Hver eru laun kennara?
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2397
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Hver eru laun kennara?
Nú er komin talsverð harka í kjarabaráttu kennara. Þeir eru í tvígang búnir að legja niður störf (í það minsta í einhverjum skólum) fyrir lok vinnudags til að mæta á samstöðu fundi.
Er búinn að lesa slatta af fréttum um málið en engin þeirra hefur tekið fram hversu há/lá laun kennara eru. Eina sem hefur komið fram er að 1970 voru kennarar með sömu laun og þyngmenn (sérstakt)
Er einhver sem er með þetta á hreinu? Leynist nokkuð kennari á vaktinni?
Er búinn að lesa slatta af fréttum um málið en engin þeirra hefur tekið fram hversu há/lá laun kennara eru. Eina sem hefur komið fram er að 1970 voru kennarar með sömu laun og þyngmenn (sérstakt)
Er einhver sem er með þetta á hreinu? Leynist nokkuð kennari á vaktinni?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- FanBoy
- Póstar: 752
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 116
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Heyrði að byrjunarlaun kennara væri um 500k fyrir skatt.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Hver eru laun kennara?
Viggi skrifaði:Heyrði að byrjunarlaun kennara væri um 500k fyrir skatt.
Tjah, ekki samkvæmt launareiknivélinni:
http://www.ki.is/adildarfelog/felag-gru ... calculator
Þá er nýútskrifaður kennari með um 400þús fyrir skatt, 420-430þús ef hann er nýútskrifaður með MSc prófið sem nú er orðin skylda.
Samanborið við nýútskrifaða tölvunarfræðinga, sem er 3 ára háskólanám vs. 5 ára hjá kennurum, sem geta búist við 500-600þús í byrjunarlaun.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 347
- Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
- Reputation: 73
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
ég var að tala við kennara á fésinu sem sagðist ekki geta lifað af laununum. spurði hann hvað hann væri með í laun, vildi ekki segja mér það.
ég er á ororku og hef það fínt á alltaf afgang í hverjum mánuði , skulda reyndar ekki krónu.
sumt fólk kann bara ekki að fara með peninga skiptir engu hvort það er með 2 millur á mánuði samt blankt um mánaðamót.
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
ég er á ororku og hef það fínt á alltaf afgang í hverjum mánuði , skulda reyndar ekki krónu.
sumt fólk kann bara ekki að fara með peninga skiptir engu hvort það er með 2 millur á mánuði samt blankt um mánaðamót.
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
Re: Hver eru laun kennara?
rbe skrifaði:ég var að tala við kennara á fésinu sem sagðist ekki geta lifað af laununum. spurði hann hvað hann væri með í laun, vildi ekki segja mér það.
ég er á ororku og hef það fínt á alltaf afgang í hverjum mánuði , skulda reyndar ekki krónu.
sumt fólk kann bara ekki að fara með peninga skiptir engu hvort það er með 2 millur á mánuði samt blankt um mánaðamót.
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
Leiðinlegt að heyra að þú sért á örorku, og fyrir mitt leyti leggjum við ekki næga peninga úr okkar sameiginlegu sjóðum til hvorki öryrkja né eldri borgara.
Það má hins vegar ekki afvegaleiða umræðuna um kennara, ekkert frekar en umræðuna um flóttamenn og hælisleitendur. Þetta eru aðskildir hlutir.
Veist þú allar hans aðstæður? Augljóslega lifir hann þó af laununum, annars væri hann ekki á lífi. Hins vegar er það ekki spennandi og ég efast um að þú sért ósammála mér um það, að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af peningum. Þetta líf er ekki bara til þess að deyja úr elli, það snýst um að skemmta sér, finna hamingjuna og ánægjunna af því að lifa. Það er einfaldlega þannig að slíkt er erfiðara ef þú þarft alltaf að hafa áhyggjur af peningum.
