jericho skrifaði:Sorry fyrir hijack á þræði.
Getur einhver komið með haldbær rök fyrir því að keyra yfir hámarkshraða? Sýna ekki allar rannsóknir að slysahætta eykst með auknum hraða? Auk þess eru grænbylgjur eru stilltar á hámarkshraða. Er tímasparnaðurinn það mikill að það sé slysaáhættunnar virði? T.d. ef þú ekur 10 km/klst yfir hámarkshraða frá Háskóla Íslands til Mosfellsbæjar, þá ertu heilum 90 sekúndum fljótari en ef þú værir á hámarkshraða (gefið að það væru engin ljós á leiðinni og í frjálsu flæði).
Ástæða fyrir að keyra yfir hámarkshraða = umferðin er almennt að keyra hraðar og sá sem keyrir hægar en allir hinir er "frávikið".
Ef maður væri einn á sauma milli akreina á of miklum hraða þá væri maður "frávikið" og ætti að skammast sín.
En þegar allir eru að keyra á 100 upp Ártúnsbrekkuna og þú ert á 80 á vinstri akrein á leið út á Kjalarnes, þá ert þú "frávikið" og ættir að skammast þín. Þetta skapar mikla slysahættu því að þetta er andstætt "best practises" í umferðinni sbr. videóið frá Umferðastofu sem Lögreglan og fleiri deildu.
Þetta snýst ekki um þessar 90 sek., þetta snýst um að vera í takt við alla hina og að skapa ekki aukna slysahættu. Á vinstri akrein skiptir miklu máli að vera ekki að safna í röð fyrir aftan sig.
Forræðishyggjan að hafa vit fyrir öllum í kringum sig "að koma þeim niður í löglegan hraða" er ekki þitt hlutverk (seinustu orðin í myndbandinu).
"Skaði" í árekstrum fer eftir hversu mikil orka losnar úr læðingi við árekstur og sannarlega þá er meiri orka í þyngd á 100km/klst. en 80 km/klst.
En bíll sem keyrir á 100 og klessir aftaná bíl á 95, þá er lítill munur á hraðanum og lítil orka losnar úr læðingu og sá sem er á 95 er líklegri til að halda stjórn á bílnum og ná að afstýra frekara tjóni. Ef hann væri á 80 þá er nánast öruggt að hann fer útaf og áreksturinn verður harkalegri.
Það er því best að allir séu á svipuðum hraða í umferðinni, ef allir eru að keyra hratt, að þú keyrir hratt líka.
Þá er algjört no no að keyra hægt á þeirri akrein sem allir aðrir keyra hratt á.
Hvað varðar áhættu þá er það sá sem er "frávikið" sem skapar áhættuna. Þó að hann sé fullkomlega löglegur þá er hann samt sá sem skapar mesta áhættu fyrir sjáfan sig og alla aðra.
Hver er auðveldasta og eðlilegasta leiðin til að lágmarka áhættuna?
Að áhættufælnir aðilar haldi sig á hægri akrein þegar það er hægt og passi sig að skapa ekki auka áhættu að óþörfu með því að vera á vinstri akrein.
Þessi leið þjónar þörfum allra og eru þessi "best practices" sem Umferðastofa kynnir og útskýrir í þessu myndbandi.
Af hverju ætti einhver áhættufælinn og óröggur að vilja keyra hægt á vinstri akrein og hvað ætti að vera öruggara við það?