spurning varðandi skjá.

Allt utan efnis

Höfundur
emil40
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

spurning varðandi skjá.

Pósturaf emil40 » Lau 09. Des 2017 00:47

Ég er með asus 28" 4k skjá.

Ég næ honum í 60 hz og það er allt í fínu. Hann er tengdur með display port í skjákortið. Síðan er ég líka með hdmi tengt í hann í myndlykil. Er einhver sem gæti sagt mér hvort að ég gæti verið með báða eins og multi display þótt ég sé bara með einn skjá þ.e. að ég þurfi ekki alltaf að skipta yfir á skjánum heldur að ég geti verið með þetta allt eins þegar maður er með 2 skjái. Kannski kem ég þessu ekki vel frá mér en er að reyna að hafa það þannig eða kannski extended display svo að ég geti verið með þetta án þess að þurfa að skipta alltaf á skjánum.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: spurning varðandi skjá.

Pósturaf pepsico » Lau 09. Des 2017 02:25

https://www.asus.com/us/Commercial-Monitors/PB287Q/
Picture-by-Picture (PbP) er í boði á þessum skjá og kemur út eins og extended displays.
Built-in Picture-in-Picture myndi líta út eins og þú hefur kannski séð á sjónvörpum þar sem annar skjárinn er lítill í einhverju horni ofan á hinum.