Ljósleiðarinn verður lagður meðfram hituveitulögn sem lögð verður í hús hérna í sveitinni
en til þess að þitt hús verði tengt þarft þú að samþykkja bindandi tilboð og greiða stofngjald að upphæð kr. 186.000,- m/vsk.
Við framkvæmdina þarf að plægja ljósheimtaug inn í hús og setja upp inntaksbox. Þegar þjónusta er pöntuð á ljósleiðarann verður settur upp búnaður, svokölluð ONT-a þar sem þjónustuveitandi getur tengst með sinn búnað
Ekki get ég séð að tekið sé skýrt fram hvort að ljósheimtaugin verður lögð í sama skurði og hitaveitulögnin upp að húsinu (~100 m) eða hvort plægður verði sér skurður fyrir hana.
--Ekki heldur hvort að þessi heimtaug er ljósleiðari eða koparvír-- Það er smávegis verðmunur að þeim efnum
Er þetta ekki ansi ríflegt stofngjald að ykkar mati?
Um ljósleiðarann býðst að lágmarki 100Mb/s internettenging auk annarrar þjónustu sem er í boði á neti Mílu ...
Er ljósveita Mílu = ljósnetstenging fyrir viðskiptavin?