Aðstæður fólks eru mismunandi. Barnlaust fólk í sambúð getur augljóslega lifað á lægri launum heldur en fólk sem á mörg börn. Sumir þurfa að reka bíl, aðrir ekki. Svona má lengi telja, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta ekki um hvort að fólk lifi af eða ekki. Við búum í auðugu samfélagi þar sem allir eiga að geta haft það gott. Við eigum ekki að vera að slást á botninum, rífandi í hvort annað um það að við höfum það jú bara allt í lagi. Hér eru aðstæður sem eiga að geta framfleitt okkur öllum, og vel það.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
rbe skrifaði:ég var að tala við kennara á fésinu sem sagðist ekki geta lifað af laununum. spurði hann hvað hann væri með í laun, vildi ekki segja mér það.
ég er á ororku og hef það fínt á alltaf afgang í hverjum mánuði , skulda reyndar ekki krónu.
sumt fólk kann bara ekki að fara með peninga skiptir engu hvort það er með 2 millur á mánuði samt blankt um mánaðamót.
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
For real ?
Hugsaðu þér að kennarinn sé foreldri og eigi jafnvel 2 börn. Þá þarf að borga fyrir stærra húsnæði, helst bíl þó hægt sé að komast af án hans þá getur það verið erfitt miðað við vinnutíma kennara, aukinn matarkostnaður, aukinn læknakostnaður, föt, afmælisgjafir, jólagjafir, fermingar, útskriftir, afmæli vina, íþróttir barna, tómstundir barna og heldur þessi listi lengra áfram.
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2397
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
rbe skrifaði:
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
Reyndar góð pæling
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Tengdó er með 3x kennslupróf og unnið í sama skóla í 15ár og nær 400þús með yfirvinnu. Þessar launakannanir eru oft stór undarlegar.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
jonsig skrifaði:Tengdó er með 3x kennslupróf og unnið í sama skóla í 15ár og nær 400þús með yfirvinnu. Þessar launakannanir eru oft stór undarlegar.
Hvernig er hann með 400 þús í laun með yfirvinnu þegar byrjunarlaun samkvæmt síðasta kjarasamning var 397 þúsund ?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Vinnur í grunnskóla, þar eru lægri laun en í framhaldskóla, þó kröfur á kennara eru svipaðar.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
jonsig skrifaði:Vinnur í grunnskóla, þar eru lægri laun en í framhaldskóla, þó kröfur á kennara eru svipaðar.
Ertu að tala um eftir skatt ?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Náði í þetta úr samningnum þeirra á netinu , þarna er minnst á ákveðið marga skyldutíma þannig að grunnlaunin hafa kannski hellings yfirvinnu?
Umsjónarkennari 1 launflokkur 234 358.174kr
Er þessi launareiknivél ekki að miða við þessar undarlegu meðallaunatölur?
Umsjónarkennari 1 launflokkur 234 358.174kr
Er þessi launareiknivél ekki að miða við þessar undarlegu meðallaunatölur?
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
jonsig skrifaði:Náði í þetta úr samningnum þeirra á netinu , þarna er minnst á ákveðið marga skyldutíma þannig að grunnlaunin hafa kannski hellings yfirvinnu?
Umsjónarkennari 1 launflokkur 234 358.174kr
Er þessi launareiknivél ekki að miða við þessar undarlegu meðallaunatölur?
þú ert að taka mið við kjarasamning sem rann út 31.desember 2014.
Ef ég skoða kjarasamningin þeirra og tek mið af nýjasta samningnum þá er það launaflokkur 234 408.045kr.
Þar sé ég ekki að tekinn sé fram kennsluferill eða annað sem gæti hækkað föstu launin.
Mér sýnist þetta vera miðað við 100% starf sem er krafa upp á 40klst vinnuviku.
Re: Hver eru laun kennara?
Ég er kennari í framhaldsskóla. Ég er ekki með kennsluréttindi. Grunnlaunin mín eru 355.997 kr/mánuði.
Vinnuskyldan mín er 1800 klst á ári. Skólaárið er 37 kennsluvikur, vinnuskyldan mín er því 48 klst/viku til þess að fá 100% útborgað. Sumarfríið mitt er 25 dagar.
