Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Er mjög forvitin hvað ykkur myndi finnast um svona. Og hvort þetta myndi bera sig eða ekki. Við erum að tala um vörur og collectables í dýrari kantinum fyrir stærstu leikina, má þar nefna dota2, lol, cs, sc og þar fram eftir. Endilega komið með ykkar skoðun og dragið ekki af. . Má hér nefna að Toys'rus og Nexus eru með allan þennan markað hérlendis og myndi búð með þessum áherslum miða á börn og "nördasafnara" ef svo má að orði komast. Þakka svörin.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Tengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Geturðu aðeins útskýrt aðeins betur hvað þú meinar með Esports vörur?
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Já alveg sjálfsagt. Þá er verið að tala um vörur einsog boli/headset/lyklaborð merkt ákveðnum liðum úti heimi einsog tsm(team solo mid), fnatic og í þeim dúr. Síðan er verið að tala um vörur einsog styttur af áberandi hetjum í þessum leikjum, má t.d nefna dæmi sem þetta http://www.sideshowtoy.com/collectibles ... es-300069/
Síðan ýmislegan varning til að geta t.d cosplayað sem sinn uppáhalds hetja. Má líka benda á http://www.esportstore.com/ sem dæmi um vöruliði sem gætu verið seldir. Ég fór bara að spá í þessu þar sem mér finnst mjög takmarkað um collectables hér á landi og þá svona flottum búðum, eina sem ég sé er nexus og þeir eru með mjög takmarkað vöruval. Annars veit ég að allt er hægt að panta utan frá en spurnig hvort landinn sé tilbúinn að borga aðeins meir fyrir vöru sem þeir geta séð og fengið í hendurnar strax en ekki bíða 3-4 vikur. En annars þá var þetta bara pæling og ég vill endilega fá ykkar pælingar. Hef líka velt fyrir mér hvort að collectables úr t.d frægu og vinsælu anime myndi virka.
Síðan ýmislegan varning til að geta t.d cosplayað sem sinn uppáhalds hetja. Má líka benda á http://www.esportstore.com/ sem dæmi um vöruliði sem gætu verið seldir. Ég fór bara að spá í þessu þar sem mér finnst mjög takmarkað um collectables hér á landi og þá svona flottum búðum, eina sem ég sé er nexus og þeir eru með mjög takmarkað vöruval. Annars veit ég að allt er hægt að panta utan frá en spurnig hvort landinn sé tilbúinn að borga aðeins meir fyrir vöru sem þeir geta séð og fengið í hendurnar strax en ekki bíða 3-4 vikur. En annars þá var þetta bara pæling og ég vill endilega fá ykkar pælingar. Hef líka velt fyrir mér hvort að collectables úr t.d frægu og vinsælu anime myndi virka.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Ég á erfitt með að sjá að þetta geti gengið hér á landi.
Nýbúinn einmitt þráður hérna þar sem að var talað um sölu á leikjum og öðru eins og netð er einfaldlega að taka yfir þetta allt.
og ef að ég versla eitthvað af netinu og þarf að bíða eftir því hvort eð er (ég bý í eyjum) þá get ég alveg verslað það ódýrara og beðið aðeins lengur (ekkert óalgengt að hlutir taki jafn langan tíma að koma frá kína til eyja og frá RVK til eyja)
Hitt er síðan annað mál að ég er svo sem engan vegin verðandi kúnni svo sem, en þetta eru bara mín $0.02
Nýbúinn einmitt þráður hérna þar sem að var talað um sölu á leikjum og öðru eins og netð er einfaldlega að taka yfir þetta allt.
og ef að ég versla eitthvað af netinu og þarf að bíða eftir því hvort eð er (ég bý í eyjum) þá get ég alveg verslað það ódýrara og beðið aðeins lengur (ekkert óalgengt að hlutir taki jafn langan tíma að koma frá kína til eyja og frá RVK til eyja)
Hitt er síðan annað mál að ég er svo sem engan vegin verðandi kúnni svo sem, en þetta eru bara mín $0.02
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Held að sér búð fyrir þetta myndi aldrei ganga. Gæti alveg verið að Nexus tækji einhverjar svona vörur inn. Annars held ég að markaðurinn sé bara ekki nógu stór.
