stýripinni fyrir pc tölvur

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf emil40 » Sun 16. Des 2018 10:04

Sælir félagar.

Ég var að velta fyrir mér hvort að það sé ekki hægt að fá stýripinna fyrir pc tölvur svona svipað og er í playstation ? Ef svo er gætuð þið bent mér á hvar ég gæti keypt svoleiðis :)


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf Sporður » Sun 16. Des 2018 10:37

Þú getur keypt þér xbox stýripinna meða snúru eða þráðlausan og þeir virka með windows.

Þú getur keypt þér klón af Playstation stýripinna sem virkar með PC, þráðlausan eða með snúru.

Og síðan eru örugglega til einhverjir sem eru sjálfstæð hönnun og apa ekki eftir hinum tveimur.

Elko var með ágætis úrval, allavega af PS klónum.

Er með xbox stýripinna sjálfur, keypti hann í tölvutek.

Ég gæti ímyndað mér að allar tölvubúðir séu með svona stýripinna til sölu.

Uppfært:

Ég var með usb tengdan PS2 stýripinna einu sinni. Ég stillti bara takkana í gegnum eitthvað viðmót í Control Panel, þurfti ekki neinn sérstakan driver til að fá stýripinnan til að virka. Hann virkaði án vandamála.

Mér sýnist á öllu að það sem elko sýni á heimasíðunni sinni séu stýripinnar ætlaðir fyrir pS4, ég myndi veðja á að þeir virkuðu með PC en ég veit það ekki fyrir víst.

Xbox stýripinninn á að virka án vandamála.



Skjámynd

joekimboe
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf joekimboe » Sun 16. Des 2018 12:56

Ps4 fjarstýringar virka án vandræða, tengir með bluetooth eða snúru, ps3 virka með snúru. Og xbox fjarstýringin getur verið ogguponku basl að tengja en virkar álíka vel og ps4 fjarstýring. Myndi velja milli ps4 og xbox þá sem þér þykir þæginlegri.




icelander08
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 09. Maí 2019 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf icelander08 » Fim 09. Maí 2019 21:48

Ég veit þetta er gamall þráður en langar að deila minni reynslu.

PS4 stýripinnar eru frekar góðir en því ég er nokkuð viss um að þú þurfir að nota forritið DS4 tools eða DS4Windows þannig þær virki. PS3 stýripinnar þurfa líka auka forrit til að virka og er víst meira vesen en PS4 stýripinnar. Ef þú ert að spila leiki á steam áttu að geta sleppt þessum forritum og kveikt á Playstation configuration support í staðinn en ég hef aldrei prófað það sjálfur.

Best er að nota Xbox One/360 stýripinna þar sem allir leikir á PC eru hannaðir með stuðning fyrir þá (Xinput). Ætti bara að vera plug-n-play með öllum leikjum.

Ef þú átt einhverja af þessum stýripinnum nú þegar myndi ég nýta þá, en ef ekki þá er hægt að kaupa 3rd party stýripinna. Þeir eru ekki oft jafn góðir en eru hinsvegar á u.þ.b 50% lægra verði en PS4/Xbox stýripinnar. Ég er sjálfur að nota 2 Thrustmaster og 5 Trust stýripinna til að spara pening (býð fólki heim til mín í spilakvöld) en nákvæmnin á stýripinnunum skiptir mig ekki svo miklu máli.

Þú finnur Thrustmaster stýripinna á Computer.is og Trust stýripinna á Heimkaup, Tölvutek og ódýrinu. Trustmaster stýripinnarnir sem ég nota eru eldri týpa en ég myndi mæla frekar með þeim yfir Trust.




Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf emil40 » Fim 09. Maí 2019 22:01

takk kærlega fyrir þessar upplýsingar icelander08


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

joekimboe
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf joekimboe » Fim 09. Maí 2019 23:28

Xbox One eða Ps4 eru minnsta vesenið. þarft ekki þessi aukaforrit með Ps4 stýripinnanum. Ég nota Ps4 og er ekki með nein aukaforrit. Er nokkuð viss um að þú þurfir að kaupa þér móttakara fyrir xbox 360 stýripinnann.




icelander08
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 09. Maí 2019 20:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: stýripinni fyrir pc tölvur

Pósturaf icelander08 » Fös 10. Maí 2019 11:31

Jú þegar þú minnist á það þá man ég eftir því að þú þurfir einhvern móttakara fyrir wireless stýripinnana.
Mínar eru allar wired þar sem ég nennti ekki að hafa áhyggjur að batteríum og heyrði að wireless Xbox stýripinnar gætu verið vesen þegar þú ert með yfir 4 stýripinna. Ég veit að með Trust GXT 545 stýripinnunum fylgir móttakari en wireless Xbox 360 (og gamlir Xbox One) stýripinnar nota ekki bluetooth og þurfa víst sérstakan móttakara til að tengjast PC, allavega samkvæmt snöggri google leit. Takk fyrir að benda á það.

Viðurkenni það að allt sem ég lærði um Ps4 stýripinna kemur frá vini mínum og google en ég kannaði málið betur og virðist vera að tölvuleikja framleiðendur/salar eru oft með innbyggðan stuðning fyrir Ps4 stýripinna í dag og DS4Windows eða sambærilegur mapper er ekki nauðsyn nema einstaka tilvikum.
.
Ég veit ekki hvort það sé byggt inn í windows en DS4 forritið leyfir þér að leika þér með stillingar og liti á stýripinnunm þannig það er kannski skemmtilegt að hafa þó það sé ekki nauðsynlegt