Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Mán 05. Des 2016 21:08

VB skrifaði:Póst- og fjarskiptastofnun hefur úrskurðað að Síminn verði nú að bjóða allt sjónvarpsefni sitt í ólínulegri dagskrá til dreifingar á fjarskiptanetum landsins.

http://www.vb.is/frettir/nidurstadan-si ... ag/133638/

Hvað þýðir þetta? Þýðir þetta að ég get skilað Vodafone IPTV og fengið lykil frá Símanum í staðinn á ljósleiðara frá Gagnaveitunni?
Eða þýðir þetta að gamli Skjár1 (nú Sjónvarp Símans) verður aðgengilegur 24 tíma afturvirkt eins og aðrar rásir?




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf Hizzman » Mán 05. Des 2016 22:04

vonandi bæði!

það hefur lengi verið að pirra mig að geta ekki valið iptv og isp óháð




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf frappsi » Mán 05. Des 2016 22:18

Úr úrskurðinum (https://www.pfs.is/library/Skrar/akv.-og-urskurdir/urskurdir-ursk.nefndar/Ursk_nr.3_2016.pdf):
"Upphaf málsins má rekja til kvörtunar Vodafone til PFS þar sem sett var fram sú krafa að PFS fyrirskipaði kæranda [Símanum] að láta af þeirri háttsemi að beina viðskiptum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki [Mílu] í skilningi 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Kærandi bjóði aðeins upp á ólínulega myndmiðlun á efni Sjónvarps Símans á fjarskiptanetum Símasamstæðunnar. Viðskiptavinir sem áhuga hafa á að horfa á sjónvarp Símans, s.s.
Frelsi og Tímaflakk, utan hefðbundinna sjónvarpsútsendinga geti aðeins gert það á fjarskiptanetum Símasamstæðunnar. Séu þeir í viðskiptum við annað fjarskiptafyrirtæki þurfi þeir að færa viðskipti sín yfir til Símans til að horfa."

PFS komst að þeirri niðurstöðu að "bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nái bæði til línulegrar myndmiðlunar, þ.e.a.s. sjónvarpsútsendinga og líka ólínulegrar myndmiðlunar, þ.e. myndmiðlunar eftir pöntun." Síminn kærði niðurstöðuna til úrksurðarnefndarinnar sem var síðan að staðfesta hana.

Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að Síminn megi ekki gera kröfu um að þeir sem vilji fá sjónvarpsþjónustuna þeirra séu með tengingu við fjarskiptanet Mílu. Fólk með ljósleiðara GR getur þá farið að kaupa Sjónvarp Símans :)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf russi » Mán 05. Des 2016 22:59

Vodafona kvartaði yfir því að fá ekki að bjóða tímaflakk á rás Símans hjá sér á sínum tíma, þeir vildu geta boðið uppá það. Málið snýst um það.

En svo má skilja það sem kemur að auki að Sjónvarp Símans eigi að vera aðgengilegt í gegnum GR box. Vonum að við séum að skilja þetta rétt, ef svo er, þá er Vodafone að ákveðnu leiti að skjóta sig í fótinn. Þeas að nú getur fólk farið TV til Símans og þá væntanlega frá þeim.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Des 2016 21:52

Jæja, núna eru þrjár vikur síðan þessi úrskurður var kveðinn upp. Ólínuleg dagskrá Sjónvarps Símans (tímaflakk) er ennþá óaðgengilegt á Vodafone IPTV lyklum.
Þarf Síminn ekki að fara eftir þessum úrskurði?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf appel » Sun 30. Apr 2017 01:43

Enginn fjallar um þetta, en ég vildi benda á:

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur er fallinn:
https://www.domstolar.is/heradsdomstola ... 355473ef12

Símanum í vil.