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Ég á erfitt með að sjá að svona búð kæmi nokkurntímann til þess að reka sig á Íslandi á þessu einu saman. Í fyrsta lagi held ég að markhópurinn sé ekki það stór (með áherslu á held) og eins ef farið væri í hefðbundinn búðarrekstur með húsnæðis og lagerkostnaði þá yrði álagið á vöruna það hátt að hún væri aldrei samkeppnishæf við netverslun. Bolir og styttur eru ekki beint drasl sem þarfnast þjónustu þannig að helsti hvatinn sem væri ábyrgð er ekki til staðar.
Ef þú/þið hinsvegar færuð út í rekstur netverslunar án lagers þá veltir maður því fyrir sér hver væri hvatinn að versla við ykkur frekar en að panta þetta beint af netinu fyrir minni pening en bíða mögulega örlítið lengur eftir vörunni. Sérstaklega með vörur sem geta ekki bilað. Helsti hvatinn bakvið þessar netverslanir sem þú borgar sem millilið er í mínum augum allavega að ég fæ þá þessa tveggja ára lögbundnu neytendaábyrgð sem netverslun í útlöndum færir mér ekki. En um leið og þú ferð að selja rafmagnsvörur þá þarftu væntanlega að reka eða kaupa viðgerðarþjónustu af einhverjum.
Síðan er það annað mál að þú segir að vöruúrval í Nexus sé lítið. Ein ástæðan er væntanlega sú að eftirspurnin eftir þessu er ennþá lítil og/eða fólk er ekki að leita í Nexus eftir þessari vöru. Ég efast ekki um að Nexus myndu panta eitthvað og selja það ef þeir vissu að fyrir því væri áhugi.
Er ekki geimstöðin að selja eitthvað í ætt við það sem þú ert að tala um? Ef ég man rétt var hægt að kaupa þar boli með mario bros sveppi eða N7 lógói fyrir hið ódýra verð 3990 eða 4990 (man ekki verðið en fannst það fullmikið af hinu góða). Kannski finnst einhverjum þetta sanngjarnt verð og kannski tilheyri ég bara ekki þessum markhópi sem nennir að eyða þessum upphæðum í þrykkta 500 króna bómullarboli en ég held ég panti þetta bara á Al-shabab á raunvirði.
Ef þú/þið hinsvegar færuð út í rekstur netverslunar án lagers þá veltir maður því fyrir sér hver væri hvatinn að versla við ykkur frekar en að panta þetta beint af netinu fyrir minni pening en bíða mögulega örlítið lengur eftir vörunni. Sérstaklega með vörur sem geta ekki bilað. Helsti hvatinn bakvið þessar netverslanir sem þú borgar sem millilið er í mínum augum allavega að ég fæ þá þessa tveggja ára lögbundnu neytendaábyrgð sem netverslun í útlöndum færir mér ekki. En um leið og þú ferð að selja rafmagnsvörur þá þarftu væntanlega að reka eða kaupa viðgerðarþjónustu af einhverjum.
Síðan er það annað mál að þú segir að vöruúrval í Nexus sé lítið. Ein ástæðan er væntanlega sú að eftirspurnin eftir þessu er ennþá lítil og/eða fólk er ekki að leita í Nexus eftir þessari vöru. Ég efast ekki um að Nexus myndu panta eitthvað og selja það ef þeir vissu að fyrir því væri áhugi.
Er ekki geimstöðin að selja eitthvað í ætt við það sem þú ert að tala um? Ef ég man rétt var hægt að kaupa þar boli með mario bros sveppi eða N7 lógói fyrir hið ódýra verð 3990 eða 4990 (man ekki verðið en fannst það fullmikið af hinu góða). Kannski finnst einhverjum þetta sanngjarnt verð og kannski tilheyri ég bara ekki þessum markhópi sem nennir að eyða þessum upphæðum í þrykkta 500 króna bómullarboli en ég held ég panti þetta bara á Al-shabab á raunvirði.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
já allt flottir punktar. En í sambandi við kúnnahópinn og þetta "niche" sem er Esport tengdar vörur. þá spyr maður sig hvort að warhammer markaðurinn og manga sé stærri markaður en Esport og allt því tengt. Núna hefur Nexus verið að skila rosalegum hagnaði, og hefur stækkað rosalega síðustu ár með aukinni vitund. En gaman að lesa ykkar pælingar um þetta viðfangsefni.
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Þó svo að einhver spili einhverja tölvuleiki þá er ekki þar með sagt að viðkomandi langi til þess að kaupa einhverja minjagripi tengdum vörumerkinu eða að viðkomandi hafi efni á slíku og þá er ég að vísa til mögulega ungs aldurs og takmarkaðra tekna. Mig grunar sterklega að borðspilanördinn sé eldri og tekjuhærri en meðal DOTA/LOL spilarinn.
Hugsaðu þetta svona. Ekki allir sem spila tölvuleiki vilja kaupa glingur og ekki allir sem vilja kaupa glingur vilja kaupa það af þér.
Annað sem þú þarft að hafa í huga varðandi nexus og það er það að nexus er að verða 25 ára gömul búð og hefur náð að byggja upp ágætis kjarna kringum sig og sínar vörur. Það kann vel að vera að þeir séu að skila ágætis hagnaði í dag og síðustu ár en það tók þá örugglega meira en áratug að komast þangað.
Hugsaðu þetta svona. Ekki allir sem spila tölvuleiki vilja kaupa glingur og ekki allir sem vilja kaupa glingur vilja kaupa það af þér.
Annað sem þú þarft að hafa í huga varðandi nexus og það er það að nexus er að verða 25 ára gömul búð og hefur náð að byggja upp ágætis kjarna kringum sig og sínar vörur. Það kann vel að vera að þeir séu að skila ágætis hagnaði í dag og síðustu ár en það tók þá örugglega meira en áratug að komast þangað.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Ég er langt í frá sérfræðingur í verslun, en ef ég væri í svona pælingum myndi ég byrja með eins lítið og hægt er, t.d. netverslun og ákveða svo framhaldið útfrá vinsældunum - þ.e. hvort ég ætti að hætta þessu, stækka netverslunina eða opna hefðbundna verslun.
Eins og Klara segir þá er Nexus rótgróin búð sem hefur verið að byggjast smá saman upp á 25 árum. Ný búð með vinsælli vörur en Nexus er að selja er ekki endilega tryggður sami árangur og Nexus hefur náð.
Eins og Klara segir þá er Nexus rótgróin búð sem hefur verið að byggjast smá saman upp á 25 árum. Ný búð með vinsælli vörur en Nexus er að selja er ekki endilega tryggður sami árangur og Nexus hefur náð.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Allt satt og rétt. Einsog áður hefur komið fram er ég meira kannski að velta fyrir mér hvort þið mynduð versla við svona verslun og líka hvernig vitund landans er á Esport sviðinu.
Auðvitað erum við að tala um áhættuverslun þar sem kúnnahópurinn og samansetning á honum er ekki vitaður, einsog klara kom inná þá er hugsanlegt að hér sé mikið um krakka með lítið eyðslufé á milli handanna. Á móti kemur er ég persónulega ágætlega stæður og eyði meira en ég vil telja í ýmsan "nördavarning". Má þó nefna að ég átta mig líka á því að það eru foreldranir sem borga oft fyrir börnin og er ekki ólíklegt að ef að þessu myndi verða þá myndi maður koma inná vörur í tengslum við minecraft,clashofclans, plantsvszombies og þar fram eftir götunum. En flott innlegg, endilega koma með fleirri pælingar.
Auðvitað erum við að tala um áhættuverslun þar sem kúnnahópurinn og samansetning á honum er ekki vitaður, einsog klara kom inná þá er hugsanlegt að hér sé mikið um krakka með lítið eyðslufé á milli handanna. Á móti kemur er ég persónulega ágætlega stæður og eyði meira en ég vil telja í ýmsan "nördavarning". Má þó nefna að ég átta mig líka á því að það eru foreldranir sem borga oft fyrir börnin og er ekki ólíklegt að ef að þessu myndi verða þá myndi maður koma inná vörur í tengslum við minecraft,clashofclans, plantsvszombies og þar fram eftir götunum. En flott innlegg, endilega koma með fleirri pælingar.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Prufaðu bara, og ef reksturinn gengur illa þá skiptir þú bara um kennitölu.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Já kennitöluflakk segiru nei held ég reyni að halda mig við eina. UPP!:)
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Ég horfi gjarnan á tölvuleiki á netinu, fylgist með streamerum, held með liði/liðum, horfi á flest stórmót og finnst þetta alveg ótrúlega skemmtilegt sport, lét mig uppgötva hvað fótboltaáhugamenn voru að fá út úr þessu eftir öll þessi ár
Ég er hinsvegar ekki að sjá mig kaupa eina einustu vöru í svona búð. Tölvuleikja varningur er almennt sub par vara og ég hata þessi fyrirtæki eins og razer sem framleiða rusl mála það grænt og setja himinháa verðmiða, miðað að því að svindla á vitlausum börnum. Föt eða músarmottur bara sé ég ekki tilgang með, ég myndi aldrei ganga í bol merktum liði og ég horfi á þetta í tölvunni minni og sé mig ekki "dressa mig upp" fyrir það beint.
Collectables er töff, en spurningin er samt bara hvort það sé pláss fyrir nýjan aðila á þeim markaði? Það er nú hægt að panta flest svona á netinu fyrir ekkert allt of mikið og svo á nexus restina af markaðnum.
Ég skil vel að það væri gaman að reyna við svona verkefni, en ég held þú hafir ekki líkurnar með þér í þessu.
Edit: vil bæta því við að mér finnst könnunin þín ekki vel sett upp, þú verður eiginlega að velja hvort þú ætlar að spyrja okkur hvort þetta gangi eða hvort við myndum versla þar. Mér finnst líka vanta svör eins og í mínu tilfelli bara einfalt "myndi ekki versla" því ég myndi ekki nota netið heldur í staðin. Til þess að geta nýtt þér svona könnun þarftu kannski að spyrja þig aðeins betur fyrst "hverju á þessi könnun að svara"
Ég er hinsvegar ekki að sjá mig kaupa eina einustu vöru í svona búð. Tölvuleikja varningur er almennt sub par vara og ég hata þessi fyrirtæki eins og razer sem framleiða rusl mála það grænt og setja himinháa verðmiða, miðað að því að svindla á vitlausum börnum. Föt eða músarmottur bara sé ég ekki tilgang með, ég myndi aldrei ganga í bol merktum liði og ég horfi á þetta í tölvunni minni og sé mig ekki "dressa mig upp" fyrir það beint.
Collectables er töff, en spurningin er samt bara hvort það sé pláss fyrir nýjan aðila á þeim markaði? Það er nú hægt að panta flest svona á netinu fyrir ekkert allt of mikið og svo á nexus restina af markaðnum.
Ég skil vel að það væri gaman að reyna við svona verkefni, en ég held þú hafir ekki líkurnar með þér í þessu.
Edit: vil bæta því við að mér finnst könnunin þín ekki vel sett upp, þú verður eiginlega að velja hvort þú ætlar að spyrja okkur hvort þetta gangi eða hvort við myndum versla þar. Mér finnst líka vanta svör eins og í mínu tilfelli bara einfalt "myndi ekki versla" því ég myndi ekki nota netið heldur í staðin. Til þess að geta nýtt þér svona könnun þarftu kannski að spyrja þig aðeins betur fyrst "hverju á þessi könnun að svara"
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Rosalega flottir punktar og ég er sammála þér í sambandi við könnunina og hvernig ég setti hana upp., bara ekki nógu vel gert. Ég mun líklega koma með aðra þar sem færri en hnitmiðaðri valmöguleikar eru ásamt mum betri lýsingu á hvað búðin á að selja og hvaða vörur/þjónustu hún gæti boðið uppá. Takk fyrir þetta.
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Hugsa að online búð gæti alveg gegnið en myndi ekki stafla ykkur af vörum frekar taka pantanir og græja þetta þannig.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 65
- Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað finnst ykkur um "Esportbúð"?
Já það er mun minni áhætta fólgin í netverslun, en maður verður að spyrja sig afhverju ætti fólk að versla við hana en ekki einhverja aðra útí heimi. Maður yrði að panta í bulk frá heildsala til að vera með samkeppnishæft verð reikna ég með og þá er maður líklegast kominn með einhvern lager. Ég persónulega held að ef áhugi er á vörunum þá myndi búð ganga þó verðið væri hærra en í netverslunum þar sem mér finnst íslendingar frekar miklir "impulsive buyers" og " i want it now syndrome"... en auðvitað er það bara mín skynjun og gæti haft kolrangt fyrir mér, enda er ég að spyrja ykkur um álit en ekki fara vaða í snjóstormin án þess að hafa nokkra vitneskju hvar ég gæti endað.