Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Var að pæla hvort þið væruð sammála mér varðandi núverandi reglur hvað þetta varðar. Ásamt því hvort það séu fleiri en ég í svipaðri stöðu?
Nú er það hæsta upphæðin sem hægt er að fá frá lín samkvæmt reiknivél þeirra eftirfarandi:
Svo það hæsta sem ég get fengið m.v áætlaðar árstekjur í ár:
Svo ég vildi forvitnast hvað þið hin gerið til að ná saman endum hvað varðar leigu osfrv og hvað ykkur finnst um að námsmaður verði fyrir skerðingu vegna sumar vinnu?
Kanski réttlátt, því þarna eru mörkin?
Eru þið að vinna með námsláninu eða teljið þið það ekki vera þess virði vegna skerðingu, ef svo er hvernig er það að ganga?
Til samanburðar þá kostar mánaðarleg leiga á stúdentagörðunum 82.697 kr. Fyrir lítið herbergi með sameiginlegri eldhús aðstöðu þar sem nemandi dvelur ásamt 8 til 10 öðrum nemendum völdum af handahófi eftir því sem ég best veit.
Svo má einnig taka það fram að húsnæðisbætur verða einnig við skerðingu ef maður fer uppí of háar tekjur en taka það fram að ég verð ekki fyrir skerðingu þar sem mér finnst flott.
Annars þá hefði ég haldið að húsnæðisbætur yrði frekar fyrir skerðingu en námslán ef velja þyrfti á milli m.v sömu forsendur.
Reiknivélar,
Húsnæðisbætur:
https://husbot.is/reiknivel
Lin:
https://logic.lin.is/birting/reiknivel/Reiknivel.aspx
Nú er það hæsta upphæðin sem hægt er að fá frá lín samkvæmt reiknivél þeirra eftirfarandi:
Svo það hæsta sem ég get fengið m.v áætlaðar árstekjur í ár:
Svo ég vildi forvitnast hvað þið hin gerið til að ná saman endum hvað varðar leigu osfrv og hvað ykkur finnst um að námsmaður verði fyrir skerðingu vegna sumar vinnu?
Kanski réttlátt, því þarna eru mörkin?
Eru þið að vinna með námsláninu eða teljið þið það ekki vera þess virði vegna skerðingu, ef svo er hvernig er það að ganga?
Til samanburðar þá kostar mánaðarleg leiga á stúdentagörðunum 82.697 kr. Fyrir lítið herbergi með sameiginlegri eldhús aðstöðu þar sem nemandi dvelur ásamt 8 til 10 öðrum nemendum völdum af handahófi eftir því sem ég best veit.
Svo má einnig taka það fram að húsnæðisbætur verða einnig við skerðingu ef maður fer uppí of háar tekjur en taka það fram að ég verð ekki fyrir skerðingu þar sem mér finnst flott.
Annars þá hefði ég haldið að húsnæðisbætur yrði frekar fyrir skerðingu en námslán ef velja þyrfti á milli m.v sömu forsendur.
Reiknivélar,
Húsnæðisbætur:
https://husbot.is/reiknivel
Lin:
https://logic.lin.is/birting/reiknivel/Reiknivel.aspx
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:Eru þið að vinna með námsláninu eða teljið þið það ekki vera þess virði vegna skerðingu, ef svo er hvernig er það að ganga?
Ég hef heyrt þetta allt of oft og finnst það alltaf jafn FÁRÁNLEG pæling. Ef þú vinnur nóg til að lánið skerðist, þá endarðu samt með meiri peninga í höndunum og lægri skuld í þokkabót.
Ég er í nákvæmlega þessum pakka og ég hef það mjög gott.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Nariur skrifaði:andri_ss skrifaði:Eru þið að vinna með námsláninu eða teljið þið það ekki vera þess virði vegna skerðingu, ef svo er hvernig er það að ganga?
Ég hef heyrt þetta allt of oft og finnst það alltaf jafn FÁRÁNLEG pæling. Ef þú vinnur nóg til að lánið skerðist, þá endarðu samt með meiri peninga í höndunum og lægri skuld í þokkabót.
Ég er í nákvæmlega þessum pakka og ég hef það mjög gott.
