Psychobsy skrifaði:Ég var mikið að downloda fyrir nokkrum árum en nota í dag spotify, netflix og kaupi myndir og fer mjög oft í bíó, hef ekki notað torrent mjög mjög lengi
Ef þetta er einhver þróun sem ég er að fylgja þá held ég að þetta rétthafa dæmi sé allt á réttri leið
Þetta á algerlega við mig líka.
Ég var alger download fíkill, ffs ég var í því að rekja stærsta dc samfélagið hér á landi á sínum tíma.
Ég er með installað utorrent í tölvunni hjá mér, en veit í augnablikinu ekki um neina torrent síðu sem að ég á account á enþá og reyndar efast ég um að margar þeirra séu til enþá.
Efnið er aðgengilegt online, mér finnst ekkert mál að borga fyrir það, það er bara núna síðustu árin sem að það er orðið almennilega í boði að borga fyrir aðganginn að efninu og að fá að nota það einsog maður vill.
Gott dæmi um þetta, nýji þátturinn hjá Clarkson, May og Hammond, ég kem líklegast til með að fá mér amazon prime account til þess að glápa á hann (og nota þá í annað líka) ég veit ekki hvort að ég nenni að standa í því að downloada honum.
Eina sem að vantar aðeins uppá eru bíómyndir, en ég horfi bara einfaldlega orðið lítið á bíómyndir, það getur vel verið að það sé mjög góður aðgangur að þeim líka löglega, ég hef bara ekki spáð í því.