Must see ferðastaðir

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
PikNik
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Must see ferðastaðir

Pósturaf PikNik » Mán 26. Ágú 2019 01:27

Góðan dag :)

Ég er allveg uppiskroppa með staði til að kíkja á. Ég er mikill áhugaljósmyndari og buinn að skoða alla helstu staðina við þjóðveginn. Mig langar endilega fá hugmyndir af stöðum sem eru kannski ekki jafn þekktir og þessir vinsælu staðir, þurfa ekki að vera langt í burtu en væri helst til í að gera dagsferð úr því um helgar tildæmis. Fór tildæmis í Kjós í gær og í Mosfellsdal að skoða Helgufoss, Þórufoss og Tröllafoss, æðislegir staðir ekki svo langt í burtu. Opinn fyrir öllu :)




dISPo
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2018 15:06
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf dISPo » Mán 26. Ágú 2019 08:30

Ertu búinn að kíkja á Reykjanes / -skaga? Flott náttúra, jarðminjar, fínt í dagsferð og ekki jafn vinsælt og áfangastaðirnir á Suðurlandi.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf zetor » Mán 26. Ágú 2019 09:44

Ertu með dróna líka?



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Hnykill » Mán 26. Ágú 2019 09:46

Látrabjarg er flott.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf rapport » Mán 26. Ágú 2019 10:18

Nauthúsagil, Gljúfrabúi, Glymur, Hraunfossar og dagsferðir í kringum þessi svæði, Glymur er fínt dagsverk.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf zetor » Mán 26. Ágú 2019 10:43

Tungufoss í Krappa er skemmtilegt svæði líka. 15 mín frá þjóðveginum hjá Hvolsvelli.
þarna eru engir. Stór gjóturð í fossinum, þetta er lágr foss og flott efni fyrir svona ND filter tímamynd.




Rabbar
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 02. Sep 2016 11:52
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Rabbar » Mán 26. Ágú 2019 11:48

Keyrðu Hvalfjörðinn og beygðu inn alla slóða niðrað fjöru.



Skjámynd

Höfundur
PikNik
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf PikNik » Mán 26. Ágú 2019 23:52

Flottar ábendingar, þakka fyrir. Ég er með dróna já og allt sem þarf í þetta, 8mm uppí 500mm linsur.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Hauxon » Þri 27. Ágú 2019 08:54

Ertu ekki með Flickr, 500px, Instagram eða eitthvað til að sýna okkur?

Annars er endalaust af svæðum utan alfaraleiðar. Ertu búinn að fara að mynda uppi í Veiðivötnum? Kjölur og Kerlingarfjöll. Margir staðir á Fjallabaksleið og við Láka. Vestfirðir. Hér fyrir sunnan gætir þú kíkt í Sogin og þá í kring. Ýmislegt áhugavert á Suðurstandarleið. Osfrv



Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Labtec » Þri 27. Ágú 2019 09:45

Nóg til að mynda, best nota map.is og skoða ákveðið svæði sem á að taka í gegn og google-a fram og tilbaka
lika hægt nota flickr map og sjá öll gps-tagged myndir frá ákveðnu svæði
Síðast breytt af Labtec á Fim 22. Okt 2020 09:53, breytt samtals 1 sinni.


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Hauxon » Þri 27. Ágú 2019 11:01

Hér er líka mitt Flickr. Ekki sett mikið þar inn undanfarið þar sem ég í ljósmyndalegu "slumpi" og nenni ekki að mynda eða vinna myndirnar mínar. ...en það kemur aftur. :)

https://www.flickr.com/photos/hauxon/

Margir lunknir ljósmyndarar hér inni enda græjufíkn og ljósmynda(græju)áhugi sama hliðin á sama peningnum... :P



Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Labtec » Þri 27. Ágú 2019 12:08

Hauxon skrifaði:Hér er líka mitt Flickr. Ekki sett mikið þar inn undanfarið þar sem ég í ljósmyndalegu "slumpi" og nenni ekki að mynda eða vinna myndirnar mínar. ...en það kemur aftur. :)

https://www.flickr.com/photos/hauxon/

Margir lunknir ljósmyndarar hér inni enda græjufíkn og ljósmynda(græju)áhugi sama hliðin á sama peningnum... :P


Verst hvað tímanir bunað breytast og gamla góða ljósmyndakeppni.is datt ut, það spjall var gull þegar það kom að öllu tengdu því
sjálfur hef ég verið i nokkra ára pásu, dustaði rykið af 5Dmk2 í fyrra, fékk mér drona og skellti mér nýlega á Huwaei p30 Pro, það hjálpaði manni fá soldið áhuga aftur

sími með 40megapixla raw myndir, installað lightroom mobile með öll presets sem eg bjó til á PC er smá game changer fyrir mér


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Must see ferðastaðir

Pósturaf Hauxon » Þri 27. Ágú 2019 12:52

Það er missir af gömlu ljosmyndakeppni.is. Það sorglega er að eigandinn lét þessu blæða út með því að sinna þessu ekkert og þiggja hjálp við að halda þessu gangandi. Flest svona spjallborð hafa lifað af tilkomu Facebook þó þau séu kannski ekki eins virk.

Annars veit ég ekki hvers vegna ég er hættur að nenna þessu. Ekki eru það græjurnar, bæði með fínar vél/linsur og myndvinnsluvél. Kannski bara ekki eins spennandi og áður en túristasprengjan sprakk. ..ea bara aumingjaskapur.. hahaha