Rafbílavæðing - Bílageymsla

Allt utan efnis

Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Hizzman » Lau 22. Okt 2016 12:19

Veit einhver hvernig hleðslutenglar eru útfærðir í bílageymslum? Er notkun mæld í hverju stæði? Er lögð lögn í töflu til að fá rafmagn í gegnum mæli hverrar íbúðar? Er sérstakur taxti á þessu rafmagni? Það eru 30 stæði í geymslunni sem ég er að skoða.


Takk, ef einhver veit um þetta og nennir að svara....



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Viktor » Lau 22. Okt 2016 12:31

Er ekki líklegast að þetta sé bara borgað af húsfélaginu? Þeas. allir borga jafnt.

Hvernig eru rafbílar að koma út, eins og bilanatíðni og rekstrarkostnað(viðgerðir oþh)?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Hizzman » Lau 22. Okt 2016 12:37

sé ekki fyrir mér að þetta sé borgað sameiginlega. Þetta eru einhverjir þúsarar á mánuði per bíl.



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Revenant » Lau 22. Okt 2016 13:26

Ég er í húsi þar sem bílageymslan er sameiginleg með tveimur öðrum húsum. Eftir nokkrar umræður þá var niðurstaðan að það þyrfti að vera sér mælir fyrir hvert bílastæði (sem væri þá skráður á viðkomandi eiganda stæðisins). Sá sem vildi fá rafbíl og hlaða hann þyrfti sjálfur að punga út fyrir kostnaðinum að setja upp mælinn (því það er ekki hægt að skuldbinda alla ef aðeins einn vill fá raftengil fyrir hleðslu).

Það sem var hinsvegar vandamálið er að heimtaugin inn í húsið er allt of lítil ef þú bætir við hleðslu á 60 bílum samtímis við venjulega notkun húsanna. Kostnaðurinn við að stækka heimtaugina var það sem stoppaði rafbílavæðinguna því það er sameiginlegur kostnaður.




slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf slapi » Lau 22. Okt 2016 14:57

Núna eru Plug in Hybrid að verða vinsæll kostur þannig að þó að nokkrir séu með álíka bíla ætti 10/16A tenglar vera nóg og heimtauginn því að vera meira en nóg.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Viktor » Lau 22. Okt 2016 16:09

Hizzman skrifaði:sé ekki fyrir mér að þetta sé borgað sameiginlega. Þetta eru einhverjir þúsarar á mánuði per bíl.


Efast um að það séu einhverjar sérstök lög um það hver eigi að greiða fyrir rafmagnshleðslustöðvar í bílakjöllurum :svekktur


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Revenant » Lau 22. Okt 2016 16:39

Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:sé ekki fyrir mér að þetta sé borgað sameiginlega. Þetta eru einhverjir þúsarar á mánuði per bíl.


Efast um að það séu einhverjar sérstök lög um það hver eigi að greiða fyrir rafmagnshleðslustöðvar í bílakjöllurum :svekktur


Reyndar er það í lögum um fjöleignarhús tilgreint hvað er sameign og hvað er séreign. Félagið sem sér um bílakjallarann getur samþykkt að setja upp hleðslustöðvar með 1/2 eða 2/3 atkvæða en getur ekki neitt aðila til að borga fyrir rekstrarkostnað annara (þ.e. rafmagnskostnað).

Hvað ef aðeins einn aðili hleður bílin sinn en hinir 59 (m.v. 60 manna bílakjallara) eru á bensínbíl? Eiga þessir 59 að borga fyrir kostnað þess eina sem er með rafmagnsbíl?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Viktor » Lau 22. Okt 2016 16:46

Revenant skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:sé ekki fyrir mér að þetta sé borgað sameiginlega. Þetta eru einhverjir þúsarar á mánuði per bíl.


Efast um að það séu einhverjar sérstök lög um það hver eigi að greiða fyrir rafmagnshleðslustöðvar í bílakjöllurum :svekktur


Reyndar er það í lögum um fjöleignarhús tilgreint hvað er sameign og hvað er séreign. Félagið sem sér um bílakjallarann getur samþykkt að setja upp hleðslustöðvar með 1/2 eða 2/3 atkvæða en getur ekki neitt aðila til að borga fyrir rekstrarkostnað annara (þ.e. rafmagnskostnað).

Hvað ef aðeins einn aðili hleður bílin sinn en hinir 59 (m.v. 60 manna bílakjallara) eru á bensínbíl? Eiga þessir 59 að borga fyrir kostnað þess eina sem er með rafmagnsbíl?


Það er bara eitthvað sem félagið þarf að ákveða, eflaust mjög mismunandi hvernig þetta er tæklað.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Tengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Revenant » Lau 22. Okt 2016 17:19

Sallarólegur skrifaði:
Revenant skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Hizzman skrifaði:sé ekki fyrir mér að þetta sé borgað sameiginlega. Þetta eru einhverjir þúsarar á mánuði per bíl.


Efast um að það séu einhverjar sérstök lög um það hver eigi að greiða fyrir rafmagnshleðslustöðvar í bílakjöllurum :svekktur


Reyndar er það í lögum um fjöleignarhús tilgreint hvað er sameign og hvað er séreign. Félagið sem sér um bílakjallarann getur samþykkt að setja upp hleðslustöðvar með 1/2 eða 2/3 atkvæða en getur ekki neitt aðila til að borga fyrir rekstrarkostnað annara (þ.e. rafmagnskostnað).

Hvað ef aðeins einn aðili hleður bílin sinn en hinir 59 (m.v. 60 manna bílakjallara) eru á bensínbíl? Eiga þessir 59 að borga fyrir kostnað þess eina sem er með rafmagnsbíl?


Það er bara eitthvað sem félagið þarf að ákveða, eflaust mjög mismunandi hvernig þetta er tæklað.


Reyndar ekki því í lögum um fjöleignarhús þá greiðir hver og einn sína notkun ef það er hægt að mæla hana (t.d. með rafmagnsmælum).

Vandamálið er að regluverkið er ekkert undir það búið að tækla svona vandamál þegar ný tækni (s.s. rafmagnsbílar) kemur fram.
Það er rétt í dag þar sem er gert ráð fyrir í nýbyggingum að þar gæti verið rafmangsbílar.




Höfundur
Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Hizzman » Mán 28. Nóv 2016 01:06

Veit einhver hvort það gæti verið lausn að bílakjallarinn fái sína eigin heimtaug? Þekkir einhver hvort það hefur verið gert?




vgud
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 02. Des 2010 17:27
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf vgud » Mán 28. Nóv 2016 08:57

Ég held að það séu engar reglur til um þetta. Ég fann bara mína eigin lausn :)

Keypti mér plugin-hybrid og gekk síðan á milli íbúða í blokkinni og fékk leyfi fyrir að setja upp hleðslustöð við stæðið mitt og kaupa rafmagn af húsfélaginu.
Hleðslustöðin er með mæli og ég endurgreiði húsfélaginu fyrir það rafmagn sem ég nota. Borga mánaðarlega svona ca. upphæð og gert upp einu sinni á ári.
Ég mun á minn kostnað leggja nýjann rafstreng frá töflunni og inní bílageymslu. Það verður á sameignar rafmagninu.
Ef einhver annar fær sér rafbíl í framtíðinni þá getur hann hookað sig inná þennan streng og komið sér upp sinni eigin stöð.




berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf berteh » Mán 28. Nóv 2016 10:11

Þetta er í flestum tilfellum gert svona eins og vgud nefnir. Frádráttarmælir settur upp í tengilinn sem þú notar til að hlaða og gerir svo upp við húsfélagið þær kwh sem þú notar
http://www.neytendastofa.is/lisalib/get ... temid=1542
10. Frádráttarmælir er sölumælir sem mælir hluta af einmælingu afhentrar
raforku um sameiginlega heimtaug, til undirnotanda í eigendafélagi o.fl.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafbílavæðing - Bílageymsla

Pósturaf Pandemic » Mán 28. Nóv 2016 14:07

Hef líka séð kort sem eru skönnuð þegar þú hleður bílinn og svo er tölvukerfi sem fylgir póstunum sem skrifar út skýrslu í lok mánaðar. Mjög sniðugt þegar stæðin eru samnýtt.