Vil meina að ef námslánið sjálft, eitt og sér. Nægir fyrir útgjöldum yfir báðar annir þá er ég sammála þér.
Þá erum við að tala um t.d,
Leiga mínus húsnæðisbætur m.v
stúdentagarða: 51.697 kr
Kostnaður fyrir mat og aðra neyslu samkvæmt neysluviðmiðunar reiknivél á síðu stjórnarráðs. (grunn viðmið ekki "dæmigert")
grunnviðmið án húsnæðiskostnaðar: 93.002 kr
Höfum þá útgjöld á mánuði uppá: 144.699 kr að frádregnum húsnæðisbótum eða 1.736.388 kr
Skólinn er ca. frá 14. ágúst til 15 des og svo 4 jan til 9. maí. Sem eru þá umþb 8 mánuðir og er þá kostnaðurinn fyrir 8 mánuði: 1.157.592 kr.
Lín lánið er að hámarki 1.593.960 kr Sem gengur upp svo lengi sem leigan er 82.697 og allur "óvæntur" auka kostnaður yfir þessa 8 mánuði undir 54.546 kr á mánuði.
TL;DR
Kostnaður að frádregnum bótum í görðunum: 51.697 á mánuði eða 413.576 kr yfir skóla tímann. (8 mánuðir)
Kostnaður samkvæmt lágmarksviðmum án húsnæðiskostnaðar: 93.002 kr á mánuði eða 744.016 kr yfir skóla tímann
Samtals á mánuði: 144.699 kr
Lín hágmarks lán sem er í boði, 1.593.960 á ári, mv. fullt nám og undir tekju mörkum. Eða 199.245 kr á mánuði m.v. 8 mánuði.
Mismunur: 54.546 kr
En hinsvegar ef útgjöld eru hærri, t.d þá er gert ráð fyrir 12.136 kr í kostnað vegna menntunar í neysluviðm. reiknivélinni þar sem bókakostnaður er í raun allt frá 30 til 80 þ.kr yfir árið eftir því hversu vel gengur að fá notaðar bækur.
Þau útgjöld eru strax orðin 3750kr - 10.000kr á mánuði sem "dregst" þá af lín peningnum.
Svo er gert ráð fyrir 35.þkr á mánuði í mat sem er nokkuð vel sloppið.´Er sjálfur í kringum 50 þúsund krónur á mánuði og þá er ég að elda mat og frysta fyrir skólann ásamt öllum trikkum sem ég kann í bókinni.
Svo er það auðvitað jól, afmæli og aðrar "samfélagsskildar" gjafir sem hægt væri að bæta við í kostnað ofl má telja.
Vil meina að þetta þurfi og eigi ekki að vera svona tæpt, að námsmaður eigi frekar að njóta vafans en að þurfa lifa mjög "frugal" og vera stöðugt að hafa áhyggjur tekjum sumarsins.Eða neyðast til þess að vinna yfir sumarið til þess að geta lifað á láninu yfir skóla árið.
Neyðist til þess að vinna meira yfir sumarið en ella, til þess að geta lifað veturinn af ef við göngum út frá því að viðkomandi hafi ekki nýtt lánið yfir sumar og vetrar frí.*
En endilega talið mig til ef þetta er rugl í mér, sé þetta bara frá eigin sjónarhorni.
edit: gerði fullyrðinguna sem er quotuð hér fyrir neðan aðeins skýrari.
Síðast breytt af andri_ss á Fim 14. Sep 2017 16:42, breytt samtals 1 sinni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
LÍN er nýnasismi í sinni allra skýrustu mynd. Ég er erlendis í námi og frá síðasta ári lækkaði framfærslan hjá mér um úr ca 7500 evrum niður í 6000 evrur fyrir allt árið! 20% skerðing bara svona út í bláinn, það er ekki mikil ánægja meðal samnemanda minna.
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:Lín hágmarks lán sem er í boði, 1.593.960 á ári, mv. fullt nám og undir tekju mörkum. Eða 199.245 kr á mánuði m.v. 8 mánuði.
