Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf appel » Þri 24. Apr 2018 20:58

Ísland hefur mikla hagsmuni af því að standa vörð um hugverkarétt. Það er ekki mikið hægt að framleiða á þessu landi, örfáar grunnatvinnugreinar, en það er hellings af fólki sem vinnur við hugverkasmíð, hvort sem það er afþreying, tölvuleikir, bókmenntir, hugbúnaður, hönnun, tónlist eða þvíumlíkt.

Þið sem mælið gegn þessu eruð bara að grafa trjágreinina undan ykkur, enda væru þá bara störf í áliðnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og þvílíku í boði ef þetta væri ekki verndað, enginn myndi vilja vinna við eitthvað sem væri löglegt að stela undan þeim.


*-*


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf pepsico » Þri 24. Apr 2018 21:18

Hann getur ekki borið fyrir sig rétt sinn til að gera eintak af birtu verki til einkanota eingöngu vegna þess að hann dreifði endurflutningnum. Hann var dæmdur fyrir brot á 1. mgr. 48. gr.

48. gr.
1. mgr. Óheimilar eru eftirgreindar aðgerðir án samþykkis útvarpsstofnunar:
1. Endurvarp (samtímisútvarp) á útvarpi hennar og dreifing þess um þráð.
2. Upptaka endurflutnings á útvarpi hennar.
3. Birting á sjónvarpi hennar í atvinnuskyni eða ávinnings.
4. [Eftirgerð á áður framkvæmdri upptöku útvarps hennar, sem og það að birta slíka upptöku.] 1)




Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Reputation: 0
Staðsetning: Nethimnaríki
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf Vilezhout » Þri 24. Apr 2018 21:21

Það er fáranlegt að fólk sé að reyna að réttlæta ólöglega dreifingu á þessu.

Segjum að það yrði brotist inn í Kísildal sem virðist vera gegnumgangandi þema og málið fer fyrir dóm, þegar þangað er komið heldur lögfræðingur sakbornings því fram að tjónið sé x krónur en ekki y vegna þess að Kísildalur var aldrei að fara að selja AMD örgjörva því þeir eru úreltir og verðminni.

Það eru lög í landinu, menn þurfa að fara eftir þeim sama hvort þeir séu sammála þeim eða ekki.

Á örmarkaði einsog Íslandi eiga menn að sjá sóma sinn í því að vera ekki að dreifa svona efni því það er til endalaust af fríu efni til að horfa á, en ef að menn komast ekki af án þess að horfa á Biggest Loser að þá geta þeir verslað sér áskrift.


This monkey's gone to heaven

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf kizi86 » Þri 24. Apr 2018 21:37

appel skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Sama gæti ég sagt um þig Appel.

Þröngt sjónarhorn sem skilgreinir þína hagsmuni.

Það er vel hægt að koma með rök fyrir því að þetta er ekki töpuð sala, og þú veist það.

Þá er kominn tími á að endurskoða "viðskiptamódelið", ef tæknin er að fara fram úr. Nákvæmlega það sem wICE_man er að tala um.


Það er ekki á forræði einstaklinga út í bæ að skilgreina hvað er "töpuð sala" og þar með réttlæta sjálftöku af eignum annarra.

Hvað viðskiptamódelin varðar þá hafa þau breyst gríðarlega mikið ásamt dreifitækni. Það er búið að vera nota þetta sem réttlætingu lengi, en þú veist að þetta heldur ekki vatni lengur í dag.

Menn eru að reyna gera sitt besta á þessum litla markaði hér, að framleiða séríslenskt efni sem höfðar eingöngu til íslendinga, t.d. biggest loser ísland. En því er samt stolið! frekar fyndið.

en hver var staðan á þessu fyrir 4 árum þegar téð brot átti sér stað? verðið að muna það að við erum að ræða um 4 ára gamalt mál hérna.. hver var staðan fyrir 4 árum? var hægt að leigja einn þátt? og ef svo var, var það "ásættanlegt" verð? hvað kostaði áskrift og eða netaðgengi að téðu myndefni? væri fínt að sjá samanburð á úrvalinu þá vs úrvalinu í dag sem okkur býðst og verð á hverri þjónustu.

