Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf vesi » Fös 12. Jan 2018 17:34

Sælir,
Eru fleirri að lenda í því að gæðin á myndinni eru á endalausu flakki,hd,720 og lego-kubbar, Einnig hljóðið langt á undan mynd.

Náði mér í 4k myndlykil frá sjónvarpi símans til að fá þetta mót í sem bestu gæðum, Er þetta virkilega það Besta sem rúv hefur uppá að bjóða? eða er ég að misskilja eithvað.

Er hjá Hringdu með Vdsl-100mbit. er það að trufla þetta eithvað

kv.Vesi


MCTS Nov´12
Asus eeePc


wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf wicket » Fös 12. Jan 2018 17:53

Þetta er RÚV bara og útsendingin þeirra.

Allir á twitter brjálaðir og skiptir engu í gegnum hvað þeir horfa. Köllum þetta stórmótsskjálfta bara, svona útsendingar eru flóknar og margir sem koma að. Menn læra af þessu bara.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf Tiger » Fös 12. Jan 2018 17:56

Myndin er súper hjá mér, hljóðið var á unda fyrsta korterið en þeir löguðu það.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf DJOli » Fös 12. Jan 2018 18:49

vesi skrifaði:Sælir,
Eru fleirri að lenda í því að gæðin á myndinni eru á endalausu flakki,hd,720 og lego-kubbar, Einnig hljóðið langt á undan mynd.

Náði mér í 4k myndlykil frá sjónvarpi símans til að fá þetta mót í sem bestu gæðum, Er þetta virkilega það Besta sem rúv hefur uppá að bjóða? eða er ég að misskilja eithvað.

Er hjá Hringdu með Vdsl-100mbit. er það að trufla þetta eithvað

kv.Vesi


Myndi prófa að heyra í þeim hjá Hringdu og spyrja hvort nýtingin á línunni hjá þér sé ekki bara stillt aðeins of hátt. Það getur semsagt haft neikvæð áhrif á útsendingar stafrænna útsendinga ef nýtingin er of há á adsl og vdsl, og kemur það út í "legóútsendingum".


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf slapi » Fös 12. Jan 2018 18:57

Ég var spila horfa frá útlöndum í gegnum VPN og það varð ekkert hikst hjá mér , datt einu sinni niður í líklega 480p en annars fínt fyrir utan hljóðið á undan í fyrri hálfleik.

Þetta er örugglega svakalegt álag á streymið hjá þeim á svona útsendingum, væri gaman ef það er einhver inn blandaður í þetta hjá þeim hérna inni að sjá eitthvað stat yfir það hjá þeim.



Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf andripepe » Fös 12. Jan 2018 23:15

Semi off topic. En samt ekki. Fun fact segja það? :p

Fyrir þá sem ekki vita að þá er öllum leikjunum streamað á EHF-tv. Voru super gæði hjá mér. En ég tók svo reyndar eftir að streamið sjálft var kannski 20-30 sek seinna en á livescorinu á heimasíðu mótsins. Kannski eðlilegt með 50 mb ljós og wifi.

Ég var allavega sáttur, þar sem ég læt allt sem viðkemur rúv í live útsendingum fara i taugarnar á mér \:D/ ( fyrir utan Lýsinguna). Enda voru margir að lenda í hljóð veseni. Þá náði ég púlsinum niður með þessu móti. Geri mer alveg grein fyrir þvi að þetta er ekkert bara eithvað takka vandamál þarna hjá þeim en mér finnst þeir bara svo langt á eftir í þessum live gig-um að ég fæ bara kjánahroll. En það er.kannski bara ég að vera negative Nelly.

Allavega þeir sem vilja fylgjast með fleirri leikjum en þeim sem eru sýndir á rúv. Þá er þessi snilld til staðar.
Lýsing á ensku, og virðast vita út á hvað þetta gengur ;)

http://www.ehftv.com/int//

Áfram Ásgeir Örn!!

Kv.


amd.blibb

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf vesi » Fös 12. Jan 2018 23:31

andripepe skrifaði:Semi off topic. En samt ekki. Fun fact segja það? :p

Fyrir þá sem ekki vita að þá er öllum leikjunum streamað á EHF-tv. Voru super gæði hjá mér. En ég tók svo reyndar eftir að streamið sjálft var kannski 20-30 sek seinna en á livescorinu á heimasíðu mótsins. Kannski eðlilegt með 50 mb ljós og wifi.

Ég var allavega sáttur, þar sem ég læt allt sem viðkemur rúv í live útsendingum fara i taugarnar á mér \:D/ ( fyrir utan Lýsinguna). Enda voru margir að lenda í hljóð veseni. Þá náði ég púlsinum niður með þessu móti. Geri mer alveg grein fyrir þvi að þetta er ekkert bara eithvað takka vandamál þarna hjá þeim en mér finnst þeir bara svo langt á eftir í þessum live gig-um að ég fæ bara kjánahroll. En það er.kannski bara ég að vera negative Nelly.

Allavega þeir sem vilja fylgjast með fleirri leikjum en þeim sem eru sýndir á rúv. Þá er þessi snilld til staðar.
Lýsing á ensku, og virðast vita út á hvað þetta gengur ;)

http://www.ehftv.com/int//

Áfram Ásgeir Örn!!

Kv.


Frábært, skoða þetta á morgun.
Allveg sammála um útsendingar ruv, t.d. Reyndi ég að horfa á einhverja eurovision með dóttur minni á ruv.is gafst upp og fann betri straum frá Rússlandi (að mig minnir) en úr Efstaleiti!!


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf andripepe » Fös 12. Jan 2018 23:44

Hehe

Þá er þetta kannski ekki bara ég eftir allt saman ;)


amd.blibb

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf appel » Fös 12. Jan 2018 23:59

Ef þið viljið eigið möguleika á 4k World Cup þá er Síminn eini providerinn.
Við erum með takmarkaðan fjölda 4k myndlykla núna, það er ekki víst að við eigum nóg þegar kemur að mótinu. Bara að segja það..


*-*

Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf zetor » Lau 13. Jan 2018 11:57

appel skrifaði:Ef þið viljið eigið möguleika á 4k World Cup þá er Síminn eini providerinn.
Við erum með takmarkaðan fjölda 4k myndlykla núna, það er ekki víst að við eigum nóg þegar kemur að mótinu. Bara að segja það..

Hvernig verður þessum útsendingum háttað? Hvaða stöð mun senda Wordcup út í 4k?



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Beinar útsendingar Rúv- Em2018

Pósturaf Stuffz » Lau 13. Jan 2018 13:02

veit ekki hvort þetta tengist eða ekki en ég var að horfa á útsvars þáttinn frá í gær í sarpinum og hann var sennilega í SD gæðum, svo fór ég aftur viku og horfði á útsvars þáttinn fyrir viku síðan og hann var í topp gæðum.

fór núna og skoðaði þetta aftur og það er enn svona.

gæti verið að RÚV sé að cappa gæðin/bandvíddina "systematically/dynamically" til að ráða betur við toppa í notkun eða þ.e.a.s. ódýrir á upload hraðann.

gamalt efni er kannski á geymslu-einingu sem minna er sótt í efni á svo þolir að gefa frá sér meiri gæði útaf minna álagi o.s.f.

man að þegar þeir voru að streyma fyrst efni á netinu og þularnir voru að flytja frétt af því þá gerðu þeir smá grín af jerky hreyfingunum sem var líklegast vegna þess að verið var að spara á rammafjöldanum, kannski bara 15 rammar á sek þarna fyrst, ..þankagangur þar á bæ virtist vera sá að tónn ódýrleikans í stafrænu efnum hefði snemma verið settur.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack