Litlar öflugar tölvur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Litlar öflugar tölvur

Pósturaf rapport » Lau 29. Feb 2020 11:24

Var beðinn um að finna 4-5 öflugar tölvur sem eiga að keyra "listaverk" eða einhverskonar "sýningu" í VR.

Tölvurnar verða að vera litlar og með 2080 eða 2070super skjákortum (don´t ask me why)

Þær verða settar inn í einhverskonar listaverk þar sem loftflæði gæti verið takmarkað.


Ég er ekki alveg á því að verið sé að nálgast þetta á réttum forsendum, bara verið að biðja um i7 og 2080 því það er best, en ekki af því það sé endilega það sem þarf.

Þekki þið það, hvaða hardware er "lágmarks" hardware til að keyra VR í fullri upplausn án nokkurra vandræða?

Er skeptískur á að það þurfi svona rosaleg skjákort og svona öfluga örgjörva til þess.

p.s. þær þyrftu að vera settar inn í þetta "listaverk" í samstarfi við seljanda sem tryggir ábyrgð og virkni þeirra í a.m.k. eitt ár.
Síðast breytt af rapport á Lau 29. Feb 2020 11:26, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf DJOli » Lau 29. Feb 2020 13:28

Upp á að keyra þetta vandræðalaust, færi ég í ódýrasta i7-inn í dag, 16gb af minni, 2060, 2070 eða 2080, og vatnskæla bæði örgjörvann og skjákortið.
Það þyrfti augljóslega að líta við og athuga tölvurnar 1x í viku til 2x í mánuði til að koma í veg fyrir tjón á búnaðinum ef eitthvað færi úrskeiðis, vegna þess að það er alltaf sénsinn á því.

Besta performance per dollar fengist með því að versla allann pakkann hjá Kísildal, myndi ég halda.
Síðast breytt af DJOli á Lau 29. Feb 2020 13:28, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf Gunnar » Lau 29. Feb 2020 16:48

Ef verð er ekkert vandamál myndi eg bara skoða hvaða i7 örjgörvi er að búa til minnsta hitann og hvaða skjákort er að búa til minnsta hitann miða við 2080 perfomance hvort það væri geforce eða amd.
Líklegast sniðugast að hafa þetta loftkælt allt uppá að ef þetta er inní "listaverki" þá er erfitt að komast að þessu uppá viðhald.
skiptir engu máli hvort þetta sé loft eða vatnkælt ef þetta er allveg lokað því þá mun hitinn hvergi fara og hlutir munu ofhitna.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf pepsico » Lau 29. Feb 2020 17:32

Það eru engin takmörk á því hversu gott skjákort þarf til að keyra VR. Erum að tala um i9-9700K fyrir gott jafnvægi við 2070 Super í VR. 2500W rafmagnsnotkun, lítið rými og 'takmarkað' loftflæði eiga litla samleið. Það er mjög vafasöm hugmynd að vatnskæla.
Þetta hljóma líka eins og aðstæður þar sem leigusamningur myndi kannski henta báðum aðilum betur en kaup og sala.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf Hizzman » Lau 29. Feb 2020 19:06

Geturði ekki bara fengi hugbúnaðinn til gera prófanir?




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf Bourne » Lau 29. Feb 2020 19:36

5 stk. Corsair One?

Allt er hægt bara spurning hvað þú hefur mikið cash...



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf rapport » Sun 01. Mar 2020 10:32

Er 20xx kort ig i7 í alvöru það sem þarf fyrir gott VR?

Ef þetta vlri 1660 og i5... hversu mikið performance drop getur orðið?




KjartanV
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf KjartanV » Sun 01. Mar 2020 14:44

Er hægt að keyra þetta listaverkarproject á Oculus Quest ?



Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Tengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf olihar » Sun 01. Mar 2020 14:52

VR þar sem eitthvað 3D er í gangi þarf oft verulega öflugt hardware, svo þessir speccar koma ekki á óvart.




Bourne
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 20. Jan 2009 17:19
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf Bourne » Sun 01. Mar 2020 19:12

Minimum specs fyrir HL: Alyx er GTX 1060 og recommended er 1080. Er listaverkið betur optimized en HL: Alyx? :)
Mig minnir að fyrsta fyrstu VR headsettin sem kom út hafi verið með GTX 970 sem minimum specs.

John Carmack hætti að vinna í traditional leikjavélatækni og byrjaði að vinna í VR því hann sagði að það væri eini staðurinn sem þyrfti enþá verlulega að optimize-a.
Síðast breytt af Bourne á Mán 02. Mar 2020 01:54, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf rapport » Sun 01. Mar 2020 19:55

KjartanV skrifaði:Er hægt að keyra þetta listaverkarproject á Oculus Quest ?


Ég á svoleiðis, og þó það sé skemmtilegt þá er t.d. grafík í Beat Saber verri en í þeim videom sem maður sér á youtube




KjartanV
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf KjartanV » Mán 02. Mar 2020 17:29

rapport skrifaði:
KjartanV skrifaði:Er hægt að keyra þetta listaverkarproject á Oculus Quest ?


Ég á svoleiðis, og þó það sé skemmtilegt þá er t.d. grafík í Beat Saber verri en í þeim videom sem maður sér á youtube


Ok. Myndi allavegana mæla með að reyna að koma einhverri auka kælingu á PC vélarnar svo þær endast þennan tíma.
Síðast breytt af KjartanV á Mán 02. Mar 2020 17:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Litlar öflugar tölvur

Pósturaf kusi » Mán 02. Mar 2020 20:29

Ég býst við því að það þurfi að leggja rafmagnskapal að þessum tölvum. Gæti verið möguleiki að leggja í staðinn langan skjákapal og hafa tölvurnar fyrir utan listaverkið?