Uppgreiðsla Láns

Allt utan efnis

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Uppgreiðsla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 21:48

Sællir verið þið.

Hvað segið þið varðandi fasteigna lán, er betra að greiða þetta upp eða halda sig við þetta ef maður er með fínar afborganir ?

Heyrði það eithverstaðar að ef maður greiði upp fasteignarlán að þá hækka í raun og veru fasteignargjöld og kemur eithvað viðbótar gjald þannig þótt þú sparir við að greiða bankanum þá ertu komin út í það að greiða ríkinu meira.

Væri frábært að fá umræðu um þetta og hvað fólki finnst, er með svo takmarða þekkingu og finn takmarkað um þetta á netinu. :happy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Sep 2017 22:03

Það er alltaf besta fjárfestingin að borga sem mest upp af lánum.
Fasteignagjöld eru reiknuð út sem ákveðin % af fasteignamati óháð skuldastöðu.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:05

GuðjónR skrifaði:Það er alltaf besta fjárfestingin að borga sem mest upp af lánum.
Fasteignagjöld eru reiknuð út sem ákveðin % af fasteignamati óháð skuldastöðu.


Akkurat það sem ég spáði þar til nokkrir einstaklingir nefndu við mig að það bættust við viðbótar gjöld ef eigninn er skuldlaus en ég finn ekkert um það.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Sep 2017 22:07

Dúlli skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það er alltaf besta fjárfestingin að borga sem mest upp af lánum.
Fasteignagjöld eru reiknuð út sem ákveðin % af fasteignamati óháð skuldastöðu.


Akkurat það sem ég spáði þar til nokkrir einstaklingir nefndu við mig að það bættust við viðbótar gjöld ef eigninn er skuldlaus en ég finn ekkert um það.


Ég veit ekki hvaða gjöld það ættu að vera?




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:08

GuðjónR skrifaði:
Dúlli skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það er alltaf besta fjárfestingin að borga sem mest upp af lánum.
Fasteignagjöld eru reiknuð út sem ákveðin % af fasteignamati óháð skuldastöðu.


Akkurat það sem ég spáði þar til nokkrir einstaklingir nefndu við mig að það bættust við viðbótar gjöld ef eigninn er skuldlaus en ég finn ekkert um það.


Ég veit ekki hvaða gjöld það ættu að vera?


Það er nefnilega málið, er að spá hvort eithver hefur gert þetta hér. Fékk nefnilega enga nánari útskýringu.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Tbot » Sun 10. Sep 2017 22:10

Eignaskattar.
Ef eignin er þeim mun verðmætari þá komur auðlegðarskattur.




pukinn
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 09. Maí 2009 23:18
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf pukinn » Sun 10. Sep 2017 22:11

Fasteignagjöld eru held ég ekki breytileg (nema þú leigir íbúðina í td. RBB í meira en einhverja x daga á ári. (þá færðu fasteignagjöld eins og um fyrirtæki væri að ræða). En þú gætir þurft að borga eignaskatt ef hrein eign er hærri en X. En þá skiptir væntanlega ekki máli hvort þú ert með pening á banka eða borgar upp lán, peningur telur samt í eignarstöðu. Það er erfitt að finna fjárfestingu sem er betri en að borga upp verðtryggð lán.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:12

Tbot skrifaði:Eignaskattar.
Ef eignin er þeim mun verðmætari þá komur auðlegðarskattur.


Ertu með dummie útskýringu ? :megasmile




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Tbot » Sun 10. Sep 2017 22:20

Dúlli skrifaði:
Tbot skrifaði:Eignaskattar.
Ef eignin er þeim mun verðmætari þá komur auðlegðarskattur.


Ertu með dummie útskýringu ? :megasmile


https://www3.rsk.is/frodi/?cat=1002&id=11278&k=1
Hefur áhrif á vaxtabætur.
En það er alltaf betra að skulda sem minnst. Þó ber að athuga uppgreiðluákvæði á lánum, sum eru með þau, önnur ekki.


Vísu er auðlegðarskattur útrunninn.