Vinnuskyldan mín er 1800 klst á ári. Skólaárið er 37 kennsluvikur, vinnuskyldan mín er því 48 klst/viku til þess að fá 100% útborgað. Sumarfríið mitt er 25 dagar.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
tdog skrifaði:Ég er kennari í framhaldsskóla. Ég er ekki með kennsluréttindi. Grunnlaunin mín eru 355.997 kr/mánuði.
Vinnuskyldan mín er 1800 klst á ári. Skólaárið er 37 kennsluvikur, vinnuskyldan mín er því 48 klst/viku til þess að fá 100% útborgað. Sumarfríið mitt er 25 dagar.
Ég er ekki alveg að fatta þetta hjá þér, það eru 52 vikur í árinu, þú vinnur 37 og þá eru 15 vikur sem þú vinnur ekki. Það gera meira en 25 frídaga á ári eða ca 75 dagar ef ég miða við 5 vinnudaga á 15 vikum.. Miðað við að verkamaður vinni 40 tíma á viku í 52 vikur þá er hann með vinnuskildu uppá 2080 tíma. 48 klst á viku er tæplega 10 tímar á dag í vinnu 5 daga vikunar. Ég þekki engann kennara sem er 10 tíma á dag á vinnustaðnum sínum 5 daga vikunar
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Hver eru laun kennara?
1800 tímar er 45 vikur með 40 tíma vinnu. það nálgast að vera 100% vinna. Hann er ekkert að segja hversu margar klst hann er í bekk að kenna á viku, það er líka fróðlegt.. stór hluti af þessum 48 tímum er sennilega undirbúningur og yfirferð á skiluðum verkefnum. Hann gerir það hugsanlega heima hjá sér, það er ekkert öruggt að hann þurfi að nota alla þessa 48 tíma sem hann telst vinna, sérstaklega ef hann er kominn með góða rútinu. 37 x 48 er 1776, hann er 3 dögum frá því að klára vinnuskylduna á 37 vikum. Þetta eru þá 14 vikur eða sirka 3 mánuðir sem hann er ekki að kenna, eða hvað? Þetta er nú ekkert hræðilegur díll. Hver væru launin ef hann væri með réttindi?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Reputation: 32
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Þó svo að ég hafi ekkert alltof mikið vit á vinnu kennara en hvernig er þetta á sumrin ? eru þeir að vinna 40 klst vinnu eins og allmennt fólk ? eða detta launin þeirra niður samkvæmt því ef þeir eru að vinna minna ? (bara pæling því ekki veit ég)
Eins og öryrkinn sem svaraði hérna þá ferð þetta líka MJÖG mikið eftir því hvernig fólk fer með peninginn hvort það ætlast til t.d. að vera með bílskúr eða fara til útlanda 1-2 á ári eða oftar og þess háttar það er fáránlega margt sem fólk eyðir í sem er ekkert MUST.
En einn annar svara um það að vera með krakka, hafa afmælis gjafir og þess háttar....
Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Eins og öryrkinn sem svaraði hérna þá ferð þetta líka MJÖG mikið eftir því hvernig fólk fer með peninginn hvort það ætlast til t.d. að vera með bílskúr eða fara til útlanda 1-2 á ári eða oftar og þess háttar það er fáránlega margt sem fólk eyðir í sem er ekkert MUST.
En einn annar svara um það að vera með krakka, hafa afmælis gjafir og þess háttar....
Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Re: Hver eru laun kennara?
einarhr skrifaði:tdog skrifaði:Ég er kennari í framhaldsskóla. Ég er ekki með kennsluréttindi. Grunnlaunin mín eru 355.997 kr/mánuði.
Vinnuskyldan mín er 1800 klst á ári. Skólaárið er 37 kennsluvikur, vinnuskyldan mín er því 48 klst/viku til þess að fá 100% útborgað. Sumarfríið mitt er 25 dagar.
