Revenant skrifaði:Lausnin er einföld við þetta "vandamál". Hækka mörkin í það sem tíðkast erlendis.
þetta er samt skelfileg lausn við vandamáli sem er ekki til staðar.
Það var nefnilega ekkert vandamál, kerfið virkaði, svo voru það bara manneskjur sem að klúðruðu pr málum.
Ég er rosalega ángæður að limitð á leyfilegum fjölda E.Coli sé 0
Við eigum ekki að slaka á þeim kröfum, alls ekki, við eigum nefnilega akkurat að leyfa kerfinu að virka, það voru teknar prufur, fannst e.coli, holunum lokarð.
Við höfum verið stolt að því að eiga besta vatn í heiminum og við eigum að halda áfram að gera það, einmitt með því að vera með nógu strangar reglur mengun.
Vaski skrifaði:En það sem mér þykir merkilegast við þetta allt saman, en að það er augljóst að drykkarfyrirtækin mæla ekki vatnið hjá sér, annars hefðu þau ekki hætt framleiðslu. Þannig að þau taka bara mikilvægasta efnið sem þau eru að nota og vonast til þess að það sé í lagi án þess að fylgjast með því sjálf, er það boðlegt?
Nú þekki ég ekki aðstæður þar innan dyra og veit ekki hvort að þú gerir það.
En ef eitthvað er, þá finnst mér þetta benda til þess að þeir séu einmitt með eftirlit með því.
Vegna þess að ekki gleyma því að það fannst einn e.coli gerill í einni prufu, magnið er alveg fáránlega lítið, yfir mörkum og mælanlegt en eins lítið yfir mörkum og mælanlegt er.
Mér finnst þetta einmitt benda til þess að þeir mæli hjá sér vatnið og þar finnist ekkert og því ofureðlilegt að halda áfram, mér finnst einmitt mjög líklegt að það sé mjög reglulegt eftirlit þar.
Ég tel semsagt engar líkur á því að ölgerðin sé að tappa þessu vatni á Kristal flöskur þegar að það er búið að gefa út þessar tilkynningar.