Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf DoofuZ » Fim 04. Jún 2020 16:27

Ég er að fara að fjárfesta í einu svona rafhlaupahjóli og hef verið að skoða umræðuþræði hér um svoleiðis farartæki, hef gúglað eitthvað og skoðað verð á ýmsum tegundum í búðum hér á klakanum og er orðinn svoldið týndur í þessu öllu saman :knockedout Hér virðast margir hafa fengið sér Xiaomi M365 og þá jafnvel pro útgáfuna og ég hef svoldið verið að skoða það hjól en svo hef ég líka séð Mi Pro og það er skráð þarna að þetta hjól sé M365, er Mi Pro þá það sama og Xiaomi M365 Pro eða er Mi og Xiaomi sitthvor framleiðandinn? :popeyed

Það sem ég er aðallega að leita að er bara gott hjól sem er öflugt, hægt að fikta eitthvað í (setja annað firmware inn, taka hraðatakmörkun af eða breyta) og þægilegt að nota (maður finnur lítið sem ekkert fyrir holum/ójöfnum). Verðið skiptir ekki alveg máli en ég er samt ekki alveg tilbúinn til að kaupa það dýrasta á markaðinum, vil helst fara svoldið milliveginn í því. Á ég að fá mér Xiaomi M365 Pro eða ætti ég að skoða eitthvað annað eins og kannski Zero 9 eða Zero 10 X? Hvað með The Model One (E500)? 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Nitruz » Fim 04. Jún 2020 18:23

Já þetta er sami framleiðandinn mi er bara stytting af xiaomi hefði ég haldið. En ég mundi kaupa mér Zero 10x ef ég ætti efni á því. Hef verið að láta mér dreyma um það. Zero 10x er á allt öðru leveli margfalt öflugara og með fjöðrun en auðvitað miklu stærra og þyngra.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1581
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf ColdIce » Fim 04. Jún 2020 18:41

Ert ekkert að fara að sjá eftir M365 Pro. Frábært hjól og hef notað mitt 400km og ekkert klikkað

Er reyndar að fara í Zero 10X eftir helgi


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Dóri S.
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 10:25
Reputation: 72
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Dóri S. » Fim 04. Jún 2020 18:42

Mi er dótturfyrirtæki Xioami.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6800
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 941
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Viktor » Fim 04. Jún 2020 19:14

Mi er nýja brandið þeirra, líklega vegna þess að það er ómögulegt að bera Xiaomi fram :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Viggi
FanBoy
Póstar: 760
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 119
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Viggi » Fim 04. Jún 2020 19:51

Málið er að m365 er enganvegin nógu öflugt ef þú ert að fara upp einhverja almennilegar brekkur og ein vindhviða framan í þig þá er controlerinn brunninn. Keypti mér pro í haust og er búinn að skipta um einn og annar er farinn svo er martröð að skipta um dekk á þessu. Allt annað að rúnta á þessu í bænum kanski en í brekkubæli eins og hjá mér er alveg no go fyrir fullorðna manneskju. Svo er engin fjöðrun sem er annar mínus í mínum kladda.

En mitt hjól er til sölu fyrir sangjarnan prís ef þú reddar controller sem mii.is eru örugglega með :)


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1348
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 101
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Stuffz » Fim 04. Jún 2020 23:47

verst að enginn er að selja zero 8x það væri sjálfsagt ágætt millistig.

ég keypti m365 í ágúst og bara fínt fyrst en kraftlítið upp brekkur engin fjöðrun og ekki langdrægt og springu oft á dekkjunum, var að spá í pro útgáfunni á tímabili en bara ekki nóg, skellti mér á zero 10x fyrir mánuði hjá símanum, er brill fyrir mjúka keyrslu og öflugt ekki mælt með fyrir yngri en 18 eða mjög létta einstaklinga, líka hannað originally sem offroad skilst mér, cappað á 25km sem er FÍNT því ég get 100% séð fyrir mér núbba lenda á fésinu ef þeir eru að fikta eitthvað.

búinn að panta buns af aukahlutum frá falconPEV fyrir græjuna, er óvirk hjá mér einsog stendur vegna þess að segull flaug úr inngjöfinni þegar ég fór upp bratta hæð fyrir viku er að bíða eftir nýju stykki, líka keypti þjófavörn, loftdempun, öflugari klemmu, þumal inngjöf, grófari dekk, viðbótar hleðslutæki, vökvabremsur, bjöllu o.s.f. gerir græjuna enn meira öruggari myndi ég ætla..

finnst lélegt að það fylgir ekki bjalla með hjólinu, síminn ætti pottþétt að hafa slíkan öryggisbúnað innifalinn finnst eiginlega skylda.

já og svo lækkaði ég powerið niður í 80% í stillingunum, til að byrja með á meðan maður er að venjast græjunni.

smá test video..

Síðast breytt af Stuffz á Fös 05. Jún 2020 00:09, breytt samtals 2 sinnum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1199
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf kiddi » Fös 05. Jún 2020 00:41

Ég hef afskaplega takmarkaða reynslu af rafhlaupahjólum, ég hef bara prófað eitt og það er hjólið sem ég á, sem er GPad Swan, sem er ósköp svipað M365. Lang, LANGstærsta umkvörtunarefnið sem ég hef fyrir utan kraftleysi og ömurlegheit við að komast upp brekkur (ég er 96kg): það er skortur á dempun. Ég byrjaði bara að nota hjólið fljótlega upp úr páskum í og úr vinnu sem er nálægt heimilinu, en ég hef áhyggjur af því að hjólið verði ónýtt fyrir haustið, vegna hristingsins sem okkar gæða göngustígar og vegir bjóða uppá. Bæði upplifi ég sjálfur mikla þreytu og óþægindi við að hjóla á því útaf víbringnum og svo er farið að skrölta í hjólinu og það verður eflaust dottið í sundur fljótlega. Til að lifa ferðalagið af þá læt ég annan fótinn dingla út fyrir í lausu lofti því einhvernveginn minnkar það víbringinn á allan líkamann en fyrir vikið veldur það meira álagi á hinn fótinn. Í stuttu máli, mæli ég STERKLEGA gegn ÖLLUM hjólum sem eru ekki almennilega dempuð því íslenskir göngustígar eru ÖMURLEGIR.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1024
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 05. Jún 2020 08:42

Sallarólegur skrifaði:Mi er nýja brandið þeirra, líklega vegna þess að það er ómögulegt að bera Xiaomi fram :)



Sjámí :D



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6800
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 941
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Viktor » Fös 05. Jún 2020 09:02

kiddi skrifaði:Ég hef afskaplega takmarkaða reynslu af rafhlaupahjólum, ég hef bara prófað eitt og það er hjólið sem ég á, sem er GPad Swan, sem er ósköp svipað M365. Lang, LANGstærsta umkvörtunarefnið sem ég hef fyrir utan kraftleysi og ömurlegheit við að komast upp brekkur (ég er 96kg): það er skortur á dempun. Ég byrjaði bara að nota hjólið fljótlega upp úr páskum í og úr vinnu sem er nálægt heimilinu, en ég hef áhyggjur af því að hjólið verði ónýtt fyrir haustið, vegna hristingsins sem okkar gæða göngustígar og vegir bjóða uppá. Bæði upplifi ég sjálfur mikla þreytu og óþægindi við að hjóla á því útaf víbringnum og svo er farið að skrölta í hjólinu og það verður eflaust dottið í sundur fljótlega. Til að lifa ferðalagið af þá læt ég annan fótinn dingla út fyrir í lausu lofti því einhvernveginn minnkar það víbringinn á allan líkamann en fyrir vikið veldur það meira álagi á hinn fótinn. Í stuttu máli, mæli ég STERKLEGA gegn ÖLLUM hjólum sem eru ekki almennilega dempuð því íslenskir göngustígar eru ÖMURLEGIR.


