HringduEgill skrifaði:mainman skrifaði:Ég fór með fjóra farsíma hérna á heimilinu til Hringdu um dagin því mér var lofað öllu fögru ef ég kæmi til þeirra með farsímana (er búinn að vera með heimasíma og net í fjöldamörg ár hjá þeim).
Strax og það var búið þá fór ég að lenda i því aftur og aftur að það,stóð bara "no service" á skjánum.
Þegar ég hringdi,í þá var ein fyrsta spurningin hvar ég byggi, ég sagði stelpunni að ég byggi í vogum vatnsleysu og þá var svarið " já, það er alveg þekkt vandamál hvað það er lélegt swmband í vogunum".
Var nú ekkert rosalega ánægður með þetta svar því það er nú ekki eins og hin stelpan sem seldi mér pakkan hafi ekki vitað,hvar ég byggi.
svo núna í síðustu viku fór ég með fjölskylduna i sumarbústað og flest tæki þar fóru bara í gegnum símann minn enda er ég með 25gb á honum og síðan í gær fæ eg sms um að gagnamagnið mitt sé búið og að hver 100mb kosti mig 350 krónur svo eg hringdi í þá til að fá auka net og þá er bara svarið að ég geti ekki keypt af þeim meira net og að þetta sé bara limitið.
Hann sagði mér að ég hefði bara átt að vera með hnetu í bústaðnum og ráðlagði mér að fá mér annað símakort fram að mánaðarmótum, hann virtist engan vegin skilja að þetta er símanúmerið mitt í vinnuni og að ég hreinlega gæti ekki skipt um númer.
Hann sagði síðan að 25gb væri bara það stærsta sem síminn bjóði upp á.
Það tók mig nú ekki langan tíma að fletta upp á síðunni hjá símanum getur maður verslað upp í 300gb svo það er nú ekki alveg rétt hjá honum.
Ég verð að hafa kveikt á netinu hjá mér alltaf í símanum á virkum dögum og er ekki alltaf við vinnuna svo eg geti nýtt mér wifi þar og ég er nú þegar kominn langt í 4 þús kall aukareikning vegna umframnets og engin leið fyrir mig að kaupa meira hjá þessu fyrirtæki.
Það verður eitt af því fyrsta sem ég geri á morgun að skipta um símafélag........
Sælir!
Leitt að heyra með sambandið hjá þér. Við förum í gegnum dreifikerfi Símans og þegar ég skoða Voga á Vatnsleysuströnd á https://hringdu.is/dreifikerfid/ virðist sambandið vera ágætt. Þekkirðu aðra hjá Símanum/Hringdu sem lýsa sömu reynslu?
Annars er 25 GB pakkinn sá stærsti hjá okkur þannig ef þú ert venjulega að fara yfir 25 GB þá borgar sig fyrir þig að vera annars staðar. Við hringjum venjulega í fólk þegar það klárar gagnamagnið sitt og þegar það er komið yfir 25 GB þá bjóðum við yfirleitt að kaupa auka gagnamagn ef notkunin er undantekning (t.d. í fríum eða óvart gleymt að tengja sig við WiFi á router o.s.frv.). Sendu mér allavega skilaboð hérna á Vaktinni svo við getum græjað þennan mánuð og skoðað hvað henti þér í framhaldinu.
Ég fer yfirleitt aldrei yfir 15gb nema þetta eina skipti og ég ætlaði bara að kaupa meira gagnamagn og margreyndi það en strákurinn sem eg talaði við sagði alltaf að ég gæti ekki keypt meira gagnamagn, ekki einusinni bætt við eða neitt og hann lét mig alveg vita að það væri ekkert i stöðunni fyrir mig annað en að greiða alltaf 350kr fyrir hver byrjuð 100mb það sem eftir væri mánaðar.