ég í dag er svo gott sem hættur að niðurhala efni, er með netflix, hulu, amazon prime og einhverja breska veitu sem ég borga bara brotabrot fyrir, miðað við bara t.d síminn premium (keypti árs áskrift af amazon prime t.d á flasstilboði á 40$) magnið af afþreyingarefni sem ég hef löglega aðgang að, er svona 100x meira en ef ég notaði bara íslenskar þjónustur, og verðið langt undir kostnaðinum við íslenska stöffið.. jú auðvitað kostar að íslenska stöff og þýða og svoleiðis, en come on.. að dreifa efni stafrænt, er langtum ódýrara en að gefa það út á veraldlegum miðli, enginn prentkostnaður, enginn pressunarkostnaður (þe búa til geisladiskinn) situr ekki uppi með risa lager af óseldum eintökum, en samt hefur kostnaður við að "leigja" stafrænt efni verið á pari við ef ekki hærri en hefði kostað að leigja veraldlegt eintak af vörunni. fyrir ekki svo löngu síðan þá var ég að skoða eitthvað af þessum VOD kerfum (video on demand) man ekki hvort það var frá símanum eða vodafokk. þar var í boði að leigja staka þætti í seríu, (ekki í boði að leigja alla seriuna í einu) eða bara borga fullt mánaðargjald.. gjaldið per þátt... 350kr.. og þetta var 22 þátta sería sem gerir 7700kr.. myndir þú segja að það væri "sanngjarnt verð"?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf pepsico » Þri 24. Apr 2018 22:22

Verðum líka að muna að staðan fyrir fjórum árum var sú að rétthafi vildi ekki að efninu væri dreift ólöglega endurgjaldslaust. Líkt og í dag fólst fyrir fjórum árum allur kostnaðurinn í sköpun efnisins og ekki dreifingunni. Líkt og í dag kostaði fyrir fjórum árum það einhverjar krónur per þátt að skrifa og umbúða DVD disk. 7.700kr er líka ekkert spes upphæð fyrir nítján klukkustundir af íslenskri framleiðslu og mun lægri upphæð en það hefði kostað að vera í áskrift til að horfa á þættina.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf kizi86 » Mið 25. Apr 2018 01:33

pepsico skrifaði:Verðum líka að muna að staðan fyrir fjórum árum var sú að rétthafi vildi ekki að efninu væri dreift ólöglega endurgjaldslaust. Líkt og í dag fólst fyrir fjórum árum allur kostnaðurinn í sköpun efnisins og ekki dreifingunni. Líkt og í dag kostaði fyrir fjórum árum það einhverjar krónur per þátt að skrifa og umbúða DVD disk. 7.700kr er líka ekkert spes upphæð fyrir nítján klukkustundir af íslenskri framleiðslu og mun lægri upphæð en það hefði kostað að vera í áskrift til að horfa á þættina.

man ekki hvaða þáttur þetta var, en þetta var ekki íslenskur þáttur, og ekki nýr. og voru 4 seríur.. og hvar er ég að mótmæla því að það sé ekki rétt að deila ólöglega efni? svo líka með framleiðslu á dvd, þá er líka flutningskostnaður og allt það.. en á móti kemur jú vélbúnaðarkostnaður við að halda úti VOD þjónustu, en þori stórlega að efast um að hann sé jafn mikill miðað við raunmiðlaframleiðslu (ef það er orð?) sérstaklega þegar getur deilt sama kostnaðinum niður á alla framleiðsluna/framboðið á efni. mikið hagstæðara.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf wICE_man » Fim 03. Maí 2018 14:07

Appel:

"Finnst svona hugsun frekar bera vott um fáfræði frekar en hitt. Þú skilur ekki viðskiptamódelin sem liggja á baki, og þú skilur heldur ekki hugtakið "eignarréttur", og telur aðeins að áþreifanlegir hlutir falli undir það."

Ég skil viðskiptamódelin vel eins og ég skil viðskiptamódel sem í denn byggðust á mercantalisma og verndunarstefnu, alveg eins og ég skil viðskiptamódel íslensks landbúnaðar sem byggir á verndartollum og niðurgreiðslum. Ég skil líka vel hugtakið eignarréttur og einmitt þess vegna veit ég að efnislegur og huglægur eignarréttur er ekki sami hluturinn og að eignarréttur á efnislegum hlutum er nauðsynlegur þar sem þeir eru takmarkaðir svo að aðeins takmarkaður fjöldi getur notað viðkomandi hlut á sama tíma á meðan að huglægir hlutir eru ótakmarkaðir og því geta óendanlega margir notið þeirra án þess að takmarka getu annara til þess. Þetta eru því ólíkir hlutir og ekki hægt að nota rökrétta réttlætingu annars til að réttlæta hinn heldur verður að byggja sjálfstæðan grunn fyrir hugverkarétti og ég vil meina að slík rökrétt réttlæting sé ekki til staðar.

"Þó það komi ný tækni þá þýðir það ekkert að það megi bara arðræna aðra með henni, og kalla það réttlætanlegt bara útaf því veist.. "tækni". Það eru engin rök."

Ljósaperuframleiðendur máttu "arðræna" kertagerðarmenn, bílaverksmiðjur máttu "arðræna" hestakerrusmiði, Apple mátti "arðræna" Ericson og Nokia o.s.fv.. Þú hefur ekki rétt á að græða, en þú hefur allan rétt á að reyna að græða svo fremi sem þú sviptir ekki aðra sama rétti svo einfalt er það. Ef að það að þú fjölfaldaðir eintak í þinni eigu gerði það að verkum að upprunalegur höfundur gæti ekki fjölfaldað sitt þá myndi ég standa þér við hlið og kalla slíkan verknað forkastanlegt brot á eignarrétti. En það virkar ekki þannig sem betur fer.

"Það að segja að það sé ekki hægt að stela neinu nema áþreifanlegu sem er þá tekið af viðkomandi, það er svona einsog að segja að það sé alltílagi að setja bíl í pressu og segja að það sé sami bíllinn, allt sé enn þarna til staðar en bara í öðru formi! Eða skvetta málningu á monu lisu, málverkið sé enn þarna undið, ekki búið að taka neitt, bara bæta á!!"

Þetta er brandari, er það ekki? :) Þú vist að þú sviptir mig notkunnarmöguleika á bílnum þegar þú gerir þetta. Þú sviptir mig Monu Lisu, þó þú látir mig hafa Monu Lisu + málningu. Þú takmarkar notkun mína á minni efnislegu eign. Þú takmarkar hins vegar ekki notkun neins með fjölföldun á efni, þar liggur munurinn og hann er grundvallarmunur.

"Þinn skilningur á "eignaréttur" virðist takmarkast við "hluturinn er þarna, hluturinn er ekki þarna lengur". 1 og 0, en skilur ekki að það eru til allskonar eigindi tengd eignarrétti og allskonar eignir sem þurfa ekki að vera áþreifanlegar."

Ef það er þinn skilningur á því sem ég er að segja þá leiðréttist hann hér með. Eignarréttur byggist á því að handhafi hans er sá eini sem hefur rétt á að stjórna notkun þeirrar efnislegu eignar sem hann vísar til. Hann getur lánað hlutinn, veitt öðrum aðgang að honum en ef einhver notar hlutinn í óleyfi þá er það brot enda er eigandinn sviptur notkunarmöguleikanum á meðan.

Sallarólegur:

"Hvurslags barnaskapur er þetta að fullorðið fólk tali svona. Það er búið að setja margar milljónir í að framleiða eitthvað efni og komið að því að selja það til að fjárfestingin skili einhverju til baka. Þá kemur einhver gaur úti í bæ og dreifir efninu frítt. Ætlast fólk í alvörunni til þess að það sé ekkert gert í þessu?