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf vatr9 » Sun 10. Sep 2017 22:23

Eignaskattur var aflagður 2005 samkvæmt þessu: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72666
Fasteignaskattur er síðan óháður skuldastöðu viðkomandi. Það þekki ég af eigin raun.
Auðlegðarskatt er líka búið að afleggja en hann gat bitið eldra fólk í dýru húsnæði sem var kannski búið að missa maka.
Tek undir með því sem kom fram að framan að besti sparnaður sem völ er á í dag er að greiða niður lán.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 10. Sep 2017 22:27

Fólk getur sparað verðtryggt. t.d bundna reikninga til 3 ára og 5 ára,
en tel þig spara meira á því að greiða niður af húsnæðisláninu (miklu hærri vextir af láninu, auðvitað)

T.d verðtryggð lán er með lægri greiðslubyrði til að byrja með: vegna þess að neytandinn er að fá stærri hluta lánsins lánaðan inn í framtíðina. Þetta eru ekki ókeypis peningar, maður þarf að borga fyrir hlutina og ef maður ætlar að lækka upphaflegu greiðslubyrðina, þá er það á
kostnað eignamyndunar.

Hugsanlega ertu mjög klár og þá gæti verið eina rétta í stöðunni að fjárfesta í sjálfum sér eða þínum eigin rekstri (Ekki þekki ég þig næginlega vel til að segja hvað er gáfulegt í þinni stöðu).


Just do IT
  √


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:35

Er nefnilega búin að vera í vangaveltum varðandi þetta, Er með bæði verð og óverðtryggt og búin að vera hugsa hvort maður ætti að greiða annað þeirra upp eða bæði.

Og ef maður skildi greiða bæði þá hvað myndi gerast nákvæmlega, finnst ég vera fá svo dauf svör hjá skattinum og sýslumanninum, Er búin að vera reyna að fræðast um þetta.

Þannig í raun myndi ekkert bætast við fyrst þa ðer búið að leggja niður eignaskattinn ?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf hagur » Sun 10. Sep 2017 22:42

Það "bætist" ekkert við og gerist þannig séð ekki neitt nema að þú borgar lánastofnuninni/bankanum ekkert í hverjum mánuði og hefur bara þeim mun hærri ráðstöfunartekjur.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:44

hagur skrifaði:Það "bætist" ekkert við og gerist þannig séð ekki neitt nema að þú borgar lánastofnuninni/bankanum ekkert í hverjum mánuði og hefur bara þeim mun hærri ráðstöfunartekjur.


Var nefnilega búin að heyra bæði, að það bætist ekkert við og svo hefur líka verið sagt viðbótargjöld/skattar.

Og fæ alltaf takmörkuð svo og það sem ég finn á netinu eru fréttar greinar en ekkert sem er vitnað í lög.




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf vatr9 » Sun 10. Sep 2017 22:46

Held að það væri best að greiða inn á það lán sem ber hæstu raunvextina (og er án uppgreiðslugjalds)
Þó finnst mér ekki spurning að borga inn á t.d. 40 ára verðtryggð lán þar sem þau greiðast annars svo hægt niður.
Ef menn eru að fá vaxtabætur þá breytir það einhverju en ég held að það séu svo fáir að fá þær í dag. Falla þær ekki niður við 10 milljón kr. hreina eign?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf hagur » Sun 10. Sep 2017 22:49

Eignaskattur/auðlegðarskattur hefur verið afuminn, var siðast innheimtur 2014 ef ég man rétt. Fasteignagjöld eru prósenta af fasteignamati og hafa ekkert með skuldastöðu að gera. Það bætist því ekkert við. Greiddu bara upp lánin og njóttu ;-)




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Sun 10. Sep 2017 22:52

vatr9 skrifaði:Held að það væri best að greiða inn á það lán sem ber hæstu raunvextina (og er án uppgreiðslugjalds)
Þó finnst mér ekki spurning að borga inn á t.d. 40 ára verðtryggð lán þar sem þau greiðast annars svo hægt niður.
Ef menn eru að fá vaxtabætur þá breytir það einhverju en ég held að það séu svo fáir að fá þær í dag. Falla þær ekki niður við 10 milljón kr. hreina eign?


Þarf að skoða þetta varðandi uppgreiðslugjald.

Ég stórefa að ég sé á eithverjum vaxatabótum.

Veistu hvar maður gæti séð raunvexti ? Er búin að steingleyma öllu þegar ég keypti þetta. Leiðindi að maður getur heldur ekki séð samatekt hjá Arionbanka yfir hvað maður er búin að greiða mikið án þess að fara sjálfur út í það að reikna þetta út.




vatr9
Nörd
Póstar: 122
Skráði sig: Fim 18. Sep 2008 13:34
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf vatr9 » Sun 10. Sep 2017 23:07

Tja, ég átti við heildarvexti. T.d. á verðtryggðu láni þarf maður væntanlega að taka saman verðbólgu + vexti til að fá heildarvexti. t.d. 2% verðbólga og 4 % vextir, samtals 6%. Óverðtryggt lán er væntanlega einfaldara að bera saman. Er ekki verið að bjóða þau í dag á ca 7%.
Þú ættir að sjá vaxtaprósentuna þína á greiðsluseðlunum.
Annars er margt sem spilar inn í svona samanburð. Ef bílalán er fyrir hendi er væntanlega lang hagstæðast að borga það niður út af hærri vöxtum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf rapport » Mán 11. Sep 2017 11:42

Ef þú átt auka 1000 kr í dag og ert að velta fyrir þér hvernig er best að verja peningnum þá er 1000 kr. í dag = 3000 kr. sparnaður af heildargreiðslum á 25 ára íbúðalán m.v. meðaltalsverðbólgu.

Ef þú ert að nota lífeyrirsgreiðslur inn á lánið, þá stendur valmöguleikinn á milli þess að borga 1000 inn á lánið í dag og spara sér s.s. 3000 í framtíðinni eða setja 1000 inn á lífeyririnn, fá 3000 eftir 25 ár (fer eftir hvað þú ert gamall) og borga svo 40% af 3000 kallinum í skatt = fá 1800 kr.

Valið er því á milli þess að sleppa við að lækka reikningana um 3000kr eða fá 1800 meira í tekjur.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Baldurmar » Mán 11. Sep 2017 13:00

Bestu fjárfestingamöguleikar einstaklinga eru oftast að greiða niður þær skuldir sem bera hæstu vextina.
S.s byrja á yfirdrætta- eða kreditkortaláni
svo bílalánið
svo fasteignalán.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Raskolnikov » Mán 11. Sep 2017 14:38

Það bætast ekki við neinir skattar eða önnur opinber gjöld. Eina "viðbótargjaldið" sem kemur til greina er ef lánið þitt er bundið uppgreiðslugjaldi, þ.e. gjald sem þú borgar viðkomandi lánastofnun fyrir að fá að borga lán hraðar en upphaflega var samið um. Stundum er ekkert uppgreiðslugjald og stundum eitthvað. Ég get t.d. borgað milljón aukalega á ári inn á lán án þess að greiða gjald. Allt yfir það þarf ég að borga 1% uppgreiðslugjald.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Mán 11. Sep 2017 18:47

En hvernig væri það þá, ef maður tæki og greiddi upp annað lánið sem er verðtryggt og gott með það og ætti þá óverðtryggða eftir, myndi það ekki fara til fjandans þegar kreppan kæmi ?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Revenant » Mán 11. Sep 2017 18:57

Að endurfjármagna kostar 55.000kr í dag (plúsmínus þúsarar). Ef ný lánakjör eru betri (þ.e. þú græðir meira en 55.000 yfir lánstímann m.t.t. uppgreiðslu ef við á) þá áttu að endurfjármagna.

Jafnvel þótt það séu óhagstæð uppgreiðsluákvæði þá getur það samt borgað sig ef vextirnir eru mun lægri á nýja láninu.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Dúlli » Mán 11. Sep 2017 19:07

Revenant skrifaði:Að endurfjármagna kostar 55.000kr í dag (plúsmínus þúsarar). Ef ný lánakjör eru betri (þ.e. þú græðir meira en 55.000 yfir lánstímann m.t.t. uppgreiðslu ef við á) þá áttu að endurfjármagna.

Jafnvel þótt það séu óhagstæð uppgreiðsluákvæði þá getur það samt borgað sig ef vextirnir eru mun lægri á nýja láninu.


Ég er ekki að leitast eftir endurfjármögnun, heldur að greiða upp láninn eða annað lánið.

Til dæmis annað lánið er búið að lækka um 50.000 yfir seinustu tvö ár, Sem sagt óverðtryggða lán.

En aftur á móti verðtryggða lánið er búið að hækka um 115.000 yfir seinustu tvö árin.

En það sem ég er að velta fyrir mér, hagnaður á sparnaðar reikningnum mínum er hærri en hækkuninn á láninu.

Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort maður ætti :

A : Halda áfram að spara í sparnaðar reikningnum.
B : Greiða Upp Verðtryggða húsnæðislánið.
C : Greiða Upp Óverðtryggða húsnæðislánið.

Og er aðalega að velta fyrir mér hvað gerist þegar allt fer til fjandans eina ferðina í í hagkerfinu okkar, hvort lán er þá "skárra" að vera með í kreppu.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Tengdur

Re: Uppgreisla Láns

Pósturaf Klemmi » Mán 11. Sep 2017 21:11

Þegar allt fer til fjandans, þá viltu hafa valið óverðtryggt.

Eftir að allt fer til fjandans, þá getur verið að verðtryggt sé málið, þar sem að óverðtryggðir vextir munu rjúka upp.