Vantar útskýringu á greiðslu séreignar inná verðtryggt lán

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar útskýringu á greiðslu séreignar inná verðtryggt lán

Pósturaf falcon1 » Þri 21. Apr 2020 10:26

Ég er nýbúinn að láta stilla þannig að séreignin fari inná verra verðtryggða lánið hjá mér en ég skil ekki alveg hvernig þetta er reiknað út á kvittuninni sem ég fæ. Sjá viðhengi.

Ég borga 29.672 kr.- inná lánið en svo koma 26.445 kr.- í verðbætur eftir að ég greiði þetta? Þannig að ég lækka höfuðstólinn bara um 3.227 kr.-? Er þetta rétt skilið?

Er verið að hafa mann að fífli eða er ég að skilja þetta eitthvað vitlaust?
Viðhengi
séreign-innborgun.JPG
séreign-innborgun.JPG (28.06 KiB) Skoðað 1611 sinnum



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Vantar útskýringu á greiðslu séreignar inná verðtryggt lán

Pósturaf Oddy » Þri 21. Apr 2020 10:40

Þú lækkar höfuðstólinn um 29403kr svo greiðist 269kr fyrir verðbætur á höfuðstól. Eftir stöðvar höfuðstóls lækkar eftir þetta en Áfallnar verðbætur eru 26445 en hafa 26714kr fyrir greiðslu séreignar inná verðtryggt lán. Sem sagt þá lækkar höfuðstóllinn 29403kr og eftirstöðvar verðb. um 269kr. Vonandi er þetta eitthvað sem þú skilur.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Vantar útskýringu á greiðslu séreignar inná verðtryggt lán

Pósturaf Daz » Þri 21. Apr 2020 11:06

Ég geri ráð fyrir að þetta sé nýtt lán hjá þér.

Talan í "Áfallnar verðb. eftir gr:" virðist mér vera heildar áfallnar verðbætur á lánið frá upphafi. Það verða alltaf verðbætur í hverjum mánuði svo þessi tala mun hækka í hverjum mánuði (einstaka sinnum eru þær neikvæðar, en sjaldan, þá lækkar þessi tala). Þín aukagreiðsla er ekki að valda neinum verðbótum, þær koma alveg sama hversu mikið eða lítið eða oft eða sjaldan þú borgar inn á lánið. Þín innborgun aftur á móti lækkar höfuðstólinn, svo það er minni höfuðstóll sem verðbólgnar.
Allar greiðslur inn á lán fara til að borga niður bæði áfallnar verðbætur og höfuðstól, því verðbætur næsta mánaðar eru reiknaðar útfrá höfuðstól + áföllnum verðbótum. Eða höfuðstóll næsta mánaðar er höfuðstóll síðasta mánuðar + áfallnar verðbætur - innborgun.

Sem sagt því meira sem þú borgar inn á lánið, því minni verðbætur.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar útskýringu á greiðslu séreignar inná verðtryggt lán

Pósturaf falcon1 » Þri 21. Apr 2020 11:09

ah... ég skil, þetta "áfallnar verðb. eftir gr:" er þá frá verðbætur frá tökudegi, sem sagt uppsafnað. :) Já, þetta er 9 mánaða gamalt lán. :)