Hættan af Öræfajökli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hættan af Öræfajökli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 26. Mar 2018 05:35

Ég mæli með að fólk geri ráðstafanir vegna mögulegs stórgoss í Öræfajökli. Þetta er ekki hraungos sem ég er að hugsa um hérna, heldur öskugos og þá hugsanlega yrði öskufall í Reykjavík ef vindátt stendur þannig. Það er öllu erfiðara að segja hvort að það verði önnur vandræði af þessu eins og stendur.

Þessa stundina veit ég ekki hvenær þetta hefst en það sem ég veit bendir til þess að stutt sé í eldgos (12? - 48 mánuðir). Ferlið í Öræfajökli hófst fyrir um ~10 árum síðan en hefur verið mjög hægfara á þeim tíma sem bendir til að meiriháttar vandræði séu á leiðinni.

Eldgosið í Öræfajökli árið 1362 var VEI=5. Eldgosið í Mount Pinatubo árið 1991 var VEI=6.

Upplýsingar um Volcanic Explosivity Index.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf g0tlife » Mán 26. Mar 2018 08:19

Held að við Íslendingar séum ekki vanir eldgosum sem hafa stór áhrif á okkur fyrir utan eyjagosið. En það er kannski alveg kominn tími til þegar það eru jú hvað fjögur til fimm eldfjöll komin á tíma og sum byrjuð að láta heyra í sér að innleiða eitthvað kerfi.

Til að nefna er (var allavega) plan hjá Hafnarfjarðarbæ hvað skyldi gera ef gýs rétt hjá völlunum og þar. Hinsvegar kemst enginn í þessar áætlanir, allavega finn ég þær ekki.

Án þess að hljóma eins og einhver fúli skúli þá ætti það ekki að vera mikið mál að innleiða í skólana okkar hvernig er best að bregðast við ef eldgos gýs og öskufall myndast. Líka upp á það að EF svo skyldi gerast þá væru ekki allir með spurningamerki í andlitinu.
Búast við því versta ! (á none crazy way)


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf ColdIce » Mán 26. Mar 2018 08:36

g0tlife skrifaði:Held að við Íslendingar séum ekki vanir eldgosum sem hafa stór áhrif á okkur fyrir utan eyjagosið. En það er kannski alveg kominn tími til þegar það eru jú hvað fjögur til fimm eldfjöll komin á tíma og sum byrjuð að láta heyra í sér að innleiða eitthvað kerfi.

Til að nefna er (var allavega) plan hjá Hafnarfjarðarbæ hvað skyldi gera ef gýs rétt hjá völlunum og þar. Hinsvegar kemst enginn í þessar áætlanir, allavega finn ég þær ekki.

Án þess að hljóma eins og einhver fúli skúli þá ætti það ekki að vera mikið mál að innleiða í skólana okkar hvernig er best að bregðast við ef eldgos gýs og öskufall myndast. Líka upp á það að EF svo skyldi gerast þá væru ekki allir með spurningamerki í andlitinu.
Búast við því versta ! (á none crazy way)

Ég er á Völlunum og veit að við fáum sms þegar hætta er og við eigum að beila.
Fengum sms í tilraunarskyni í fyrra frá almannavörnum minnir mig. Mjög sniðugt.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Hauxon » Mán 26. Mar 2018 08:52

Á hverju byggir þú þessar tölur, 12-48 mánuði? Það hafa verið hræringar í gangi þarna undanfarna mánuði og kominn sigketill í öskjunni sem bendir til jarðhita en við vitum ekkert hvort að þær leiði til goss. Vöktun á eldfjöllunum okkar eru í jarðsögulegi tilliti bara nýbyrjaðar þ.a. við vitum ekkert um aðraganda gosa í Öræfajökli. Við vitum t.d. ekki hvort að svona hræringar eins og eru núna hafi átt sér reglulega stað undanfarin árhundruð eða ekki. Þ.a. sennilega er best að anda með nefinu.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Mar 2018 09:57

Eldstöðvar á Íslandi eru að drepast, og hættan af gríðarlegum gosum tel ég vera hverfandi.

Þær jarðhræringar sem munu koma á komandi árum verði meira,, nuisance than danger.

Það er mín skoðun.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Mar 2018 10:09

Hvert er "worst case scenario" við eldgos á þessum slóðum?



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Hauxon » Mán 26. Mar 2018 10:59

Ertu að meina á Trölladyngjusvæðinu (Vellirnir) eða Öræfajökli?

