Öryggiskerfi

Allt utan efnis

Höfundur
svingi
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 14. Jún 2016 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Öryggiskerfi

Pósturaf svingi » Fim 20. Okt 2016 22:44

Eg er að skoða möguleikana sem eg hef varðandi það að koma mér upp öryggiskerfi heima og væri til í að heyra frá ykkur varðandi lausnir/reynslu.

Það sem ég er að leita eftir er að geta verið með 2 skynjara á útihurðum ásamt því að geta verið með c.a 4 reyk skynjara. Best væri að geta keyrt kerfið á GSM í staðinn fyrir landlínu, en opinn fyrir báðu. Allt annað eins og möguleiki á vatns skynjurum, rúðu skynjurum og myndavélum er bónus. Notkun með appi er sömuleiðis bónus.

Hafið þið reynslu að kerfum sem vert væri að skoða ?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7601
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf rapport » Fim 20. Okt 2016 22:57

http://www.oger.is/is/oryggiskerfi/oasi ... yggiskerfi

Tengdó búinn að vera með kerfi frá þeim í sumarbústðanum í nokkur ár, allt virkað áfallalaust.




orn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf orn » Fim 20. Okt 2016 23:22

Ég mæli eindregið með að þú skoðir annað hvort GSM eða IP kerfi og látir landlínuna alveg eiga sig. Hún er að verða meira og minna öll VoIP, og þessi kerfi eru óáreiðanleg yfir það.




ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf ulfr » Fös 21. Okt 2016 00:16

orn skrifaði:Ég mæli eindregið með að þú skoðir annað hvort GSM eða IP kerfi og látir landlínuna alveg eiga sig. Hún er að verða meira og minna öll VoIP, og þessi kerfi eru óáreiðanleg yfir það.

Það sem örn sagði.
Að því sögðu, þá er voip alveg áreiðanleg lausn ef netbeinirinn er á varaafli. sem er sjaldnast.



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf Urri » Fös 21. Okt 2016 19:23

Ég myndi mæla með GSM og vera með backup batterý á því. Það kostar en virkar.
Hvað það varðar um kerfið þá myndi ég bara vera með kerfi svipað og öryggismiðstöðin er með eða securitas.

annars persónulega finnst mér þetta óskaplega fölsk tryggingartilfinning, því ég hef unnið í þessum geira sjálfur og séð hvernig þetta er á bakvið tjöldin.
Ef eithvað er þá myndi ég vera með motion sensor cam's þ.e.a.s. eithvað sem tekur upp video ef þú ert að varast við innbrotum.


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX


rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf rbe » Lau 22. Okt 2016 00:49

geðlyf eru líka ágæt gegn paranoju !



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf russi » Lau 22. Okt 2016 10:09

Má til með að benda á aðra lausn, þó það sé ekki öryggiskerfi í grunninn, þá er að fá sér Home Automation kerfi sem inniheldur þetta.

Þar geturu haft alla þá skynjara sem þú villt og myndavélar. Stýrt ljósum(geta verið dimmerar, skipt um liti á LED os.frv), hita, vatni, dregið frá/fyrir gluggum og heita pottinum ef því er að skipta, í raun er ímyndunaraflið þitt sem stoppar þig af. Þessi kerfi flest myndu láta þig vita ef þau verða vör við eitthvað óeðlilegt útfrá þínum stillingum í gegnum app.

Helsti gallinn við svona kerfi er að þau hringja ekki út nema með smá utanað komandi lausnum. En þau láta þig við með netsamskiptum í símann hjá þér og þú getur stýrt þessu öllu líka með síma og í gegnum vefsíðu.




Höfundur
svingi
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 14. Jún 2016 15:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf svingi » Lau 22. Okt 2016 12:33

rbe skrifaði:geðlyf eru líka ágæt gegn paranoju !

Myndi nú seint flokka þetta sem paranoju..

russi skrifaði:Má til með að benda á aðra lausn, þó það sé ekki öryggiskerfi í grunninn, þá er að fá sér Home Automation kerfi sem inniheldur þetta.

Þar geturu haft alla þá skynjara sem þú villt og myndavélar. Stýrt ljósum(geta verið dimmerar, skipt um liti á LED os.frv), hita, vatni, dregið frá/fyrir gluggum og heita pottinum ef því er að skipta, í raun er ímyndunaraflið þitt sem stoppar þig af. Þessi kerfi flest myndu láta þig vita ef þau verða vör við eitthvað óeðlilegt útfrá þínum stillingum í gegnum app.

Helsti gallinn við svona kerfi er að þau hringja ekki út nema með smá utanað komandi lausnum. En þau láta þig við með netsamskiptum í símann hjá þér og þú getur stýrt þessu öllu líka með síma og í gegnum vefsíðu.


Alveg opinn fyrir svona lausnum. Er þá eitthvað merki / verslun sem væri sniðugur upphafs punktur að skoða ?



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Öryggiskerfi

Pósturaf russi » Lau 22. Okt 2016 18:44

svingi skrifaði:Alveg opinn fyrir svona lausnum. Er þá eitthvað merki / verslun sem væri sniðugur upphafs punktur að skoða ?


Fibaro er fínt kerfi, Icecom og Snjallhus.is selja slíkt.
Nova er með eitthvað af búnaði frá Nest.
Þetta er það sem ég veit af hér á landi, er viss um að það sé meira í boði.

Eru til allskonar lausnir í þessu, getur byrjað á því að googla Z-wave Home Automation, þá opnast heillingur af möguleikum. Gætir þess vegna pantað eitthvað af þessu að utan.