Ég er ekki alveg að fatta þetta hjá þér, það eru 52 vikur í árinu, þú vinnur 37 og þá eru 15 vikur sem þú vinnur ekki. Það gera meira en 25 frídaga á ári eða ca 75 dagar ef ég miða við 5 vinnudaga á 15 vikum.. Miðað við að verkamaður vinni 40 tíma á viku í 52 vikur þá er hann með vinnuskildu uppá 2080 tíma. 48 klst á viku er tæplega 10 tímar á dag í vinnu 5 daga vikunar. Ég þekki engann kennara sem er 10 tíma á dag á vinnustaðnum sínum 5 daga vikunar
Sumarfrí (orlof) != frídagar á ári.
Dæmi: Á virkum degi er jóldagur ekki sumafrí en er frídagur.
2080 vinnutímar á ári þá væntanlega með 198 orlofstímunum (24 dagar) sem er normið í flestum kjarasamningum? Það gera það þá 2080 - 198 = 1886 unnir tímar á ári.
Svo má ekki gleyma lögbundnu frídögunum sem eru á hverju ári (jól, áramót, páskar, verslunarmannadagurinn, o.fl.) og þá eru þessir "2080" tímar á ári mjög fljótir að nálgast 1800..
Smá forvitni, hversa marga kennara þekkir þú og hvaða vinnutíma hafa þeir nákvæmlega? Vinna þeir um helgar? Ef svo, hvað lengi?
Bara pæla fyrst þú ert svo kaldur að koma með þessa staðhæfingu að þú hlýtur að hafa nákvæmar tölur, er það ekki annars?
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Urri skrifaði:En einn annar svara um það að vera með krakka, hafa afmælis gjafir og þess háttar....
Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Fólk með lágmarks laun (260 þús í dag, 280þús um áramótin) á örugglega bara ekkert alltof auðvelt með að sjá um 2 börn og geta komið því í þær tómstundir/íþróttir sem krakkinn er að sækjast í.
Hvað fólk talar um að það þurfti mikið til að lifa af er líka mjög mismunandi og skalinn á hve lítið er eftir hve mánaðarmót sem flokkast undir að lifa ekki af er líka mismunandi.
og þú talar um iðnaðarmenn með 400k útborgað ? Það er ekki sami hluturinn því það er verið að tala um laun kennara sem er í kringum 400þúsund fyrir skatt eða í kringum 290þúsund eftir skatt.
Iðnaðarmaður með 400þúsund útborgað væri með í kringum 590 þúsund fyrir skatt.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Reputation: 32
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
vesley skrifaði:Urri skrifaði:En einn annar svara um það að vera með krakka, hafa afmælis gjafir og þess háttar....
Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Fólk með lágmarks laun (260 þús í dag, 280þús um áramótin) á örugglega bara ekkert alltof auðvelt með að sjá um 2 börn og geta komið því í þær tómstundir/íþróttir sem krakkinn er að sækjast í.
Hvað fólk talar um að það þurfti mikið til að lifa af er líka mjög mismunandi og skalinn á hve lítið er eftir hve mánaðarmót sem flokkast undir að lifa ekki af er líka mismunandi.
og þú talar um iðnaðarmenn með 400k útborgað ? Það er ekki sami hluturinn því það er verið að tala um laun kennara sem er í kringum 400þúsund fyrir skatt eða í kringum 290þúsund eftir skatt.
Iðnaðarmaður með 400þúsund útborgað væri með í kringum 590 þúsund fyrir skatt.
ef þú lest betur þá segi ég ...sem eru EKKI með...
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Urri skrifaði:vesley skrifaði:Urri skrifaði:En einn annar svara um það að vera með krakka, hafa afmælis gjafir og þess háttar....
Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Fólk með lágmarks laun (260 þús í dag, 280þús um áramótin) á örugglega bara ekkert alltof auðvelt með að sjá um 2 börn og geta komið því í þær tómstundir/íþróttir sem krakkinn er að sækjast í.