Eldgos í Öræfajökli 1362 eyddi allri byggð (um 35 bæir) á Litla-Héraði sem náði frá Morsárjökli og austur að Breiðamörk. Hérað var víst einstaklega veðursæll staður fyrir gos, gróið og skógi vaxið en svæðið hefur ekki náð sér á strik aftur og er enn í dag eiginlega bara sandur. Þetta svæði s.s. fylltist af vikri, svipað og með þau hús í Vesmannaeyjum sem fóru undir gjósku. Gosið hafði áhrif á búskap í kring en lagði ekki byggð þar í eyði. Þetta stórgos sem er talið mesta eitt mestagjóskugos jarðsögunnar kom eftir 700-900 ára goshlé í Öræfajökli. Öræfajökull gaus svo aftur 1727 sem var mun munna gos.

Það eru s.s. 291 ár frá síðasta gosi og því líklega minni spenna á baki kvikunnar ef hann gýs núna heldur en 1362. Það má búast við því að svæðið undir jöklinum, bæirnir og Skaftafell myndu skaðast mikið í stóru gosi á þessum slóðum bæði af völdum gjósku og mögulega flóða. Hér í bænum yrðu áhrifin væntanalega óveruleg nema kannski eitthvað öskufall. Áhrifin á flug er ég ekki viss um. Ég fór amk óhikandi í útilegu í Skaftafell í fyrrasumar og myndi gera það alveg óhikað aftur í sumar enda geggjað svæði (þrátt fyrir alla túristana).



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf worghal » Mán 26. Mar 2018 11:21

Mynd


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf urban » Mán 26. Mar 2018 12:19

Moldvarpan skrifaði:Eldstöðvar á Íslandi eru að drepast, og hættan af gríðarlegum gosum tel ég vera hverfandi.

Þær jarðhræringar sem munu koma á komandi árum verði meira,, nuisance than danger.

Það er mín skoðun.

Hefuru eitthvað fyrir þér eða eru þetta bara ágiskanir út í loftið ?

Vegna þess að ég hef hellings áhyggjur af Kötlu t.d.
En það er nú þar á meðal vegna þess að ég er annsi nálægt henni og á mögulegu flóða svæði.

Mér finnst allavega voðalega kærulaus skoðun hjá þér.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 26. Mar 2018 12:23

Hauxon skrifaði:Á hverju byggir þú þessar tölur, 12-48 mánuði? Það hafa verið hræringar í gangi þarna undanfarna mánuði og kominn sigketill í öskjunni sem bendir til jarðhita en við vitum ekkert hvort að þær leiði til goss. Vöktun á eldfjöllunum okkar eru í jarðsögulegi tilliti bara nýbyrjaðar þ.a. við vitum ekkert um aðraganda gosa í Öræfajökli. Við vitum t.d. ekki hvort að svona hræringar eins og eru núna hafi átt sér reglulega stað undanfarin árhundruð eða ekki. Þ.a. sennilega er best að anda með nefinu.


Fjölda jarðskjálfta í Öræfajökli. Það er yfirlit hérna frá Veðurstofunni. Það er stór galli að ekkert er vitað um aðdraganda eldgosa í Öræfajökli en sé miðað við önnur eldfjöll af svipaðri gerð og Öræfajökull og hafa verið vöktuð á undanförnum áratugum þá er ljóst að þarna er talsvert um að vera. Þó ekki séu mikil merki um slíkt á yfirborði eins og stendur.

Samkvæmt skráum heimildum frá síðasta eldgosi (1362 og 1727) þá verður mikil jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos hefst. Það er vitnað í þær heimildir hérna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 26. Mar 2018 12:25

urban skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Eldstöðvar á Íslandi eru að drepast, og hættan af gríðarlegum gosum tel ég vera hverfandi.

Þær jarðhræringar sem munu koma á komandi árum verði meira,, nuisance than danger.

Það er mín skoðun.

Hefuru eitthvað fyrir þér eða eru þetta bara ágiskanir út í loftið ?

Vegna þess að ég hef hellings áhyggjur af Kötlu t.d.
En það er nú þar á meðal vegna þess að ég er annsi nálægt henni og á mögulegu flóða svæði.

Mér finnst allavega voðalega kærulaus skoðun hjá þér.


Það eru að verða komin 100 ár síðan Katla gaus síðast stórgosi. Þar eru aðstæður þó þannig að mesta hættan stafar af flóðinu en ekki eldgosinu sjálfu sem verður samt nógu erfitt þegar þar loksins verður eldgos.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Mar 2018 13:00

Þetta er bara mín skoðun.

En samfélagið er mun betur í stakk búið að bregðast hratt við mögulegum hættum, heldur en fyrir 100 árum á hestum.

Edit,

Ég hef mjög gaman af veiði og hef verið töluvert fyrir austan við veiðar. Eftir gosið í Eyjafjallajökli, þá var gríðarlegt magn af ösku allsstaðar.
En það er ótrúlegt að sjá hvað náttúran var fljót að jafna sig.

Edit 2,

Við ættum að hafa mun meiri áhyggjur af plastmengun í sjó og drykkjarvatni, sem og útblæstrinum í andrúmsloftið. Ég hef muuuun meiri áhyggjur af því.
Síðast breytt af Moldvarpan á Mán 26. Mar 2018 13:14, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf rapport » Mán 26. Mar 2018 13:09

Um að gera að tryggja að eiga nóg af HEPA filterum fyrir vélasalina sína...

Stíflaður filter = ekkert loftflæði = hiti = hægagangur eða jafnvel ofhitnun = $$$



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Hauxon » Mán 26. Mar 2018 13:36

Moldvarpan skrifaði:Ég hef mjög gaman af veiði og hef verið töluvert fyrir austan við veiðar. Eftir gosið í Eyjafjallajökli, þá var gríðarlegt magn af ösku allsstaðar.
En það er ótrúlegt að sjá hvað náttúran var fljót að jafna sig.


Það er rétt að náttúran réttir út kútnum á endanum. Ég hef verið fastagestur upp í Veiðivötnum undanfarin 16 ár g veiði þar 10-15 daga á ári. Af einhverjum ástæðum hefur veiðin dottið töluvert niður þar eftir gosið í Eyjafjallajökli. Skv. staðarhöldurum er ekki minna af fiski í vötnunum en hann virðist halda sig fjær landi. Veiðin er t.d. ágæt á netatímanum á haustin þegar fiskurinn er kominn með hrygningaróróa og færir sig nær landi. Við höfum mikið rætt þetta í veiðihópnum og erum komnir á þá skoðun að gosið í Eyjafjallajökli hafi gert skilyrði fyrir toppflugunu (stóru mýfluguna) verri og í kjölfarið á því hafi hornsílunum fækkað í hlutfalli við það og því hafi urriðinn minni ástæðu til að koma upp á grynningarnar og haldi sig meira á dýpinu en áður þar sem hann er á kuðungabeit. Svo vonar maður bara að maður sjái stóra svarma af toppflugu og hornsíli í milljónatali í flæðrmálinu í sumar... :P



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Moldvarpan » Mán 26. Mar 2018 14:31

Já, hún gerir það, en það kom mér á óvart hversu hratt það lagaðist fyrir austan, þar sem mesta askan var.
Ég hef sjálfur aldrei veitt í Veiðivötnum, en hefur langað að prófa það einhvertímann í komandi framtíð :)
Villtur urriði er samt svo mikið rándýr, að þeir ráðast á hvað sem þeir sjá. Ég hef einu sinni lent í því að 7kg sjóbirtingur stökk upp á móti lippunni og tók hana áður en lippan lenti í vatninu. Það er það svakalegasta sem ég hef séð.

En varðandi öskuna, þá var t.d. fyrstu 2 árin gríðarlegt magn af ösku í ánni. Oft var erfitt að átta sig á hvar fiskurinn héldi til, en við fundum þá á endanum. Maður vissi ekki hvað þetta myndi gera fyrir hrygningarnar og jafnvel hvort þetta myndi menga og drepa fiskinn.
En urriðinn og sjóbirtingurinn eru greinilega það harðgerðir, að þeir lifðu þetta af og náðu að hrygna.

Núna sér maður nánast engin ummerki eftir öskuna lengur í ánum, þar sem ég hef verið.
En við erum nánast eingöngu að veiða í þessum ám á maðk eða lippu.

Að tala um veiðina þá er mér farið að hlakka til :D
Þingvallavatn og svo sogið í Júní.
Reykjadalsá í Borgarfirði í Júlí
Og svo uppáhaldið mitt, sjóbirtingur í Fossálum í Sept!

Ómæ.. ég get varla beðið!



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf zetor » Mán 26. Mar 2018 15:01

Hauxon skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ég hef mjög gaman af veiði og hef verið töluvert fyrir austan við veiðar. Eftir gosið í Eyjafjallajökli, þá var gríðarlegt magn af ösku allsstaðar.
En það er ótrúlegt að sjá hvað náttúran var fljót að jafna sig.


Það er rétt að náttúran réttir út kútnum á endanum. Ég hef verið fastagestur upp í Veiðivötnum undanfarin 16 ár g veiði þar 10-15 daga á ári. Af einhverjum ástæðum hefur veiðin dottið töluvert niður þar eftir gosið í Eyjafjallajökli. Skv. staðarhöldurum er ekki minna af fiski í vötnunum en hann virðist halda sig fjær landi. Veiðin er t.d. ágæt á netatímanum á haustin þegar fiskurinn er kominn með hrygningaróróa og færir sig nær landi. Við höfum mikið rætt þetta í veiðihópnum og erum komnir á þá skoðun að gosið í Eyjafjallajökli hafi gert skilyrði fyrir toppflugunu (stóru mýfluguna) verri og í kjölfarið á því hafi hornsílunum fækkað í hlutfalli við það og því hafi urriðinn minni ástæðu til að koma upp á grynningarnar og haldi sig meira á dýpinu en áður þar sem hann er á kuðungabeit. Svo vonar maður bara að maður sjái stóra svarma af toppflugu og hornsíli í milljónatali í flæðrmálinu í sumar... :P


