Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Des 2018 16:38

Sá þessa könnun á Facebook og varð að deila henni hingað, því fleiri sem taka þátt því betra.
Nú þegar eru 25.600 búnir að taka þátt og hlutfallið er 83%/17% þar sem fleiri eru á móti vegtollum.

Nú tala stjórnmálamenn og konur um það að almenn sátt sé um vegtolla.
Því langar mig að að varpa fram spurningu til kjósenda.
Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

>>Taka þátt á Facebook<<



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf ZiRiuS » Þri 18. Des 2018 16:44

Ef að þessi peningur færi til vegagerðarinnar fyndist mér ekkert að því að borga vegtolla eins og þekkist í mörgum löndum. En ég efast um að það muni gerast...



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

olihar
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf olihar » Þri 18. Des 2018 16:49

Væri ekki bara kjörið að nota núverandi skatta á réttan stað svona fyrst áður en það verður bætt við fleiri sköttum sem fara þá væntanlega hvort sem er annað.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf GuðjónR » Þri 18. Des 2018 16:51

ZiRiuS skrifaði:Ef að þessi peningur færi til vegagerðarinnar fyndist mér ekkert að því að borga vegtolla eins og þekkist í mörgum löndum. En ég efast um að það muni gerast...

Ekki frekar en þau gjöld sem eru innheimt í dag gera það.
Svo gleymist alltaf eitt í umræðunni, 150 kr. fyrir manneskju á lágmarkslaunum er ekki sama og 150 kr. fyrir hálaunamanninn, tala nú ekki um þingmenn og ráðherra sem fá aksturskostnaðinn endurgreiddann og greiða því ekkert.

Þingmenn bera gjarnan fyrir sig rafmagnsbílum, að þeir séu að verða stærri hluti af kökunni, af hverju eru þeir ekki rukkaðir eins og díselbílar voru rukkaðir í denn, þ.e. kílómetragjald? Hægt að lesa af einu sinni á ári eða þegar bíllinn fer í skoðun.
Ef við viljum fara vel með vegina þá tökum við upp strandflutinga aftur og bönnum eða takmörkum verulega þungaflutninga um vegakerfið.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Hizzman » Þri 18. Des 2018 18:22

Það eru trukkar sem eru virkilega að slíta vegunum, smábílar eru varla að teljast. Verður þetta tekið með í útfærslu á gjaldi.

Einnig, verður dísil/bensín lækkað sem mótvægi.

Eða er það gamla sagan, smá breytingar í skattheimtu == myndarleg hækkun ?




Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Gustaf » Þri 18. Des 2018 18:51

Ég er fylgjandi með vegtollum (huglægt) aðeins ef hagnaðurinn frá þeim fari í uppbyggingu fyrir akandi vegfarendur.
En þar sem að fordæmi eru fyrir því að skattar fyrir ákveðin verk t.d. byggingaréttargjald renni ekki í uppbyggingu og í staðin í gæluverkefni þá er ég á móti þeim. Það er samt nauðsyn að finna nýja leið fyrir skatta en vegtollar eru ekki málið. Það mætti vera vægt kíllómetragjald 0,1-0,5kr per km.
Það sem ég hef ekki séð í umræðunni um veggjöldin er hvað kostar að setja upp svona myndavélakerfi og reka það.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Hizzman » Þri 18. Des 2018 18:57

Besta lausnin væri að láta lífeyrissjóðina fjármagna vegauppbyggingu. Þeir fengju vexti til að ná kröfunni um ávöxtun. Þetta myndi einnig gera íslenskt fjárfestingaumhverfi heilbrigðara, núverandi ástand með lífeyrissjóðina upp um alla veggi er skelfilegt.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf DJOli » Þri 18. Des 2018 19:18

Það var einhver maður sem ég heyrði í fréttum segja að bifreiðagjöldin hafi átt að standa yfir í uþb eitt ár, en að t.d. í dag, skaffi þau eins og 7 milljörðum króna í ríkiskassann á ári.

Edit: Minnir að minnst hafi verið á að bifreiðagjöldin hafi verið sett á einhverntíma á milli 1960 og 1974 eða svo, en þau hafi aftur á móti átt að vera tímabundin.

Er ég til í vegatolla?
Fokk nei.

Skipta þeir mig máli í framtíðinni?
Fokk nei, líklegast ekki.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf bigggan » Þri 18. Des 2018 21:32

Hmm er svo sem ekki 100 % móti vegtóllar, hinsvegar ef þau verða notuð eiga þau að vera fáum stöðum, og aðeins á aðal vegirnir, og notað i vegkerfið óskert.
Td ef sett upp gjaldhlið bara á ártúnsbrekku fyrir 100 krónur mundi þau ná inn rúmlega 4 míljarða á ári með núverandi umferð, sem væri gótt fyrir vegkerfið i reykjavik sem er i rúst á háanna timarnir... Serstaklega gatnamótinn kringlubraut, miklubraut og miklubraut niður að háskólan sem stiflar alt gatnakerfi Reykjavik.

miklabraut/hringbraut i stokk já takk. Sem þessi gjaldtaka getur farið i til að greiða þessi framkvæmd.



Skjámynd

Aron Flavio
Nörd
Póstar: 129
Skráði sig: Fös 01. Júl 2016 23:55
Reputation: 15
Staðsetning: 107 Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Aron Flavio » Þri 18. Des 2018 21:53

Hef ekkert á móti vegtollum, sjálfur tek ég strætó og myndu þeir því örugglega ekkert skipta mig miklu máli. Hins vegar veit maður fyrirfram að tekjurnar myndu aldrei skila sér raunverulega í vegakerfið.

EDIT: Væri ekki hægt að láta einkarekið fyrirtæki í eigu hins opinbera sjá um að reka eitthvað í sambandi við þessa vegtolla, líkt og gert var með Hvalfjarðargöng eða myndi það ekkert meika neinn sens :fly




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Hizzman » Þri 18. Des 2018 23:10

Aron Flavio skrifaði:EDIT: Væri ekki hægt að láta einkarekið fyrirtæki í eigu hins opinbera sjá um að reka eitthvað í sambandi við þessa vegtolla, líkt og gert var með Hvalfjarðargöng eða myndi það ekkert meika neinn sens :fly


eða sbr ruv/pósturinn/isavia? neinei




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Manager1 » Þri 18. Des 2018 23:43

Ég er alveg sáttur við að bifreiðargjöldin/vegtollar fari í að niðurgreiða t.d. heilbrigðisþjónustuna, getiði ímyndað ykkur hvað það yrði dýrt að fara til læknis ef heilbrigðisþjónustan væri rekin á núlli eða jafnvel með hagnaði?




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Mossi__ » Mið 19. Des 2018 00:07

Það á eftir að kosta mig 120.000 á ári bara að mæta í vinnurnar mínar (m.t.t. að tollurinn verði 150kr per skipti eins og kastað hefur verið fram).

Og það er bara vinna. Ekki tilfallandi ferðir.

Ég hef ekki efni á að flytja þaðan sem ég bý.

Ég hef ekki efni á þessum 120.000.

Þegar þetta verður sett á mun ég ekki hafa efni á að mæta í vinnurnar mínar.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Viktor » Mið 19. Des 2018 10:08

Það er algerlega fáránlegt að skattar séu settir á til að mæta kostnaði við eitthvað ákveðið og hækki svo bara og hækki og fari í eitthvað allt annað.

Við erum með fínt tekjuskattskerfi þar sem fólk borgar hlutföll af því sem það þénar. Virðisaukaskattskerfið er líka ágætlega skilvirkt, því dýrari vörur sem þú kaupir því hærra hlutfall borgarðu af sköttum.

Það er óþolandi og ósanngjarnt að svona nefskattar leggist jafnt á alla sama hvaða tekjur þeir hafa.

Burt með allt svona rugl. Það er ólíðandi að bifreiðaeigendur séu að greiða tugi milljarða í gjöld sem fara ekki í það að halda uppi vegakerfinu heldur eitthvað út í bláinn.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


THEBROKENONE
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mán 09. Júl 2012 12:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf THEBROKENONE » Mið 19. Des 2018 11:05

Ég er ekki spenntur fyrir því að borga 80.000kr á ári í vegtolla ofan á olíugjald, vsk og kolefnisskatt sem ég borga fyrir hvern líter af eldsneyti sem ég kaupi.

Svo verður ekki einu sinni allur peningurinn notaður í að bæta veginn sem ég ek á og það er ef þau eru ekki að ljúga þegar þau segja þetta fari allt í vegagerð! Ef ég á að borga sérstaklega fyrir að aka á þessum vegi þá er lágmark að allur peningurinn fari í að viðhalda og bæta þann veg.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Tbot » Mið 19. Des 2018 11:10

Hvaða hvaða
vinstra gengið hér á vaktinni farið að kvarta yfir mögulegri skattheimtu.
Þá er nú fokið í flest skjól. :megasmile

Ekkert að því að rukka þetta sveitalið um kostnaðinn við vegina.
Stöðugt verið að gera jarðgögn fyrir það en allt kerfið á höfuðborgarsvæðinu er látið mæta afgangi.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf dori » Mið 19. Des 2018 11:16

Tbot skrifaði:Hvaða hvaða
vinstra gengið hér á vaktinni farið að kvarta yfir mögulegri [regressívri] skattheimtu.
Þá er nú fokið í flest skjól. :megasmile

Þú veist afskaplega lítið um conceptið miðað við hvað þú fussar mikið yfir "vinstra genginu" fyrst þetta kemur þér á óvart.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf jericho » Mið 19. Des 2018 12:38

Hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga alla leið og notast við gervihnattamiðaðar lausnir. Setja box í alla bíla, sem mæla vegalengd, tíma dags og staðsetningu, reikna svo út eitt verð og svo senda upphæðina á yfirvöld sem myndu senda rukkun (ekki senda nein önnur gögn vegna persónuverndarsjónarmiða). Svo yrði gögnunum eytt úr boxinu eftir X tíma. Þannig myndi hver og einn borga fyrir akkúrat það sem hann keyrir. Bílar sem menga mikið borga meira per kílómeter en bílar sem menga lítið. Hægt væri líka að nota þetta sem stýritæki, t.d. að það sé dýrara að keyra á álagstímum, það sé dýrarar að keyra í borgum/bæjum en úti á landi, eða því um líkt.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf Gustaf » Mið 19. Des 2018 14:52

Ef vegtollar eru settir á veit einhver staðsetninguna á þeim?, ég sá kortið með mögulegri staðsetningu þeirra en þær gera allar ráð fyrir atvinnusvæðum utan þeirra svo ég efast um að þeir verði þar.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf russi » Mið 19. Des 2018 14:56

jericho skrifaði:Hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga alla leið og notast við gervihnattamiðaðar lausnir. Setja box í alla bíla, sem mæla vegalengd, tíma dags og staðsetningu, reikna svo út eitt verð og svo senda upphæðina á yfirvöld sem myndu senda rukkun (ekki senda nein önnur gögn vegna persónuverndarsjónarmiða). Svo yrði gögnunum eytt úr boxinu eftir X tíma. Þannig myndi hver og einn borga fyrir akkúrat það sem hann keyrir. Bílar sem menga mikið borga meira per kílómeter en bílar sem menga lítið. Hægt væri líka að nota þetta sem stýritæki, t.d. að það sé dýrara að keyra á álagstímum, það sé dýrarar að keyra í borgum/bæjum en úti á landi, eða því um líkt.



Halló 1984!




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf kjartanbj » Mið 19. Des 2018 15:25

DJOli skrifaði:Það var einhver maður sem ég heyrði í fréttum segja að bifreiðagjöldin hafi átt að standa yfir í uþb eitt ár, en að t.d. í dag, skaffi þau eins og 7 milljörðum króna í ríkiskassann á ári.

Edit: Minnir að minnst hafi verið á að bifreiðagjöldin hafi verið sett á einhverntíma á milli 1960 og 1974 eða svo, en þau hafi aftur á móti átt að vera tímabundin.

Er ég til í vegatolla?
Fokk nei.

Skipta þeir mig máli í framtíðinni?
Fokk nei, líklegast ekki.


Bifreiðagjöld voru sett á 1989 og áttu að vera til 1992 ef mig minnir rétt, þau eru enn... og ættu vel að geta dekkað þetta , ég bý á Selfossi og vinn í reykjavík, hef ekki efni á að borga vegtolla til að komast til vinnu



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf FriðrikH » Mið 19. Des 2018 15:37

THEBROKENONE skrifaði:Ég er ekki spenntur fyrir því að borga 80.000kr á ári í vegtolla ofan á olíugjald, vsk og kolefnisskatt sem ég borga fyrir hvern líter af eldsneyti sem ég kaupi.

Svo verður ekki einu sinni allur peningurinn notaður í að bæta veginn sem ég ek á og það er ef þau eru ekki að ljúga þegar þau segja þetta fari allt í vegagerð! Ef ég á að borga sérstaklega fyrir að aka á þessum vegi þá er lágmark að allur peningurinn fari í að viðhalda og bæta þann veg.


Ég vil nú vekja athygli á því að þau gjöld sem tekin eru af eldsneyti (olíugjald, bensíngjald og kílómetragjald) og eru eyrnamerkt uppbyggingu í vegagerð renna svo sannanlega öll til rekstur Vegagerðarinnar, útgjöld vegagerðarinnar eru reyndar um 5-7 milljörðum hærri en þessi gjöld, ríkið greiðir það sem upp á vantar úr sameiginlegu sjóðunum okkar.

Ástæðan fyrir þessum misskilningin er að ég held endalaus áróður Bílgreinasambandsins, FÍB og fleiri hagsmunaaðila sem þreytast ekki á að tala um að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti fari ekki öll til viðhalds á gatnakerfinu. Málið er að skattheimta af ökutækjum og eldsneyti er bara alls ekki öll eyrnamerkt viðhaldi á gatnakerfinu. Mestar tekjur fær ríkið af virðisaukaskatti og vörugjöldum, þau eru alls ekki eyrnamerkt vegagerð. VSK er almennur skattur og er aldrei eyrnamerktur ákveðnum útgjaldaliðum. Svo er það kolefnisgjaldið, það á ekki heldur að renna í kostnað vegna vegagerðar.

Með tilliti til þessa hef ég engar ástæður til annars en að ætla að vegtollar myndu renna til framkvæmda og þannig geta flýtt fyrir framkvæmdum í vegakerfinu sem annars væri ekki hægt að ráðast í fyrr en töluvert seinna. Er almennt hlynntur vegtollum, mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem nota þjónustuna mest greiði meira fyrir hana (fyrir utan menntun og heilbrigðiskerfið).

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frekar: https://www.althingi.is/altext/146/s/1075.html



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf pattzi » Mið 19. Des 2018 17:54

Nei Takk :mad :mad :mad


Við sem búum á akranesi erum búinn að borga þessi göng t.d upp og að fara rukka aftur væri fáránlegt ....



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf appel » Mið 19. Des 2018 20:56

Fyrir 60-70 árum var allt þjóðvegakerfið byggt, og hér bjuggu hvað 200 þús hræður og skatttekjur ríkissjóðs ekki miklar, atvinnulífið fátæklegt og einhæft, túristar voru taldir á fingrum annarrar handar.

Í dag eru árlegar skatttekjur ríkissjóðs nærri ein billjón íslenskar, hér búa nærri 350 þús manns og mikil umferð á vegum landsins, og við náum varla að sinna viðhaldi á vegakerfinu.

Hvað er í gangi?


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2111
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Pósturaf GuðjónR » Mið 19. Des 2018 23:02

appel skrifaði:Fyrir 60-70 árum var allt þjóðvegakerfið byggt, og hér bjuggu hvað 200 þús hræður og skatttekjur ríkissjóðs ekki miklar, atvinnulífið fátæklegt og einhæft, túristar voru taldir á fingrum annarrar handar.

Í dag eru árlegar skatttekjur ríkissjóðs nærri ein billjón íslenskar, hér búa nærri 350 þús manns og mikil umferð á vegum landsins, og við náum varla að sinna viðhaldi á vegakerfinu.

Hvað er í gangi?

Það kallast þjófnaður.