Sjónvarp Símans er rétthafi EM á Íslandi. RÚV sýnir leikina á grundvelli samkomulags við Sjónvarp Símans.
Landsleikur Íslands og Englands í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2, Sjónvarpi Símans, Sarpsappi RÚV og Sjónvarps-appi Símans.
Leiknum er því miður ekki streymt á vef RÚV.is vegna réttindamála.
Það er náttúrulega enginn munur á að dreifa efni í gegnum app eða vef (og vodafone/síminn eru bara IPTV þjónustur þannig að sama tæknin er líka notuð þar).
Ég er ekki með loftnet þannig að ef ég vil horfa á þetta í sjónvarpinu mínu þá þyrfti ég að fara og borga vodafone 1300kr mánaðargjald fyrir afruglara.
Ótrúlegt að henda þessu á mann 5 tíma fyrir leik og ég er bara heppinn að hafa séð þetta.
(Ég get auðvitað fundið strauminn sem rúv appið notar en það er annað mál)