Þekki ekki staka manneskju sem getur lifað á 200þús á mánuði þegar þarf að greiða af húsnæði. Í mínum huga er það vonlaust.
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Sammála því að framfærslan sé of lág.
Hins vegar stuðar þetta mig svakalega:
Neyðast til að vinna yfir sumarið?
Auðvitað áttu að vinna yfir sumarið! Annað er fáránleg tilætlunarsemi.
Hins vegar stuðar þetta mig svakalega:
andri_ss skrifaði:Vil meina að þetta þurfi og eigi ekki að vera svona tæpt, að námsmaður eigi frekar að njóta vafans en að þurfa lifa mjög "frugal" og vera stöðugt að hafa áhyggjur tekjum sumarsins. Eða neyðast til þess að vinna yfir sumarið til þess að geta lifað á láninu yfir skóla árið.
Neyðast til að vinna yfir sumarið?
Auðvitað áttu að vinna yfir sumarið! Annað er fáránleg tilætlunarsemi.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:Svo er gert ráð fyrir 35.þkr á mánuði í mat sem er nokkuð vel sloppið.´Er sjálfur í kringum 50 þúsund krónur á mánuði og þá er ég að elda mat og frysta fyrir skólann ásamt öllum trikkum sem ég kann í bókinni.
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:Vil meina að þetta þurfi og eigi ekki að vera svona tæpt, að námsmaður eigi frekar að njóta vafans en að þurfa lifa mjög "frugal" og vera stöðugt að hafa áhyggjur tekjum sumarsins. Eða neyðast til þess að vinna yfir sumarið til þess að geta lifað á láninu yfir skóla árið.
Að sjálfsögðu á að ætlast til þess að námsmenn vinni yfir sumarið. Þaðan á þessi auka peningur sem þú varst að tala um að koma.
Lánið er samt nógu stórt til að maður sleppi þó maður vinni ekki á sumrin.
machinefart skrifaði:andri_ss skrifaði:Svo er gert ráð fyrir 35.þkr á mánuði í mat sem er nokkuð vel sloppið.´Er sjálfur í kringum 50 þúsund krónur á mánuði og þá er ég að elda mat og frysta fyrir skólann ásamt öllum trikkum sem ég kann í bókinni.
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
This^. Ég er sjálfur í um 30.000,- og pæli EKKERT í því hvað ég kaupi kostar og nota engin trikk úr neinni bók.
mind skrifaði:andri_ss skrifaði:Lín hágmarks lán sem er í boði, 1.593.960 á ári, mv. fullt nám og undir tekju mörkum. Eða 199.245 kr á mánuði m.v. 8 mánuði.
Þekki ekki staka manneskju sem getur lifað á 200þús á mánuði þegar þarf að greiða af húsnæði. Í mínum huga er það vonlaust.
Ég lifi á mun lægri upphæð. Ég leigi í vesturbænum og rek(á skuldlaust) bíl.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
machinefart skrifaði:Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
Ertu að telja saman allan mat sem þið borðið? Morgun-, hádegis- og kvöldmat ofan í 3 manneskjur?
Ég tel mig vera mjög ódýran í rekstri, en ég myndi þurfa að passa mig mikið ef allur matur mánaðarins ætti að sleppa fyrir 60þús, og við erum bara 2 á heimili.
Hendum nær engu.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Klemmi skrifaði:machinefart skrifaði:Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
Ertu að telja saman allan mat sem þið borðið? Morgun-, hádegis- og kvöldmat ofan í 3 manneskjur?
Ég tel mig vera mjög ódýran í rekstri, en ég myndi þurfa að passa mig mikið ef allur matur mánaðarins ætti að sleppa fyrir 60þús, og við erum bara 2 á heimili.
Hendum nær engu.
Já - eða til að vera alveg hreinskilinn, ég er að telja saman búðarferðir + veitingastaði (sem eru augljóslega sjaldan inni´i þessari tölu). Morgunmatur og hádegismatur koma þaðan. Okkur er eins og mörgum öðrum boðið í mat af og til og stundum borðar maður að kostnaðarlausu í vinnunni og geymir nestið til næsta dags. Við borðum ekki heita kjötmáltíð í hádegis og kvöldmat, morgunmaturinn er almennt mjög ódýr (hafragrautur, eða honum er jafnvel bara sleppt marga daga - ofmetnasta máltíð dagsins)
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Við erum að eyða 150.000 í mat per mánuð - 2 fullorðnir og einn 2 ára.
