Ég er að velta því fyrir mér hversu andvana fætt barn Mappan.is er.
Einhverntímann á pósthúsi (haust 2018) benti starfsmaður mér þá á það að ég gæti gengið frá öllum sendingum og greiðslum fyrirfram á mappan.is
Ég átti aðgang síðan 2013, skráði mig inn og viti menn nýjasta sendingin sem ég gat skoðað var 6 mánaða gömul.
Prufaði að kíkja þarna inn í dag og viti menn, sama uppi á teningnum.
Því spyr ég, er einhver að nota þennan vef eða veit um einhvern sem hefur not af þessum vef?
Mappan.is - Notar þetta einhver?
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Ég nota þetta nú reyndar, og það fyrir alla pakka sem ég fæ erlendis frá í gegnum póstinn. Er búinn að stilla það inni á Möppunni (minn.postur.is) að sendingar stílaðar á mig fari sjálfkrafa í póstbox og finnst þar af leiðandi þæginlegt að ganga frá greiðslum á gjöldum í gegnum þetta dæmi. Hef meira að segja gengið svo langt að setja upp appið í símanum.
Datt ekki í hug að þetta væri óvinsælt, fannst þetta vera svo þæginlegt fyrir yfirsýn þegar maður á von á mörgum pökkum og til að halda utanum sendingar í gegnum póstinn almennt.
Datt ekki í hug að þetta væri óvinsælt, fannst þetta vera svo þæginlegt fyrir yfirsýn þegar maður á von á mörgum pökkum og til að halda utanum sendingar í gegnum póstinn almennt.
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Nota þetta fyrir allar mínar sendingar og það sama gera allir í kringum mig.
Hélt einmitt að þetta væri að taka alfarið við?
Hélt einmitt að þetta væri að taka alfarið við?
PS4
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Ég nota þetta ... bara núna síðast í dag - greiddi fyrir og sótti pakka sem fór automatically í póstbox. Mjög þægilegt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Nota þetta einmitt í allar sendingar sem koma í gegnum póstinn. Snilld að þurfa ekki að bíða eftir tollinum. Sjálfvirk skuldfærsla og svo er hægt að skrá sendingu og hengja kvittun á.
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
virkaði ekki fyrir mig... reyndar fyrir svona ári en þá var þetta það böggað að ég komst ekki framhjá inskráningarferlinu
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Uhhh... þetta hefur algjörlega farið framhjá mér allavegana.
Er núna búinn að skrá mig í póstbox þjónustuna og sjálfvirkar greiðslur
Er núna búinn að skrá mig í póstbox þjónustuna og sjálfvirkar greiðslur
Just do IT
√
√
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
- Reputation: 49
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Gæðum lífsins er greinilega misskipt.
Virkar greinilega fyrir suma og ekki aðra.
Ef ég ætti að nota þessa þjónustu þá líklegast væri ég kominn í tuga þúsunda skuld vegna greiðslugjalda ef ég fengi tilkynninguna í gegnum möppuna
Virkar greinilega fyrir suma og ekki aðra.
Ef ég ætti að nota þessa þjónustu þá líklegast væri ég kominn í tuga þúsunda skuld vegna greiðslugjalda ef ég fengi tilkynninguna í gegnum möppuna
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Sporður skrifaði:Gæðum lífsins er greinilega misskipt.
Virkar greinilega fyrir suma og ekki aðra.
Ef ég ætti að nota þessa þjónustu þá líklegast væri ég kominn í tuga þúsunda skuld vegna greiðslugjalda ef ég fengi tilkynninguna í gegnum möppuna
Er ég eitthvað að misskilja
"Þú sparar tíma og greiðir lægra umsýslugjald ef þú skráir þig fyrir sjálfvirkum greiðslum á minnpostur.is.
Þú getur sent reikninginn fyrirfram á minnpostur.is og þarmeð flýtt fyrir tollagreiðslu.
Þú getur greitt aðflutningsgjöld á minnpostur.is."
Just do IT
√
√
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
- Reputation: 49
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Hjaltiatla skrifaði:Sporður skrifaði:Gæðum lífsins er greinilega misskipt.
Virkar greinilega fyrir suma og ekki aðra.
Ef ég ætti að nota þessa þjónustu þá líklegast væri ég kominn í tuga þúsunda skuld vegna greiðslugjalda ef ég fengi tilkynninguna í gegnum möppuna
Er ég eitthvað að misskilja
"Þú sparar tíma og greiðir lægra umsýslugjald ef þú skráir þig fyrir sjálfvirkum greiðslum á minnpostur.is.
Þú getur sent reikninginn fyrirfram á minnpostur.is og þarmeð flýtt fyrir tollagreiðslu.
Þú getur greitt aðflutningsgjöld á minnpostur.is."
Virkar örugglega fínt þegar fólk er með sendingarnúmerið fyrirfram.
Hinsvegar ef þú ert ekki með neitt sendingarnúmer þá verðurðu að bíða eftir að sendingin berist svo pósturinn búi til sendingarnúmer. Þú færð svo tilkynninguna bréfleiðis nokkrum dögum síðar eða, ef þú stólar á möppuna, nokkrum mánuðum síðar.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1085
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 91
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Vó. Skráði mig á þetta fyrir mörgum árum og búinn að gjörsamlega steingleyma þessu. Er þá allur pósturinn minn búinn að fara þarna? lol
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Sporður skrifaði:
Virkar örugglega fínt þegar fólk er með sendingarnúmerið fyrirfram.
Hinsvegar ef þú ert ekki með neitt sendingarnúmer þá verðurðu að bíða eftir að sendingin berist svo pósturinn búi til sendingarnúmer. Þú færð svo tilkynninguna bréfleiðis nokkrum dögum síðar eða, ef þú stólar á möppuna, nokkrum mánuðum síðar.
Ég held ég hafi aldrei fengið eitthvað sent án þess að fá sendingarnúmerið!
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1623
- Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
- Reputation: 20
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Jón Ragnar skrifaði:Sporður skrifaði:
Virkar örugglega fínt þegar fólk er með sendingarnúmerið fyrirfram.
Hinsvegar ef þú ert ekki með neitt sendingarnúmer þá verðurðu að bíða eftir að sendingin berist svo pósturinn búi til sendingarnúmer. Þú færð svo tilkynninguna bréfleiðis nokkrum dögum síðar eða, ef þú stólar á möppuna, nokkrum mánuðum síðar.
Ég held ég hafi aldrei fengið eitthvað sent án þess að fá sendingarnúmerið!
Einmitt, það fá allir og öll fyrirtæki sendingarnúmer við skráningu hjá póstinum
Ef þú ert ekki að fá neitt sendingarnúmer þá hefuru ekkert í höndunum sem segir þér hvort að sending er skráð, ég held að það séi bara hvergi stundað
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
- Reputation: 49
- Staða: Ótengdur
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
FuriousJoe skrifaði:Jón Ragnar skrifaði:Sporður skrifaði:
Virkar örugglega fínt þegar fólk er með sendingarnúmerið fyrirfram.
Hinsvegar ef þú ert ekki með neitt sendingarnúmer þá verðurðu að bíða eftir að sendingin berist svo pósturinn búi til sendingarnúmer. Þú færð svo tilkynninguna bréfleiðis nokkrum dögum síðar eða, ef þú stólar á möppuna, nokkrum mánuðum síðar.
Ég held ég hafi aldrei fengið eitthvað sent án þess að fá sendingarnúmerið!
Einmitt, það fá allir og öll fyrirtæki sendingarnúmer við skráningu hjá póstinum
Ef þú ert ekki að fá neitt sendingarnúmer þá hefuru ekkert í höndunum sem segir þér hvort að sending er skráð, ég held að það séi bara hvergi stundað
Það kann vel að vera að það fái allir sendingarnúmer með sendingunni þegar þeir senda. Það þýðir hinsvegar ekki að viðtakandinn hafi þetta sendingarnúmer.
Re: Mappan.is - Notar þetta einhver?
Mig langaði til að nota póstbox en skilmálarnir voru í rugli hjá Póstinum, sbr. neðangreind samskipti við þjónustufulltrúa Póstsins, ég gafst upp eftir síðasta póstinn sem sjá má hér að neðan. Ég treysti Póstinum ekki til að fara ekki að opna póstinn minn og skanna hann inn, enda þarf maður að samþykkja skilmála um að þeir megi það.
Vek athygli á næst neðsta póstinum í þessum samskiptum, varðandi að maður þarf að samþykkja skilmála fyrir óskylda þjónustu til geta notað póstbox, en samkvæmt þjónstufulltrúanum gilda þeir skilmálar samt ekki.
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég var að hugsa um að sækja um aðgang að póstboxi.
Ég vil vekja athygli ykkar á að þið eruð að sýna ranga skilmálasíðu þegar maður sækir um aðgang að póstboxi, það koma upp skilmálar fyrir einhverja þjónustu fyrir skjalavistun og allur textinn snýst um rafræna geymslu á skjölum sbr.
1. Almennt um Möppuna
Mappan er tölvukerfi sem er tengt Netinu til að gera kaupendum kleift að setja gögn inn í kerfið og birta þau fyrir viðskiptavinum sínum í pósthólfum þeirra á Vefnum (Veraldarvefnum).
Ég geri ekki ráð fyrir að þið séuð að senda pakka inn í rafræn pósthólf.
Í skilmálunum er ekki að finna orðið „póstbox“ þannig að þið hljótið að hafa sett inn ranga skilmála. Ef þið nennið megið þið senda mér tölvupóst þegar þið eruð búin að laga þetta.
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Í möppuna er líka hægt að fá póstinn sinn skannaðan inn. Þess vegna eru þessar upplýsingar þarna.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
En ég vil ekkert fá póstinn minn skannaðan. Það er líka allt önnur þjónusta en póstbox og ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert samhengi á milli þessara þjónusta. Er ekki hægt að sækja bara um póstbox?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þú þarft ekki að velja þá þjónustu, ég var bara að útskýra að mappan er fyrir það líka þess vegna eru þessar upplýsingar þarna inná.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ok. Getur þú leiðbeint með hvernig ég fer að því að sleppa því að samþykkja þessa þjónustu? Ég sé í fljótu bragði ekki hvernig ég kemst áfram án þess að samþykkja þessa skilmála.
Kveðja.
***
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þarft ekki að afþakka neitt, það þarf að sækja sérstaklega um að póstur sé skannaður en ef þú vilt skrá þig í póstbox þá gerir þú það þarna inná síðunni.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég skil þetta þá svona:
1) Ég þarf að samþykkja skilmála fyrir þjónustu sem er kölluð Mappan, til að geta skráð mig í þjónustuna Póstbox.
2) Mappan er þó ekkert notuð í tengslum við Póstbox.
3) Það að samþykkja skilmála Möppunnar og skrá sig í hana gefur mér ekki aðgang að þjónustu hennar, heldur aðgang að þjónustunni Póstbox.
4) Ef ég myndi vilja nota þjónustu Möppunnar síðar þarf ég að sækja sérstaklega um það.
Er ofangreint rétt?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll ***,
Mappan og Póstbox vinna saman.
Það þarf að skrá sig í Möppuna til að skrá sig í póstbox. Í möppunni koma þá fram sendingar sem eru stílaðar á þína kennitölu og einnig eru tollskildar sendingar sem stílaðar eru í pósbox greiddar í möppunni.
Bestu kveðjur
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
Vek athygli á næst neðsta póstinum í þessum samskiptum, varðandi að maður þarf að samþykkja skilmála fyrir óskylda þjónustu til geta notað póstbox, en samkvæmt þjónstufulltrúanum gilda þeir skilmálar samt ekki.
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég var að hugsa um að sækja um aðgang að póstboxi.
Ég vil vekja athygli ykkar á að þið eruð að sýna ranga skilmálasíðu þegar maður sækir um aðgang að póstboxi, það koma upp skilmálar fyrir einhverja þjónustu fyrir skjalavistun og allur textinn snýst um rafræna geymslu á skjölum sbr.
1. Almennt um Möppuna
Mappan er tölvukerfi sem er tengt Netinu til að gera kaupendum kleift að setja gögn inn í kerfið og birta þau fyrir viðskiptavinum sínum í pósthólfum þeirra á Vefnum (Veraldarvefnum).
Ég geri ekki ráð fyrir að þið séuð að senda pakka inn í rafræn pósthólf.
Í skilmálunum er ekki að finna orðið „póstbox“ þannig að þið hljótið að hafa sett inn ranga skilmála. Ef þið nennið megið þið senda mér tölvupóst þegar þið eruð búin að laga þetta.
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Í möppuna er líka hægt að fá póstinn sinn skannaðan inn. Þess vegna eru þessar upplýsingar þarna.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
En ég vil ekkert fá póstinn minn skannaðan. Það er líka allt önnur þjónusta en póstbox og ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert samhengi á milli þessara þjónusta. Er ekki hægt að sækja bara um póstbox?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þú þarft ekki að velja þá þjónustu, ég var bara að útskýra að mappan er fyrir það líka þess vegna eru þessar upplýsingar þarna inná.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ok. Getur þú leiðbeint með hvernig ég fer að því að sleppa því að samþykkja þessa þjónustu? Ég sé í fljótu bragði ekki hvernig ég kemst áfram án þess að samþykkja þessa skilmála.
Kveðja.
***
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þarft ekki að afþakka neitt, það þarf að sækja sérstaklega um að póstur sé skannaður en ef þú vilt skrá þig í póstbox þá gerir þú það þarna inná síðunni.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég skil þetta þá svona:
1) Ég þarf að samþykkja skilmála fyrir þjónustu sem er kölluð Mappan, til að geta skráð mig í þjónustuna Póstbox.
2) Mappan er þó ekkert notuð í tengslum við Póstbox.
3) Það að samþykkja skilmála Möppunnar og skrá sig í hana gefur mér ekki aðgang að þjónustu hennar, heldur aðgang að þjónustunni Póstbox.
4) Ef ég myndi vilja nota þjónustu Möppunnar síðar þarf ég að sækja sérstaklega um það.
Er ofangreint rétt?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn <postur@postur.is>
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll ***,
Mappan og Póstbox vinna saman.
Það þarf að skrá sig í Möppuna til að skrá sig í póstbox. Í möppunni koma þá fram sendingar sem eru stílaðar á þína kennitölu og einnig eru tollskildar sendingar sem stílaðar eru í pósbox greiddar í möppunni.
Bestu kveðjur
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------