Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf DJOli » Fim 01. Ágú 2019 02:30

Hæhæ öll.
Líkt og kemur fram í titlinum þá er ég að leita eftir ráðum við að stofna fyrirtæki.
Fyrirtækið mun bjóða upp á allskyns IT lausnir, sem og umsjón og mögulegan rekstur á tölvukerfum, þannig að sanngjarnt væri líklegast að kalla þetta MSP (Managed Service Provider).

Ég er búinn að finna út verðin á þeim þjónustum sem boðið verður uppá þannig að úr þeim fáist alveg álifanleg laun eftir skatta, plús skerfur úr launum í rekstur fyrirtækisins osfv.

Það væri t.d. æði ef einhver gæti bent mér á næsta bókhaldaratré sem ég þarf að hrista til að finna einhvern góðan og hæfan bókhaldara.

Einnig eru allir almennir pointerar vel þegnir.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf rapport » Fim 01. Ágú 2019 08:31

Pointerar eftir sambærilegt ævintýri:

Ef þú ert að stofna í félagi við aðra = hafa bara max einn/tvo í stjórn.

radid.is = ódýr og góð þjónusta + aðgangur að kerfi (man ekki hvað það heitir)



Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf DJOli » Fös 02. Ágú 2019 13:19

Takk fyrir þetta 'quality over quantity' innlegg.

Við verðum bara tveir í stofnun, stjórn & rekstri fyrirtækisins til að byrja með.
Ég mun hafa samband við Ráðið. Takk fyrir ábendinguna.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


OverSigg
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 29. Nóv 2017 21:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf OverSigg » Fös 02. Ágú 2019 16:01

Svo kannski bara til að bæta við ef að þetta er ekki nú þegar common sense
Fyrstu árin er tíminn þar sem gróðinn hjá þér á að fara undantekninga laust aftur í fyrirtækið, hvort sem það er í formi lagers, húsnæðis eða eigið fé til að takast á við sveiflur.

Svo líka þar sem þið eruð tveir í þessu þá er gott að vera sömu blaðsíðu hversu mikinn tíma þið setjið í reksturinn yfir daginn. Getur myndast spenna ef að annar aðilinn finnst að hann sé að vinna miklu meira en hinn os.frv. eflaust ekki stórmál til að byrja með en gott að hafa þetta í huga ef annar er t.d með fjölskyldu og hinn ekki, bara svona sem dæmi.

Annars bara gangi ykkur vel með reksturinn



Skjámynd

joker
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf joker » Lau 03. Ágú 2019 19:37

Það er alltaf hætta á að með tímanum geti orðið einhverjir árekstrar á milli hluthafa þó allt leiki í lyndi í fyrstu. Því er nauðsynlegt að þið gerið með ykkur hluthafasamkomulag.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 03. Ágú 2019 20:09

Ekki beint ráð er tengist stofnun fyrirtækis. Hins vegar finnst mér mjög gott að nota þjónustu eins og Blinkist til að meðtaka nýjar upplýsingar
er tengjast rekstri og þess háttar. Átt eflaust eftir að lenda í þeirri aðstöðu að vilja kynna þér efni án þess að hafa allt of mikinn tíma til þess.
Reyni að nota 80/20 regluna þegar ég kemst upp með það.

Blinkist = "Key takeaways from the world’s best nonfiction books in text and audio "
Sjálfur hef ég ekki alltof mikið þol fyrir mjög þurrum upplýsingum í miklu magni og þá er þessi þjónusta snilld til að meðtaka þær upplýsingar.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Stofnun fyrirtækis. Ráð?

Pósturaf DJOli » Mið 07. Ágú 2019 15:02

Elska svörin hingað til, m.a. nokkrir góðir punktar sem hefðu farið algjörlega framhjá mér að hugsa út í, ef ekki hefði verið fyrir tillögurnar/ráðin.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|