Engu hent.
Engu hent.
PS4
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
blitz skrifaði:Við erum að eyða 150.000 í mat per mánuð - 2 fullorðnir og einn 2 ára.
Engu hent.
Hvað borðið þið eiginlega?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Nariur skrifaði:blitz skrifaði:Við erum að eyða 150.000 í mat per mánuð - 2 fullorðnir og einn 2 ára.
Engu hent.
Hvað borðið þið eiginlega?
Alltof mikið greinilega Erum ekkert sérstaklega að spá í þessu en það væri etv. ágætt að gera það miðað við þessar tölur sem eru hér að ofan.
Hreyfum okkur reyndar bæði sæmilega mikið sem kallar á auknar kcal.
Edit: Höfum greinilega aðeins tekið okkur á - ársmeðaltal er 140.000, 3 mánaða er um 125.000
PS4
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Þegar ég byrjaði í háskóla var ég að borga 115.000 kr á mánuði í leigu, og ég leigði með vini mínum sem borgaði það saman. (Það var tæplega 2 ára biðlisti í stúdentagarðana og þetta var það ódýrasta sem ég gaf fengið sem var ekki í næsta bæjarfélagi.)
Af því vinur minn var með svo háar tekjur fékk ég eingöngu 11.000 kr á mánuði í húsaleigubætur. Þá þurfti ég að fara vinna mikið með skólanum, sem varð til þess að ég þurfti að hætta í 2 áföngum en þurfti að skrá mig aftur í einn þeirra því þú færð ekki lán ef þú ert að taka undir 22 ECTS einingar.
Núna var ég allt í einu kominn með svo háar tekjur, þótt ég rétt svo náði að borga leigu og mat, að námslánin sem ég fékk yfir árið voru komnar niður í um 500.000. En úps, ég féll í einum áfanga og fékk engin lán fyrir þá önn sem varð til þess að ég þurfti að vinna upp tapið.
Það á að vera gaman að vera í skóla, fyrstu 2 árin mín voru endalaust stress að reyna að ná að gera verkefni fyrir vinnu, kvíði og þunglyndi.
Núna var maður farinn að borga fyrir sálfræði- og geðlæknistíma því maður var farinn að missa vitið. Það er ekki ódýrt og þar sem það var +6 mánaða biðlist hjá geðlækni á geðdeild, að þá fór ég á einkastofu. Það er ekki ódýrt.
Það dýrasta við þetta allt er samt að ég er núna búinn að fresta útskriftinni um heilt ár því ég gat ekki verið í fullu námi. Ef ég hefði fengið vinnu eftir skóla, og byrjað með 500.000 kr í laun, að þá er það 6.000.000 í árslaun (mv. enga launahækkun eftir 3 mánuði).
Í dag er ég á góðum stað, en ég var ekkert langt frá því að gefast upp á tímabili.
Af því vinur minn var með svo háar tekjur fékk ég eingöngu 11.000 kr á mánuði í húsaleigubætur. Þá þurfti ég að fara vinna mikið með skólanum, sem varð til þess að ég þurfti að hætta í 2 áföngum en þurfti að skrá mig aftur í einn þeirra því þú færð ekki lán ef þú ert að taka undir 22 ECTS einingar.
Núna var ég allt í einu kominn með svo háar tekjur, þótt ég rétt svo náði að borga leigu og mat, að námslánin sem ég fékk yfir árið voru komnar niður í um 500.000. En úps, ég féll í einum áfanga og fékk engin lán fyrir þá önn sem varð til þess að ég þurfti að vinna upp tapið.
Það á að vera gaman að vera í skóla, fyrstu 2 árin mín voru endalaust stress að reyna að ná að gera verkefni fyrir vinnu, kvíði og þunglyndi.
Núna var maður farinn að borga fyrir sálfræði- og geðlæknistíma því maður var farinn að missa vitið. Það er ekki ódýrt og þar sem það var +6 mánaða biðlist hjá geðlækni á geðdeild, að þá fór ég á einkastofu. Það er ekki ódýrt.
