Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Allt utan efnis

Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Reputation: 5
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf psteinn » Þri 19. Mar 2019 16:14

Sælir vaktarar,

Eins og titillinn segir er ég að velta fyrir mér hvar munurinn liggur á milli tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði...
Hingað til er ég búinn að komast að eftirfarandi.

Tölvunarfræði
  • Töluvert fjölbreyttara nám varðandi val seinna í námi.
  • Minni stærðfræði.
  • Að loknu námi öðlast maður titilinn "tölvunarfræðingur".

Hugbúnaðarverkfræði
  • Töluvert minna um val áfanga.
  • Eftir masterinn öðlast maður starfsheitið "verkfræðingur".
  • Mikil stærðfræði.
  • Námið er meira hugað fyrir þá sem fara í stjórnunarstörf.

Endilega komið með input hvað ykkur finnst! :happy

Mbk,
Pétur


Apple>Microsoft


kagglinn
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Lau 16. Mar 2019 18:52
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf kagglinn » Þri 19. Mar 2019 16:45

Hugbúnaðar verkfræði er með minna val hér á landi en ekki erlendis, þó er einhverjir skildu stærðfræði og eðlisfræði áfangar til að geta fengið bs. Helsti munurinn er sá að bs. í hugbúnaðarverkfræði fara í sér verkfræði áfanga og eru bundnir þeim en geta þess vegna farið í master í verkfræði. Á mörgum stöðum í heiminum hafa einungis verkfræðingar heimild til að stýra ákveðnum verkefnum og því er verkfræði gráða talin meira fyrir "stjórnendur".




Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Reputation: 5
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf psteinn » Þri 19. Mar 2019 20:00

kagglinn skrifaði:Hugbúnaðar verkfræði er með minna val hér á landi en ekki erlendis, þó er einhverjir skildu stærðfræði og eðlisfræði áfangar til að geta fengið bs. Helsti munurinn er sá að bs. í hugbúnaðarverkfræði fara í sér verkfræði áfanga og eru bundnir þeim en geta þess vegna farið í master í verkfræði. Á mörgum stöðum í heiminum hafa einungis verkfræðingar heimild til að stýra ákveðnum verkefnum og því er verkfræði gráða talin meira fyrir "stjórnendur".

Áhugavert... hvernig er það samt, er maður ekkert að missa af miklu ef maður fer í hugbúnaðarverkfræði, þar sem minna er um valáfanga?

Er svipað valuable að vera hugbúnaðarverkfræðingur og tölvunarfræðingur á Íslandi? Þá meina ég að tölvunarfræðingur er búinn að velja sér áherslusvið í námi og er búinn að sérhæfa sig í ákveðnu viðfangsefni, þar sem hugbúnaðarverkfræðingar fara minna og meira í nákvæmlega sama nám.


Apple>Microsoft

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf Pandemic » Þri 19. Mar 2019 22:36

Engin munur á þessu í praxís nema þú viljir verkfræðititillinn. Eini munurinn námslega séð er að þú ert sjálfkrafa skráður í nokkra verkfræðiáfanga sem veldur því að þú getur tekið minna af miklvægum valáföngum.
Eitt sem ruglar þetta smá er að þú færð software engineering stöður bæði sem CS og SE. Þannig að þó þú sjáir starfstitilinn software engineer þá er ekkert víst að það sé verkfræðingur á bakvið það.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf Viktor » Þri 19. Mar 2019 22:39

Þú ert tölvunarfræðingur eftir 3 ár en verkfræðingur eftir 5 ár. Það er helsti munurinn.

Annars svipaðar gráður. Verkfræðigráðan er verðmætari en tölvunarfræðigráðan, en tekur auðvitað 5 ár.

Annars skiptir þetta litlu máli, veldu bara það nám sem þér finnst námskeiðin meira spennandi. Báðar leiðir eru alveg solid.

Ég er í meistaranámi í Tölvunarfræði og sé alls ekki eftir því.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf Klemmi » Mið 20. Mar 2019 09:47

Tek undir með fyrri ræðumönnum. Snýst svolítið um hvort þú stefnir á að taka bara grunnnámið eða fara í mastersnám.

Af minni reynslu, þá er mastersnám almennt mikið þægilegra heldur en grunnnám, meira val, skemmtilegri áfangar og meira frelsi til að leysa verkefnin á þann veg sem þú kýst. Færri nemendur í hverjum tíma sem gefur þér bæði betra aðgengi að kennurum og þeir setja þig á meiri jafningjagrundvöll heldur en í grunnnáminu.

Það er vel hægt að taka mastersnám meðfram vinnu, þó svo að ég mæli ekki með því að gera lokaverkefnið/mastersritgerðina meðfram vinnu. Að því sögðu, þá ættirðu að hafa alveg sömu starfsmöguleika með BSc í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði. Svo ef þú heldur að þú farir aldrei í mastersnám, þá myndi ég velja það sem þér þykir hafa áhugaverðari áfanga.

Tölvunarfræðin við HÍ býður svo einnig upp á meiri sveigjanleika, getur þar tekið tölvunarfræði sem aðalsvið upp á 120 einingar og svo 60 einingar á öðru sviði, svo sem sálfræði, viðskiptafræði, tungumálum o.s.frv. Það getur gefið þér sérstöðu sem hefðbundin tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræðigráða gæfi þér ekki.

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.ph ... on=current




pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf pegasus » Fim 21. Mar 2019 11:06

psteinn skrifaði:Tölvunarfræði
  • Minni stærðfræði.

Hugbúnaðarverkfræði
  • Mikil stærðfræði.


Þetta er nú ekki svona klippt og skorið því þú hefur svo mikið val um hvaða áherslu þú vilt taka í tölvunarfræðinámi. HÍ er t.d. með allt frá reiknifræðikjörsviði (sem er stærðfræðilegt) yfir í það sem áður hét sálfræðikjörsvið og fæst meira við notendaupplifun og hugbúnaðarþróun. Í HR er þetta allt frá því að vera mjög hands-on verkefnamiðað forritunarnám upp í það sem þau kalla tölvunarstærðfræði. Það virðist samt algengara að nemendur í tölvunarfræði velja síður fræðilegu áhersluna sem gefur manni kannski þessa mynd af náminu, að það sé lítil stærðfræði. Hugbúnaðarverkfræðin er aftur á móti meira niðurnegld sem veldur því að maður verður að taka ákveðið mikið af stærðfræði í náminu.

Aðalmunurinn á þessu tvennu hins vegar er hvaða stærðfræði fengist er við. Tölvunarfræðin vinnur aðallega með heiltölur í strjálli stærðfræði (reiknanleiki, stöðuvélar, reiknirit í dreifðum kerfum) meðan hugbúnaðarverkfræðin fæst meira við samfellda stærðfræði (diffranleg föll, bestunardæmi í rauntölum). Mér finnst það jafnvel skipta meira máli þegar valið er á milli námsbrautanna -- að velja það sem manni finnst áhugaverðara.

Source: BSc í stærðfræði (tölvunarfræðikjörsvið) frá HÍ og er að læra MSc tölvunarfræði (fræðileg áhersla) við HR.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf Hauxon » Fim 21. Mar 2019 11:25

Þú ættir að geta klárað tölvunarfræði og svo ákveðið hvort þú vilt halda áfram og bætir þá við þig þeim áföngum sem eru krafa í verkfræðinni. Þú er amk alveg örugglega ekki búinn að loka á neinar dyr hvor leiðin sem er valin. Í versta falli auka önn ef þú skiptir.




Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Reputation: 5
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfæði

Pósturaf psteinn » Sun 24. Mar 2019 10:15

Takk kærlega fyrir svörin! :happy
Ég geri mér grein fyrir því að ég ætti af sjálfsögðu að velja það sem ég hef meiri áhuga á en mér fannst ég þurfa að skilja muninn þarna á milli.
Aðal málið er að ég er með mikinn valkvíða um hvað ég vill leggja áherslu á, hvort sem það væri tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði og hvað sé í boði á báðum brautum.


Apple>Microsoft