smíða skrifborð og var að velta fyrir mér að hafa allan flötinn úr músamottu eins og er á borðunum sem Tölvulistinn er að selja (https://tl.is/product/arena-gaming-desk-svart).

Veit einhver hvaða efni er best í þetta og jafnvel hvar ég gæti fengið svoleiðis?

Bestu kveðjur.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi skrifborð..

Pósturaf vesley » Fim 15. Okt 2020 22:46

Þú munt sjá eftir þú um leið og einhver óhreinindi smitast út í mottuna. Mikið frekar að vera með stóra mottu sem auðveldara er að þrífa og skipta um.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5617
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1066
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi skrifborð..

Pósturaf appel » Fim 15. Okt 2020 23:00

Færð svona sennilega ekki hjá íslenskum verslunum. Þyrftir alltaf að panta einhverja rúllu erlendis held ég. Gætir haft samband við framleiðanda þessa borðs.

En bara svona að ímynda mér hvernig væri hægt að gera eitthvað ad hoc, úr svörtu taui (rúllu) sem þú færð frá saumastofum og þarft sennilega eitthvað gúmmí undirlag, kannski svona undirlag sem er notað undir parket. Veit ekki hvort það gangi að líma tau áklæðið á það, límið gæti blætt í gegn, kannski nóg að strekkja almennilega.
Þú getur líka haft samband við pingpong.is, þeir fitta nýja dúka á pool borð og kannski eru þeir með hugmyndir.


En verð að taka undir með vesley, þetta verður ekki skemmtileg að þrífa og verður gróðrastía allskons viðbjóðar.

Svo er yfirborð á músamottum mjög misjafnt. Ég hef prófað þessa steelseries músamottur, svartar, sem er sambærilegt og þetta skrifborð. Virkar alveg, en ég fer ekki aftur í það eftir að hafa prófað razer gravity control músamottuna sem er grófari og úr meira tau efni.
https://tl.is/product/goliathus-gravity ... musarmotta
Músin svífur ofan á slíkri músamottu, virðist vera minni snertiflötur á svona grófum músamottum og þar af leiðandi minna friction.

Maður veltir fyrir sér. Ég hef farið í svona þythokkí þar sem pekkarnir svífa ofan á loftflæði sem kemur upp úr þúsundum smárra gata. Það væri gaman að fá þannig músamottu/mús.


*-*


netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi skrifborð..

Pósturaf netkaffi » Fös 16. Okt 2020 00:58

Njah, þú gætir haft flötinn úr stáli (stálmúsarmottur hjá www.computer.is þær breyttu lífi mínu svo góðar og ekki hægt að skemma þær nema með stálsleggj og músin svífur á þeim!) en þá þarftu reyndar að redda þér stálplötunni með sömu eiginleika og þeir sem framleiða þannig músarmott en það er náttla ofursvalt verkefni. Getur þrifið hana með brennandi vatni eða bara einhverri tusku eða alskonar efnum. Þetta er stál og þolir hita og eld og vatn og hvað sem er hingað til.



Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Smá pæling varðandi skrifborð..

Pósturaf aggibeip » Fös 16. Okt 2020 13:56

Hæbb

Takk kærlega fyrir þessi svör :)

Ég ætla að leggjast aðeins undir feld og hugsa þetta betur. Var ekki búinn að hugsa þetta með það í huga að það þarf víst að þrífa þetta líka hehe.

Enn og aftur bestu þakkir fyrir :P