Ertu með gegnheil dekk? Sýnist það ef ég Googla þetta nafn.

Mi hjólin eru með slöngu og loft í dekkjunum sem dempa þau. Það er fínt að hjóla á loftdekkjum í Reykjavík, og maður finnur ekki fyrir þessum víbringi sem þú talar um. Ég finn þennan víbring þegar ég prófa Nova Hopp hjólin, enda eru það gegnheil dekk.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1199
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf kiddi » Fös 05. Jún 2020 09:37

Sallarólegur skrifaði:Ertu með gegnheil dekk? Sýnist það ef ég Googla þetta nafn.


Já það er auðvitað málið, ég kveikti ekki á perunni :) Gegnheil dekk eru verulega óþægileg.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf GuðjónR » Fös 05. Jún 2020 09:46

Stuffz skrifaði:verst að enginn er að selja zero 8x það væri sjálfsagt ágætt millistig.

ég keypti m365 í ágúst og bara fínt fyrst en kraftlítið upp brekkur engin fjöðrun og ekki langdrægt og springu oft á dekkjunum, var að spá í pro útgáfunni á tímabili en bara ekki nóg, skellti mér á zero 10x fyrir mánuði hjá símanum, er brill fyrir mjúka keyrslu og öflugt ekki mælt með fyrir yngri en 18 eða mjög létta einstaklinga, líka hannað originally sem offroad skilst mér, cappað á 25km sem er FÍNT því ég get 100% séð fyrir mér núbba lenda á fésinu ef þeir eru að fikta eitthvað.

búinn að panta buns af aukahlutum frá falconPEV fyrir græjuna, er óvirk hjá mér einsog stendur vegna þess að segull flaug úr inngjöfinni þegar ég fór upp bratta hæð fyrir viku er að bíða eftir nýju stykki, líka keypti þjófavörn, loftdempun, öflugari klemmu, þumal inngjöf, grófari dekk, viðbótar hleðslutæki, vökvabremsur, bjöllu o.s.f. gerir græjuna enn meira öruggari myndi ég ætla..

finnst lélegt að það fylgir ekki bjalla með hjólinu, síminn ætti pottþétt að hafa slíkan öryggisbúnað innifalinn finnst eiginlega skylda.

já og svo lækkaði ég powerið niður í 80% í stillingunum, til að byrja með á meðan maður er að venjast græjunni.

smá test video..



Vel gert!
Flottar upptökur hjá þér.
Zero 10 er by far langflottasta græjan, en eins og þú segir fyrir fullorðna.
Hugsa að Zero 9 myndi samt sleppa fyrir krakka undir 18 (og fólk undir 100KG) þar sem það hjól er helmingi léttara.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf DoofuZ » Fös 05. Jún 2020 12:41

GuðjónR skrifaði:Zero 10 er by far langflottasta græjan, en eins og þú segir fyrir fullorðna.
Hugsa að Zero 9 myndi samt sleppa fyrir krakka undir 18 (og fólk undir 100KG) þar sem það hjól er helmingi léttara.

Ég er enginn krakki en ég er undir 100 kg, finnst samt hátt í 200 þúsund vera aðeins of dýrt, er samt meira vit í að kaupa Zero 9 frekar en M365 Pro? Og varðandi kraftleysi upp brekkur, er ekki allt betra með annað firmware og eitthvað tjún upp? Get ég kannski einhvers staðar prófað þessi hjól, einhver búð sem býður uppá það? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4340
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf chaplin » Fös 05. Jún 2020 14:08

M365 fyrir stutt snatt (ég fór samt heilt sumar á svona hjóli úr Garðabæ niður í Skeifu og til baka).

M365 Pro fyrir þá sem eru að fara lengri og meira krefjandi leiðir (skemmtilegra hjól v. öflugri mótors og drængi).

Síðan eru það Zero hjólin.

Zero 8 er með tæplega 20% öflugri mótor en M365 Pro, öfluga fjöðrun en styttri drægni og þyngri - ég fer uþb. 10 km hvern einasta morgun, mest megnis sléttir og góðir vegir, ég þarf að halda á hjólinu upp 2 hæðir (stigi) og því hentar M365 mér betur, ef ég væri aftur á móti í miðbænum að þá væri Zero strax orðið líklegra til vinsælda þar sem stígar í miðbænum eru misgóðir.

Síðan eru það öll hin Zero hjólin.

Zero 8 Boosted kostar tæpar 100.000 kr, svipaða drægni og M365 Pro en með 67% öflugri mótor og öfluga fjörðun.

Þú ert með týpur þarna á milli (Zero 8, Zero 8 Super, Zero 9 os.frv) og loks High-End tækin, Zero 10X og Zero 10X Boosted. Það sem gerir 10X hjólin spennandi er
- 10" Dekk
- 2X +1000W mótorar
- Allt að 80 km drægni
- Alvöru-alvöru fjörðun
- Tvöfaldar diskabremsur

10X eru þó +35kg og kosta 200-240.000 kr - þau eru ekki að keppast við M365 eða Zero 8, þetta er allt annar klasi og hannað fyrir miklu meira en bara 2 km rúnt út í búð. Ég hef ekki fengið tækifæri til að prufa þessi tæki þannig ég get ekkert sagt um þau en mv. specc-ana þá eru þá mjög spennadi. :)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf DoofuZ » Fös 05. Jún 2020 14:29

Ok, ég er aðallega að fara að nota þetta í Árbænum, bý og vinn þar og það er 1.5 km að heiman og í vinnu. Þar er 1 brött brekka sem ég þyrfti að komast upp á leið heim. Er þá M365 Pro málið? Eða kannski Zero 8 Boosted? Hvar fæst það?

Var annars áðan að prófa Hopp hjól í annað sinn, var í Borgartúninu, fór niður brekkuna að bílakjallaranum og á leiðinni upp hægðist vel á hjólinu ofarlega í brekkunni. Svo var svoldið mál að bremsa þegar ég var á smá hraða, þurfti að passa að bremsa ekki of mikið annars nelgdi ég niður. Er algengt að bremsurnar séu svona á öllum hjólum eða eru Hopp hjólin bara svona? Hvaða týpa eru Hopp hjólin?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4340
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf chaplin » Fös 05. Jún 2020 14:53

Mv. þessa lýsingu myndi ég skoða þá M365 ef þú vilt fara ódýru leiðina (hugsanlega er það miklu meira en nóg), M365 Pro og Zero 8 ef þú vilt fara hraðar upp brekkurnar og Zero 8 Boosted ef þú vilt fara upp brekkuna á fullum hraða. ;)




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 937
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Orri » Fös 05. Jún 2020 15:49

Á enginn hérna Ninebot ES2? Er hissa á að hafa ekki séð neina umræðu um þau, í samanburði við M365 t.d.

Ég bý reyndar í Kaupmannahöfn, með góða hjólastíga og lítið um brekkur, en ég ákvað að fá mér Ninebot ES2 framyfir M365 núna í janúar og er að elska það. Fannst það fallegra en M365, þæginlegra samanbrotið, möguleiki á stærra batteríi og nennti ekki að spá í sprungnum dekkjum (solid dekk koma ekki mikið að sök á hjólastígunum hér). Sýnist reyndar verðmunurinn á þessum tveimur vera svolítið meiri heima en hérna úti, kannski er það ástæðan :)



Skjámynd

°°gummi°°
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Mið 06. Ágú 2003 09:09
Reputation: 0
Staðsetning: rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf °°gummi°° » Fös 05. Jún 2020 16:00

DoofuZ skrifaði:Eða kannski Zero 8 Boosted? Hvar fæst það?

Ellingssen eru t.d. með það, var að koma sýnist mér https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/rafh ... Z8-48V10AH
Síðast breytt af °°gummi°° á Fös 05. Jún 2020 16:00, breytt samtals 1 sinni.


coffee2code conversion

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf hagur » Fös 05. Jún 2020 16:13

DoofuZ skrifaði:Ok, ég er aðallega að fara að nota þetta í Árbænum, bý og vinn þar og það er 1.5 km að heiman og í vinnu. Þar er 1 brött brekka sem ég þyrfti að komast upp á leið heim. Er þá M365 Pro málið? Eða kannski Zero 8 Boosted? Hvar fæst það?

Var annars áðan að prófa Hopp hjól í annað sinn, var í Borgartúninu, fór niður brekkuna að bílakjallaranum og á leiðinni upp hægðist vel á hjólinu ofarlega í brekkunni. Svo var svoldið mál að bremsa þegar ég var á smá hraða, þurfti að passa að bremsa ekki of mikið annars nelgdi ég niður. Er algengt að bremsurnar séu svona á öllum hjólum eða eru Hopp hjólin bara svona? Hvaða týpa eru Hopp hjólin?


1.5km ? Myndi nú bara labba það :happy :guy



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf DoofuZ » Fös 05. Jún 2020 16:51

°°gummi°° skrifaði:
DoofuZ skrifaði:Eða kannski Zero 8 Boosted? Hvar fæst það?

Ellingssen eru t.d. með það, var að koma sýnist mér https://ellingsen.s4s.is/ellingsen/rafh ... Z8-48V10AH

Já, sá það eftir smá gúgl :) Og sé að þeir bjóða manni að prófa svo ég ætla að kíkja við hjá þeim á morgun og taka smá spin :fly

hagur skrifaði:1.5km ? Myndi nú bara labba það :happy :guy

Haha, jamm, get svosem alveg labbað það, bara leiðinlegt að labba upp brekku eftir vinnu þar sem maður labbar mikið mest alla vaktina :P Líka alveg til í að geta skotist útí hverfisbúðina án þess að þurfa að fara á bílnum. Fer svo stundum lengri leiðir (ca. 10 km) sem væri gaman að prófa að fara á svona tæki. Á reyndar reiðhjól en það er orðið svoldið lúið, þyrfti annað hvort að láta fríska það upp eða kaupa nýtt, líst betur á að kaupa svona hjól :8)

Málið er að ég skrifaði nýlega undir svokallaðan samgöngusamning í vinnunni þannig að ég er búinn að skuldbinda mig til að ferðast reglulega til og frá vinnu á vistvænan máta, svo nú er bara að standa við stóru orðin 8-[


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1348
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 101
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Stuffz » Fös 05. Jún 2020 21:03

GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:verst að enginn er að selja zero 8x það væri sjálfsagt ágætt millistig.

ég keypti m365 í ágúst og bara fínt fyrst en kraftlítið upp brekkur engin fjöðrun og ekki langdrægt og springu oft á dekkjunum, var að spá í pro útgáfunni á tímabili en bara ekki nóg, skellti mér á zero 10x fyrir mánuði hjá símanum, er brill fyrir mjúka keyrslu og öflugt ekki mælt með fyrir yngri en 18 eða mjög létta einstaklinga, líka hannað originally sem offroad skilst mér, cappað á 25km sem er FÍNT því ég get 100% séð fyrir mér núbba lenda á fésinu ef þeir eru að fikta eitthvað.

búinn að panta buns af aukahlutum frá falconPEV fyrir græjuna, er óvirk hjá mér einsog stendur vegna þess að segull flaug úr inngjöfinni þegar ég fór upp bratta hæð fyrir viku er að bíða eftir nýju stykki, líka keypti þjófavörn, loftdempun, öflugari klemmu, þumal inngjöf, grófari dekk, viðbótar hleðslutæki, vökvabremsur, bjöllu o.s.f. gerir græjuna enn meira öruggari myndi ég ætla..

finnst lélegt að það fylgir ekki bjalla með hjólinu, síminn ætti pottþétt að hafa slíkan öryggisbúnað innifalinn finnst eiginlega skylda.

já og svo lækkaði ég powerið niður í 80% í stillingunum, til að byrja með á meðan maður er að venjast græjunni.

smá test video..
...

