Heldurðu í alvöru að ISNIC þurfi ekki að fara eftir almennum leikreglum um lén?
appel skrifaði:Þetta er bara einsog símanúmer sem þú færð hjá símafyrirtæki, þú ert bara með það í láni, og ef símafyrirtækinu sýnist þá getur það lokað á það án neinnar ástæðu.
Bull.
Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur fastasíma hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar um að hún láti málið til sín taka. Stofnunin skal leita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skotið með ákvörðun. Ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.
http://www.pfs.is/neytendur/heimasimi/