Pósturaf Glazier » Lau 19. Okt 2019 20:22
Talandi um vinstri akreinina og að vera fyrir... Þið sem sjáið ekkert að því að vera á vinstri akrein fyrir þeim sem keyra "alltof hratt" að ykkar mati eða yfir hámarkshraða, þið hafið ekki hugmynd um afhverju viðkomandi er að flýta sér.
T.d. búa þyrlumenn Landhelgisgæslunnar vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið, þegar þeir eru á bakvakt og kallið kemur þá vona ég bara að sjálfskipaðar löggur í umferðinni drulli sér frá þegar þeir blikka háu ljósunum á vinstri akrein!
Sama er hægt að segja um björgunarsveitir, það kemur stundum fyrir að þær fá útkall þar sem tími skiptir öllu máli, t.d. slys á sjó, það getur verið eldur í bát, eða bátur að sökkva og björgunaraðilar komast ekki af stað fyrr en öll áhöfnin er mætt, þá gæti viðkomandi þurft að komast leiðar sinnar á eða rétt yfir hámarkshraða en getur það ekki vegna sjálfskipaðrar löggu á vinstri akrein, það tefur viðbragðstíma björgunaraðila og er ekki gott fyrir neinn. Flestir þessir aðilar hafa setið námskeið í forgangsakstri og gæta að öryggi sín og annara þó þeir aki örlítið hraðar en aðrir á leið í útkall.
Svo gæti þetta bara verið einhver á leiðinni með konuna sína að fæða barn, einhver með fárveikt eða slasað barn sem þarf að komast á slysó... drullið ykkur bara frá ef einhver blikkar ykkur, þið hafið ekki hugmynd um afhverju hann er að flýta sér!
Tölvan mín er ekki lengur töff.