Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 32
- Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 00:51
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Í gær var Landsbankinn að gefa út sinn clone af Samsung/Apple/Google-pay.
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... dsbankans/
Ég er sjálfur búinn að nota þetta núna í sólahring og verð að segja að þetta er mjög þæginlegt. Hef ekki þurft að taka veskið upp stöku sinni, heldur bara þurft að réttsvo leggja símann upp að posanum. Hvernig líst ykkur á þetta? Er fólk alveg að treysta svonalöguðu gefið út af íslenskum banka í samanburði við Apple/Samsung/Google?
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... dsbankans/
Ég er sjálfur búinn að nota þetta núna í sólahring og verð að segja að þetta er mjög þæginlegt. Hef ekki þurft að taka veskið upp stöku sinni, heldur bara þurft að réttsvo leggja símann upp að posanum. Hvernig líst ykkur á þetta? Er fólk alveg að treysta svonalöguðu gefið út af íslenskum banka í samanburði við Apple/Samsung/Google?
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi.
Tekið af http://www.visir.is/g/2018181019103
Annars mjög jákvæð þróun finnst mér (þ.e.a.s. að geta borgað með símanum).
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Appið er framleitt af Visa, ekki heimasmíðað hjá Landsbankanum.
Hlakka til að fá svona í iOS.
Hlakka til að fá svona í iOS.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Miðað við hvað Apple Pay er komið í fá lönd þá myndi ég ekki veðja háum upphæðum að það komi hingað á næstunni
En ef einhverjir gætu orðið milliaðilar til þess að svo yrði væru það Borgun og bankarnir.
En ef einhverjir gætu orðið milliaðilar til þess að svo yrði væru það Borgun og bankarnir.
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Sallarólegur skrifaði:Appið er framleitt af Visa, ekki heimasmíðað hjá Landsbankanum.
Hlakka til að fá svona í iOS.
á meðan að apple pay er ekki komið þá þurfum við að bíða lengur
fékk að frétta það að Apple er að þeir taka % af NFC samskiptum
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Hætti við að setja inn kreditkortaupplýsingarnar og ætlaði svo að klára það. Þá virkar ekki að skrá mig inn lengur og það kemur eins og emailið mitt sé í notkun þegar ég reyni að búa til nýjan aðgang.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 374
- Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Virkar hjá mér með debet.
Reyndi fyrst fyrir kredit en það gekk ekki , ekki stuðningur fyrir það.
Reyndi fyrst fyrir kredit en það gekk ekki , ekki stuðningur fyrir það.
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
ég er með bæði debet og kredit, og sýnir mér heimild á kredit líka og hvað er eftir af heimild
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1080
- Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
- Reputation: 133
- Staðsetning: Njarðvík
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
mér líst vel á þetta
| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 116
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Ekkert svipað app á leiðinni frá arion banka? Langar svo bara að hafa síman á mér og ekkert annað
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Hef samt komist að því að það virðist ekki vera nóg að vera með þetta, hef fengið villu "notið örgjörva" og þá hef ég þurft að nota kortið því miður þannig maður getur ekki alveg sleppt kortinu eins og maður hefði vonað
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 116
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Kemur það þá ekki í fjórða hvert skipti eða þegar er verslað með meira en 4000. Þá verður maður að nota áfram kortahulstur á símanum
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
kjartanbj skrifaði:Hef samt komist að því að það virðist ekki vera nóg að vera með þetta, hef fengið villu "notið örgjörva" og þá hef ég þurft að nota kortið því miður þannig maður getur ekki alveg sleppt kortinu eins og maður hefði vonað
Það er víst vegna þess að það á eftir að uppfæra einhverja posa.
Minni líka á að sumar verdlanir uppfæra aldrei posana sína, eins og til dæmis Bauhaus sem eru með sína eigin posa.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Jæja þessir segjast ætla að bjóða Íslendingum í viðskipti . Þeir styðja bæði Android Pay og Apple Pay. Virðist bara vera kortabanki með fríðindum og innlánsviðskipti, ekki útlán (hver myndi eiginlega fara inn á verðtryggða ruglmarkaðinn á Íslandi hvort sem er?)
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
akarnid skrifaði:Jæja þessir segjast ætla að bjóða Íslendingum í viðskipti . Þeir styðja bæði Android Pay og Apple Pay. Virðist bara vera kortabanki með fríðindum og innlánsviðskipti, ekki útlán (hver myndi eiginlega fara inn á verðtryggða ruglmarkaðinn á Íslandi hvort sem er?)
Ef þessar fréttir um komu þeirra eru réttar þá er þetta eitthvað sem væri mjög spennandi að skoða. Myndi sjálfur sækja um hjá þeim, þó það væri bara til að nota Apple Pay hérlendis.
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
skv pósti sem ég var að fá frá Kreditkort:
"Kæri viðskiptavinur,
Greiðslumáti framtíðarinnar er kominn. Nú getur þú greitt með símanum þínum í posum um allan heim.
Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.
Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þ.m.t. vefsíðu og alla aðra þjónustu. Þú þarft ekkert að gera, þú heldur sömu kortum og getur leitað til Íslandsbanka til að fá ráðgjöf og þjónustu bæði í gegnum netspjall og síma."
"Kæri viðskiptavinur,
Greiðslumáti framtíðarinnar er kominn. Nú getur þú greitt með símanum þínum í posum um allan heim.
Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.
Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þ.m.t. vefsíðu og alla aðra þjónustu. Þú þarft ekkert að gera, þú heldur sömu kortum og getur leitað til Íslandsbanka til að fá ráðgjöf og þjónustu bæði í gegnum netspjall og síma."
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Njall_L skrifaði:akarnid skrifaði:Jæja þessir segjast ætla að bjóða Íslendingum í viðskipti . Þeir styðja bæði Android Pay og Apple Pay. Virðist bara vera kortabanki með fríðindum og innlánsviðskipti, ekki útlán (hver myndi eiginlega fara inn á verðtryggða ruglmarkaðinn á Íslandi hvort sem er?)
Ef þessar fréttir um komu þeirra eru réttar þá er þetta eitthvað sem væri mjög spennandi að skoða. Myndi sjálfur sækja um hjá þeim, þó það væri bara til að nota Apple Pay hérlendis.
Það fær enginn Íslendingur að nota Apple Pay fyrr en Apple opna fyrir það á Íslandi.
Útlendingar geta notað Apple Pay á Íslandi.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Sallarólegur skrifaði:Njall_L skrifaði:akarnid skrifaði:Jæja þessir segjast ætla að bjóða Íslendingum í viðskipti . Þeir styðja bæði Android Pay og Apple Pay. Virðist bara vera kortabanki með fríðindum og innlánsviðskipti, ekki útlán (hver myndi eiginlega fara inn á verðtryggða ruglmarkaðinn á Íslandi hvort sem er?)
Ef þessar fréttir um komu þeirra eru réttar þá er þetta eitthvað sem væri mjög spennandi að skoða. Myndi sjálfur sækja um hjá þeim, þó það væri bara til að nota Apple Pay hérlendis.
Það fær enginn Íslendingur að nota Apple Pay fyrr en Apple opna fyrir það á Íslandi.
Útlendingar geta notað Apple Pay á Íslandi.
Ætluðu þessir ekki að bjóða upp á erlend kort á Íslandi? Sem myndu þá styðja Apple Pay á sama hátt og ef um ferðamann væri að ræða? Eða er ég bara að misskilja?
Löglegt WinRAR leyfi
-
- Fiktari
- Póstar: 93
- Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
- Reputation: 17
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kort - Nýja appið hjá Landsbankanum
Njall_L skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Njall_L skrifaði:akarnid skrifaði:Jæja þessir segjast ætla að bjóða Íslendingum í viðskipti . Þeir styðja bæði Android Pay og Apple Pay. Virðist bara vera kortabanki með fríðindum og innlánsviðskipti, ekki útlán (hver myndi eiginlega fara inn á verðtryggða ruglmarkaðinn á Íslandi hvort sem er?)
Ef þessar fréttir um komu þeirra eru réttar þá er þetta eitthvað sem væri mjög spennandi að skoða. Myndi sjálfur sækja um hjá þeim, þó það væri bara til að nota Apple Pay hérlendis.
Það fær enginn Íslendingur að nota Apple Pay fyrr en Apple opna fyrir það á Íslandi.
Útlendingar geta notað Apple Pay á Íslandi.
Ætluðu þessir ekki að bjóða upp á erlend kort á Íslandi? Sem myndu þá styðja Apple Pay á sama hátt og ef um ferðamann væri að ræða? Eða er ég bara að misskilja?
Apple Pay er bara í boði í nokkrum löndum hjá þeim svo nei, kortin yrðu „íslensk.“
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svona tölvukall