Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Urri » Fös 13. Jan 2017 07:45

Hef nú verið að spjalla við tryggingafélögin og fengið mismunandi tilboð, en þvílíkur heimur að skilja.

Ég spyr því mér finnast þessar tölur sem ég hef fengið hjá mismunandi fyrirtækjum algjörlega út úr hött.

T.d. var fyrirtæki dýrara eftir að reikna afslátt (sem ég heimtaði v/fyrrum viðskipta) heldur en fyrirtæki sem ég hef aldrey haft viðskipti við á SAMA hlutnum.

Hvernig er það með allt þetta smáaletur.... þetta lítur út fyrir að tryggingarfélögin séu með þessa samninga fulla
af takmörkunum á bótaskyldu út í eitt.

Hvað er fólk að borga af sínu húsnæði ?
hvaða tryggingar finnst fólki vera "þess virði" að hafa ?


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Klemmi » Fös 13. Jan 2017 08:41

[rant]
Ég veit t.d. ekki hvað mér finnst um sjúkdómatryggingar sem er reglulega verið að reyna að pranga upp á mann og reyna að láta manni líða eins og maður sé kærulaus ef maður fái sér ekki. Hef eingöngu lesið í gegnum skilmálana hjá mínu tryggingafélagi (Sjóvá), en þar finnst mér einfaldlega þeir sjúkdómar og slys sem falla undir vera svo takmarkaðir, einnig eru alls kyns undanskyld atriði undir hverjum sjúkdómi/slysi.

Sama gildir um að slysin eru ekki bætt ef ég er á skipulögðum íþróttaæfingum eða að keppa í íþróttum, en það er á þeim tíma sem ég er líklegastur til að slasa mig.

Set hér glósuna úr skilmálum Sjóvá t.d. vegna krabbameins:
Sjóvá skrifaði:Krabbamein (Cancer)
Illkynja æxli sem einkennist af stjórnlausum vexti og dreifingu illkynja fruma ásamt ífarandi vexti í vefi.
Sjúkdómsgreiningin verður að vera staðfest af sérfræðingi með sérstakri vefjagreiningu. Hvítblæði og illkynja
sjúkdómar í eitlakerfinu svo sem Hodgkinssjúkdómur falla einnig undir þessa skilgreiningu.
Undanskilið er:
    sérhvert stig af innanþekjuæxli í leghálsi (CIN)
    sérhvert forstig illkynja æxlis (pre-malignant tumour)
    sérhvert krabbamein án íferðar /setbundið krabbamein (cancer in situ)
    blöðruhálskirtilskrabbamein á stigi 1 (T1a, 1b, 1c)
    grunnfrumukrabbamein (basal cell carcinoma) og flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma)
    illkynja sortuæxli á stigi 1A (T1a, N0, M0)
    sérhvert illkynja æxli samfara eyðniveiru (HIV).


Ég skil ekki af hverju ég er ekki tryggður fyrir þessum krabbameinum á stigi 1. Hefði einmitt haldið að það væri lægstur kostnaður ef þetta fyndist snemma. Sama gildir með að þú ert ekki tryggður fyrir heyrnaleysi nema þú missir algjörlega heyrn á báðum eyrum. Sama með blindu, þú þarft að missa algjörlega, varanlega og óbætanlega sjón á báðum augum.

Þetta er ég einfaldlega ekki til í að borga tugi þúsunda á ári fyrir, þegar þetta virðist tryggja eingöngu worst case scenario, engan milliveg. Mér fyndist ég einfaldlega ekki vera tryggður þó svo að ég keypti þessa tryggingu, því flest af því sem getur komið upp fellur ekki undir bótaréttinn.[/rant]




JapaneseSlipper
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf JapaneseSlipper » Fös 13. Jan 2017 09:14

Klemmi skrifaði:[rant]
Ég veit t.d. ekki hvað mér finnst um sjúkdómatryggingar sem er reglulega verið að reyna að pranga upp á mann og reyna að láta manni líða eins og maður sé kærulaus ef maður fái sér ekki. Hef eingöngu lesið í gegnum skilmálana hjá mínu tryggingafélagi (Sjóvá), en þar finnst mér einfaldlega þeir sjúkdómar og slys sem falla undir vera svo takmarkaðir, einnig eru alls kyns undanskyld atriði undir hverjum sjúkdómi/slysi.

Sama gildir um að slysin eru ekki bætt ef ég er á skipulögðum íþróttaæfingum eða að keppa í íþróttum, en það er á þeim tíma sem ég er líklegastur til að slasa mig.

Set hér glósuna úr skilmálum Sjóvá t.d. vegna krabbameins:
Sjóvá skrifaði:Krabbamein (Cancer)
Illkynja æxli sem einkennist af stjórnlausum vexti og dreifingu illkynja fruma ásamt ífarandi vexti í vefi.
Sjúkdómsgreiningin verður að vera staðfest af sérfræðingi með sérstakri vefjagreiningu. Hvítblæði og illkynja
sjúkdómar í eitlakerfinu svo sem Hodgkinssjúkdómur falla einnig undir þessa skilgreiningu.
Undanskilið er:
    sérhvert stig af innanþekjuæxli í leghálsi (CIN)
    sérhvert forstig illkynja æxlis (pre-malignant tumour)
    sérhvert krabbamein án íferðar /setbundið krabbamein (cancer in situ)
    blöðruhálskirtilskrabbamein á stigi 1 (T1a, 1b, 1c)
    grunnfrumukrabbamein (basal cell carcinoma) og flöguþekjukrabbamein (squamous cell carcinoma)
    illkynja sortuæxli á stigi 1A (T1a, N0, M0)
    sérhvert illkynja æxli samfara eyðniveiru (HIV).


Ég skil ekki af hverju ég er ekki tryggður fyrir þessum krabbameinum á stigi 1. Hefði einmitt haldið að það væri lægstur kostnaður ef þetta fyndist snemma. Sama gildir með að þú ert ekki tryggður fyrir heyrnaleysi nema þú missir algjörlega heyrn á báðum eyrum. Sama með blindu, þú þarft að missa algjörlega, varanlega og óbætanlega sjón á báðum augum.

Þetta er ég einfaldlega ekki til í að borga tugi þúsunda á ári fyrir, þegar þetta virðist tryggja eingöngu worst case scenario, engan milliveg. Mér fyndist ég einfaldlega ekki vera tryggður þó svo að ég keypti þessa tryggingu, því flest af því sem getur komið upp fellur ekki undir bótaréttinn.[/rant]


Já, frændi minn fékk krabbamein í blöðruháls sem er algengasta krabbamein í karlmönnum á Íslandi. Að sjálfsögðu fékk hann ekki sjúkdómatrygginguna borgaða út.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það en mér var sagt að Allianz væru til fyrirmyndar í þessu.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf depill » Fös 13. Jan 2017 10:27

Reynum að halda on point og stofna annan "ég hata tryggingarfélögin þráð"

En ég er með Fasteignatryggingu hjá Sjóva ( 138 fm, svo bílskúr sem virðist vera sértryggður samkv yfirliti ) fasteignamat í kringum 40 millj

Ég er að borga
Iðgjald kr. 51.458
Stofn afsláttur kr. -5.146
Tjónleysisafsláttur kr. -6.947
Kostnaður kr. 1.397
__________________________________________________
Samtals iðgjald kr. 40.762

Svo er ég með Fjölskylduvernd 2 líka hjá Sjóva 8.1 millj innbú ( sem ég þarf örugglega að endurskoða, þarf að fá einhverja ráðgjöf í því

Sundurliðun
Iðgjald kr. 33.269
Stofn afsláttur kr. -3.327
Tjónleysisafsláttur kr. -6.886
Byggingaröryggisgjald kr. 360
Viðlagatrygging kr. 2.000
Kostnaður kr. 1.354
__________________________________________________
Samtals iðgjald kr. 26.770

67.532 kr er ég þá að borga á ári




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Klemmi » Fös 13. Jan 2017 10:43

depill skrifaði:Reynum að halda on point og stofna annan "ég hata tryggingarfélögin þráð"

OP skrifaði:Hvernig er það með allt þetta smáaletur.... þetta lítur út fyrir að tryggingarfélögin séu með þessa samninga fulla
af takmörkunum á bótaskyldu út í eitt.
...
hvaða tryggingar finnst fólki vera "þess virði" að hafa ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf depill » Fös 13. Jan 2017 10:45

Klemmi skrifaði:
depill skrifaði:Reynum að halda on point og stofna annan "ég hata tryggingarfélögin þráð"

OP skrifaði:Hvernig er það með allt þetta smáaletur.... þetta lítur út fyrir að tryggingarfélögin séu með þessa samninga fulla
af takmörkunum á bótaskyldu út í eitt.


Næst quotea ég í það sem ég ætla mér að quotea í. Næsta svar á eftir er byrjað að spinnast út í þráð um takmörkun á bótaskyldu á sjúkdómatryggingum. Þitt innlegg er gilt gott þar sem eitt af því sem er svo erfitt að bera saman er öll þessi takmörkun og complexity á milli trygginga líka í íbúð/hús.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf dori » Fös 13. Jan 2017 11:40

Ég er með þessa brunatryggingu frá TM

Iðgjald kr. 7.962
Opinber gjöld kr. 16.685
-------------------------------
Til greiðslu kr. 24.647

Þetta er íbúð+bílskúr og tryggingarfjárhæðin er samtals tæpar 27 milljónir.

Ég hef ekki ennþá farið í eitthvað af þessum tryggingum sem er alltaf verið að reyna að selja manni, það væri kannski skynsamlegt (maður tryggir ekki eftir á eins og þeir eru svo duglegir að segja manni) en ég reyni að tryggja bara það sem er skylda og það sem ég væri alveg fucked ef það myndi klikka.



Skjámynd

Höfundur
Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Urri » Fös 13. Jan 2017 12:55

Já ég er einmitt að lesa og reyna að skilja þessa flóru og hef þá verið að skoða smáaletrið þar sem mér finnst andskoti margt sem maður er EKKI tryggður gegn "if shit hits the fan".

er núna að borga 23460 fyrir þessa skildutryggingu af 115fm íbúðarhúsnæði.
En hef verið að skoða tryggingu gagnvart eigandanum niðri útaf vatni og svoleiðis. hef bara ekki hugmynd hvað maður á að vera að taka...


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf urban » Fös 13. Jan 2017 16:10

depill skrifaði:Svo er ég með Fjölskylduvernd 2 líka hjá Sjóva 8.1 millj innbú ( sem ég þarf örugglega að endurskoða, þarf að fá einhverja ráðgjöf í því



Það þarf að passa sig á því að þessi tala sé ekki of há og ekki of lág.

Ef að hún er of lág.

T.d. þú átt 10 millur í innbúi en ert tryggður fyrir 8 millum og lendir í altjóni, þá hef ég heyrt dæmi um að það sé ekki greitt út 100& tjón, þar sem að þú ert jú ekki að tryggja allt 100% og þar að leiðandi bara 80% af þessum 8 millum greitt út.

Síðan ef að þú átt 10 millur í innbúi en tryggir fyrir 12, þá leika þeir sama leikinn, þú ert ekki tryggður 100% og færð þar að leiðandi ekki 100% af tryggingarupphæðinni.

Semsagt að hafa innbús tryggingu rétta var mér kennt að sé svolítið nauðsynlegt.


Sjálfur er ég einmitt að fara yfir mínar tryggingar, er að leigja og eigandinn sér um skyldutryggingar, en ég er með fjölskylduvernd hjá sjóvá núna og er með innbú uppá 6,5 millur og borgaði 19.600 á síðasta ári.

En síðan eru margir sem að bara hreinlega átta sig ekki á því hvað innbúið er í raun mikils virði.

Ég bendi fólki bara alltaf á það að spá í því hvað það þyrfti að eyða miklum pening til þess að græja fataskápinn einsog hann er núna, ef að það yrði öllu stolið.

Þegar að 1 úlpa telur hugsanlega yfir 100 þús, buxur varla undir 20 þús og skór á eitthvað svipað, þá er þetta alveg ótrúlega fljótt að koma.

Eins hvað tæki og dót í eldhúsi er ótrúlega fljótt að koma upp.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf depill » Fös 13. Jan 2017 19:46

urban skrifaði:Þegar að 1 úlpa telur hugsanlega yfir 100 þús, buxur varla undir 20 þús og skór á eitthvað svipað, þá er þetta alveg ótrúlega fljótt að koma.

Eins hvað tæki og dót í eldhúsi er ótrúlega fljótt að koma upp.


Það er akkurat þetta sem lætur mig hugsa að ég þurfi að bara skoða hvort þetta er rétt. Ég meina bara, skíði, skór, tölvur, sjónvarp, eldhústækin, fötin mín, föt strákana, rúmin o.s.frv. Enn ég væri svo til að fá einhvern með mér til að geta mælt með hvað þetta á að vera tryggt.

Þú veist á maður að miða við hvað þetta kostar nýtt út í búð eða tekur maður inní hvað þetta er gamalt ? Og hvernig virkar þetta, á maður að vera með nótur fyrir öllur eða er nóg bara að slumpa ? Á maður að vera með lista yfir það sem er til í húsinu ?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf urban » Fös 13. Jan 2017 20:18

depill skrifaði:
urban skrifaði:Þegar að 1 úlpa telur hugsanlega yfir 100 þús, buxur varla undir 20 þús og skór á eitthvað svipað, þá er þetta alveg ótrúlega fljótt að koma.

Eins hvað tæki og dót í eldhúsi er ótrúlega fljótt að koma upp.


Það er akkurat þetta sem lætur mig hugsa að ég þurfi að bara skoða hvort þetta er rétt. Ég meina bara, skíði, skór, tölvur, sjónvarp, eldhústækin, fötin mín, föt strákana, rúmin o.s.frv. Enn ég væri svo til að fá einhvern með mér til að geta mælt með hvað þetta á að vera tryggt.

Þú veist á maður að miða við hvað þetta kostar nýtt út í búð eða tekur maður inní hvað þetta er gamalt ? Og hvernig virkar þetta, á maður að vera með nótur fyrir öllur eða er nóg bara að slumpa ? Á maður að vera með lista yfir það sem er til í húsinu ?


Ég var einhvern tíman með flotta síðu sem að reiknaði þetta út fyrir mann.

Semsagt, þú áttir bara að fara í gegnum herbergin hjá þér lauslega.
Innbú, rafmagnstæki, fatnaður, annað og ég verð að segja að mér brá þegar að ég tók það saman eftir allt, miklu hærri upphæð en ég hélt.

En því miður þá bara finn ég þetta ekki núna við fljótlega leit.

En ég myndi hreinlega fara og spjalla við einhvern hjá tryggingarfélaginu þínu um það hvernig er best að reikna þetta út og hvað eigi t.d. að segja að 5 ára þvottavél kosti, eða sófi.

Ég hreinlega bara man þetta ekki nógu vel.
Kynnti mér þetta gríðarlega vel á sínum tíma, það eru bara komin ca 10 ár síðan.


En já, ef að við spáum í bara svefnherbergi.

útbúum bara einhverjar tölur, samt ekkert fjær lagi.
Rúm 250 þús, en það er bara rúmið, koddinn minn kostaði tæp 15 þús og sængin 22 þús, síðan lök og sængurföt.

Þarna er maður strax kominn yfir 300 þús.

Nú, margir eru með sjónvarp í herberginu, ég meðtalinn, þar er 200 þús.
Kommóða og skápur ásamt náttborðum, sjálfsagt 50 - 100 þús.

Það sem að er í þessu öllu saman, sjálfur á ég t.d. lítið af fötum, en ég fer samt alveg leikandi í 500 þús þegar að maður telur það saman.

Svefnherbergi, einhleypur karlmaður, kominn í ca 1050 þús.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Fautinn » Fös 13. Jan 2017 22:10

Þar sem ég vinn nú við að selja tryggingar frá ýmsum félögum, þá er hérna góð leið til að reikna út innbúið https://vordur.is/innbusreiknir/ og svipað hjá hinum félögunum.

Með heimili, td fasteigna og brunatryggingu þá er það reiknað út frá fasteignamati og svo brunabótamatinu á eigninni, því er oftast ekkert hægt að slást um afslætti á þessum tryggingum. Það er helst af þessum heimilisverndin sem rokkar upp og niður, fer eftir hvaða flokk maður velur 1-2-3-4 fleira innifalið, hærri bætur lægri sjálfsábyrgð, þetta velur bara hver fyrir sig. Það eru bílarnir sem félögin slást um verðin og þar er oftast hægt að fá mestu lækkunina.

Það þarf ekki að vera með lista en taka sérstaklega fram ef eru sérstakir dýrari hlutir.

Sammála þarna fyrir ofan, þarf að passa að vera rétt tryggður í innbúi, annars er hægt að lækka bæturnar ef menn eru ekki rétt tryggðir - 5 millj. kr trygging og verður bruni = tjón 10 millj. þá fær viðkomandi 2,5 millj. því að hann vantryggði sig um 5 millj. Refsað.

Sammála með Allianz í heilsutryggingum, borga venjulega alltaf.

Svo þarf að passa sig, ef td allt er fullt af rándýrum málverkum eða slíku, þá þarf verðmat og mynd af hverju stk og senda á félagið, þar fer það í möppu og er greitt þá út ef verður td bruni. En ef það er ekki gert, þá þýðir lítið að benda á öskuna á gólfinu og segja Erró = 3 millj. það yrði bara hlegið að því.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf GuðjónR » Lau 14. Jan 2017 11:17

Vörður:
Heimilisvernd 2
Innbú og fjölskylda
20.828 kr.

Brunatrygging húseigna
44.993 kr.

Húseigendatrygging íbúðarhúsa
32.303 kr.

Alls fyrir heimilið (fyrir utan bíl).
98.124.-

Með bíl og öllum afsláttum þá er ársiðgjaldið: 204.276.- sem er fáránlega há upphæð.
Ef maður lendir í tjóni þá þarf maður að borga fullt af sjálfur sem sjálfsábyrgð og svo skiptir málið hverni tjónið á sér stað.
T.d. ef það brotnar tönn, þá skiptir máli hvernig hún brotnar. :klessa

Svo eru brunatryggingarnar alveg sérkafli, en þar er allskonar sköttum troðið inn í:
Viðhengi
Screenshot 2017-01-14 11.14.31.gif
Screenshot 2017-01-14 11.14.31.gif (10.15 KiB) Skoðað 4912 sinnum



Skjámynd

Höfundur
Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Urri » Mán 16. Jan 2017 09:17

Fautinn skrifaði:Sammála þarna fyrir ofan, þarf að passa að vera rétt tryggður í innbúi, annars er hægt að lækka bæturnar ef menn eru ekki rétt tryggðir - 5 millj. kr trygging og verður bruni = tjón 10 millj. þá fær viðkomandi 2,5 millj. því að hann vantryggði sig um 5 millj. Refsað.


Baras vona útaf því þú hefur greinilega meira vit á þessu en við hinir (að minnsta kost meira en ég).

En hvaða logic er þarna að ef maður tryggir fyrir 5 milljónir að fá ekki bætt þessar 5 milljónir þó svo að þetta er 6 eða 7 í tap... ??? Væri það ekki meira logic að þessar 5 milljónir væru þakið á tryggingunum ekki að ef að fólk er með meira að þá er það einfaldlega ekki tryggt við þessum "auka milljónum" ?

Eða er ég að hugsa þetta alveg vitlaust ?

Þarf maður að uppfæra þessar tryggingar í hvert sinn sem maður t.d. kaupir sér tölvu sjónvarp eða selur pc tv etc... ?

Hljómar eins og tryggingarfélögin séu einfaldlega bara í því að reyna að borga sem minnst og helst ekkert miðað við alla þessa skilmála sem maður les í blessaða smáaletrinu því það er andskoti mikið sem að hlutir eru EKKI tryggðir gegn.


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Tbot » Mán 16. Jan 2017 12:14

Urri skrifaði:
Fautinn skrifaði:Sammála þarna fyrir ofan, þarf að passa að vera rétt tryggður í innbúi, annars er hægt að lækka bæturnar ef menn eru ekki rétt tryggðir - 5 millj. kr trygging og verður bruni = tjón 10 millj. þá fær viðkomandi 2,5 millj. því að hann vantryggði sig um 5 millj. Refsað.


Baras vona útaf því þú hefur greinilega meira vit á þessu en við hinir (að minnsta kost meira en ég).

En hvaða logic er þarna að ef maður tryggir fyrir 5 milljónir að fá ekki bætt þessar 5 milljónir þó svo að þetta er 6 eða 7 í tap... ??? Væri það ekki meira logic að þessar 5 milljónir væru þakið á tryggingunum ekki að ef að fólk er með meira að þá er það einfaldlega ekki tryggt við þessum "auka milljónum" ?

Eða er ég að hugsa þetta alveg vitlaust ?

Þarf maður að uppfæra þessar tryggingar í hvert sinn sem maður t.d. kaupir sér tölvu sjónvarp eða selur pc tv etc... ?

Hljómar eins og tryggingarfélögin séu einfaldlega bara í því að reyna að borga sem minnst og helst ekkert miðað við alla þessa skilmála sem maður les í blessaða smáaletrinu því það er andskoti mikið sem að hlutir eru EKKI tryggðir gegn.


Þetta fyndist mér fróðlegt að sjá fyrir dómi, að geta staðist.
Upphæð sem er tryggt fyrir er ákveðin og borguð gjöld samkvæmt því.

Ef verðmæti er meira þá er umframtjón á kostnað tryggingataka.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Jan 2017 12:44

Tbot skrifaði:Þetta fyndist mér fróðlegt að sjá fyrir dómi, að geta staðist.
Upphæð sem er tryggt fyrir er ákveðin og borguð gjöld samkvæmt því.

Ef verðmæti er meira þá er umframtjón á kostnað tryggingataka.


Einmitt, ef þetta er/væri svona, þá myndi borga sig að segja alltaf nákvæmlega töluna sem maður er tryggður fyrir ef að slys hendir... stenst enga skoðun.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf dori » Mán 16. Jan 2017 13:12

Ég held að þetta sé aðallega issue þegar það er tjón á hluta af innbúi. Þá er farið í að telja allt og draga í efa hvort þú sért með fullt coverage og svo færðu greitt útúr tryggingunni í hlutfalli við hversu mikið coverage þú ert með.

T.d. þú ert með 10m tryggingu en innbúið þitt er 20m virði -> 50% coverage. Tjón uppá 5m -> 25% tjón (s.s. af heildar virði innbús) þannig að þú færð 2,5m greiddar. Ef það er altjón sé ég ekki lógíkina í því að þú fáir ekki alla trygginguna borgaða út, dreg það í efa að tryggingarfélög komist upp með að neita því.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Jan 2017 15:06

dori skrifaði:Ég held að þetta sé aðallega issue þegar það er tjón á hluta af innbúi. Þá er farið í að telja allt og draga í efa hvort þú sért með fullt coverage og svo færðu greitt útúr tryggingunni í hlutfalli við hversu mikið coverage þú ert með.

T.d. þú ert með 10m tryggingu en innbúið þitt er 20m virði -> 50% coverage. Tjón uppá 5m -> 25% tjón (s.s. af heildar virði innbús) þannig að þú færð 2,5m greiddar. Ef það er altjón sé ég ekki lógíkina í því að þú fáir ekki alla trygginguna borgaða út, dreg það í efa að tryggingarfélög komist upp með að neita því.


Finnst þetta ekki lógískt, einfaldlega því að slíkt virkar ekki í báðar áttir.

EF þetta á að vera svona, þá finnst mér að sjálfsábyrgðin mín ætti þá líka að hlutfallast, t.d. ef full sjálfsábyrgð miðist við altjón á bílnum, en ef ég þarfnast 200.000 króna viðgerðar eftir óhapp á 1.000.000 króna bíl, þá ætti ég bara að greiða 20% af sjálfsábyrgðinni...

Þykir einfaldlega lógískast að þetta sé alltaf þak. Sjálfsábyrgðin hjá mér er þak á því hvað ég þarf að greiða af tjóni, vátryggingarupphæð finnst mér að ætti að vera þak á það hvað tryggingarfélagið greiðir. Ekki einhver hlutfallareikningur.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf dori » Mán 16. Jan 2017 15:16

Ég er ekki ósammála því. En ég skil lógíkina í þessu eins og ég lýsi því (þegar það er tjón á hluta þess sem er vátryggt). Ég sé samt ekki lógíkina í þessu sem einhver annar lýsti hérna að ofan.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Daz » Mán 16. Jan 2017 15:33

Klemmi skrifaði:...*klippklipp*...
Þykir einfaldlega lógískast að þetta sé alltaf þak. Sjálfsábyrgðin hjá mér er þak á því hvað ég þarf að greiða af tjóni, vátryggingarupphæð finnst mér að ætti að vera þak á það hvað tryggingarfélagið greiðir. Ekki einhver hlutfallareikningur.

Þá þyrftirðu líklega að tilgreina á vátryggingarskírteininu þínu hvaða partur af innbúinu það er sem þú ert að vátryggja. Tryggingarfélagið vill líklega ekki bera tryggingarábyrgð á öllu innbúinu, bara þeim parti sem þú hefur borgað fyrir. Eitthvað svipað og það er ekki nóg að kaupa eina bílatryggingu ef maður á marga bíla.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf GuðjónR » Mán 16. Jan 2017 15:37

Ef það kviknar í þá er best fyrir vátryggingataka að lenda í altjóni, það er bara þannig.
Ég spurði tryggingasölumann á sínum tíma hvernig þetta virkaði með mat á innbúi, þá sagði hann að ef ég gæfi upp 5m kr. innbú og lentí í tjóni þar sem x % af eigninni myndi skemmast og í ljós kæmi að tjónið væri 5m kr. en óskemmdir væru hlutir að andvirði 5m. kr. þá fengi ég ekkert út úr tryggingunni.
Það væri litið þannig á að hlutirnir sem sluppu væru hlutirnir sem væru tryggðir, það væri því betra að gefa upp of háa tölu en of lága.
Nú eða lenda í altjóni.




Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er fólk að borga í tryggingar á íbúð/húsinu ?

Pósturaf Fautinn » Þri 17. Jan 2017 00:25

Það borgar sig að vera með þetta nokkurn veginn rétt, það kemur alltaf matsmaður og tekur út tjónið - ef er altjón og tjónið er 10 millj. og þú ert tryggður fyrir 20 millj. þá færðu ekki 20, heldur 10. Þess vegna er ekki betra að oftryggja né vantryggja sig. En þetta er svona í lögunum og svona er þetta greitt út.

Þetta á við innbústryggingar eingöngu.