Þessi þráður er markleysa
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mán 30. Okt 2017 13:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Þessi þráður er markleysa
Er svo reiður að ég varð eiglega að stofna reikning hérna bara til þess að vara fólk við þessari ófagmannlegu skítabúllu. Sagan er þessi:
Fyrir mörgum vikum (hugsanlega 4-6, mann ekki akkúrat hvenar þetta rugl byrjaði) að þá byrjaði tölvan mín að bluescreena af og til, og þá oftast þegar ég var annað hvort í leikjum eða á youtube. Þótt að ég muni ekki 100% hvað bluescreen erroranir hétu að þá man ég það að þetta voru 2 errorar. 'Í þeim fyrsta stóð "error_memory management" eitthvað og í hinum "critical system corruption". Ég ákvað að fara með tölvuna á TRS á selfossi og láta skoða hana. Þar var mér sagt að móðurborðið væri bilað og að ég þyrfti nýtt. Því miður áttu þeir ekki móðurborð sem að hentaði tölvunni og því fór ég á netið og keypti eitt frá kísildal í staðinn og lét senda mér það. Eftir að ég var kominn með það fór ég með tölvuna og móðurborðið aftur til TRS og sögðu þeir að ég gæti sótt tölvuna aftur þegar þeir væru búnir að setja þetta up.
En þegar ég kom aftur til að sækja hana að þá sögðu þeir að nýja móðurborðið væri gallað og að ég þyrfti að bíða á meðan þeir væru að bíða eftir nýju borði frá kísildal til að koma í stað þess gallaða. Ok sagði og fór þá bara. Síðan kem ég aftur seinna og tek tölvuna heim með nýja borðinu. En af einhverjari ástæðu að þá er vesen með internetið og það virkar ekkert sama hvað ég geri. Pirraður fer ég á endanum aftur með tölvuna á TRS og þeir fá hana aftur. Síðan þegar ég kem aftur til þeirra að þá segja þeir að kísildalur HAFI ALDREI SENT NÝTT MÓÐURBORÐ OG AÐ ÞETTA "NÝJA" SÉ BARA ÞAÐ SAMA OG ÞAÐ SEM AÐ VAR SENT UPPHAFLEGA!!!
Gaurinn sem að aðstoðaði mig á TRS (mjög fínn gaur sem að ég hef bara góða hluti um að segja) sagðist hafa hringt í þá og þeir staðhæft að ekkert væri að borðinu og því sent það til baka þrátt fyrir fullyrðingar þessa TRS starfsmanns að það væri gallað. Við (ég og TRS starfsmaðurinn þar að segja) vorum báðir sammála því að þetta væri léleg þjónusta ef ekki bara vörusvik.
En sagan endar ekki þarna. Oh neips.
Ég fer þá með tölvuna alla leið til reykjavíkur til Kísildals. Þar tala ég við einhvern hrokkagik sem að virðist ekki hafa mikinn áhuga á minni sögu. Svona "I am so smart so I don't need to listen" týpu. Hann fullyrðir að ekkert sé að borðinu en ég skil samt tölvuna eftir hjá þeim svo að þeir geti gert bilanagreiningu. Daginn eftir hringja þeir og segja að 2 RAM kubbanir séu gallaðir og hafi verið fjærlægðir og að núna tölvan virki eðlilega. Á þessum tímapunti treysti ég þessum gaurum ekkert svakalega þannig að í staðinn fyrir að treysta þeim blint að þá fer ég með tölvuna aftur á TRS. Þar segi ég honum að kísildalur hafi sagt minnið gallað og segist honum finnast það mjög furðulegt þar sem að þeir hafi gert margar prófanir og þeir ekki fundið neitt af minninu. Hann tekur svo tölvuna og stingur henni í samband til að gá hvort að vandamálin sem að hann fann upphaflega séu horfinn núna fyrst að búið sé að fjærlægja þessa "gölluðu" RAM kubba. Þau eru það ekki og endurtekur hann sömu söguna og síðast og segir að móðurborðið hljóti að vera bilað. Ég hringi í kísildal með símanum mínum og rétti honum síman svo að hann geti talað við þá persónulega. Hann spyrt hvort að þeir hafi ekki örugglega gert almennilegar prófanir og svo framvegis og kísildalur fullyrðir það. Gaurinn endurtekur það síðan við kísildal að hann sé 90% viss um það að móðurborðið sé gallað en kísildalur vísar því á bug.
Síðan fer ég aftur á kísildal með tölvuna og segi að þetta virki ekki og endurtek það að móðurborðið hljóti bara að vera gallað. Núna loksins ákveða þeir að prófa það að skipta um móðurborð og gera það á staðnum. En eftir að þeir gera það að einhverjari ástæðu er windows eitthvað í fokki og þeir skilja ekki af hverju. Þeir taka aftur við tölvunni og ég fer heim (hafið það í huga að það er ekkert lítið mál fyrir mig að fara svona fram og til baka frá selfossi og reykjavík). Nokkrum dögum síðan hafa þeir aftur samband og segja núna að líklega hafi verið vírus inn á einum harðadiskinum sem að hafi verið með vesen. Búið sé að strauja tölvuna og reinstalla windows með nýju móðurborði og að allt virki núna. Síðan fæ ég tölvuna og fer með hana aftur á TRS til að gá hvort að þér séu ekki örugglega að segja satt. Ég og TRS gaurinn setjum hana í samband. Við þurftum ekki að eyða meira heldur en svona 5-10 min í tölvunni áður en við vorum búnir að fá 2 blue screens, þar á meðal þennan "memory management" error.
Núna var ég orðinn ekkert smá reiður og hringdi í kísildal og spurði þá hvort að þeir hafi ekki skipt um móðurborð sem að þeir fullyrða að þeir hafi gert (hvort að það sé satt hef ég ekki hugmynd um. En ætla nú samt ekkert að fullyrða neitt). Þegar ég heimta útskýringar að þá fer gaurinn eitthvað að blaðra um það að kanski sé eitthvað "eftir" af vírusinum eða eitthvað álíka eða að kanski sé þetta borð bara gallað eins og hitt. Eða að eitthvað sé að minninu (þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hið svokallaða gallaða minni).
HVERSLAGS ÞJÓNUSTA ER ÞETTA EIGLEGA!!!!!!!!!
Ég hef ÁN GRÍNS bara ALDREI upplifað svona lélega þjónustu frá tölvuverkstæði/búð!
Og þetta ekki búið að vera ódýrt þetta bull frá kísildal...
móðurborð 20þ
2 bilanagreiningar 6þ
vírushreinsun 4.5þ
bensín fyrir ferðinar líklega sirka 6þ
25-30þ farinn í vaskinn...
Endilega látið það ógert að versla á þessum stað...
Fyrir mörgum vikum (hugsanlega 4-6, mann ekki akkúrat hvenar þetta rugl byrjaði) að þá byrjaði tölvan mín að bluescreena af og til, og þá oftast þegar ég var annað hvort í leikjum eða á youtube. Þótt að ég muni ekki 100% hvað bluescreen erroranir hétu að þá man ég það að þetta voru 2 errorar. 'Í þeim fyrsta stóð "error_memory management" eitthvað og í hinum "critical system corruption". Ég ákvað að fara með tölvuna á TRS á selfossi og láta skoða hana. Þar var mér sagt að móðurborðið væri bilað og að ég þyrfti nýtt. Því miður áttu þeir ekki móðurborð sem að hentaði tölvunni og því fór ég á netið og keypti eitt frá kísildal í staðinn og lét senda mér það. Eftir að ég var kominn með það fór ég með tölvuna og móðurborðið aftur til TRS og sögðu þeir að ég gæti sótt tölvuna aftur þegar þeir væru búnir að setja þetta up.
En þegar ég kom aftur til að sækja hana að þá sögðu þeir að nýja móðurborðið væri gallað og að ég þyrfti að bíða á meðan þeir væru að bíða eftir nýju borði frá kísildal til að koma í stað þess gallaða. Ok sagði og fór þá bara. Síðan kem ég aftur seinna og tek tölvuna heim með nýja borðinu. En af einhverjari ástæðu að þá er vesen með internetið og það virkar ekkert sama hvað ég geri. Pirraður fer ég á endanum aftur með tölvuna á TRS og þeir fá hana aftur. Síðan þegar ég kem aftur til þeirra að þá segja þeir að kísildalur HAFI ALDREI SENT NÝTT MÓÐURBORÐ OG AÐ ÞETTA "NÝJA" SÉ BARA ÞAÐ SAMA OG ÞAÐ SEM AÐ VAR SENT UPPHAFLEGA!!!
Gaurinn sem að aðstoðaði mig á TRS (mjög fínn gaur sem að ég hef bara góða hluti um að segja) sagðist hafa hringt í þá og þeir staðhæft að ekkert væri að borðinu og því sent það til baka þrátt fyrir fullyrðingar þessa TRS starfsmanns að það væri gallað. Við (ég og TRS starfsmaðurinn þar að segja) vorum báðir sammála því að þetta væri léleg þjónusta ef ekki bara vörusvik.
En sagan endar ekki þarna. Oh neips.
Ég fer þá með tölvuna alla leið til reykjavíkur til Kísildals. Þar tala ég við einhvern hrokkagik sem að virðist ekki hafa mikinn áhuga á minni sögu. Svona "I am so smart so I don't need to listen" týpu. Hann fullyrðir að ekkert sé að borðinu en ég skil samt tölvuna eftir hjá þeim svo að þeir geti gert bilanagreiningu. Daginn eftir hringja þeir og segja að 2 RAM kubbanir séu gallaðir og hafi verið fjærlægðir og að núna tölvan virki eðlilega. Á þessum tímapunti treysti ég þessum gaurum ekkert svakalega þannig að í staðinn fyrir að treysta þeim blint að þá fer ég með tölvuna aftur á TRS. Þar segi ég honum að kísildalur hafi sagt minnið gallað og segist honum finnast það mjög furðulegt þar sem að þeir hafi gert margar prófanir og þeir ekki fundið neitt af minninu. Hann tekur svo tölvuna og stingur henni í samband til að gá hvort að vandamálin sem að hann fann upphaflega séu horfinn núna fyrst að búið sé að fjærlægja þessa "gölluðu" RAM kubba. Þau eru það ekki og endurtekur hann sömu söguna og síðast og segir að móðurborðið hljóti að vera bilað. Ég hringi í kísildal með símanum mínum og rétti honum síman svo að hann geti talað við þá persónulega. Hann spyrt hvort að þeir hafi ekki örugglega gert almennilegar prófanir og svo framvegis og kísildalur fullyrðir það. Gaurinn endurtekur það síðan við kísildal að hann sé 90% viss um það að móðurborðið sé gallað en kísildalur vísar því á bug.
Síðan fer ég aftur á kísildal með tölvuna og segi að þetta virki ekki og endurtek það að móðurborðið hljóti bara að vera gallað. Núna loksins ákveða þeir að prófa það að skipta um móðurborð og gera það á staðnum. En eftir að þeir gera það að einhverjari ástæðu er windows eitthvað í fokki og þeir skilja ekki af hverju. Þeir taka aftur við tölvunni og ég fer heim (hafið það í huga að það er ekkert lítið mál fyrir mig að fara svona fram og til baka frá selfossi og reykjavík). Nokkrum dögum síðan hafa þeir aftur samband og segja núna að líklega hafi verið vírus inn á einum harðadiskinum sem að hafi verið með vesen. Búið sé að strauja tölvuna og reinstalla windows með nýju móðurborði og að allt virki núna. Síðan fæ ég tölvuna og fer með hana aftur á TRS til að gá hvort að þér séu ekki örugglega að segja satt. Ég og TRS gaurinn setjum hana í samband. Við þurftum ekki að eyða meira heldur en svona 5-10 min í tölvunni áður en við vorum búnir að fá 2 blue screens, þar á meðal þennan "memory management" error.
Núna var ég orðinn ekkert smá reiður og hringdi í kísildal og spurði þá hvort að þeir hafi ekki skipt um móðurborð sem að þeir fullyrða að þeir hafi gert (hvort að það sé satt hef ég ekki hugmynd um. En ætla nú samt ekkert að fullyrða neitt). Þegar ég heimta útskýringar að þá fer gaurinn eitthvað að blaðra um það að kanski sé eitthvað "eftir" af vírusinum eða eitthvað álíka eða að kanski sé þetta borð bara gallað eins og hitt. Eða að eitthvað sé að minninu (þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hið svokallaða gallaða minni).
HVERSLAGS ÞJÓNUSTA ER ÞETTA EIGLEGA!!!!!!!!!
Ég hef ÁN GRÍNS bara ALDREI upplifað svona lélega þjónustu frá tölvuverkstæði/búð!
Og þetta ekki búið að vera ódýrt þetta bull frá kísildal...
móðurborð 20þ
2 bilanagreiningar 6þ
vírushreinsun 4.5þ
bensín fyrir ferðinar líklega sirka 6þ
25-30þ farinn í vaskinn...
Endilega látið það ógert að versla á þessum stað...
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Sammála. Hef ekki fengið eins góða þjónustu þarna og öðrum búðum. Kannski ekkert svona slæmt þó.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 985
- Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
- Reputation: 105
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Reyni eins mikið að neyta að versla í þessari búð, hræðileg.
Ryzen 7 5800X | ASRock B550M Steel Legend | Corsair 32GB (2x16) LPX 3200Mhz | RTX 3060ti | Seasonic Focus+ Gold | ATX Lancool II
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Er búið að prófa að setja upp stýrikerfið uppá nýtt? hvaða stýrikerfi ertu að nota ? Hvaða móðurborð var í vélinni og hvað fékkstu í staðin ss chipsett ofl.
Hef bara gott um Kísildal að segja og það eru alltaf tvær hliðar á svona málum
Hef bara gott um Kísildal að segja og það eru alltaf tvær hliðar á svona málum
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mán 30. Okt 2017 13:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
einarhr skrifaði:Er búið að prófa að setja upp stýrikerfið uppá nýtt?
Tölvan var straujuð og windows set up aftur áður en ég fékk hana til baka frá þeim.
-
- Vaktari
- Póstar: 2542
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 43
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
En ef bilanagreining starfsmanns TRS var ekki rétt ?
Hann er auðvitað í engum aðstæðum að segja þér nákvæmlega hvað var að.. ekki satt ? Heldur meira með ágiskanir.
Þarf ekki bilanagreining að koma skilmerkilega fram frá seljanda ? eða aðilla sem Seljandi er í samstarfi með ?
Mér finnst þetta ekki endilega hljóma eins og ömurleg þjónusta að hálfu Kísildals, heldur meira eins og röng bilanagreining hjá TRS í upphafi.
Ég hef amk aldrei heyrt neinar sérstaklega slæmar sögur af Kísildal eða þjónustunni þar á bæ.
En gangi þér vel með framhaldið á þessari sögu
Hann er auðvitað í engum aðstæðum að segja þér nákvæmlega hvað var að.. ekki satt ? Heldur meira með ágiskanir.
Þarf ekki bilanagreining að koma skilmerkilega fram frá seljanda ? eða aðilla sem Seljandi er í samstarfi með ?
Mér finnst þetta ekki endilega hljóma eins og ömurleg þjónusta að hálfu Kísildals, heldur meira eins og röng bilanagreining hjá TRS í upphafi.
Ég hef amk aldrei heyrt neinar sérstaklega slæmar sögur af Kísildal eða þjónustunni þar á bæ.
En gangi þér vel með framhaldið á þessari sögu
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mán 30. Okt 2017 13:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
ÓmarSmith skrifaði:Mér finnst þetta ekki endilega hljóma eins og ömurleg þjónusta að hálfu Kísildals
Þeir halda tölvuni minni í gíslingu í viku og segja síðan að allt sé orðið gott og svo bluescreenar hún á fyrstu 5 min þegar ég prófa hana...
Myndi segja að það séu nokkuð góðar líkur á því að viti bara ekkert hvað þeir eru að gera.
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
"móðurborðið hlítur að vera bilað" ?
Þetta er lélegasta bilanalýsing sem ég hef heyrt m.v. allt sem hefur gengið á.
m.v. listann yfir hvað þú ert búinn að borga, þá ertu hvergi rukkaður fyrir minniskubba = getur verið að þeir hafi verið rót vandans frá upphafi?
Hvað á að vera bilað í móðurborðinu?
Þá er það mín skoðun (veit ekki hvernig húnm stenst lög og reglur um neytendavernd), ef fólk kaupir íhlut í tölvu þá er það ekki á ábyrgð seljanda að tölvan í heild virki.
Það er á ábyrgð þess sem setur tölvuna saman og setur upp stýrikerfið.
Ef sá aðili gat ekki annað en komið með ályktun/ágiskun um að móðurborðið væri bilað og engan meiri rökstuðning...
Þá er það lélegt af honum að vísa þér burt trekk í trekk án þess að gefa þér nokkrar haldbærar sannanir fyrir biluninni sem hann giskar á að sé að valda þessu.
Þetta er lélegasta bilanalýsing sem ég hef heyrt m.v. allt sem hefur gengið á.
m.v. listann yfir hvað þú ert búinn að borga, þá ertu hvergi rukkaður fyrir minniskubba = getur verið að þeir hafi verið rót vandans frá upphafi?
Hvað á að vera bilað í móðurborðinu?
Þá er það mín skoðun (veit ekki hvernig húnm stenst lög og reglur um neytendavernd), ef fólk kaupir íhlut í tölvu þá er það ekki á ábyrgð seljanda að tölvan í heild virki.
Það er á ábyrgð þess sem setur tölvuna saman og setur upp stýrikerfið.
Ef sá aðili gat ekki annað en komið með ályktun/ágiskun um að móðurborðið væri bilað og engan meiri rökstuðning...
Þá er það lélegt af honum að vísa þér burt trekk í trekk án þess að gefa þér nokkrar haldbærar sannanir fyrir biluninni sem hann giskar á að sé að valda þessu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2578
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Þetta getur alveg eins verið röng bilanagreining á selfossi.
Minnið jafnvel gallað eða eh álíka, en ekki móðurborðið. Í bland við slæma uppsetningu af windows?
Þetta sannar ekkert. Vantar helling inn í þessa bilanagreiningu.
Minnið jafnvel gallað eða eh álíka, en ekki móðurborðið. Í bland við slæma uppsetningu af windows?
Þetta sannar ekkert. Vantar helling inn í þessa bilanagreiningu.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 347
- Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
- Reputation: 73
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Þú er verri en DR. Gunni ?
"Þar tala ég við einhvern hrokkagik"
Mér vitanlega er ekkert hægt að gera fyrir fólk sem veit allt ,kann allt getur allt betur en aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér ?
vona að hin tölvuverkstæðin sjái þennan þráð og neiti að taka við tölvunni , ekkert nema vesen og ekkert þakklæti ?
Ef svona smámunir eru að setja þig alveg úr jafnvægi í lífinu .(sennilega er annað á bakvið þessa gremju ?)
þá vona ég svo innilega að þú lendir ekki í stærri áföllum í lífinu. t.d að missa heilsuna. þá á guð ekki von á góðu.
hef hvergi fengið betri þjónustu í kísildal ?
"Þar tala ég við einhvern hrokkagik"
Mér vitanlega er ekkert hægt að gera fyrir fólk sem veit allt ,kann allt getur allt betur en aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér ?
vona að hin tölvuverkstæðin sjái þennan þráð og neiti að taka við tölvunni , ekkert nema vesen og ekkert þakklæti ?
Ef svona smámunir eru að setja þig alveg úr jafnvægi í lífinu .(sennilega er annað á bakvið þessa gremju ?)
þá vona ég svo innilega að þú lendir ekki í stærri áföllum í lífinu. t.d að missa heilsuna. þá á guð ekki von á góðu.
hef hvergi fengið betri þjónustu í kísildal ?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Eins og ég hef margoft bent á - og þessi þráður sannar mál mitt - kauptu alla tölvuna á sama stað, þó það kosti meira.
Það er ótrúlega erfitt að bilanagreina svona bluescreen vandamál, og Kísildalur er þarna í mjög erfiðri stöðu.
Það er ótrúlega erfitt að bilanagreina svona bluescreen vandamál, og Kísildalur er þarna í mjög erfiðri stöðu.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
rbe skrifaði:Þú er verri en DR. Gunni ?
"Þar tala ég við einhvern hrokkagik"
Mér vitanlega er ekkert hægt að gera fyrir fólk sem veit allt ,kann allt getur allt betur en aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér ?
vona að hin tölvuverkstæðin sjái þennan þráð og neiti að taka við tölvunni , ekkert nema vesen og ekkert þakklæti ?
Ef svona smámunir eru að setja þig alveg úr jafnvægi í lífinu .(sennilega er annað á bakvið þessa gremju ?)
þá vona ég svo innilega að þú lendir ekki í stærri áföllum í lífinu. t.d að missa heilsuna. þá á guð ekki von á góðu.
hef hvergi fengið betri þjónustu í kísildal ?
Það kemst enginn nálægt því að vera verri en Dr. Gunni, djöfull sem ég þoli þann mann ekki eftir kjaftæðið í honum.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Er ég að skilja þetta rétt ?
Þú ert búin að fá 2 móðurborð og ennþá er tölvan að bluescreena og það getur ekki verið eitthvað annað að, vegna þess að gæjinn í TRS segir það.
Er ekki option að það sé eitthvað annað að ?
Ég er engan vegn sáttur við mín viðskipti við kísildal, en þú ert aðeins farinn fram úr sjálfum þér.
Mér sýnist á öllu að þú hafir fengið móðurborð, sem að þessi á selfossi ákveður að sé gallað (kemur tölvunni ekki í gagnið með því)
Móðurborð sent til baka sem gallað og þeir senda þér það sama, þar sem að það er ekki gallað (að þeirra sögn)
Þú lætur Kísildal hafa tölvuna.
Þeir bilanagreina hana og segja þér að það sé bilað minni í henni, sem að þeir skipta út.
Nú þú treystir þeim ekki.
Þú ferð aftur til gæjans á selfossi.
Þú ferð aftur í kísildal, þá er tölvan sett upp, upp á nýtt.
Þú ferð aftur til kísildals og lendir í sömu vandræðum og þú lenntir í, alveg í upphafi.
Bluescreen með error msgs.
Ef að þú ert með sömu vandræðin, eftir viðgerð, þar sem að var skipt um móðurborð, minni og tölvan straujuð, þá er það ekki móðurborðið sem að þú fékkst sem að var gallað.
Ertu virkilega að setja út á þjónustuna hjá Kísildal þegar að þú ert kominn með annað minn og annað móðurborð frá þeim, eftir bilanagreiningu frá öðrum, þegar að sama vandamálið er ennþá í gangi ?
Miðað við hvað er að gerast hjá þér ætla ég að skjóta á að aflgjafinn hjá þér er ónýtur, nú ef ekki, þá er örgjörva vandamál, þar sem að það er búið að skipta um restina af tölvunni hjá þér.
Síðan væri ég fyrst og fremst brjálaður út í gæjann sem að bilanagreindi tölvuna hjá þér.
ÞAr sem að ef að það er sama vandamál eftir að það er búið að skipta út fullt af hlutum og voru áður en þú fórst með tölvuna í viðgerð, þá er gæjinn sem að bilanagreinir hjá þér alls ekki að standa sig.
Þú ert búin að fá 2 móðurborð og ennþá er tölvan að bluescreena og það getur ekki verið eitthvað annað að, vegna þess að gæjinn í TRS segir það.
Er ekki option að það sé eitthvað annað að ?
Ég er engan vegn sáttur við mín viðskipti við kísildal, en þú ert aðeins farinn fram úr sjálfum þér.
Mér sýnist á öllu að þú hafir fengið móðurborð, sem að þessi á selfossi ákveður að sé gallað (kemur tölvunni ekki í gagnið með því)
Móðurborð sent til baka sem gallað og þeir senda þér það sama, þar sem að það er ekki gallað (að þeirra sögn)
Þú lætur Kísildal hafa tölvuna.
Þeir bilanagreina hana og segja þér að það sé bilað minni í henni, sem að þeir skipta út.
Nú þú treystir þeim ekki.
Þú ferð aftur til gæjans á selfossi.
Þú ferð aftur í kísildal, þá er tölvan sett upp, upp á nýtt.
Þú ferð aftur til kísildals og lendir í sömu vandræðum og þú lenntir í, alveg í upphafi.
Bluescreen með error msgs.
Ef að þú ert með sömu vandræðin, eftir viðgerð, þar sem að var skipt um móðurborð, minni og tölvan straujuð, þá er það ekki móðurborðið sem að þú fékkst sem að var gallað.
Ertu virkilega að setja út á þjónustuna hjá Kísildal þegar að þú ert kominn með annað minn og annað móðurborð frá þeim, eftir bilanagreiningu frá öðrum, þegar að sama vandamálið er ennþá í gangi ?
Miðað við hvað er að gerast hjá þér ætla ég að skjóta á að aflgjafinn hjá þér er ónýtur, nú ef ekki, þá er örgjörva vandamál, þar sem að það er búið að skipta um restina af tölvunni hjá þér.
Síðan væri ég fyrst og fremst brjálaður út í gæjann sem að bilanagreindi tölvuna hjá þér.
ÞAr sem að ef að það er sama vandamál eftir að það er búið að skipta út fullt af hlutum og voru áður en þú fórst með tölvuna í viðgerð, þá er gæjinn sem að bilanagreinir hjá þér alls ekki að standa sig.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Verandi sunnlendingur sem hefur verslað mikið við Kísildal, og fengið frábæra þjónustu, þá reikna ég með að bilanagreining TRS sé vitlaus frekar en að Kísildalur sé að klikka.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mán 30. Okt 2017 13:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
ég fékk ekki nýtt minni frá þeim. Þeir tóku bara það gamla úr. Var með 4 4GB, er núna með 2 kubba.
Af hverju var mér þá sagt að tölvan væri orðinn goody en síðan crashar hún bara 5 min eftir að ég byrja að nota hana?
Predator skrifaði:Verandi sunnlendingur sem hefur verslað mikið við Kísildal, og fengið frábæra þjónustu, þá reikna ég með að bilanagreining TRS sé vitlaus frekar en að Kísildalur sé að klikka.
Af hverju var mér þá sagt að tölvan væri orðinn goody en síðan crashar hún bara 5 min eftir að ég byrja að nota hana?
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Ef skipt var um móðurborðið tvisvar er enn líklegt að móðurborðið hafi verið bilað? Væri líka gaman að heyra ástæðuna fyrir því afhverju TRS heldur að móðurborðið hafi verið bilað.
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mán 30. Okt 2017 13:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Henjo skrifaði:Ef skipt var um móðurborðið tvisvar er enn líklegt að móðurborðið hafi verið bilað? Væri líka gaman að heyra ástæðuna fyrir því afhverju TRS heldur að móðurborðið hafi verið bilað.
Þegar fyrsta móðurborðið kom var vesen með netið og það virkaði ekki. Gauranir á kísildal föttuðu það sjálfir í seinna skiptið og skiptu um móðurborðið út af því og þá lagaðist það. Semsagt það var eitthvað að gamla móðurborðinu. Þannig að gaurinn á TRS hafði ekki rangt fyrir sér með það. Annars breytir það því ekki að ég fór með tölvuna til þeirra í 2 skipti og í bæði skiptin var mér sagt að ég væri að fá tölvuna til baka í góðu ástandi en hún síðan var hún það ekki. Það er alveg sama hvernig þið reynið mála þetta upp þetta er léleg þjónusta. Þú lætur ekki kúnan fá bilaða tölvu til baka ef að hann kemur með hana til þín í viðgerð. Hvað þá í 2 skipti í röð.
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
splattenburgers skrifaði:Henjo skrifaði:Ef skipt var um móðurborðið tvisvar er enn líklegt að móðurborðið hafi verið bilað? Væri líka gaman að heyra ástæðuna fyrir því afhverju TRS heldur að móðurborðið hafi verið bilað.
Þegar fyrsta móðurborðið kom var vesen með netið og það virkaði ekki. Gauranir á kísildal föttuðu það sjálfir í seinna skiptið og skiptu um móðurborðið út af því og þá lagaðist það. Semsagt það var eitthvað að gamla móðurborðinu. Þannig að gaurinn á TRS hafði ekki rangt fyrir sér með það. Annars breytir það því ekki að ég fór með tölvuna til þeirra í 2 skipti og í bæði skiptin var mér sagt að ég væri að fá tölvuna til baka í góðu ástandi en hún síðan var hún það ekki. Það er alveg sama hvernig þið reynið mála þetta upp þetta er léleg þjónusta. Þú lætur ekki kúnan fá bilaða tölvu til baka ef að hann kemur með hana til þín í viðgerð. Hvað þá í 2 skipti í röð.
En upprunalega vandamálið birtist aftur þó þriðja móðurborðið er komið í tölvunna?
Það er leiðinlegt að lenda í svona veseni og ég vona þér hið besta.
-
- Vaktari
- Póstar: 2542
- Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
- Reputation: 43
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
En þú verður samt að átta þig á stöðunni sem þú setur Kísildal í . Með bilanagreiningu frá 3.aðilla sem reynist ekki endilega vera alveg rétt.
Ég er ennþá , alls ekki að sjá þetta sem " hrikalega " þjónustu frá þeirra hendi, bara alls ekki.
Ég tel að ef þú hefðir farið með vélina í öllu sínu bilaða veldi beint í Kísildal, hefði þetta mál eflaust ( mögulega ) endað öðruvísi.
En aftur, gangi þér vel með þetta
Ég er ennþá , alls ekki að sjá þetta sem " hrikalega " þjónustu frá þeirra hendi, bara alls ekki.
Ég tel að ef þú hefðir farið með vélina í öllu sínu bilaða veldi beint í Kísildal, hefði þetta mál eflaust ( mögulega ) endað öðruvísi.
En aftur, gangi þér vel með þetta
Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
ÓmarSmith skrifaði:En þú verður samt að átta þig á stöðunni sem þú setur Kísildal í . Með bilanagreiningu frá 3.aðilla sem reynist ekki endilega vera alveg rétt.
Ég er ennþá , alls ekki að sjá þetta sem " hrikalega " þjónustu frá þeirra hendi, bara alls ekki.
Ég tel að ef þú hefðir farið með vélina í öllu sínu bilaða veldi beint í Kísildal, hefði þetta mál eflaust ( mögulega ) endað öðruvísi.
En aftur, gangi þér vel með þetta
Ef ég skil OP rétt þá fékk hann tölvuna bilaða úr viðgerð frá kísildal.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
splattenburgers skrifaði:Gaurinn sem að aðstoðaði mig á TRS (mjög fínn gaur sem að ég hef bara góða hluti um að segja) sagðist hafa hringt í þá og þeir staðhæft að ekkert væri að borðinu og því sent það til baka þrátt fyrir fullyrðingar þessa TRS starfsmanns að það væri gallað. Við (ég og TRS starfsmaðurinn þar að segja) vorum báðir sammála því að þetta væri léleg þjónusta ef ekki bara vörusvik.
Þetta.
Hvernig í ósköpunum er það léleg þjónusta að benda á það að það sé ekkert að nýja móðurborðinu?
Ef það er vandamál til staðar og þú skiptir um móðurborð - og það er ennþá til staðar vandamál - þá eru litlar líkur á því að móðurborðið sé vandamál.
Það að kalla þetta lélega þjónustu er algerlega út úr korti
splattenburgers skrifaði:Núna loksins ákveða þeir að prófa það að skipta um móðurborð og gera það á staðnum. En eftir að þeir gera það að einhverjari ástæðu er windows eitthvað í fokki og þeir skilja ekki af hverju.
...
Ég og TRS gaurinn setjum hana í samband. Við þurftum ekki að eyða meira heldur en svona 5-10 min í tölvunni áður en við vorum búnir að fá 2 blue screens, þar á meðal þennan "memory management" error.
Þú færð sum sé ranga bilanagreiningu frá TRS og ert brjálaður út í Kísildal
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Sallarólegur það er ekki bara búið að skipta um móðurborðið á þessum tímapunkti - það er búið að skipta um móðurborðið TVISVAR.
Samt eigum við að trúa því að móðurborðUNUM frá Kísildal sé um að kenna þegar tvær ákveðnar BSOD villur koma upp þó þær hafi verið að koma áður en Kísildalur kom einu sinni inn í myndina.
Samt eigum við að trúa því að móðurborðUNUM frá Kísildal sé um að kenna þegar tvær ákveðnar BSOD villur koma upp þó þær hafi verið að koma áður en Kísildalur kom einu sinni inn í myndina.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
Hvernig væri að koma með upplýsingar um hvernig hlutir eru í þessari tölvu og hvert núverandi vandamál er nákvæmlega?
Hér inni eru margir snillingar í bilanagreiningu á tölvu og þú ert bara búinn að segja þeim að eitthvað sé bilað og það sé Kísildal að kenna í staðin fyrir að koma með bilanalýsingu og íhlutalista svo hægt sé mögulega að aðstoða þig við rétta greiningu..
Hér inni eru margir snillingar í bilanagreiningu á tölvu og þú ert bara búinn að segja þeim að eitthvað sé bilað og það sé Kísildal að kenna í staðin fyrir að koma með bilanalýsingu og íhlutalista svo hægt sé mögulega að aðstoða þig við rétta greiningu..
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
splattenburgers skrifaði:
Af hverju var mér þá sagt að tölvan væri orðinn goody en síðan crashar hún bara 5 min eftir að ég byrja að nota hana?
Þessi lýsing minnir mig á hrikalega leiðinlegt BSOD mál þegar ég vann við tölvuviðgerðir, þegar kúnninn kom æstur með tölvuna í baka í þriðja sinn þá fyrst datt mér í hug að biðja hann um að koma með allt sem hann tengir við hana heima hjá sér.
Þá kom í ljós að undanáliggjandi búnaður var að valda vandamálinu.
Líklega hæpið að það sé vandamálið ef BSOD er að koma hjá TRS líka.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16567
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VARÚÐ! SKELFILEG ÞJÓNUSTA Í KÍSILDAL!!!!!!!
splattenburgers skrifaði:Fullt af ómerkilegu ranti!
Var ég ekki búinn að banna þig hakkarin
Finnst þér það boðleg hegðun að hrauna yfir allt og alla og fá bann og koma svo inn aftur ári síðar undir nýjum notanda og byrja skítkastið upp á nýtt?
Ég ætla að leyfa þessum skítaþræði að vera aðeins lengur svo fólk átti sig á hvaða persóna stendur á bak við hann og því ekki hægt að taka mikið mark á þessum tuði í þér!
/notandi bannaður! (aftur).