*-*

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf Viktor » Sun 30. Apr 2017 02:12

appel skrifaði:Enginn fjallar um þetta, en ég vildi benda á:

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur er fallinn:
https://www.domstolar.is/heradsdomstola ... 355473ef12

Símanum í vil.


http://www.vb.is/frettir/siminn-leggur-vodafone/137698/
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Símanum í vil í staðfestingarmáli Símans hf. gegn Vodafone (Fjarskipta) vegna lögbanns sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagi á 16. desember 2015. Lögbannið var sett á vegna upptöku Fjarskipta á sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvanna Sjónvarps Símans (áður SkjárEinn) og ólínulega miðlun myndefnis.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Apr 2017 11:37

Var þá Póst- og fjarskiptastofnun að brjóta lög með sínum úrskurði?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf Viktor » Sun 30. Apr 2017 14:06

GuðjónR skrifaði:Var þá Póst- og fjarskiptastofnun að brjóta lög með sínum úrskurði?


Held það sé ekki túlkað þannig. PFS er stjórnvaldið og leggur sitt mat á málin og tekur ákvarðanir út frá sínum túlkunum á lögunum, en dómar "trompa" þær svo ef málin fara fyrir dóm. Dómsmálin eru eflaust mun ítarlegri og meiri lögfræðivinna sem fer í þau að hálfu fyrirtækjanna.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Sun 30. Apr 2017 14:20

Sallarólegur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Var þá Póst- og fjarskiptastofnun að brjóta lög með sínum úrskurði?


Held það sé ekki túlkað þannig. PFS er stjórnvaldið og leggur sitt mat á málin og tekur ákvarðanir út frá sínum túlkunum á lögunum, en dómar "trompa" þær svo ef málin fara fyrir dóm. Dómsmálin eru eflaust mun ítarlegri og meiri lögfræðivinna sem fer í þau að hálfu fyrirtækjanna.


Líklega er það rétt, en þá vaknar önnur spurning; ef PFS sem stjórnvald túlkar lögin rangt og veldur Símanum skaða hvort þeir séu skaðabótaskyldir?
Þetta er í hnotskurn ástæða þess af hverju Matvælastofnun þorði ekki að taka af skarið gegn Brúneggjum af ótta við að tapa máli eftirá fyrir "æðra ákvörðunarvaldi" og verða skaðabótaskyldir.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Mið 04. Júl 2018 12:53

Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptavinum Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki

Síminn fær 9.000.000.- sekt fyrir að brjóta fjölmiðlalög en hvað svo? Má hann halda áfram að brjóta lögin?
https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett ... yrirtaeki/

Í afgerandi ákvörðun PFS kemur fram að stofnunin líti svo á að lögbrot Símans hafi staðið yfir í þrjú ár og geri enn.
http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/04/gag ... stodu-pfs/



Skjámynd

reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Reputation: 17
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf reyniraron » Mið 04. Júl 2018 13:14

GuðjónR skrifaði:
Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptavinum Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki

Síminn fær 9.000.000.- sekt fyrir að brjóta fjölmiðlalög en hvað svo? Má hann halda áfram að brjóta lögin?
https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett ... yrirtaeki/

Í afgerandi ákvörðun PFS kemur fram að stofnunin líti svo á að lögbrot Símans hafi staðið yfir í þrjú ár og geri enn.
http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/04/gag ... stodu-pfs/

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=674434


Reynir Aron
Svona tölvukall

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvað þýðingu hefur úrskurður P&F varðandi Símann?

Pósturaf GuðjónR » Mið 04. Júl 2018 13:20

reyniraron skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptavinum Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki

Síminn fær 9.000.000.- sekt fyrir að brjóta fjölmiðlalög en hvað svo? Má hann halda áfram að brjóta lögin?
https://www.pfs.is/um-pfs/frettir/frett ... yrirtaeki/

Í afgerandi ákvörðun PFS kemur fram að stofnunin líti svo á að lögbrot Símans hafi staðið yfir í þrjú ár og geri enn.
http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/04/gag ... stodu-pfs/

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?p=674434

Þessi þráður fór framhjá mér, takk fyrir ábendinguna. ;)