Það að ég eyði milljónum í eitthvað þýðir ekki sjálfkrafa að fjárfestingin skili sér til baka. Ég get t.d. eytt milljónum í að koma mér upp verksmiðju á Íslandi bara til þess að einhverjir Kínverjar undirbjóði mig og ég tapi allri fjárfestingunni. Það sem gerir framleiðslu hugverks sem er fjölfaldanlegt erfiðara dæmi er að framleiðslukostnaður frumeintaksins er gríðarlegur en framleiðsla hvers eintaks fyrir sig eftir það er nær ókeypis. Þannig snýst gróðavon upprunalegs framleiðanda um að takmarka aðgengi að eintökum og binda þá sem hafa slík eintök undir höndunum með samningum sem þeir gangast undir. Þau eintök sem kvikmyndahús fá eru t.d. með gríðarlegum afritunarvörnum og kvikmyndahúsin eru samningsbundin og skaðabótaskyld. Það eru þessir samningar og afritunarvarnir sem tryggja kvikmyndaframleiðendum bróðurparti gróða þeirra en ekki höfundarréttarlög.

"Það er ekki verið að dæma hann fyrir að hafa tapað X mörgum sölum fyrir rétthafann. Það stendur skýrt í dómnum að brotið varðaði talverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa. Ef fólk skilur ekki að þetta eru hagsmunir rétthafa að það sé ekki verið að dreifa, frítt, efni sem kostaði margra mánaða vinnu og milljónir í fjárfestingum - þá er því ekki við bjargandi."

Fjárhagslegir hagsmunir geta verið allskonar, útflutningsaðili hefur t.d. fjárhagslega hagsmuni af því að gengið lækki eða að framboð á vörum í hans grein minnki eða að aðrir séu að undirbjóða hann. Við leyfum honum þó ekki að fangelsa fólk til að þjóna þessum hagsmunum þó hann hafi kostað til margra mánaða vinnu og milljónum í fjárfestingum. En kannski er okkur "ekki við bjargandi". :D

Vilezhout

"Segjum að það yrði brotist inn í Kísildal sem virðist vera gegnumgangandi þema og málið fer fyrir dóm, þegar þangað er komið heldur lögfræðingur sakbornings því fram að tjónið sé x krónur en ekki y vegna þess að Kísildalur var aldrei að fara að selja AMD örgjörva því þeir eru úreltir og verðminni."

Staðreyndin er að ef ég set of háan verðmiða á tjónið þá mun lögfræðingur viðkomandi reyna að sýna fram á það að um ósanngjarna verðlagningu sé að ræða, þetta er því alveg réttmæt vörn til lækkunar refsingar. En ég get samt sýnt óyggjandi fram á raunverulegt tjón.

"Á örmarkaði einsog Íslandi eiga menn að sjá sóma sinn í því að vera ekki að dreifa svona efni því það er til endalaust af fríu efni til að horfa á, en ef að menn komast ekki af án þess að horfa á Biggest Loser að þá geta þeir verslað sér áskrift.

Alveg sammála, þó ég tali á móti höfundarréttarlögum þá er ég á því að fólk sem vill njóta listar verður að átta sig á að það er ábyrgt fyrir fjármögnun hennar. Það er því undir okkur komið að sjá til þess að þeir sem framleiða efni sem okkur líkar við geti haldið því áfram. Þegar um lítin markað eins og Ísland er að ræða þá er þessi ábyrgð meiri þar sem við erum stærri hluti af væntanlegum kúnnahóp. Það eru mýmargar aðferðir til þess og það er viss ábyrgð framleiðenda efnis að hafa þær sem fjölbreyttastar til að sem flestir sjái sér fært að styðja þá.

Hins vegar er ég frekar á því að við eigum að skamma viðkomandi og dissa heldur en að dæma hann sem einhvern glæpamann og því síður að kasta honum í grjótið eins og sá harðasti hérna stakk upp á. Ég tel það hvorki til þess fallið að auka greiðsluvilja fólks og stuðning við greinina né til þess fallið að fæla fólk í burtu frá því að dreyfa höfundarréttarvörðu efni þó menn muni passa sig betur í framtíðinni. Það er einfaldlega ekki siðferðilegur jöfnuður milli þess að brjóta á efnislegum eignarrétti og að brjóta gegn höfundarrétti.