Hvað fólk talar um að það þurfti mikið til að lifa af er líka mjög mismunandi og skalinn á hve lítið er eftir hve mánaðarmót sem flokkast undir að lifa ekki af er líka mismunandi.
og þú talar um iðnaðarmenn með 400k útborgað ? Það er ekki sami hluturinn því það er verið að tala um laun kennara sem er í kringum 400þúsund fyrir skatt eða í kringum 290þúsund eftir skatt.
Iðnaðarmaður með 400þúsund útborgað væri með í kringum 590 þúsund fyrir skatt.
ef þú lest betur þá segi ég ...sem eru EKKI með...
Mín mistök, las aðeins of hratt yfir og sá það ekki
Re: Hver eru laun kennara?
Ég er með 22 klst í stundatöflu. Restin fer í undirbúning, ég kenni 6 áfanga. Yfirferð og undirbúning verkefna, samstarfsfundi, kennarafundi, samskipti við birgja og öflun tilboða og bestu verða (ég kenni á iðnbraut og þarf að versla inn).
Ég er í skólanum c.a. 7 tíma á dag, restina vinn ég á kvöldin eða um helgar.
Ég er í skólanum c.a. 7 tíma á dag, restina vinn ég á kvöldin eða um helgar.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
rbe skrifaði:ég var að tala við kennara á fésinu sem sagðist ekki geta lifað af laununum. spurði hann hvað hann væri með í laun, vildi ekki segja mér það.
ég er á ororku og hef það fínt á alltaf afgang í hverjum mánuði , skulda reyndar ekki krónu.
sumt fólk kann bara ekki að fara með peninga skiptir engu hvort það er með 2 millur á mánuði samt blankt um mánaðamót.
hvað er það að lifa af laununum ? að komast til útlanda 1-2 á ári ?
Hvað ert þú með í tekjur og þá meina ég með öllum bótum.
Hvernig er heimilishald hjá þér, ertu einn í heimili, eruði fleiri, notaru bíl, áttu börn, skuldaru eitthvað, ertu að eignast húsnæði.
Þetta er allt spurningar sem að skipta gríðarlegu máli.
Þetta með að lifa af laununum.
Geturu haft eðlilegt heimilislíf, eldað matinn sem að þú þarft að elda, sleppa því að hugsa út í það hvort að þú eigir að skreppa til tannlæknis, eða kaupa úplu á krakkann.
Semsagt að hafa fyrir reikningum og útgjöldum, hafa í sig og á OG geta safnað upp einhverri upphæð í annað og geta gert þetta án þess að verða að vera með aðra fyrirvinnu eða vinna aukavinnu.
Það er það sem að ég segi að lifa á laununum, semsagt lifa lífinu, fara einmitt í frí einsog þú sagðir.
Íslendingar upp til hópa vita varla hvað sumarfríi er, ótrúlega margir sem að hafa ekki efni á því að taka sumarfrí og fara beint í aðra vinnu ef að þeir eru í sumarfríi.
Það að þurfa að horfa í hverju einustu krónu er ekki að eiga líf.
Það er að lifa, en ekki að eiga líf.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hver eru laun kennara?
Urri skrifaði:Hvernig nær þá verkafólk að lifa af með UNDIR 250 þúsund ??? ef kennarar ná ekki endum saman af 400k + ? nú eða lang flestir iðnaðarmenn sem eru ekki með 400k útborgað hvernig ná þeir að lifa af ? þeir hljóta líka að vera með börn og þess háttar ?
Fólk sem að er með undir 250 þús í tekjur fjá í fyrsta lagi miklu stærri hluta af tekjunum útborgað.
í öðru lagi þá á það fólk að segja upp vinnunni strax og hætta að láta svindla á sér.
Í þriðja lagi, þá lifir nefnilega engin á þessum tekjum ef að viðkomandi er að leigja eða kaupa.
Það er skrimmt af á þessum tekjum.
Það sér það hver einasti maður að ef að þú hefur 200 þús í peningum og borgar 100 þús í leigu og ert með 1 eða 2 börn, að það er ekki að lifa.
Það er einmitt verið þá að spara læknisferðir, að kaupa föt, engin frí tekin, tómstundir bæði barns og foreldris líða fyrir það.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !