Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Afsakið ef þetta á ekki heima hér ég er bara að sækjast eftir upplýsingum.
Ég er að spá í að panta tíma hjá heilsugæslulækni á morgun sem fyrsta skref í að fá hjálp, ég þarf víst að tala við lækni til þess að fá einhver lyf. En þetta er eina sem ég veit.
Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort hægt sé að fá faglega greiningu frá lækninum eða sjá sálfræðingar um það? Mun læknirinn beina manni til einhvers annars sem getur betur hjálpað ef svo vill til? Er mikill biðtími að komast að til læknisins?
Ég hef aldrei pantað tíma eða farið til læknis sjálfur þannig ég veit ekki rassgat hvernig neitt virkar. Ég er þakklátur fyrir öll svör.
TLDR; mig langar að fá góða faglega greiningu (diagnosis), er tími hjá heilsugæslu læknir gott fyrsta skref?
Ég er að spá í að panta tíma hjá heilsugæslulækni á morgun sem fyrsta skref í að fá hjálp, ég þarf víst að tala við lækni til þess að fá einhver lyf. En þetta er eina sem ég veit.
Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort hægt sé að fá faglega greiningu frá lækninum eða sjá sálfræðingar um það? Mun læknirinn beina manni til einhvers annars sem getur betur hjálpað ef svo vill til? Er mikill biðtími að komast að til læknisins?
Ég hef aldrei pantað tíma eða farið til læknis sjálfur þannig ég veit ekki rassgat hvernig neitt virkar. Ég er þakklátur fyrir öll svör.
TLDR; mig langar að fá góða faglega greiningu (diagnosis), er tími hjá heilsugæslu læknir gott fyrsta skref?
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
Síðast breytt af Viggi á Sun 24. Apr 2016 15:28, breytt samtals 1 sinni.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
Nei. Það er ekki ráðlegt fyrsta skref að prófa sig áfram með vímuefnum til að sjá hvort að það bæti úr skák.
Því miður veit ég ekki hvernig besta ferlið er varðandi að leita sér aðstoðar í þessum efnum, en ég er viss um að það eru einhverjir hér sem geta deilt úr viskubrunni sínum varðandi þessi mál
-
- has spoken...
- Póstar: 165
- Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Ef þú ert hætt kominn með sjálfsmorðs- og slæmar hugsanir um að skaða sjálfan þig, myndi ég fara beint niður á bráðamóttöku geðdeildar og tala þar við geðlækni, sem kemur þér svo áfram í lyfja- eða viðtalsmeðferð. Hins vegar ef þú ert ekki með slíkar hugsanir, myndi ég panta þér tíma hjá geðlækni áður en ástandið versnar.
Það er ýmislegt hægt að gera í þunglyndi án lyfja, t.d. með svokallaðri HAM meðferð, ljósa- og birtumeðferð, bæta fæðu og hreyfingu, svo eitthvað sé nefnt. Það eru líka til support grúppur á Facebook, t.d. GEÐSJÚK þar sem þú getur spjallað við fólk í sömu sporum.
Gangi þér vel.
Það er ýmislegt hægt að gera í þunglyndi án lyfja, t.d. með svokallaðri HAM meðferð, ljósa- og birtumeðferð, bæta fæðu og hreyfingu, svo eitthvað sé nefnt. Það eru líka til support grúppur á Facebook, t.d. GEÐSJÚK þar sem þú getur spjallað við fólk í sömu sporum.
Gangi þér vel.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Alveg mjög flott skref að byrja leita sér hjálpar hjá heimilislækni.
Þú gætir hins vegar mætt undirbúinn og tekið þetta próf http://www.persona.is/index.php?action=exams&method=display&eid=1&pid=12 og bent á niðurstöður úr prófinu sem þú tókst af síðunni.
Þó að síðan sé ekki að greina öll tilfelli rétt (þetta eru líklegast öll helstu einkenni þunglyndis sem spurt er útí ef aðili sem tekur prófið svarar heiðarlega) en það eru pottþétt einhver jaðartilfelli sem þetta próf tekur ekki á (ADHD og einhverjir heilasjúkdómar sem ég þekki ekki sjálfur) sem Geðlæknar eða sálfræðingar geta greint og gefið lyf við (eða leyst með hugrænni atferlismeðferð).
Síðan spilar pottþétt inní ef aðili er að misnota áfengi (eða eitthvað annað) og þá þarf líka að skoða málið út frá þeim vinkli hvort það væri ekki rétt að byrja að draga úr (eða einfaldlega hætta) áður en maður telur sig þunglyndan.
Gangi þér vel
Þú gætir hins vegar mætt undirbúinn og tekið þetta próf http://www.persona.is/index.php?action=exams&method=display&eid=1&pid=12 og bent á niðurstöður úr prófinu sem þú tókst af síðunni.
Þó að síðan sé ekki að greina öll tilfelli rétt (þetta eru líklegast öll helstu einkenni þunglyndis sem spurt er útí ef aðili sem tekur prófið svarar heiðarlega) en það eru pottþétt einhver jaðartilfelli sem þetta próf tekur ekki á (ADHD og einhverjir heilasjúkdómar sem ég þekki ekki sjálfur) sem Geðlæknar eða sálfræðingar geta greint og gefið lyf við (eða leyst með hugrænni atferlismeðferð).
Síðan spilar pottþétt inní ef aðili er að misnota áfengi (eða eitthvað annað) og þá þarf líka að skoða málið út frá þeim vinkli hvort það væri ekki rétt að byrja að draga úr (eða einfaldlega hætta) áður en maður telur sig þunglyndan.
Gangi þér vel
Just do IT
√
√
-
- Gúrú
- Póstar: 573
- Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
- Reputation: 25
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Þetta kannski hjálpar ekki mikið ég á mjög erfitt með skapið á veturnar, það sem hjálpar mér mjög mikið.
1. Svefn - [urlhttp://sm.is/product/philips-utvarpsvekjari-med-ljosi]Philips 3510[/url] til að hjálpa mér að vakna og fékk Melatonin svefnhormónslyf til að hjálpa við að sofna. Sofna snemma og byrja daginn snemma gerir ótrúlega mikið.
2. Heilsa - Ég hætti að drekka allt gos og reyni að drekka bara vatn, um 3-4 lítra á dag. Íhugaðu að fara að æfa íþrótt þar sem er kennt í hópum (t.d. Krossfit, Hnefaleikastöðin, Mjölnir).
3. Félagslíf - Alls ekki loka þig inni, farðu út og gerðu bara hvað sem er þótt það sé ekki nema bara að labba með hund nágrannans.
4. Afrek - Lærðu einhvað nýtt, TeamTreeHouse ef þú hefur áhuga á forritun, Dulingo ef þú vilt tungumál, það er 2016, þú getur lært nánast hvað sem er á netinu.
5. Do something - Þegar þú vaknar á daginn, ekki gera ekki neitt, bara það að klæða þig í föt er að gera eitthvað, ef þú ferð úr húsi ertu kominn með annan plús, elda mat, læra, þrífa íbúðina etc. Sama hversu lítið verkið er að þá er það allt betra en ekki neitt.
1. Svefn - [urlhttp://sm.is/product/philips-utvarpsvekjari-med-ljosi]Philips 3510[/url] til að hjálpa mér að vakna og fékk Melatonin svefnhormónslyf til að hjálpa við að sofna. Sofna snemma og byrja daginn snemma gerir ótrúlega mikið.
2. Heilsa - Ég hætti að drekka allt gos og reyni að drekka bara vatn, um 3-4 lítra á dag. Íhugaðu að fara að æfa íþrótt þar sem er kennt í hópum (t.d. Krossfit, Hnefaleikastöðin, Mjölnir).
3. Félagslíf - Alls ekki loka þig inni, farðu út og gerðu bara hvað sem er þótt það sé ekki nema bara að labba með hund nágrannans.
4. Afrek - Lærðu einhvað nýtt, TeamTreeHouse ef þú hefur áhuga á forritun, Dulingo ef þú vilt tungumál, það er 2016, þú getur lært nánast hvað sem er á netinu.
5. Do something - Þegar þú vaknar á daginn, ekki gera ekki neitt, bara það að klæða þig í föt er að gera eitthvað, ef þú ferð úr húsi ertu kominn með annan plús, elda mat, læra, þrífa íbúðina etc. Sama hversu lítið verkið er að þá er það allt betra en ekki neitt.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Olli skrifaði:Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
http://www.nytimes.com/2014/11/30/opini ... .html?_r=0
I rest my case here
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Ég heyrði af þessum hóp fyrir skömmu: https://www.facebook.com/groups/gedsjuk/
Kannski erfitt að koma undir nafni á Facebook, en þarna er örugglega fullt af fólki í sömu/svipuðum sporum.
Kannski erfitt að koma undir nafni á Facebook, en þarna er örugglega fullt af fólki í sömu/svipuðum sporum.
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
chaplin skrifaði:Þetta kannski hjálpar ekki mikið ég á mjög erfitt með skapið á veturnar, það sem hjálpar mér mjög mikið.
1. Svefn - [urlhttp://sm.is/product/philips-utvarpsvekjari-med-ljosi]Philips 3510[/url] til að hjálpa mér að vakna og fékk Melatonin svefnhormónslyf til að hjálpa við að sofna. Sofna snemma og byrja daginn snemma gerir ótrúlega mikið.
2. Heilsa - Ég hætti að drekka allt gos og reyni að drekka bara vatn, um 3-4 lítra á dag. Íhugaðu að fara að æfa íþrótt þar sem er kennt í hópum (t.d. Krossfit, Hnefaleikastöðin, Mjölnir).
3. Félagslíf - Alls ekki loka þig inni, farðu út og gerðu bara hvað sem er þótt það sé ekki nema bara að labba með hund nágrannans.
4. Afrek - Lærðu einhvað nýtt, TeamTreeHouse ef þú hefur áhuga á forritun, Dulingo ef þú vilt tungumál, það er 2016, þú getur lært nánast hvað sem er á netinu.
5. Do something - Þegar þú vaknar á daginn, ekki gera ekki neitt, bara það að klæða þig í föt er að gera eitthvað, ef þú ferð úr húsi ertu kominn með annan plús, elda mat, læra, þrífa íbúðina etc. Sama hversu lítið verkið er að þá er það allt betra en ekki neitt.
Kaldar sturtur eða böð og þá á ég við ís-ís-ís-kaldar[1],
tl;dr útgáfan er að fólk með þunglyndi er með lítið sem ekkert af norepinephrine[2] (sem hefur áhrif á einbeitingu, fókus, orku, skapgeð, o.fl.) og ein auðveldasta leiðin til að framkalla það er með kulda[3], kuldi framkallar ákveðið stress sem kallar á framleiðslu á norepinephrine.
[1] http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17993252
[2] http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3131098/
[3] http://link.springer.com/article/10.1007/s004210050065
Það sem hefur virkað best fyrir mig með svefn er:
1. alveg myrkur
2. ekki heitara en 20° í herberginu
3. íssköld sturta fyrir svefn og svo beint undir sæng
lights out 99% tilfella fyrir mig persónulega.
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Heilsugæslulæknir nr. 1 gangi þér vel, þú ert ekki einn sjomli!
-
- Gúrú
- Póstar: 573
- Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
- Reputation: 25
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Viggi skrifaði:Olli skrifaði:Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
http://www.nytimes.com/2014/11/30/opini ... .html?_r=0
I rest my case here
Já gerðu það á einni aðsendri grein á vefsíðu Times.. sem bendir ekki á annað en það séu eitthverjir að kanna hvort hægt sé að nota virka efnið í sveppunum til læknisfræðilegra nota á öruggan máta
Plís, þó að sveppir fari vel í þig, viltu þá ekki vera að mæla svona með þeim, hvað þá að maður með geðræn vandamál prufi sig áfram á þeim í stað þess að fara til læknis, ein mesta bilun sem ég hef heyrt!
Síðast breytt af Olli á Sun 24. Apr 2016 18:21, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Olli skrifaði:Viggi skrifaði:Olli skrifaði:Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
http://www.nytimes.com/2014/11/30/opini ... .html?_r=0
I rest my case here
Já gerðu það á einni aðsendri grein á vefsíðu Times.. sem bendir ekki á annað en það séu eitthverjir að kanna hvort hægt sé að nota virka efnið í sveppunum til læknisfræðilegra nota á öruggan máta
Plís, þó að sveppir fari vel í þig, viltu þá ekki vera að mæla svona með þeim, hvað þá að maður með geðræn vandamál prufi sig áfram á þeim í stað þess að fara til læknis, ein mesta bilun sem ég hef heyrt!
Plús það að mæla með ólöglegu athæfi á opinberri síðu. Ég gæti svo sem alveg mælt með amfetamín notkun gegn þunglyndi eða jafnvel geðklofa... Ég er samt langt frá því að mæla með neyslu á ólöglegum eiturlyfjum til þess að tríta sjúkdóma.
OP, farðu til læknis, heimilislæknis fyrst sem getur skrifað út þunglyndislyf og fundið sérfræðing fyrir þig, sem getur svo farið með þetta enn lengra.
Ég óska þér alls hins besta í þessu geðræna stríði, er ég að berjast við mjög svipað.
Fyrsta skrefið er að viðurkenna að eitthvað sé að og sýnist mér þú rokka það skref til fulls! Frábært hjá þér! Go þú!
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Ég myndi panta beint hjá geðlækni eða fara upp á bráðamóttöku geðdeildar, þau eru með miklu betri greiningartæki (spurningalista) en heimilislæknir. Fyrir utan það að það er oft meiri bið hjá heimilisæknum. Uppi á Landspítala er oft hægt að komast beint á HAM námskeið sem hefur hjálpað mörgum.
Ef þú ert með sjálfsmorðshugsanir ferðu beinustu leið upp á bráða.
Tvennt sem þú skalt ekki gera:
1) Ekki taka sveppi. Sveppir voru/eru notaðir sem meðferðarúrræði fyrir sumt þunglyndi í sumum löndum en það er partur af heildstæðri meðferð undir eftirliti læknis. Ef þú ert óheppinn þá ertu með lyndisröskun en ekki venjulegt þunglyndi og þá geta sveppir "læknað" þunglyndið og hent þér beinustu leið í maníu.
2) Ekki taka próf á netinu og fara með niðurstöðurnar í greiningu. Ef það er eitthvað sem slekkur á þjónustulund heilbrigðisstarfsmanna þá er það fólk sem heldur að það viti eitthvað. Læknar eru hrokafullir andskotar. Það er hins vegar ekkert að því að taka svona próf á netinu, svo þú sért undirbúinn, en ekki láta bera of mikið á því.
Ef þú ert með sjálfsmorðshugsanir ferðu beinustu leið upp á bráða.
Tvennt sem þú skalt ekki gera:
1) Ekki taka sveppi. Sveppir voru/eru notaðir sem meðferðarúrræði fyrir sumt þunglyndi í sumum löndum en það er partur af heildstæðri meðferð undir eftirliti læknis. Ef þú ert óheppinn þá ertu með lyndisröskun en ekki venjulegt þunglyndi og þá geta sveppir "læknað" þunglyndið og hent þér beinustu leið í maníu.
2) Ekki taka próf á netinu og fara með niðurstöðurnar í greiningu. Ef það er eitthvað sem slekkur á þjónustulund heilbrigðisstarfsmanna þá er það fólk sem heldur að það viti eitthvað. Læknar eru hrokafullir andskotar. Það er hins vegar ekkert að því að taka svona próf á netinu, svo þú sért undirbúinn, en ekki láta bera of mikið á því.
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Engar sjálfsmorðhugsanir eða að skaða sjálfan mig. Er bara ekki með neinn áhuga á neinu; háskólanum, vinum og hef snúið mér í að skrifa eða spila WoW til að gleyma mér. Mér finnst ég gera allt bara af því ég *þarf* þess. Erfitt að útskýra.
Ég hef aldrei drukkið, og ég held að það sé bara ekki góð hugmynd með þunglyndi. Ég er búinn að vera halda mér í ræktinni núna síðan byrjun árs, en mér finnst það samt ekkert skemmtilegra síðan ég byrjaði. Mikið struggle að hætta ekki.
Ég hafði ekki kjarkinn í að hringja og panta tíma hjá heilsugæslu í dag mun reyna aftur á morgun. Ég bý ennþá hjá foreldrunum mínum ætli það sé góð hugmynd að þau vita af þessu? (þeim grunar að eð er að angra mig en ég bara get ekki sagt þeim hvað er að; alltof vandræðalegt) ég er mjög introvert manneskja og ég þoli það ekki
Ég hef aldrei drukkið, og ég held að það sé bara ekki góð hugmynd með þunglyndi. Ég er búinn að vera halda mér í ræktinni núna síðan byrjun árs, en mér finnst það samt ekkert skemmtilegra síðan ég byrjaði. Mikið struggle að hætta ekki.
Ég hafði ekki kjarkinn í að hringja og panta tíma hjá heilsugæslu í dag mun reyna aftur á morgun. Ég bý ennþá hjá foreldrunum mínum ætli það sé góð hugmynd að þau vita af þessu? (þeim grunar að eð er að angra mig en ég bara get ekki sagt þeim hvað er að; alltof vandræðalegt) ég er mjög introvert manneskja og ég þoli það ekki
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Cronn skrifaði:Engar sjálfsmorðhugsanir eða að skaða sjálfan mig. Er bara ekki með neinn áhuga á neinu; háskólanum, vinum og hef snúið mér í að skrifa eða spila WoW til að gleyma mér. Mér finnst ég gera allt bara af því ég *þarf* þess. Erfitt að útskýra.
Ég hef aldrei drukkið, og ég held að það sé bara ekki góð hugmynd með þunglyndi. Ég er búinn að vera halda mér í ræktinni núna síðan byrjun árs, en mér finnst það samt ekkert skemmtilegra síðan ég byrjaði. Mikið struggle að hætta ekki.
Ég hafði ekki kjarkinn í að hringja og panta tíma hjá heilsugæslu í dag mun reyna aftur á morgun. Ég bý ennþá hjá foreldrunum mínum ætli það sé góð hugmynd að þau vita af þessu? (þeim grunar að eð er að angra mig en ég bara get ekki sagt þeim hvað er að; alltof vandræðalegt) ég er mjög introvert manneskja og ég þoli það ekki
Það væri fínt að segja þeim frá þessu, þau geta þá hjálpað þér við að fá tíma hjá heimilislækni.
Annars er no shame (#NoShame) að leita sér hjálpar. Það vildi ég að allir gerðu sér grein fyrir.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
- Nörd
- Póstar: 120
- Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Persónulega mæli ég með að þú pantir þér spjall hjá sálfræðingi. Þeir kunna að ræða svona mál og það hjálpar mikið, fín byrjun.
Að hitta heimilislækni er annað gott skref.
Svo skaltu spjalla við foreldra þína. Það verða allir þungir á einhverjum tímapunkti.
Að hitta heimilislækni er annað gott skref.
Svo skaltu spjalla við foreldra þína. Það verða allir þungir á einhverjum tímapunkti.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Viggi skrifaði:Ef þú átt psilocybin mushrooms þá getur það gert wonder að microdosa þá í viku (0.5 gr á dag) engin áhrif af svo littlu magni.
Persónulega myndi ég byrja á því ef ég hef ekki prófa neitt annað fyrst
Að vera á sveppum bókstaflega . . . . endl; }
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
Cronn skrifaði:Engar sjálfsmorðhugsanir eða að skaða sjálfan mig. Er bara ekki með neinn áhuga á neinu; háskólanum, vinum og hef snúið mér í að skrifa eða spila WoW til að gleyma mér. Mér finnst ég gera allt bara af því ég *þarf* þess. Erfitt að útskýra.
Ég hef aldrei drukkið, og ég held að það sé bara ekki góð hugmynd með þunglyndi. Ég er búinn að vera halda mér í ræktinni núna síðan byrjun árs, en mér finnst það samt ekkert skemmtilegra síðan ég byrjaði. Mikið struggle að hætta ekki.
Ég hafði ekki kjarkinn í að hringja og panta tíma hjá heilsugæslu í dag mun reyna aftur á morgun. Ég bý ennþá hjá foreldrunum mínum ætli það sé góð hugmynd að þau vita af þessu? (þeim grunar að eð er að angra mig en ég bara get ekki sagt þeim hvað er að; alltof vandræðalegt) ég er mjög introvert manneskja og ég þoli það ekki
Það getur verið alveg frábært að vera introvert
Og það er alveg hægt að vera introvert með gott sjálfstraust.
Ég viðurkenni það að ég dró það eins lengi og ég gat að leita mér hjálpar, það er slæm hugmynd. Það er mjög flott að þú sért að leita til einhvers(okkar), þú þarft ekki að vera á barmi sjálfsmorðs til að leita til læknis eða annara sérfræðinga.
Listinn sem að chaplin setti inn er snilld. Ekki samt focusa á að laga allt í einu, myndi byrja á svefninum og mattarræði (ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á svefn btw).
Endilega haltu áfram að fara í ræktina, það hefur líka stór áhrif á svefninn
Suma daga er það bara stór sigur að búa um rúmið(mæli btw með því að venja sig á það, góð rútína) og fara í föt.
Fyrst og fremst skaltu samt leita þér hjálpar hjá bráðadeildinni, heimilislækni, sálfræðing eða geðlækni. Endilega talaðu við foreldra þína og fáðu þau til að aðstoða þig við þetta ( mamma hefur oft alveg reddað mér með því að koma mér á bráðamóttöku og í viðtöl við lækna).
Endilega sendu á mig línu ef að þú vilt spjalla við einhvern.
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: Ég er þunglyndur og örugglega meira (mig grunar).
intenz skrifaði:Það er ýmislegt hægt að gera í þunglyndi án lyfja, t.d. með svokallaðri HAM meðferð, ljósa- og birtumeðferð, bæta fæðu og hreyfingu, svo eitthvað sé nefnt. Það eru líka til support grúppur á Facebook, t.d. GEÐSJÚK þar sem þú getur spjallað við fólk í sömu sporum.
Gangi þér vel.
Svoldið redundant að segja HAM meðferð þegar HAM stendur fyrir Hugræn AtferlisMeðferð....
Það er eins og að segja ATM Machine, þegar ATM stendur fyrir Automated Teller Machine. Automated Teller Machine machine....
Djók.
En langaði að koma aðeins inná HAMið, var eitthvað að leita í póstunum mínum og rakst á þennan þráð. Fór í gegnum svona Hugræna Atferlismeðferð í fyrra. Þetta var bara býsna gott, tók þetta nokkra klukkutíma sem breiddir voru út yfir nokkrar vikur. Vorum við þrír á námskeiðinu, einn er orðinn þónokkur félagi í dag.
Þetta kennir manni s.s. að t.d. að Geðklofann minn og flest öll einkenni meigi reka til kvíða. Það er s.s. kvíðinn sem ræður ríkjum í hausnum á okkur. Flest ef ekki öll vanlíðan stemmir semsagt frá kvíðanum.
Þetta hjálpaði manni að finna rætur vandans, sem var alltaf einhver helvítis kvíðsi.
Sem dæmi: Mér líður illa, ég er þunglyndur og sentimetrum frá því að fara í geðrof og/eða panic attack(Erfitt að greina þar á milli). Ég á engann pening og það fer að koma að því að ég þurfi að borga einhver smálán. Þá er það bara að dýfa sér í djúpu laugina, afhverju ætli mér líði svona illa?
ATH! Þetta er dæmi úr mínu eigin lífi, af pappír sem ég fann hérna í ruslinu hjá mér.
Atvik/Aðstöður:
Vinur hringir og biður um pening fyrir mat. Hann hefur hringt oft áður, alltaf fengið lánað en aldrei borgað neitt til baka.
Tilfinningar(0-10):
Reiði: 7
Vonsvikinn/sár: 9
Svikinn: 9
Hugsanir:
Ég efast um að hann eigi nokkurn tímann eftir að borga mér til baka, þrátt fyrir að hafa lofað á líf móður sinnar að gera svo.
Ég er að gera þetta til þess að missa ekki vin.
Hann er að nota og þar af leiðandi svíkja mig.
Endurmat(Hér áttu eftir að vera búinn að hugsa þetta soldið, hugsanlega ræða þetta við einhvern):
Hann er nú bara alls enginn vinur. Hann á aldrei eftir að borga mér krónu til baka. Hann er veikur, á geði og svo kemur fíknin ofaná það enda hefur/er/og verður líklega í neyslu næstu árin. Hann hefur fengið lánaðann pening hjá mörgum öðrum en aldrei borgað til baka. Hann er svikari og ætti ég að halda mig sem fjærst fólki sem og honum. Ætla að segja 'NEI!' næst þegar hann biður mig um lán.
Þetta var semsagt hugsanaskrá sem kennt er hvernig á að gera í HAMinu.
Alveg eins hægt að gera þetta með:
Atvik/Aðstöður:
Ég póstaði einhverjum sora á spjall.vaktin.is og er hræddur um að GuðjónR, einræðisherrann sem hann er, eigi eftir að banna mig, án þess að spyrja hina stjórnendurnar álits.
Tilfinningar:
Leiði: 5
Hræðsla: 8
Vonleysi: 8
Hugsanir:
GuðjónR er Ruthless, bókstaflega, hann á enga Ruth, ekki einu sinni Baby Ruth sem fæst samt í Kosti fyrir klink! Hann bara fer aldrei í Kópavoginn, hann hatar Kóp-City. Svo var þetta algjör viðbjóður sem ég póstaði og get ég garanterað það að þetta eigi eftir að enda í IP-banni. Hann gerði það við Hakkaran, og á eftir að gera það sama við mig. Ég er vonlaus gaur.
Endurmat:
Kannski var þetta ekki jafn slæmt og Hakkarin var búinn að vera í öll þessi ár, með sínar rasísku og hómóphóbísku skoðanir. Þetta var kannski bara small potatoes og kannski fattar GuðjónR djókinn á bakvið það sem ég póstaði, þrátt fyrir að vera kominn á aldur, það er alltaf séns á því. Chaplin er líka góður gaur, hann á eftir að plead'a my innocence...
Þetta er náttúrulega ekkert skothelt, en þetta er viss leið til þess að létta á kvíðanum, líða betur með sjálfan sig og minnka stressið sem er að byggjast upp.
Man ekki alveg hvernig þetta var, finnst vanta eitt skref inní þetta. Á bókina útí bíl, skal kannski, KANNSKI, glugga í hana ef áhugi er fyrir og finna þetta út alveg nákvæmlega.
En já, þetta seinna dæmi var bara gert í pjúra djóki og því ég hef aldrei gert svona sjálfur áður, ekki svo ég muni allavegana, alltaf fengið hjálp. Setti smá dass af Vaktar drama inní þetta svo allir skildu skilja þetta.
Ég svo sem nota þessar leiðir sem mér var kennt ekki neitt. Einfaldlega útaf því að ég er hættur að finna fyrir tilfinningum, alfarið. Ég finn hvorki fyrir gleði, kvíða né sorg. Það eina sem ég finn fyrir er reiði, reiði og aftur reiði. Reiði gangvart sjálfum mér, reiði gagnvart vel flestum í kringum mig og sérstaklega reiði gegn gæjanum sem hélt að hann ÆTTI hringtorgið við Rauðavatn í morgun. Var ég svo reiður að mig langaði mest til þess að neggla niður, stökkva útúr bílnum mínum með hnífinn sem einhver gleymdi í bílnum mínum og taka reiði mína út á manninum sem hefur líklega borgað eitthvað til Reykjavíkurborgar til þess að meiga svína og niggast á fólk í hringtorgum, eða hann viti einfaldlega ekki hvernig hringtorg virka. Allavegana, var það í sjálfu sér nóg að rétta honum puttann og sjá hvernig hann tjúllaðist og hamaðist á mælaborðinu og stýrinu í bílnum sínum með báðum hnefum.
Ahh, good times.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...