Það dýrasta við þetta allt er samt að ég er núna búinn að fresta útskriftinni um heilt ár því ég gat ekki verið í fullu námi. Ef ég hefði fengið vinnu eftir skóla, og byrjað með 500.000 kr í laun, að þá er það 6.000.000 í árslaun (mv. enga launahækkun eftir 3 mánuði).
Í dag er ég á góðum stað, en ég var ekkert langt frá því að gefast upp á tímabili.
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Hvað eru menn eiginlega að borða? Ég er að komast upp með 12-16.000 kr á mánuði, leiðinlegt fæði en það er ekki eins og ég hafi eitthvað val.
Mjög týpískur dagur
- Morgunmatur: Hafragrautur (10 kr)
- Hádegismatur: Afgangar eða 2 x ristað brauð (20-200 kr)
- Kvöldmatur: Hrísgrjón + kjúklingur/vorullur/fiskur + baunir/kál (250-300 kr)
- Annað snarl yfir daginn: 50-100 kr
- Drekka mikið vatn.
Min: 330 kr p. dag
Max: 610 kr p. dag
4 x í mánuði matur hjá foreldrum, 2 x í mánuði Dominos þriðjud. tilboð.
Mæli með að kíkja á https://www.reddit.com/r/EatCheapAndHealthy/ fyrir ódýrar máltíðir, þarf ekki að vera flókið og mæli einnig með að elda í magni.
Mjög týpískur dagur
- Morgunmatur: Hafragrautur (10 kr)
- Hádegismatur: Afgangar eða 2 x ristað brauð (20-200 kr)
- Kvöldmatur: Hrísgrjón + kjúklingur/vorullur/fiskur + baunir/kál (250-300 kr)
- Annað snarl yfir daginn: 50-100 kr
- Drekka mikið vatn.
Min: 330 kr p. dag
Max: 610 kr p. dag
4 x í mánuði matur hjá foreldrum, 2 x í mánuði Dominos þriðjud. tilboð.
Mæli með að kíkja á https://www.reddit.com/r/EatCheapAndHealthy/ fyrir ódýrar máltíðir, þarf ekki að vera flókið og mæli einnig með að elda í magni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Hafragrautur á morgnanna (c.a. 1000kcal m/ hnetusmjöri),
kjöt ásamt salati og meðlæti í hádegismat og kvöldmat,
snarl er oftast hnetur, skyr, ostur, egg, MCT í kaffi o.s.frv.
kjöt ásamt salati og meðlæti í hádegismat og kvöldmat,
snarl er oftast hnetur, skyr, ostur, egg, MCT í kaffi o.s.frv.
PS4
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
blitz skrifaði:Hafragrautur á morgnanna (c.a. 1000kcal m/ hnetusmjöri),
kjöt ásamt salati og meðlæti í hádegismat og kvöldmat,
snarl er oftast hnetur, skyr, ostur, egg, MCT í kaffi o.s.frv.
Algjörlega ekki meint til að gagnrýna eða neitt svoleiðis, en þetta eru almennt já dýrar vörur (nema morgunmaturinn). ostur, kjöt, MCT olía er rándýrt stöff. En þú veist það er enginn betri en annar fyrir að eyða minna í mat, sérstaklega ekki ef maður á bara efni á því eða hagræðir útgjöldum bara þannig að maður geri það (þá meina ég einhver sem er ekki með jafn teygðan launaseðil og OP, heldur t.d. einhver sem eyðir minna í raftæki og leikföng og leyfir sér eitthvað dýrara á diskinn ef það er eitthvað sem hann dregur ánægju úr).
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
machinefart skrifaði:blitz skrifaði:Hafragrautur á morgnanna (c.a. 1000kcal m/ hnetusmjöri),
kjöt ásamt salati og meðlæti í hádegismat og kvöldmat,
snarl er oftast hnetur, skyr, ostur, egg, MCT í kaffi o.s.frv.
Algjörlega ekki meint til að gagnrýna eða neitt svoleiðis, en þetta eru almennt já dýrar vörur (nema morgunmaturinn). ostur, kjöt, MCT olía er rándýrt stöff. En þú veist það er enginn betri en annar fyrir að eyða minna í mat, sérstaklega ekki ef maður á bara efni á því eða hagræðir útgjöldum bara þannig að maður geri það (þá meina ég einhver sem er ekki með jafn teygðan launaseðil og OP, heldur t.d. einhver sem eyðir minna í raftæki og leikföng og leyfir sér eitthvað dýrara á diskinn ef það er eitthvað sem hann dregur ánægju úr).
Alveg 100% - ég hef svosem prófað að fylla orkuþörfina mína með öðrum hlutum en enda oftast aftur á þessum, líður eiginlega best þannig. Eina sem ég hef ekki prófað er að gera tilraunir með baunarétti, ætli það sé ekki næsta skref.
PS4
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Ég áætlaði fyrir löngu síðan að það myndi alltaf kosta allavega 2.000 krónur á dag að borða ef það á að vera gott, hollt og fjölbreytt. Það eru 60þús á mánuði og mér hefur ekkert fundist það of mikið. 200gr af kjöti kosta oftast kringum 500 krónur og grænmeti kostar sitt svo ég sé ekki hvernig er hægt að sleppa á bara 500 kr eða 1.000 kr...
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Klemmi skrifaði:Sammála því að framfærslan sé of lág.
Hins vegar stuðar þetta mig svakalega:andri_ss skrifaði:Vil meina að þetta þurfi og eigi ekki að vera svona tæpt, að námsmaður eigi frekar að njóta vafans en að þurfa lifa mjög "frugal" og vera stöðugt að hafa áhyggjur tekjum sumarsins. Eða neyðast til þess að vinna yfir sumarið til þess að geta lifað á láninu yfir skóla árið.
Neyðast til að vinna yfir sumarið?
Auðvitað áttu að vinna yfir sumarið! Annað er fáránleg tilætlunarsemi.
Var ekki nógu skýr.
Það sem ég meina er að mér þætti það sérstakt að neyðast til þess að vinna á sumrin til að eiga nóg fyrir uppihaldinu á meðan ég er í skóla burtséð frá lín láninu.
Kanski betra að orða það á eftirfarandi hátt,
Að neyðast til þess að ganga á sparnaðinn þrátt fyrir að hafa ekki notað neitt af lín peningunum yfir sumar og jóla fríið.
machinefart skrifaði:andri_ss skrifaði:Svo er gert ráð fyrir 35.þkr á mánuði í mat sem er nokkuð vel sloppið.´Er sjálfur í kringum 50 þúsund krónur á mánuði og þá er ég að elda mat og frysta fyrir skólann ásamt öllum trikkum sem ég kann í bókinni.
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
Svona grínlaust, sendu mér pm með því sem þið eruð að borða, ef þetta er rétt þá er ég að gera eitthvað vitlaust.
Ég borða ekkert nema pasta, hrísgrjón, hrossavöðva þegar það er selt í krónunni(um 600kr / kg) sem ég drýgi svo út ásamt minkum matarsóun hakkinu sem þeir hafa verið með öðru hverju.(300 kr /pk í frosti, rúmlega 600gr í pakka) En drýgi það þá út líka.
Er þá að drýga út með gulum baunum, hrísgrjónum pasta og stundum nýrnabaunum. (allt 99kr/dósin)
Ég hinsvegar hreyfi mig mjög mikið, fer í háskólaræktina yfirleitt 4x á viku eða skokka sem vafalaust lætur mig brenna meira en ella.
Sýð svo ódýrustu eggin og fæ mér skyr eða kotasælu í bland eftir því sem hægt er. Borða svo alltaf hafra í mjólk í morgunmat og millimál af og til.
Taka það fram að ég fer aldrei út að borða né í bíó nema mér sé boðið eða ég álpast á frí miða á einhvern hátt, nema þá einstaka sinnum við sérstök tilefni, afmælið mitt sem dæmi en yfirleitt er mér þá boðið.