Hér að endingu vil ég bjóða mönnum að kynna sér málið frá annari hlið en þeir hafa hingað til. Hér fjallar hugverkaréttarlögfræðingurinn Stephan Kinsella um nýja sýn á þessi mál: https://www.youtube.com/watch?v=oRqsdSARrgk


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Rumpituski
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf Rumpituski » Sun 13. Maí 2018 23:15

Frábær lesning og fullt af sérfræðingum í eignarétti, framleiðslu og dreifingu á sjónvarpsefni hérna greinilega. Nokkrir punktar:

* Dreifing efnis er ekki ókeypis-
-fyrirtæki þurfa tölvubúnað upp á tugi milljóna sem þar svo að endurnýja með reglulegu millibili til að hýsa og þjappa efnið
-myndlykla fyrir áskrifendur upp á tugi milljóna sem þarf svo að þjónusta og skipta út með reglulegu millibili
- fiber frá hýsingu í helstu miðjur á bæði höfuðborgarsvæðinu og út á land
- endurvarpa í helstu miðjum (til að spara bandvídd)
- netbúnað upp á tugi milljóna í allar miðjurnar
- 1. level þjónustufulltrúa í símsvörun v/tæknilegra vandamála
- 2. level þjónustufulltrúa sem þjónusta 1. level ef tæknilegu vandamálin eru orðin aðeins flóknari
- 3. level sérfræðinga til að þjónusta netkerfið
- 3. level sérfræðinga til að þjónusta TV miðjuna
- + hýsingarkostnað í öllum símstöðvunum og húsnæðiskostnað undir starfsemina og allt hitt.

Allt það sem hefur komið fram hér um að eignaréttur og eignaréttur séu ekki það sama er bara blaður og réttlæting fyrir því að
a)aðrir borgi fyrir þitt áhorf eða
b) þér er sama þótt þetta efni sé ekki framleitt lengur og þessi iðnaður á Íslandi hætti að vera til.

Við búum í samfélagi með ákveðin lög og reglur og þurfum að taka afleiðingum þess ef við brjótum þau. Allt tal um að lögin ættu að vera öðruvísi og nota það svo sem ástæðu til að brjóta lögin dæmir sig sjálft. Ef þú vilt að lögin í samfélaginu séu öðruvísi gerðu þá eitthvað í því og farðu í framboð og sjáðu hvort aðrir séu sammála þinni persónulegri skoðun um að allir ættu að geta hlaðið niður íslensku sjónvarpsefni frítt niður án afleiðinga. Já og þá væntanlega líka nýjum skatti á alla landsmenn til að kosta framleiðslu og dreifingu á efninu.

Bæ... og takk fyrir allan fiskinn c",)~~~~



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf rapport » Sun 13. Maí 2018 23:29

Innskot enn eins eignaréttarsérfærðingsins.

Eignaréttur kemur eingöngu við sögu varðandi hver á höfundaréttinn að þættinum sem var dreift.

Sá sem tók afrit af þættinum var í fullum rétti að til að gera það enda búinn að greiða í sjóð höfunda af öllum sínum gagnamiðlum, s.s. harða diskinum í tölvunni.

Hann hafði ekki rétt á að dreifa efninu.

Dómur var kveðinn upp í málinu og skaði höfundar bættur að fullu, ef ekki þá ætti eigandi höfundaréttarins að áfrýja ASAP.

Svo virðist sem að dómstólar séu sömu skoðunar og flestir hér, að skaðinn af svona dreifingu sé sáralítill í krónum talið.




Gemini
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 7
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Maður dæmdur vegna upphals á þætti

Pósturaf Gemini » Sun 13. Maí 2018 23:59

Þannig maðurinn sem upphalaði endaði með að vera sigurvegari þáttarins?