Sælir
Ég er komin í bölvuð vandræði sem snúa að skipulagi, utanumhaldi og gagnageymslu fyrir ljósmyndir og myndskeið sem fjölskyldan tekur
Tækjabúnaður
1x Iphone 6
1x Samsung Galaxy s6
1x Sony RX myndavél
Gagnageymslur:
Ix MacBook Pro (SSD diskur 128 GB)
1x Samsung Fartölva (stuttur líftími eftir)
2x utanáliggjandi harðir diskar
1x Dropbox Pro account 1 Tb
Málið er að við tökum endalaust af myndum og myndskeiðum af krökkunum og lífinu almennt. Erum með þetta í folderum eftir árum og svo kemur ýmislegt þar inn í subfoldera, höfum ekki náð að splitta þar upp í mánuði því við erum að tæma myndavélarnar með óreglulegu millibili. Hef verið að lenda í því að sömu myndir koma oftar inn en einu sinni og ég reyndi að halda utan um hvaða gögn ég er búinn að afrita af tölvu yfir á harðan disk eða dropbox eða bæði. Ég nota bene er að tæma öll tæki með snúru í tölvu og eyði svo því sem fór inn handvirkt, færi svo handvirkt inn á harða diska.
Er ekki einhver leið til að létta manni lífi með þetta allt? Er einhver sem hefur veirð í sömu sporum sem kom sér út úr þessu vandamáli án þess að hætta að taka myndir? Ég hef sett mér þá reglu að áður en tæmi myndavélirnar að fjarlæga allar lélegu myndirnar, ef sama frábæra mynd er tekinn 5 sinnum eyði ég allavega 3 af þessum 5 myndum.
Væru samt til í lausn sem felur í sér að myndir fara þráðlaust úr myndavél yfir á utanáliggjandi harðan disk og fari sjálfkrafa af þeim harða disk yfir á Dropbox eða aðra skýjaþjónustu. Því spyr ég, er þessi tækni til og hvernig snýr maður sér? Hvaða forrit er best að nota?
Ljósmyndageymsla og utanumhald
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
Myndasafnið mitt telur 4.7TB og virkar þetta svona:
1) Ég tæmi allar myndavélar inn á aðal drifið mitt sem er 12TB RAID (2x6TB í RAID0)
2) Á hverri nóttu sér forritið SyncBack Pro um að backuppa allar viðbætur yfir á Seagate Archive 8TB sem er í sömu tölvu
3) Í kjölfarið sér SyncBack Pro um að uploada öllu nýju efni inn á Amazon Cloud Drive ($60 á ári fyrir ótakmarkað magn)
Svo á ég reyndar fullar skúffur bæði heima og á skrifstofunni af gömlum backupdiskum sem innihalda fyrri ár, ég velti alltaf öllu myndasafninu á nýrri drif á ~2 ára fresti og set gömlu drifin í geymslu, þannig að ég á í raun fjölmörg afrit af fyrstu árunum á mörgum diskum, og er alltaf með allt myndasafnið í heilu lagi á því drifi sem ég hef í tölvunni að hverju sinni. Diskar vaxa hraðar en ég næ að mynda, jafnvel þó ég sé með 51.4 megapixla myndavél sem vistar hátt í 100MB skrár fyrir hverja mynd :-O
PS. Cross-platform forrit til að finna margföld afrit af skrám og hjálpa þér að hreinsa til í því: https://www.hardcoded.net/dupeguru/
1) Ég tæmi allar myndavélar inn á aðal drifið mitt sem er 12TB RAID (2x6TB í RAID0)
2) Á hverri nóttu sér forritið SyncBack Pro um að backuppa allar viðbætur yfir á Seagate Archive 8TB sem er í sömu tölvu
3) Í kjölfarið sér SyncBack Pro um að uploada öllu nýju efni inn á Amazon Cloud Drive ($60 á ári fyrir ótakmarkað magn)
Svo á ég reyndar fullar skúffur bæði heima og á skrifstofunni af gömlum backupdiskum sem innihalda fyrri ár, ég velti alltaf öllu myndasafninu á nýrri drif á ~2 ára fresti og set gömlu drifin í geymslu, þannig að ég á í raun fjölmörg afrit af fyrstu árunum á mörgum diskum, og er alltaf með allt myndasafnið í heilu lagi á því drifi sem ég hef í tölvunni að hverju sinni. Diskar vaxa hraðar en ég næ að mynda, jafnvel þó ég sé með 51.4 megapixla myndavél sem vistar hátt í 100MB skrár fyrir hverja mynd :-O
PS. Cross-platform forrit til að finna margföld afrit af skrám og hjálpa þér að hreinsa til í því: https://www.hardcoded.net/dupeguru/
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
Ég var með fullt af gömlum myndum sem voru allar í kaos, Ekkert skipulag á þessu, en þær voru allar undir möppunni "Myndir" á dropbox.
Ég fékk mér lightroom og importaði þessari möppu. Ég stillti það þannig að lightroom flokkar þær niður í ártal möppu og svo þar undir í mánaðarmöppu á nýju drifi sem CrashPlan sér um að vakta og bakka upp í skýið. Svo þegar ég importa myndum úr myndavélinni minni þá fara þær allar sama veg.
Eftir að hafa byrjað með CrashPlan þá finnst mér ég ekki þurfa að borga fyrir dropbox lengur þar sem að ég þarf enga fítusa þar nema bara gagnamagnið, og það er "endalaust" hjá CrashPlan.
Það eina sem mig vantar er automatic backup af símamyndum, þannig að þegar síminn tengist WiFi-inu heima þá myndu þær myndi fara í viðeigandi folder á drifinu sem crashplan er að vakta.
Ég fékk mér lightroom og importaði þessari möppu. Ég stillti það þannig að lightroom flokkar þær niður í ártal möppu og svo þar undir í mánaðarmöppu á nýju drifi sem CrashPlan sér um að vakta og bakka upp í skýið. Svo þegar ég importa myndum úr myndavélinni minni þá fara þær allar sama veg.
Eftir að hafa byrjað með CrashPlan þá finnst mér ég ekki þurfa að borga fyrir dropbox lengur þar sem að ég þarf enga fítusa þar nema bara gagnamagnið, og það er "endalaust" hjá CrashPlan.
Það eina sem mig vantar er automatic backup af símamyndum, þannig að þegar síminn tengist WiFi-inu heima þá myndu þær myndi fara í viðeigandi folder á drifinu sem crashplan er að vakta.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3175
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
Persónulega finnst mér Rclone henta mér mjög vel , hef minna pælt í að koma reglu af myndum af síma þar sem ég synca þeim beint í Google Drive.
Einnig hægt að nota skipunina rclone dedupe til að koma í veg fyrir duplicate afrit í skýjaþjónustu. Hægt að scripta til að einfalda sér lífið bæði í Mac og Windows umhverfi.
http://rclone.org/
http://rclone.org/dropbox/
Einnig hægt að nota skipunina rclone dedupe til að koma í veg fyrir duplicate afrit í skýjaþjónustu. Hægt að scripta til að einfalda sér lífið bæði í Mac og Windows umhverfi.
http://rclone.org/
http://rclone.org/dropbox/
Just do IT
√
√
-
- /dev/null
- Póstar: 1456
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
Ég nota lightroom til að flokka allar myndir eftir ártali, mánuði, degi inn á eina möppu sem er á vélinni minni.
Sú mappa er svo owncloud backup inn á fileserverinn, og þaðan er backup tekið inn á crashplan.
Sú mappa er svo owncloud backup inn á fileserverinn, og þaðan er backup tekið inn á crashplan.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 24
- Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:49
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
Takk fyrir svörin.
Crashplan hljómar vel og Lightroom en ég er ekki að tíma að fjárfesta í Lightroom fyrir um 150-200 USD, er ekki sambærilegt forrit til sem er ókeypis eða ódýrara en Lightroom?
Er einhver hér búinn að stilla símana sína og jafvel myndavélar að myndir fara sjálfkrafa af myndavél inn á harðan disk og þaðan sjálfvirkt inn á flakkara og svo skýjaþjónustu? Það finnst mér vera ideal leið til að gera þetta sérstaklega þar sem myndavélin og símarnir ættu að styðja það hjá mér.
Crashplan hljómar vel og Lightroom en ég er ekki að tíma að fjárfesta í Lightroom fyrir um 150-200 USD, er ekki sambærilegt forrit til sem er ókeypis eða ódýrara en Lightroom?
Er einhver hér búinn að stilla símana sína og jafvel myndavélar að myndir fara sjálfkrafa af myndavél inn á harðan disk og þaðan sjálfvirkt inn á flakkara og svo skýjaþjónustu? Það finnst mér vera ideal leið til að gera þetta sérstaklega þar sem myndavélin og símarnir ættu að styðja það hjá mér.
-
- spjallið.is
- Póstar: 493
- Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
- Reputation: 25
- Staðsetning: Vestfirðir
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósmyndageymsla og utanumhald
ég er að nota livedrive.com fyrir mitt backup, ódýrt og gott, svo nota ég en gamla Canon ZoomBrowser EX til þess að endurnefna allar myndir sem ég tek með ártali, dags og tíma + serial og setja í möppu fyrir hvern mánuð í senn, einfaldar að leita í einum mánuði í einu en öllu safninu