Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf appel » Lau 29. Ágú 2020 22:07

Er að velta þessu fyrir mér hve margir horfa eingöngu á amerískt sjónvarpsefni/kvikmyndir.

Ég er búinn að vera að horfa á efni frá öðrum löndum og finnst ameríska efnið í raun vera bara ansi slappt í samanburði, eiginlega kominn með upp í kok á þessum ameríska stíl. Efni framleitt í öðrum löndum virðist koma með eitthvað nýtt perspective sem maður sér ekki í þessu ameríska efni, og ákveðið kúltúr sjokk í sumum tilfellum.

Efni frá S-Kóreu er í uppháldi þessa stundina.
Síðast breytt af appel á Lau 29. Ágú 2020 22:09, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf rapport » Lau 29. Ágú 2020 22:13

Er búinn að vera meira á Viki.com í 2+ ár en Netflix, en núna þá er að detta inn haugur af asísku inn á Netflix, Hotel Del Luna, My Mister, My Love from the Stars, Its OK to not be OK, Mystic pop up bar, Birth of a beuty, Pinocchio, While I was sleeping, Masters sun, Black (eða Dark), I´m not a robot, ofl. ofl. sem eru oft kjánalegir, jafnvel barnalegir þættir en samt skemmtilegri en einhver amerísk sápa.

Það eru einstaka seríur sem ég hef þolinmæði fyrir að horfa á frá USA og þá eitthvað sem ég horfi á með öðrum í familíunni eða eitthvað sem er nógu fáránlegt til að US leikinn pirrar ekki.

Skyldurækni = StarTrek + Mig langar að horfa á Banshee þættina upp á nýtt en er hræddur um að þeir séu betri í minningunni... og ég muni skemma þá fyrir mér.
Síðast breytt af rapport á Lau 29. Ágú 2020 22:18, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf SolidFeather » Lau 29. Ágú 2020 22:17

Uhh. já auðvitað horfir maður ekki bara á USA efni.

Hefurðu bara verið að horfa mainstream USA efni hingað til? Ef svo er þá er listinn langur yfir góðar "erlendar" myndir.




J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf J1nX » Lau 29. Ágú 2020 22:18

Horfi mikið á horror frá Asíu og gamanþætti/talkshows frá Bretlandi



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf appel » Lau 29. Ágú 2020 22:20

rapport skrifaði:Er búinn að vera meira á Viki.com í 2+ ár en Netflix, en núna þá er að detta inn haugur af asísku inn á Netflix.

Það eru einstaka seríur sem ég hef þolinmæði fyrir að horfa á frá USA og þá eitthvað sem ég horfi á með öðrum í familíunni.

Skyldurækni = StarTrek + Mig langar að horfa á Banshee þættina upp á nýtt en er hræddur um að þeir séu betri í minningunni... og ég muni skemma þá fyrir mér.

Ah kúl, ég er líka með viki.com aðgang :) verst að það er ekki hægt að horfa á allt efni þarna útaf region bulli.

Er reyndar ekki búinn að horfa á amerískt efni í um 4-5 mánuði, bara eurovision kvikmyndina.
Byrjaði að horfa á þetta í fyrra covid lockdown í vor þar sem maður var að gera lítið annað en hanga heima. Hafði reyndar áður horft á the kingdom sem mér líkaði mjög vel við. Ákvað svo að gefa þessu séns og horfði næst á "crash landing on you" seríuna á netflix, og maður eiginlega bara gapti yfir kúltúr sjokkinu, dramanu og svona, og svo byrjaði maður að horfa á meira. Eiginlega get ekki snúið aftur í þetta ameríska efni. Finnst s-kóresku leikararnir einfaldlega miklu betri leikarar heldur en þessir amerísku.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf appel » Lau 29. Ágú 2020 22:25

SolidFeather skrifaði:Uhh. já auðvitað horfir maður ekki bara á USA efni.

Hefurðu bara verið að horfa mainstream USA efni hingað til? Ef svo er þá er listinn langur yfir góðar "erlendar" myndir.

Neinei, bara svona vel yfir 90% verið amerískt hingað til. Maður hefur kíkt á einstaka myndir frá frakklandi, sviss, rússlandi, asíu og svona... en það eru bara svo fáar overall.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf GuðjónR » Lau 29. Ágú 2020 23:28

Fékk þriggja mánaða prufuáskrift af Viaplay, mestmegins þættir og myndir frá norðurlöndunum.
Alveg ágætt, en lítil sem engin endurnýjun á efni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7596
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf rapport » Sun 30. Ágú 2020 01:21

appel skrifaði:Ah kúl, ég er líka með viki.com aðgang :) verst að það er ekki hægt að horfa á allt efni þarna útaf region bulli.


Er það ekki bara í Android TV? Ef ég nota Viki appið á android símanum mínum þá fæ ég meira úrval og kasta því bara í sjónvarpið/ android TV vélina.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Tengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf mikkimás » Sun 30. Ágú 2020 08:28

Er engin sjónvarpskartafla, þ.a. ég er voða picky á þætti sem ég horfi á.

Ef efni er grín og fær mig til að hlæja, þá er mér nokk sama hvort það kemur frá USA eða Venus.

En dramað sem ég horfi á er aðeins 100% hágæða, s.s. Breaking Bad, Game of Thrones og annað í þeim dúr.

Það má vel vera að 99% af bandaríska efninu sé drasl, en þetta 1% er alveg nóg til að halda mér ánægðum. Sé ekki nokkra ástæðu til að prófa asískt efni.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Horfiði á eitthvað annað en amerískt afþreyingarefni?

Pósturaf falcon1 » Sun 30. Ágú 2020 14:33

Ekki mikið fyrir að horfa á sjónvarp en horfi frekar á vandaða þætti frá Asíu en endalausa PC draslið sem er að koma frá USA þessa dagana. Það er bara frekar endurnærandi að horfa á efni sem er ekki að rembast við að fara eftir allskonar kvótum (kynjakvóti, kynþáttakvóti o.s.frv.) í staðinn fyrir að einbeita sér einfaldlega að söguþræðinum sem fyrir mig skiptir öllu máli. Ef að söguþráðurinn er solid þá fyrirgef ég slakar tæknibrellur, ekki það að tæknibrellurnar í þáttum frá Asíu séu endinlega lélegri.

Ég tók mig til og horfði á nokkrar gamlar bíómyndir eins og t.d. "Blazing Saddles" og Clint Eastwood myndir um daginn og það var bara geggjað gaman. :D

Ps. Ef fólk vill góða gamanþætti, þá mæli ég með "Kim's Convenience" frá Kanada - geggjaðir þættir. :D
Síðast breytt af falcon1 á Sun 30. Ágú 2020 14:35, breytt samtals 1 sinni.