Já þetta er áhugavert, ég hef verið að veiða mikið í Affallinu í Landeyjum síðustu ár. Sumarið 2010 eftir eldgosi í Eyjafjallajökli, mokveiddist í Affallinu. Ég hef aldrei séð eins mikið af fiski eins og það sumarið. Það varð mjög lítið öskufall í Landeyjum.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Hauxon » Mán 26. Mar 2018 15:06

Veiðin datt aldrei alveg niður eftir gos heldur minnkaði aðeins, þeir sem maður nær eru sverari ef eitthvað er. Ég lenti hinsvegar í því að askan er svo fín að hún hafði smeygt sér inn í legu á fluguhjólinu mínu sem kostaði mig 2-3 tíma vinnu með eyrnapinna stækkunargleri og dash af þolinmæði. Sjálfur fer ég í 3 túra upp í vötn á þessu ári og veið fram að því á Veiðikortinu (Þingvöllum ofl) fram að því. Svo fer maður kannski í lax ef maður fær ódýr leyfi í haust. Þarf að komast í sjóbirting einn daginn. :D



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Zorglub » Mán 26. Mar 2018 15:11

Menn ættu að lesa sér aðeins til um mögulegt gos í yellowstone, eftir það hverfa allar áhyggjur af Öræfajökli ;)


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf ZiRiuS » Mán 26. Mar 2018 15:29

Trump, eldgos, mengun, plast í náttúrunni, loftsteinar, the rapture... Eitthvað meira sem maður þarf að vera í kvíðakasti yfir?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf davidsb » Mán 26. Mar 2018 15:40

ZiRiuS skrifaði:Trump, eldgos, mengun, plast í náttúrunni, loftsteinar, the rapture... Eitthvað meira sem maður þarf að vera í kvíðakasti yfir?


Yfir því að vera ekki vegan ef þú borðar kjöt.
Þurfa að hætta snemma í píptesti því þú getur ekki meir.
Hvort þú verður kærður fyrir nauðgun eftir að hafa átt one night stand með stelpu sér svo eftir því.

Þetta er sagt í gamni og engin alvara á bakvið þetta



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Stuffz » Mán 26. Mar 2018 16:35

"You aint seen nothing yet"
- Ólafur Ragnar Grímsson



Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Reputation: 0
Staðsetning: Nethimnaríki
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Vilezhout » Mán 26. Mar 2018 21:34

Annað risa eldgos myndi auka áhugan á Íslandi og þá koma en fleirri túristar, þið þurfið allir að flytja uppá Akranes eða Þorlákshöfn því húsunum ykkar verður breytt í AirBnB.

Annars virðumst við hafa lifað hér í tæp 1200 ár með þessum eldgosum og nútímasamfélagið þolir þetta mikið betur heldur en þegar við reiddum okkur á sjálfsþurftarbúskap.


This monkey's gone to heaven


isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf isr » Þri 27. Mar 2018 11:12

Eldgos í Öræfajökli verður aldrei í líkingu við þau gos sem hafa verið þar áður, mesta lagi í svipaðri stærð og Eyjafjallajökull, skýringin er sú að jökulmassinn á fjallinu er mikið minni en áður, þarafleiðandi er auðveldari leið uppá yfirborðið. Þó svo að það verði ekkert risagos getur alltaf verið stór hætta á ferð.
Þetta sagði einn jarðfræðingurinn í fyrra.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Minuz1 » Þri 27. Mar 2018 14:58

ZiRiuS skrifaði:Trump, eldgos, mengun, plast í náttúrunni, loftsteinar, the rapture... Eitthvað meira sem maður þarf að vera í kvíðakasti yfir?


Sólin breytist í rauðan dverg, svo kemur andromeda og fleygir okkur út úr sólkerfinu.

Don't Panic!


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1569
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hættan af Öræfajökli

Pósturaf Benzmann » Þri 27. Mar 2018 15:02

Er fólk virkilega með puttan á púlsinum útaf þessu ?

Eldfjöll á íslandi er ekkert nýtt fyrirbæri, ef það kemur gos, þá kemur gos svo einfalt er það.
En að fara að ýta undir og búa til óþarfa áhyggjur í kringum þetta allt saman finnst mér fáranlegt.

Alveg eins með jarðskjálfta, meirihluti íslendinga hafa upplifað jarðskjálfta margoft á ævi sinni, samt er fólk alltaf jafn hissa þegar það kemur jarðskjálfti.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit