Lánið var verðtryggt 4.8% og þar sem ILS núna HMS hefur lækkað vexti sína úr 4.2% í 3.5% frá og með 1. febrúar hefði uppgreiðslugjaldið rúmlega tvöfaldast! Væri núna á bilinu 3.600.000.- og 3.700.000.-
Bréf sem ég fékk frá ILS rétt fyrir endurfjármögnun:
Ef vextir myndu lækka þá yrði uppgreiðsluþóknunin u.þ.b. sem hér segir:
3,4% 3,9 millj.kr.
3,6% 3,3 millj.kr.
3,8% 2,7 millj.kr.
Vextir á nýja láninu voru í upphafi 5.05% breytilegir og óverðtryggðir en eru núna eru 4.5% og munu lækka enn frekar eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans í morgun.
Hafi ég einhvern tímann tekið rétta ákvörðun á réttum tíma þá var það þarna.