ég allavega er að spá í að kaupa bara einhvern fjölskyldupakka, hvar er hægt að finna svoleiðis á góðum prís
Og gleðilegt nýtt ár

GuðjónR skrifaði:Þessi pakki var á 4700.- kr. um daginn, mér fannst það bara ágætt verð og skellti einum í körfu, ætlaði svo að borga en það var eitthvað sem truflaði. Daginn eftir mundi ég svo eftir þessu og ætlaði að klára viðskiptin, en þá var karfan auðvitað dottin út og búið að hækka vöruna um rúmar 2k.
Hætti við að versla þetta. Finnst 4700 ágætt verð en 7000 of mikið.
http://pudurkerlingin.is/product/boomba ... ettupakki/
p.s. er sammála þeim hér að ofan, kaupa þetta þar sem það er ódýrast, fyrir mig þá er það ekki rökétt að kaupa dýra vöru til þess að styrjka félagasamtök sem hefur nánast eitt markið að bjarga útlendingum á lakkskóm ofan af jökli. Ferðamenn ættu að vera tryggðir fyrir svoleiðis fiflagangi.
Hargo skrifaði:Lenti í því sama hjá pudurkerlingin.is
Ég skrifaði línu til þeirra og þá var einhver forsala í gangi til 24.des á betra verði. Eitthvað geta þeir nú samt lagt á þetta púður sitt. Þeir buðu mér nú samt að þeir gætu reddað mér einhverju á forsöluverði en ég hafði ekki áhuga á því.
Endaði á að kaupa fjölskyldupakkann á netflugeldar.is - sýndist það vera besta verðið eftir smá research.
Lallistori skrifaði:Þar sem ég er að vinna frá 05:00 - 19:00 á gamlársdag og verð líklegast sofnaður þegar það kemur að því að skjóta upp þá ætla ég bara að sleppa því að versla flugelda þetta árið.
Annars versla ég alltaf þar sem ég fæ mest fyrir peninginn, svo einfalt er það.
GuðjónR skrifaði:Hargo skrifaði:Lenti í því sama hjá pudurkerlingin.is
Ég skrifaði línu til þeirra og þá var einhver forsala í gangi til 24.des á betra verði. Eitthvað geta þeir nú samt lagt á þetta púður sitt. Þeir buðu mér nú samt að þeir gætu reddað mér einhverju á forsöluverði en ég hafði ekki áhuga á því.
Endaði á að kaupa fjölskyldupakkann á netflugeldar.is - sýndist það vera besta verðið eftir smá research.
Sama hér, sendi þeim tölvupóst 26. des en þeir höfðu ekkert fyrir því að svara. Vantar eitthvað smottarerí fyir ~5k til að vera með. Þessir pakkar eru yfirleitt fullir af smáblysum og hurðasprengjum. Betra að fá bara nokkrar rakettur á priki.
HalistaX skrifaði:Það er búið að vera svo ógéðslegt veður á gamlárs síðustu árin að það er bara til fullt af drasli á þessu heimili, kannski að faðir minn kaupi einhverjar rakettur eða tertur en það yrði þá af björgunarsveitunum.
Ég persónulega hata þetta guilt trip sem björgunarsveitirnar henda á mann...
"En þetta er eina innkoman okkar *sniff* og við erum alltaf að bjarga landsmönnum *sniffsniff* og fáum ekkert borgað fyrir það *sniffsniffsniff*"
Ég veit ekki betur en að dósa flokkun sé líka partur af innkomuni þeirra og ég sure as hell hjálpa þeim til við það.
Mér finnst eins og menn eigi bara að versla þar sem er mesta bang for the buck, bókstaflega.
Það er, bítídöbbs, enginn sem neyðir fólk í það að joina björgunarsveitirnar. Að mínu mati er þetta bara hobbý rétt eins og hvert annað, og flest hobbý kosta pening, sem er ekki mitt vandamál...
GuðjónR skrifaði:Elín Hirst er "spot on" með þetta!
http://www.visir.is/vill-skylda-erlenda ... 5151229024
Koma þarf með gild skilríki og QR kóðann.