Flotun á gólfi
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 381
- Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Flotun á gólfi
Er einhver með reynslu af flotun á gólfum,er vit í því að flota timburgólf og er hægt að flota yfir flísar. Er að fara reysa smáhýsi fyrir ferðaþjónustu og datt í hug hvort ekki væri sniðugast að flota gólfin í þeim.
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
- Reputation: 19
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
Ertu að tala um að flota yfir td parket og flísar?
Ég myndi ekki gera það, rífa þetta upp og flota undir og leggja nýtt eða setja epoxy.
Ég myndi ekki gera það, rífa þetta upp og flota undir og leggja nýtt eða setja epoxy.
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
eflaust ekkert mála að flota yfir flísar en tapar smá lofthæð nátturulega við það.(þykkt á flísum)
en efast að það sé sniðugt að flota timbur. því það er alltaf á hreyfingu.
en efast að það sé sniðugt að flota timbur. því það er alltaf á hreyfingu.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 381
- Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
- Reputation: 3
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
Nei ekki parket,það er held ég nótuð fura í þessum húsum sennilega 22m þykkt,sá að það væri hægt að fá trefjaflot fyrir timburgólf,svo bara spurning hvort það springi strax.
Svo var ég að spá í því að flota yfir flísar þar sem sturtuklefinn er heima hjá mér.
Svo var ég að spá í því að flota yfir flísar þar sem sturtuklefinn er heima hjá mér.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 959
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Reputation: 71
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
Ekki flota yfir timburgólf, það gæti komið í hausinn á þér. En það er í lagi að flota yfir flísar, en auðvitað lang gafulegast að rífa þær upp og pússa á eftir og skella svo floti á.. P. s er að vinna í múrverki á sumrin
LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
Já það er hægt en það þarf að styrkja extra vel.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Flotun á gólfi
Þú ert að fara að flota yfir gólf sem er í timburhúsi? þeas. burðurinn í gólfinu er timbur?
Ef svo er þá er hægt að leggja plötur yfir það fyrir flotun til að minnka líkur á sprungum, og það eru sérstök flotefni sem geta teygst eitthvað áður en það koma sprungur.
Best að taka gólfefnið af áður.
Ef svo er þá er hægt að leggja plötur yfir það fyrir flotun til að minnka líkur á sprungum, og það eru sérstök flotefni sem geta teygst eitthvað áður en það koma sprungur.
Best að taka gólfefnið af áður.
Re: Flotun á gólfi
Ef hallinn á baðtherbergis gólfinu er rangur, þá ætti að vera í lagi að flota yfir. svo lengi sem þú notar Bindi grunn undir, og svo lengi sem flísarnar sem eru fyrir eru ekki lausar. (lausar, þá meina ég að það komi hálfgert tómahljóð þegar þú bankar í þær. sem gæti verið merki um að það hafi komist vatn undir þær einhverntimann.)
Ættir að nota Grunn fyrir flotun, en svo er lika til TG-2 Grunnur hjá Álfaborg sem er grunnur undir flotun/steypu. Eða kykja í næstu flísabúð of spyrjast fyrir um Grunn til að setja á gólf þar sem á að fara flota. og hvort sá grunnur bindist við flísar.
En svo er Aðal málið líka. ef flísarnar eru lausar, þá væri ekki svo vittlaust að nippa í 1-2 meðfram veggnum til að vera viss um að það sé "Gúmmí Borði" í kverkunum til að varna leka skemmdum milli herbergja. (sem er að koma í ljós að vanti í morgum íbúðum í dag sem eru með leka vandamál milli herbergja ((og þá mögulega sveppa myndun)))
Ættir að nota Grunn fyrir flotun, en svo er lika til TG-2 Grunnur hjá Álfaborg sem er grunnur undir flotun/steypu. Eða kykja í næstu flísabúð of spyrjast fyrir um Grunn til að setja á gólf þar sem á að fara flota. og hvort sá grunnur bindist við flísar.
En svo er Aðal málið líka. ef flísarnar eru lausar, þá væri ekki svo vittlaust að nippa í 1-2 meðfram veggnum til að vera viss um að það sé "Gúmmí Borði" í kverkunum til að varna leka skemmdum milli herbergja. (sem er að koma í ljós að vanti í morgum íbúðum í dag sem eru með leka vandamál milli herbergja ((og þá mögulega sveppa myndun)))