Morgunmatur: Hafrar í mjólk
klukkan 10 matur: skyr og einhverskonar kolvetni,
(meiri hafrar í vatn eða lítill skamtur af pasta með túnfisk og gulum baunum sem ég hef fryst í bulk og afþýtt yfir nóttina)
klukkan 12 matur: 1:2 ca, kjúklingur/hrossakjöt/kotasæla/egg á móti hrísgrjónunum/pasta. kjötið er bara ef ég hef fengið það á ofangreindu verði.
klukkan 15/16 matur: kanski 2 egg eða eitthvað álíka millimál
Klukkan 19/20 matur: sama og í hadegismat(borða samt sára sjaldan kjötið, er nánast aldrei í boði í krónunni enda um útrunna vöru að ræða.)
fyrir svefn: stundum hafrar en yfirleitt ekkert.
Svo ætla ég að taka það fram að mjög oft missi ég út máltíðir vegna anna, sem bitnar þá yfirleitt annaðhvort á svefni óbeint vegna lélegra afkasta osfrv. Maturinn skemmist þó aldrei hjá mér, enda allt fryst eða neitt daginn eftir.
Svo fæ ég mér stundum chia fræ útá hafrana á morgnana, þau kosta 399 kr fyrir poka sem dugir í mánuð eða meira m.v magnið sem ég nota. Hjálpar mér að koma í veg fyrir harðlífi þar sem ég borða svo einhæft ásamt því að koma í veg fyrir bakflæði, vinnur vel á móti höfrunum.
(hafrarnir óeldaðir eiga það til að valda mér bakflæði án chia fræa.)
Nariur skrifaði:andri_ss skrifaði:...machinefart skrifaði:andri_ss skrifaði:...
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
This^. Ég er sjálfur í um 30.000,- og pæli EKKERT í því hvað ég kaupi kostar og nota engin trikk úr neinni bók.mind skrifaði:andri_ss skrifaði:...
Þekki ekki staka manneskju sem getur lifað á 200þús á mánuði þegar þarf að greiða af húsnæði. Í mínum huga er það vonlaust.
Ég lifi á mun lægri upphæð. Ég leigi í vesturbænum og rek(á skuldlaust) bíl.
Þú mátt líka endilega senda mér pm með matarvenjum, hvað þú ert að kaupa osfrv, er alltaf til í að bæta mig í þeim málum.
Svo var ég ekki nógu skýr með það að vinna á sumrin, sjá svar við seinasta quote-i.
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
mind skrifaði:Ég áætlaði fyrir löngu síðan að það myndi alltaf kosta allavega 2.000 krónur á dag að borða ef það á að vera gott, hollt og fjölbreytt. Það eru 60þús á mánuði og mér hefur ekkert fundist það of mikið. 200gr af kjöti kosta oftast kringum 500 krónur og grænmeti kostar sitt svo ég sé ekki hvernig er hægt að sleppa á bara 500 kr eða 1.000 kr...
Ég held að 1 kg af hjörtum kosti ekki nema 200-250 kr og það er hægt að vinna ýmislegt úr þeim.
Að kaupa í magni er bara svo ótrúlega mikið ódýrara.
10 kg poki af hrísgrjónum kosta um tæpar 2.000 kr, um 125 skammtar (80 gr) fyrir fullorðinn einstakling eða 16 kr per skammtur.
10 kg poki af núðlum kosta um 1.800 kr, um 200 skammtar (50 gr) fyrir fullorðinn einstakling eða 9 kr per skammtur.
6 vorrúllur kosta um 500 kr, 83 kr stykkið.
900 gr kjúklingur er um 1100 kr, 244 kr f. 200 gr.
2 vorrúllur + hrísgrjón + soja = 190 kr.
200 gr kjúklingur + hrísgrjón + súrsæt = 350 kr.
200 gr kjúklingur + núðlur + hnetur + grænmeti = 320-350 kr.
250 gr af fisk í humarsósu og grænmeti + hrísgrjón = 416 kr.
Þetta hljómar ekki glamourus, en þetta er næringaríkt, gott, einfalt, ódýrt og maður sveltur ekki. Þegar maður er í skóla að þá er þetta skothelt.
Það er hægt að fara í talsvert meiri öfgar og gera allt frá scratch, kaupa í risa magni (td. 3 kg af pinto baunum) og undirbúa 30 málítið í einu, það tekur hinsvegar heilan dag og þú þarft frystikistu, hrísgrjónapott ofl., en þá getur maður kominn niður í 40-60 kr per. máltíð og nánast enga fjölbreytni.
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
Vá, á sama tíma dáist ég að og vorkenni ykkur vegna þessara matarvenja. Þetta fyrir mér eru öfgar og fólk á ekki að þurfa að leggja svona mikla hugsun og sparsemi í matinn á góðærislandinu Íslandi
Hélt að ég væri mjög ódýr í rekstri, en m.v. ykkur að þá er ég algjör spreðari.
Hélt að ég væri mjög ódýr í rekstri, en m.v. ykkur að þá er ég algjör spreðari.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:
Morgunmatur: Hafrar í mjólk
klukkan 10 matur: skyr og einhverskonar kolvetni,
(meiri hafrar í vatn eða lítill skamtur af pasta með túnfisk og gulum baunum sem ég hef fryst í bulk og afþýtt yfir nóttina)
klukkan 12 matur: 1:2 ca, kjúklingur/hrossakjöt/kotasæla/egg á móti hrísgrjónunum/pasta. kjötið er bara ef ég hef fengið það á ofangreindu verði.
klukkan 15/16 matur: kanski 2 egg eða eitthvað álíka millimál
Klukkan 19/20 matur: sama og í hadegismat(borða samt sára sjaldan kjötið, er nánast aldrei í boði í krónunni enda um útrunna vöru að ræða.)
fyrir svefn: stundum hafrar en yfirleitt ekkert.
Ég skil ekki alveg hvernig þú ert að borga kr. 1.600-1.700 fyrir þetta á dag.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Lín, Núverandi grunnframfærsla og Lán v/húsnæðis
andri_ss skrifaði:
Morgunmatur: Hafrar í mjólk
klukkan 10 matur: skyr og einhverskonar kolvetni,
(meiri hafrar í vatn eða lítill skamtur af pasta með túnfisk og gulum baunum sem ég hef fryst í bulk og afþýtt yfir nóttina)
klukkan 12 matur: 1:2 ca, kjúklingur/hrossakjöt/kotasæla/egg á móti hrísgrjónunum/pasta. kjötið er bara ef ég hef fengið það á ofangreindu verði.
klukkan 15/16 matur: kanski 2 egg eða eitthvað álíka millimál
Klukkan 19/20 matur: sama og í hadegismat(borða samt sára sjaldan kjötið, er nánast aldrei í boði í krónunni enda um útrunna vöru að ræða.)
fyrir svefn: stundum hafrar en yfirleitt ekkert.
Af því þú minnist einhverstaðar á hvar má spara, þá getur t.d. kl 10 maturinn þinn verið ávöxtur og 1-2 msk hnetusmjör. IMO er það betra á bragðið en það sem þú ert að lýsa þarna en ég veit ekki. Mér finnst skyr vera bölvuð drulla sem er búið að selja okkur sem þessa rosalegu heilsuvöru. Fer illa í magann á mér og er bara alls ekki svo ódýrt. Ef þú ert að spá í próteini þá er ódýrara að kaupa sér bara mysuprótein í stórri pakningu en að þræla í sig skyri. Eg myndi allavega segja að kl 10 maturinn þinn er hlutfallslega dýrastur, sennilega að kosta þig 300 krónur eða eitthvað, sennilega lítið ódýrara en kvöldmaturinn þinn.
Fljótt á að líta þá er þetta ansi próteinrík fæða, jafnframt fitulítil. En það er oft ódýrt að fá hitaeiningar úr fitu og góð fita er ekkert hræðilega dýr. Ég keypti 1 kg af hnetusmjöri frá whole earth sem er nú bara svona vara í dýrari kantinum, búið til úr engu nema hnetum á 999kr í krónunni. Þetta eru tæpar 7000 hitaeiningar sem má smyrja hér og þar, 50% af vikulegri hitaeiningaþörf fyrir manneskju sem borðar 2000 hitaeiningar á dag. Fita er mettandi og að mínu mati gerir mig saddari lengur.