Vel gert!
Flottar upptökur hjá þér.
Zero 10 er by far langflottasta græjan, en eins og þú segir fyrir fullorðna.
Hugsa að Zero 9 myndi samt sleppa fyrir krakka undir 18 (og fólk undir 100KG) þar sem það hjól er helmingi léttara.


danke, bara herma eftir video stuffi sem ég hef séð á youtube lol

hef ekki fjárfest í jafn praktískri græju hingað til, þótt það taki mig 12 klst að hlaða frá tómu batterýi með einu hleðslutæki

og þetta með 18 ára stendur á límmiða á hinni hliðinni hjólinu á frönsku svo framleiðandinn eða endursöluaðilinn er að segja þetta.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf emmi » Fös 05. Jún 2020 21:16

Hver er munurinn á Boost og non-Boost útgáfunni?



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1348
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 101
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf Stuffz » Fös 05. Jún 2020 23:42

chaplin skrifaði:M365 fyrir stutt snatt (ég fór samt heilt sumar á svona hjóli úr Garðabæ niður í Skeifu og til baka).

M365 Pro fyrir þá sem eru að fara lengri og meira krefjandi leiðir (skemmtilegra hjól v. öflugri mótors og drængi).

Síðan eru það Zero hjólin.

Zero 8 er með tæplega 20% öflugri mótor en M365 Pro, öfluga fjöðrun en styttri drægni og þyngri - ég fer uþb. 10 km hvern einasta morgun, mest megnis sléttir og góðir vegir, ég þarf að halda á hjólinu upp 2 hæðir (stigi) og því hentar M365 mér betur, ef ég væri aftur á móti í miðbænum að þá væri Zero strax orðið líklegra til vinsælda þar sem stígar í miðbænum eru misgóðir.

Síðan eru það öll hin Zero hjólin.

Zero 8 Boosted kostar tæpar 100.000 kr, svipaða drægni og M365 Pro en með 67% öflugri mótor og öfluga fjörðun.

Þú ert með týpur þarna á milli (Zero 8, Zero 8 Super, Zero 9 os.frv) og loks High-End tækin, Zero 10X og Zero 10X Boosted. Það sem gerir 10X hjólin spennandi er
- 10" Dekk
- 2X +1000W mótorar
- Allt að 80 km drægni
- Alvöru-alvöru fjörðun
- Tvöfaldar diskabremsur

10X eru þó +35kg og kosta 200-240.000 kr - þau eru ekki að keppast við M365 eða Zero 8, þetta er allt annar klasi og hannað fyrir miklu meira en bara 2 km rúnt út í búð. Ég hef ekki fengið tækifæri til að prufa þessi tæki þannig ég get ekkert sagt um þau en mv. specc-ana þá eru þá mjög spennadi. :)


hérna rosa góð samanburðar database yfir zero og aðra skútters
https://electric-scooter.guide/comparis ... -scooters/

og að prufa zero.. ef þú vilt þá þegar ég er búinn að gera við mitt zero 10x (það tíndist segull á bakvið throttlið) þá getum við hist t.d. í laugardalnum og þú getur þá tekið nokkra hringi og testað það, kannski ég fái lánað þennan bolt extractor hjá þér í leiðinni fyrir ónýtu skrúfuna á m365 hjólinu mínu.

smá laugardals video test
Síðast breytt af Stuffz á Fös 05. Jún 2020 23:45, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf rapport » Lau 06. Jún 2020 20:01

Af reynslu...hobbý útgáfur eru hobbý útgáfur...

Ef það á að nota þetta af alvöru, kaupa alvöru græju




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1260
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 101
Staða: Ótengdur

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Pósturaf nonesenze » Lau 06. Jún 2020 21:45

ef maður væri að kaupa svona fyrir fermingagjöf. hvað ætti maður að velja? 14 ára en samt flott og best fyrir þann aldur?


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos