App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Pósturaf Hargo » Þri 10. Sep 2019 17:23

Hafið þið góða reynslu af einhverjum af þessum öppum sem eru í boði?

Ég er að prófa ScreenTime núna með fríu triali en mér finnst ipadinn og android snjallsíminn vera frekar sluggish í að uppfæra tímana sem hann er í notkun. Ég stillti að nota mætti ipadinn í 1klst og 30 mín á hverjum degi en hann er kominn vel yfir það án þess að stoppa. Varðandi Android símann þá virðist tíminn aldrei telja niður þar.

Hafði hugsað þetta fyrir afkvæmið sem á það til að gleyma sér full lengi í einu í tækjunum eftir skóla.

Hefur einhver testað þessi öpp sem eru hér: https://www.educationalappstore.com/best-apps/best-parental-control-apps-to-monitor-and-limit-screen-time




einarbjorn
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Pósturaf einarbjorn » Þri 10. Sep 2019 18:17

Konan setti upp screentime hjá dætrum okkar sem eru með samsung síma og það virkaði nema það átti það til að loka alveg fyrir símann þ.e.a.s. það var ekki hægt að hringja eða senda sms og þá þurfti konan að opna fyrir það og þetta kom fyrir frekar oft og þá hætti síminn að vera öryggistæki svo ég eyddi þessu út úr símanum, og svo eitt skondið atvik kom fyrir að önnur dóttir mín var orðin þreytt á þessu forriti og eyddi því sjálf út án þess að við tókum eftir því og sagðist svo ætla út að leika og var svo fyrir neðan gluggann í fullu wifi sambandi.


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar

Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Pósturaf MuGGz » Þri 10. Sep 2019 18:17

Ég er með áskrift að screentime og nota það á samsung spjaldtölvuna hjá drengnum. Hef ekkert nema gott um það að segja og kannast ekki við það sem þú lenntir í.

Hann fær 1klst á virkum dögum og 3klst um helgar og það hefur svínvirkað. Einnig er ég með alveg opið á spotify og storytel sem hann getur notað þegar hann vill.

Svo finnst mér auðvelt að nota free time ef maður vill verðlauna hann með auka tíma er hann er duglegur að læra heima eða eitthvað slíkt.

Einnig gott að fá alltaf tölvupóst þegar tíminn er búinn og einnig þegar hann sækir einhver öpp og leiki.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6797
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Pósturaf Viktor » Þri 10. Sep 2019 18:28

Innbyggt í iOS 12 :) Getur stjórnað öllum símum með einum síma.

https://www.macrumors.com/how-to/ios-12 ... -controls/

The exception is certain apps that are always allowed in case of emergency, such as the phone.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: App til að takmarka notkun krakka á snjalltækjum

Pósturaf Hargo » Þri 10. Sep 2019 21:05

MuGGz skrifaði:Ég er með áskrift að screentime og nota það á samsung spjaldtölvuna hjá drengnum. Hef ekkert nema gott um það að segja og kannast ekki við það sem þú lenntir í.

Hann fær 1klst á virkum dögum og 3klst um helgar og það hefur svínvirkað. Einnig er ég með alveg opið á spotify og storytel sem hann getur notað þegar hann vill.

Svo finnst mér auðvelt að nota free time ef maður vill verðlauna hann með auka tíma er hann er duglegur að læra heima eða eitthvað slíkt.

Einnig gott að fá alltaf tölvupóst þegar tíminn er búinn og einnig þegar hann sækir einhver öpp og leiki.


Ég held ég hafi feilað á að restricta öppin í daily limit. Þess vegna hefur þetta ekki talið rétt tímann.

Finnst einmitt sniðugt setup á þessu. Helst hefði ég viljað að þetta gæti gengið fyrir borðtölvuna líka. Er að nota Family Sharing restrictions í Win 10 þar. Svo þarf maður eiginlega að setja eitthvað svipað á PS4 tölvuna.