vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Allt utan efnis

Höfundur
Hörður Valgarðsson
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fös 11. Apr 2008 19:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Hörður Valgarðsson » Fim 21. Sep 2017 10:27

Sælir Vaktarar
um daginn poppaði upp á facebook hjá mér hvort ég vildi lika síðu hjá bílasölunni 100 bílum.
Við það rifjaðist upp fyrir mér gamalt leiðindamál sem ég var búinn að hætta að hugsa um þannig að í staðinn fyrir að lika síðuna þá
gaf ég þeim heiðarlegt review á facebook sem þeir eyddu svo eftir samskipti mín við þá.
mig langar að fá álit hjá ykkur á neðangreindu og í leiðinni láta vita af vinnubrögðum þeim sem þessi bílasala hefur og tryggja að þessi samskipti glatist ekki.
https://i.imgur.com/DkemNUG.jpg


Allavega screenshottin sem ég tók eru í myndinni hér í viðhengi, það væri gaman að fá álit ykkar á þessu.

Mynd




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1346
Staða: Tengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Klemmi » Fim 21. Sep 2017 10:54

Þetta er leiðinlegt mál, en m.v. lögin þá er ég ekki alveg sammála bílasölunni.

Úr lögunum:
Lög um sölu notaðra ökutækja 69/1994 skrifaði:Bifreiðasali skal afla upplýsinga, sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um akstur og ástand skráningarskylds ökutækis, svo og annarra þeirra upplýsinga sem kaupanda eru nauðsynlegar vegna kaupanna.


Það var því bílasalans að afla upplýsinganna um aksturinn, og þær upplýsingar reynast síðar rangar. Hvort að slíkt sé nóg til að valda skaðabótaskyldu bílasalans er þó óljóst.

Hitt er svo annað mál að þú átt klárlega rétt á úrlausn frá 4x4.

Lög um neytendakaup 48/2003 skrifaði:Með neytendakaupum er átt við sölu hlutar til neytanda þegar seljandi eða umboðsmaður hans hefur atvinnu sína af sölu.
...
Söluhlutur telst vera gallaður ef:
...
c. hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin;


En óháð lögunum, þá finnst mér þetta lélegar afsakanir hjá bílasölunni. Það er ekkert eðlilegt við að það sé starfsmaður bílaleigu inni hjá þeim að vinna sem bílasali, og þeim finnist málið sig ekki varða, né neitt athugavert við að þú hafir ekki verið upplýstur um það.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Viktor » Fim 21. Sep 2017 10:59

Bílasalan á auðvitað að hafa þetta á hreinu.

En það er líka skoðanaskylda kaupanda. Það stendur yfirleitt stórum stöfum MPH á hraðamælinum, þá veistu hvað akstursmælirinn er að segja þér.

Ég hef selt nokkra bíla í gegnum tíðina og hef bara eina sögu að segja af öllum bílasölum sem ég hef átt samskipti við, þetta eru skítapleis og letingjar sem vinna þarna upp til hópa. Vita oft á tíðum ekkert um bíla og tauta bara eitthvað út í loftið. Sumir eru í þessum bransa og að selja fíkniefni/stera í leiðinni, nota svo bílabraskið sem peningaþvott þegar svo á við.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf END » Fim 21. Sep 2017 11:51

Þetta eru neytendakaup sem falla undir gildissvið laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Gagnaðili þinn í viðskiptinum er bílasalan og allar kröfur sem þú kannt að hafa ættu að beinast að henni. Það skiptir engu máli í þessu samhengi hvort bílasalan eða einhver annar hafi verið eigandi bifreiðarinnar.

Röng skráning á eknum kílómetrum er klárlega galli og þú gætir átt rétt á að beita vanefndaúrræðum laganna, þ.e. að krefjast riftunar, afsláttar eða skaðabóta. Hins vegar er óvíst hvort þessi galli hafi verið leyndur enda sýnir hraðamælir bifreiðarinnar væntanlega mílur og þar með ætti að vera ljóst að ökumælirinn sýnir einnig mílur. Skoðun á bifreðinni hefði átt að leiða þetta í ljós. Það væri þó eðlilegt að ná samkomulagi um skaðabætur hafi söluverð bifreiðarinnar verið ákvarðað miðað við að eknir kílómetrar væru færri en raunin var.

Það er mögulegt að leita til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa til að fá skorið úr þessum ágreiningi. Álit nefndarinnar eru ekki bindandi en falli það þér í vil ertu í sterkri stöðu gagnvart bílasölunni. Sjá hér til hliðsjónar álit þar sem skipt hafði verið um ökumæli bifreiðar:
http://www.neytendastofa.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2355




Höfundur
Hörður Valgarðsson
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fös 11. Apr 2008 19:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Hörður Valgarðsson » Fim 21. Sep 2017 12:09

Sælir og takk fyrir svörin

Ég geri mér engar vonir um skaðabætur úr þessu, ég vildi aðalega vara við þessari bílasölu sérstaklega eftir svörin þeirra við facebook reviewinu mínu þar sem þeir reyna svo að grafa þetta mál með því að eyða reviewinu út.
Varðandi ranga skráningu á akstri þá er mælaborðið á þessum bíl með þeim hætti að aksturinn er sýndur stafrænn eingöngu tölur þar en svo er hraðamælirinn analog og sýnir hann bæði MPH og Km/H
það er ástæðan fyrir því að ég taldi mig þurfa að fá á hreint hvort akstursmælirinn væri að sýna mílur eða kílómetra áður en ég keypti bílinn.
sjá myndina hér að neðan
Mynd
https://i.imgur.com/fTFFN8v.jpg




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Hizzman » Fim 21. Sep 2017 12:19

það verður nú að teljast pínu mikið líklegra að teljarinn sýni mílur.... sorry




kolui
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Þri 20. Jún 2017 08:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf kolui » Fim 21. Sep 2017 13:02

Hizzman skrifaði:það verður nú að teljast pínu mikið líklegra að teljarinn sýni mílur.... sorry


Þess vegna spyr maður...
Ég átti einu sinni bíl þar sem hann var stilltur á km þó að mælaborðið væri merkt mílum.

En bílasölur eru almennt glataðar og engin ábyrgð tekin á neinu, þetta er ekkert nýtt.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: vinnubrögð 100 bíla bílasölu

Pósturaf Hizzman » Fim 21. Sep 2017 13:22

eigandinn hefur samt vonandi verið ánægður hvernig eldsneytiseyðslan snarlækkaði þegar þetta kom í ljós :)